Alþýðublaðið - 19.01.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.01.1940, Blaðsíða 4
 GAMLA BÍÓ liðgreglngildrao Spennandi og viðburðarÍK amerísk kivikmynd um viðureign amerísku G- mannanna við bófaflokka. Aðalhlutverkin leika: Kobert Preston, I. Carroll Naish og 11 Mary Carlisle. Börn fá ekki aðgang L O. G. T. FREYJUFUNDUR í kvöld kl. 8V2. Tekið á móti nýliðum og önnur venjuleg fundarstörf. Eftir fund verður kynningar- kvöld með viðræðum, spilum, söng og sameiginlegri kaffi- drykkju. Brynjólfur Jóhann- esson skemmtir. Félagar, fjöl- mennið stundvíslega með inn- sækjendur. Æðstitemplar. Skemmtiklúbburinn CARIOCA“ heldur PAMSLEIK í Iðnó annað kvöld Hótel Bmi Allir salirnir opnir i kvöld Verkamannafélagsins Dagsbrún verður haldinn í Gamla Bíó sunnudaginn 21. þ. m. kl. 1 e. h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. 1 Félagsstjórnin. I matinn. Svið, Saxað nautak|ðt 2,50 kgr, Saltkjðt, Télg. FJÁRHAGSAÆTLUN REYKJA- VÍKUR Frh. af 3. síðu. hagnýtri fræðslu í matreiðslu. húsverkum, saumum, heimilis- iðnaði og meðferð ungbarna. Hvatti hún og til að leitað yrði samvinnu við alþingi og ríkis- stjórn um þetta mál. Þessari tillögu var vísað til bæjarráðs, og er þess að vænta, að það verði ekki svæft þar. 60 þús. kr. halli á rekstri farsóttahússins. r. Jón Axel Pétursson benti á það, að á árinu 1938 hefði orðið yfir 60 þusund króna halli á reksiri Farsóttahússins. Harald- ur Guðmundsson benti með skýrtim rökum á það, hve ó- heppilegt fyrirkomulag væri á Farsóttahúsinu. Töluðu þeir báðir fyrir því, að athugaðir yrðu möguleikar á því að leggja niður Farsóttahúsið og leita samvitmu við stjórn Landsspít- alans tim að koma upp farsótta- deild við hann. Þessi tillaga var einnig send til ba jarráðs. Mun óhætt að fullyrða, að bæjarráð geti ekki annað en framkvæmt þessa til- lögu A Iþýðuflokksins. Þetta voru helztu tillögur Al- þýðuflokksiits. En auk þess flutti A Iþýðuflokkurinn nokkr- ar br®yiingartillögur við ein- staka liði fjárhagsáætlunarinn- ar. Þar á meðal um að áætla 30 þús. kr. til atvinnubóta fyrir konur, urri að áætla betri inn- heimtu á barnsmeðlögum en verið lxefir. gera ráð fyrir tekj- um af bíórekstri, aukin útgjöld til stuðnings garðræktar og hækkun útgjalda til mjólkur-. lýsis- og matgjafa. Þessar tillögur voru felldar. Verður ef til vill gerð nánari grein fyrir þeim síðar og um leið umræðum, sem urðu um einstök mál í sambandi við fjár- hagsáætlunina. HOLLENDINGAR Frh. af 3. síðu. virðast einbeina öllum kröftum sínum að því að vernda hlutleysi siít með öllum ráðum, í von um, að engin hernaðarþjóð geti sent nógu sterkan og vel vopnaðan her til þess að geta brotið mót- stöðuna niður svo fljótt sem nauð- synlegt er til þess að eiga ekki á hættu að kasta landinu í fangið á óvinunum. VERKALÝÐSFÉLÖGIN í FINN- LANDI Frh. af 2. síðu. sér detta annað í hug, en að öll finnska þjóðin standi einhuga að baki stjórn sinni. Finnum er Ijóst, við hvílíkt of- urefli er að etja, og þeir vanmeta ekki getu árásarþjóðarinnar. Fyr eða seinna mun finnski verka- lýðurinn gera sig gildandi. En hann berst einhuga; um annað er ekki að velja, eins og nú hqrfir málunum. Finnar verða að verja land' sitt, meðan nokkur blóð- dropi renniur í æðum þeirra. Vuori, formaður lands- sambands flnnsku verka- lýðsfélaganna“. Kommðnistablöðin I Belgín bönnuð. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í rnorgun IMMONISTABLÖÐIN í Bplg íu hafa nú verið bönnuð. Hefir Belgíska stjórnin þarmeð tekið sömu stefnu gagnvart land- ráðastarfsemi kommúnista, eins og franska stjórnin. DAGSBRÚNARKOSNINGIN. (Frh. af 1. síðu.) lófatak í húsinu, þegar fylgis- menn B-listans höfðu talað. — Mikið var hnussað að þeim um- mælum eins kommúnistans, að hann gæti ekkert gert að því, „að rússnesku hermennirnir dræpust í Finnlandi úr aum- ingjaskap, án þess að nokkurt skot hitti þá!“ Béðinn orðinn vondanf- ur? En það vakti mikla athygli, er frá því var skýrt, að komm- únistar hefðu einmitt reynt með öllum ráðum að fá Sjálf- stæðisverkamenn í bandalagið við sig. Einn af fylgismönnum B-listans lauk ræðu sinni með þeim orðum, að nú. þegar þess- um fundi væri lokið, skyldu verkamennirnir flykkjast á kjörstaðinn, kjósa verkamanna- listann — og fella atvinnurek- andann Héðin Valdimarsson og kommúnistahyski hans. Svo var ákveðið, að jafn ræðutími skyldi vera fyrir fylg- ismenn beggja lista, en Héðinn brá ekki út af venjunni: Hann stal ræðutíma handa sér í ræðu- lokin og sagði þá meðal annars, að A-listinn væri raunverulega eini löglegi listinn, því að B-list- inn væri ólöglegur. Sýnir þetta nokkuð vel upp- gjöf þessa manns fyrir verka- mannameirihlutanum á þessum fundi, því að hann hefir ekki átt því að venjast, að fá ekki að ráða á Dagsbrúnarfundum síð- ustu árin. Steypið eriodreknm Stalins. Á engan hátt betur geta Dagsbrúnarmenn sýnt lítils- virðingu sína á kommúnistum og tryggð sína við lýðræðið og verkalýðssamtökin en með því að vinna sem glæsilegastan sig- ur á lista kommúnistanna í Dagsbrún. í blekkingaskyni hafa komm- únistar stillt eingöngu fyrrver- andi Alþýðuflokksmönnum, þar af eru þó tveir þeirra flokks- bundnir í Sósíalistaflokknum = kommúnistaflokknum og vitað er að Héðinn styðst fyrst og fremst við kommúnistana og lætur þá hæla sér fyrir stjórn- ina 1 Dagsbrún á undanförnum tveimur árum. Er fremur hjá- kátlegt að sjá Þjóðviljann hæla Héðni, sem traustum starfs- manni í verkalýðssamtökum, — stuttu eftir að sama blað hefir lýst því yfir, að hann hafi tekið tvö andvörp og eigi aðeins eftir að taka það þriðja, til þess að fullkomnaður sé hans póiitíski dauði. Er alveg víst, að kommúnist- ar styðja aldrei stjórn í verka- lýðsfélagi, nema þeir treysti því að hún starfi í þeirra anda, þ. e. stjórni félaginu pólitískt og standi fyrir herfilegustu upp- þotum og hávaða. Dagsbrúnarmenn! Þið, sem f DAS Næturlæknir er Bergsveinn Ólafsson, Hringbraut 183, sími 4985. Næturvörður er 1 Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Hljómplötur: Vínarvals- ar. 19.50 Fréttir. 20,15 Útvarpssagan: „Ljósið, sem hvarf“, eftir Kip- ling. 20,45 Strokkvartett útvarps- ins: Kvartett í Es-dúr, eftir Schubert. 21,05 íþróttaþáttur (Pétur Sig- urðsson háskólaritari). 21,25 Hljómplötur: Harmon- ikulög. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. berið hita og þunga dagsins og vitið hvers virði samtökin eru fyrir ykkur í öllu daglegu lífi. Þið. sem fyrirlítið landráðastarf kommúnista, klofningsbrölt þeirra í verkalýðssamtökunum og svikræði við lýðræðið í landinu, “þið gerið ykkar skyldu í dag með því að greiða B-list- anum atkvæði. Þá getur Héðinn róiegur tekið hið þriðja og síð- asta andvarp. Látið það ekki henda, að hann og aðrir pólitískir æfintýra- menn geti notað Dagsbrún, sem pólitískt valdatæki. Þurrkið út áhrif kommúnista í verkalýðssamtökunum eins og stéttarbræður ykkar á Norður- löndum og á Frakklandi vinna nú sleitulaust að. Skapið ykkar eigin stjórn, en víkið fulltrúum Stalins frá borði í ykkar þýðingarmesta hagsmunafélagsskap! Kjósið B-listann! HÆSTARÉTTARDÓMUR. (Frh. af 1. síðu.) enginn mjög alvarlega. Mestan áverka hlaut Ársæll Jónsson verzlunarmaður í Hafnarfirði, var það gapandi sár allstórt neðn til við hné. Var Þorsteinn dæmdur í 600 króna sekt til ríkissjóðs og 30 daga fangelsi, ef sektin greidd- ist ekki. Enn fremur var hann sviftur rétti ævilangt til að aka bifreið. FINNLAND. (Frh. af 1. síðu.) Aðstaða Finna í lofthernaðinum hefir farið batnandi síðustu daga. Þeir haía fengið töluvert af flug- vélum frá útlöndum, sem þegar hafa verið teknar í notkun og gert töluverðan usla á vígstöðv- um Rússa. Gunnar Gunnarsson skáld. er nýkominn til Lúbeck til þess að lesa upp úr bókum sínum. Mun hann ferðast um Þýzka- land í sama skyni og lesa upp í samtals 40 þýzkum borgum. F.Ú. Slökkviliðið var tvisvar kvatt út í gær, í annað sinn á Bergstaðastíg, en hitt skiptið inn á Laugaveg. í bæði skiptin var um mjög lítinn bruna að ræða. Sherlock Holmes, vegna hinnar miklu aðsóknarað þessum spennandi leynilögreglu- sjónleik, verður leikurinn sýndur sunnudaginn kemur kl. 3. Péfcur Sigurðsson háskólaritari flytur íþróttaþátt í útvarpið í kvöld. Kindabjúgi ný daglega. Harðfiskur. Riklingur. Smjör. Ostar. Egg. KOMIÐ. SÍMIÐ. SENDIÐ: EEEKMA Símar 1678 og 2148. TJARNARBÚÐIN. Sími 3570. Lögreglugildran heitir viðburðarík amerisk kvik- rnynd, sem gamla Bíó sýnirnúna. Er hún um viðureign amerísku G-mannanna við bófaflokk. Aðal- hlutverkin leika Robert Preston, J. Carrol Naish og Mary. Carlisle. Útbreiðið Alþýðublaðið! wm NÝJA Bfð ■ IRAMÓNA Tilkomumikil og fögur f. amerísk kvikmypd frá FOX, öll tekin í eðlilegum litrnn í undursamlegri náttúrufegurð víðs vegar í Californiu. — Aðalhlut- verkin leika: Loretta Young, Don Ameche, Kent Taylor og Pauline Frederick. Mín ástkæra eiginkona, móðir. tengdamóðir og amrrta, Elinborg Magnúsdóttir, verður jarðsungin laugardaginn 20. þ. m. Jarðarförin hefst meS húskveðju að heimiíi hinnar látnu, Egilsgötu 16, kl. 1 e. h. Kirkjuathöfnin verður í fríkirkjunni. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Kransar afbeðnir. Eggert Eggertsson, börn, tengdabörn og barnabörn. í. S. í. S. R. R. Sundmót verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur föstudaginn 16. fe- brúar n.k. Þátttaka tilkynnist fyrir 8. febrúar. Sundráð Reykjavíkur. SKEMMTIFÉLAGIÐ GÖMLU DANSARNIR. DANSLEIKUR í Alþýðuhúsinu við Hverfisg. laugardaginn 20. jan., klukk- an 10 e. h. Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2, sími 4900. Pantaðir aðgöngum. verða að sækjast fyrir kl. 9%. Harmonikuhljómsveit (4 manna). Eingöngu gömlu dansarnir. Skátafélag Reykjavikur Hinn árlegi aðaldansleikur fyrir skáta og gesti þeirra verður í Oddfellow n.k. laugardag og hefst kl. 10. Brynjólfur og Lárus skemmta. Aðgöngumiðar í Málaranum og eftir kl. 7 á laugar- dag í Oddfellow. — Samkvæmisföt eða dökk föt. Trlehosan - S Eitt helzta úrræðið til þess að halda hársverð- inum og hárinu heilbrigðu er að nota hárvatnið TRICHOSAN-S. Leiðarvísir um notkun fylgir hverju glasi. Fæst hjá rökurum og mörgum verzlunum. Heildsölubirgðir hjá ÁFENGISVERZLUN RÍKISINS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.