Alþýðublaðið - 26.01.1940, Síða 4

Alþýðublaðið - 26.01.1940, Síða 4
FOSTUDAGUR 26. JAN. 19«. ■GAMLA BIO Valsakóngarinn IÓHANN STRAUSS Amerísk kvikmynd um tónskáldið fræga og hina ódauðlegu valsa hans. — Aðalhlutverkin leika: LUISE RAINER, FERNAND GRAVEY og MILIZA KORJUS HVERNIG KOMMÚNISTAR SÓUÐU FÉ DAGSBRÚNAR Frh. af 3. síðu. lögunum. Sjálfir stjórnðuu þeir Dagsbrún í 9 mánuði eftir að gengislögin voru samþykkt og hreyfðu ekki hendi til verk- falls, sjálfir gátu þeir háð at- vinnuleysisbaráttu, en gripu ekki til neinna nýrra ráða. Jafn- vel mátu þeir sjálfir meira, sumir í Dagsbrúnarstjórninni, að fara til borgarstjóra og betla um auglýsingar í Þjóðviljann en að minnast á vandræði at- vinnuleysing j anna. Fyrsta verk hinnar nýkjörnu Dagsbrúnarstjórnar var að ganga á fund borgarstjóra vegna atvinnuleysingjanna. Var það bæði skylt og sjálfsagt, en bendir hins vegar til þess, að stjórnin muni fyrst og fremst gæta hinna daglegu hagsmuna Dagsbrúnarmanna. Henni fylgja og beztu árnað- aróskir allra verkalýðssinna til starfsins. Nú eiga önnur verkalýðsfé- lög eftir að segja sitt orð, þau, sem kommúnistar hafa einhver ítök í. Alls staðar eiga þeir að hverfa úr trúnaðarstörfum í þjóðfélaginu. Annað stærsta verkalýðsfé- lagið, sem hefir lotið forsjá kommúnista s.l. ár, Hh'f í Hafn- arfirði, mun bráðlega kjósa sér stjórn. Verður ekki öðru trúað en að hafnfirzkir verkamenn muni kommúnistasendinguna á s.l. ári og kvitti fyrir innrás þeirra með því að kjósa ekki ein neinasta kommúnista í trún- aðarstarf. Markmiðið er: Burt með öll áhrif kommúnista úr íslenzku þjóðlífi. Ubbi. MÁLFUNDAFÉLAG HÉÐINS Frh. af 1. síðu. Þetta varð þess valdandi, að ýmsir menn, sem hafa haft samvinnu við þá undanfarið og höfðu fylgt Héðni Valdimars- syni í samfylkingarbrölti hans, þóttust sjá, að áframhaldandi samvinna við kommúnista væri ekki möguleg og klofnaði fé- lagið í raun og veru strax þarna á stofnfundi þess. Einn af þeim mönnum, sem mest höfðu sig 1 frammi á fund- inum fyrir kommúnista, var skrifstofustjórikommúnistaflokks- ins, Jón Rafnsson. Réði hann mestu á fundinum. Var hann tek- inn inn í Dagsbrún í fyrra, þó að hann hafi árum saman ekki komið nálægt neinni vinnu. Við kosningu á bráðabirgða- stjórn kom hið sama i ljós. Kommúnistar réðu þar mestu og gengu í einu og öllu fram hjá Héðni og þeim mönnum, sem fastast hafa fylgt honum. Komm- únistar sögðu og fréttir af þess- lum fundi í gær og létu það fylgja með, að nú væru þeir að sparka Héðni og öllu hans fólki. Hann mun nú vera búinn að vinna nég fyrir þá. Þykjast kommúnistar nú hafa haft allt það gagn af Héðni, sem hægt sé, og megi þvi sparka honum. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur biður þá félaga, sem eiga eftir að .greiða ársgjald fyrir árið 1939, að gera það sem allra fyrst. Skrifstofa félagsins á 6. ihæð í Alþýðuhúsinu er opin alla virka daga kl. 5,15 til 7,15. Stjórnarkosning f Hlff í Hafnarfirði. Kosningin fer fram á f élagsf undi á sunnud. O TJÓRNARKOSNING á ^ að fara fram í verka- mannafélginju Ólíf í Hafn- arfirði á sunnudaginn kem- ur, en þann dag verður aðal- fundur félagsins haldinn í Góðtemplarahúsinu. Þrátt fyrir það, þó að Hlíf sé eitt af stærstu verkalýðsfélögun- lum í landinu, er enn sú aðferð við höfð um stjórnarkosningu í félaginu að kjósa hvern stjórnar- meðlim skriflega á aðalfundi. Er þetta mjög erfitt og úrelt orðið. Talið er að þrír listar verði í kjöri við stjórnarkosninguna: Frá Alþýðuflokksverkamönnum, frá Sjálfstæðisflokksverkamönnum og frá þeim mönnum, sem hafa skip- að stjórn félagsins síðan í fyrra. Verkamannafélag Hafnarfjarðar hélt fund í gærkveldi og ákvað þar meðal annars uppstillingar- lista Alþýðuflokksverkamanna. Skipa hann þessir menn: Þórður Þórðarson verkamaður, Hverfisgötu 21 A, formaður. Sigurður Guðnason verkamað- ur, Lækjargötu 6, varaformaður. Kjartan Markusson verkamað- j ur, Austurgötu 38, ritari. Guðmundur Eggertsson verka- maður, Vesturbraut 6, gjaldkeri. Kristján Stéingrímsson bifreið- arstjóri, Norðurbraut 3, fjármála- ritari. Frá skattstof nnDi- Samkvæmt 32. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt er hér með skorað á pá9 sem eigi hafa þegar sent skatt* framtal, að skila |»ví sem fyrst og í sfðasta lagi fyrir 1. febráai* aæst- komandi til skattstofunnar í Alþýðu- húsinn. Athygli skal vakin á pví, að sé van- rækt að telja fram eða ef skattfram- tal berst eigi skattstofunni á lög- ákveðnum tíma, er skattstjóra skyit að heita ýmsum viðurlðgum og skatt- hækkunum, samkvæmt 34. gr. skatta* laganna, sbr. 47. og 59. gr. reglu~ gerðar um tekju" og eignarskatt. Dagana 29-31 Janúar er skattstofan opin frá kl. 10 árd. til kl. 10 síðd. Skattstjórinn. »«f»»#+^M»##»'#«#'*#######'#############«################'##############««#’# Bfli ekur ð raann og flfr bnrtu! UM klukkan 7,50 í morgun ók vöruflutningabifreið aftan á Sigurð Jónsson, Öldu- i götu 32, sem var á gangi á Kalkofnsvegi — og felldi hann í götuna. Bifreiðin bakkaði frá manninum og ók svo hratt burtu. Maðurinn meiddist nokkuð, en þó ekki hættulega. Lögreglan hefir feng ið ná- kvæma lýsingu á bifreiðinni og mun takast að hafa hendur í tiári bifreiðarstjórans, þó að hann gefi sig ekki fram, sem honum ber þó skylda til, og er það lítt skiljan- leg framkoma, að aka burtu, eftir að hafa ekið á mann. Yfirklór koraraúnista blaðsins í dag. BLAÐ KOMMÚNISTA er í dag að reyna að breiða yfir hin ábyrgðarlausu skrif sín í gær um viðskipti okkar við ófriðar- þjóðirnar. Notar það til þess í annað sinn mynd af íslenzku samningamönnunum í London, sem birt var í ensku blaði, og Ummæli, sem hið enska blað vxðhafði við það tækifæri, og spyr, hvers vegna íslenzku samn- ingamennimir hafi látið birta þá mynd af sér með slíkum ummæl- um. Heldur kommúnistablaðið það virkilega, að samningamennirnir í London hafi haft nokkur áhrif á það, hvort mynd var birt af þeirrt í ensku blaði og með hvaða ummælum? Og ætlar blaðið að gera það að hlutleysisbroti af hálfu íslands, hvað ensk blöð birta eða segja? Annað eins yfirklór og þetta verður áreiðanlega engin afsökun í augum almennings á laudráða- skrifum kommúnistablaðsius í gær. f DAO Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. ÚTVARPIÐ: 19,20 Erindi Fiskifélagsins: Fiski- menn og bændur (Lúðvík Kristjánsson ritstjóri). 20,15 Otvarpssagan: „Ljósið, sem hvarf“, eftir Kipling. 20,45 Strokkvartett útvarpsins: Lag með tilbrigðum, Op. 18, nr. 5, eftir Beethoven. 21,05 Bindindisþáttur (Felix Guð- mundsson umsjónarmaður). Mðli Steindörs finni- arssonar og Féiags- prentsmiðjannar vfs- að frá Hæstarétti. IMORGUN var kveðinn upp í hæstarétti dómur í málinu Steindór Gunnarsson gegn Fé- lagsprentsmiðjan h.f. Var mál- inu vísað frá. Mál þetta reis út af bókafor- lagi, sem Steindór seldi Félags- prentsmiðjunni á sínum tíma. Samningnum var rift af gerðar- dómi, sém skipaður var til að gera út um deilu þessara aðila. Forlagið var gert upp af tveim óvilhöllum dómkvöddum mönn- um, og Félagsprentsmiðjan höfð- aði mál gegn Steindóri til greiðslu skuldar hans samkvæmt uppgjöri þessara manna. Fyrir undirrétti bar Steindór fram ýmsar gagnkröfur. Dómur hæstaréttar var svo- hljóðandi: í máli þessu, sem skotið er til hæstaréttar méð aðalstefnu 3. des. 1938 og gagnstefnu 4. jan- úar 1939, hefir aðaláfrýjandi fyrst og fremst krafizt þess, að héraðsdómurinn verði ómerkt- ur og málinu vísað heim í hérað til endurupptöku og álagningar dóms að efni til einnig um 2. og 3. kröfulið gagnsakarinnar í héraði. Enn fremur krefst hann málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Gagnáfrýj- andi hefir mótmælt kröfum að- aláfrýjanda. Er ómerkingar- og heimvísunarkrafan tekin undir dóm eða úrskurð út af fyrir sig. Héraðsdómarinn taldi skorta þá greinargerð um 2. og 3. kröfulið gagnsakarinnar, að efnisdómur yrði á þá lagður. Bar honum þess vegna sam- kvæmt 120. gr. laga nr. 85 frá 1936 að kveðja aðilja fyrir dóm og veita þeim kost á að bæta úr því, er hann taldi áfátt vera málflutningnum. Þetta hefir héraðsdómari ekki gert, heldur frávísað nefndum kröfuliðum. Verður því að ómerkja héraðs- dóminn og leggja fyrir héraðs- dómarann að hafa þá meðferð á málinu, er í 120. gr. nefndra laga segir, og leggja síðan efn- isdóm á alla kröfuliði málsins. Samkvæmt þessum málslykt- um þykir rétt að dæma gagná- frýjanda til að greiða aðalá- frýjanda kr. 150,00 í málskostn- að fyrir hæstarétti. 28 ðra afraæii t. S. í. ásnnuidaginakeraur NÆSTKOMANDI sunnudag verður í. S. I. 28 ára, og verður þá haldið upp á afmælið. Fær í. S. 1. umráð yfir útvarp- inu þetta kvöld og verða ræður íluttar í tilefni af afmælinu. Þá halda íþróttamenn forseta félagsins Benedikt G. Woge„ samsæti þetta kvöld. Hefir hann verið 25 ár í stjórn Sambandsins og 14 ár forseti þess. ur.xiu.yiLJHutui Tilkynning frá Sklpadtierð ribisins Vegna setningar alþingis og fundarhalda, sem boðuð hafa verið um miðjan febrúar, verð- ur tveim áætlunarferðum Esju flýtt, þannig að burtferð frá Reykjavík verði sem hér grein- ir: í hraðferð til Akureyrar mánudaginn 29. þ. m. kl. 6 sd. Vörumóttaka til hádegis sama dag. í strandferð austur um land sunnudaginn 4. febr. kl. 10 árd. Vörumóttaka föstudaginn 2. febr. Koma skipsins á áætlun- arhafnir úti um land breytist í samræmi við framangreint. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS. Skjaldarglíma Ármanns verður háð í Iðnó fimmtud. 1. febrúar næstkomandi. Þátt takendur gefi sig fram við stjórn Glímufélagsins Ármanns eigi síðan en 27. janúar. ■ NÝJA BIO ■ Dóttir póstaf- greiðslnmamsins. Frönsk afburða kvikmy.nd, gerð eftir samnefndrí sögu rússneska störskáldsins Alexanders Puschkin. Að- alhlutverkið Ieikur einn af mestu leiksnillingum nú- tímans: HARRY BAUER, ásamt Jeanine Crlspin, Georges Rtgaud o. fl. Myndin gerist í St. Póturs- borg og í nánd við hana á keisaratímunum í Rúss- landi. Börn fá ekki aögang. Kyimist franskri kvik- myndalist. WM Flensborgarbíó fR DranmadansiiB. Sýning kl. 9. Niðursett v'erð. Síðasta sinn.l ALÞÝÐUFLOKKSFÉLÖGIN í HAFNARFIRÐI halda sameiginlega Skemmtu í Góðtemplarahúsinu á morgun (laugardag) kl. 8x/2 e. h. Til skemmtunar verður: Ræðuhöld, upplestur, söngur, sjónleikur. — D a n z . Öllu Alþýðuflokksfólki heimill aðgangur. Skemmtinefndin. SJÓMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR heldur AÐALFUND sinn í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu sunnudaginn 28. jan- úar klukkan IV2 e. h. Dagskrá: Aðalfundarstörf samkvæmt 25. gr. félagslaganna. Fundurinn er aðeins fyrir félaga, er sýni skírteini við inn- ganginn. Stjórnin. Verðlag á tilbúnura ábnrði ) er áætlað þannig í vor, á höfnum kringum land eins og venja er ttl: Kalkammonsaltpétur kr. 35,00 pr. 100 kg. Garðáburður — 47,00 — 100 — Superfosfat 18% — 19,00 — 100 — Kalí 40% — 28,00 — 100 — Kalí 56% — 39,00 — 100 — Tún-Nitrophoska verður ekki fáanlegur. Um innflutning Kalksaltpéturs er enn nokkuð í óvissu. Munið að senda allar áburðarpantanir svo snemma, að þær séu komnar í vorar hendur í síðasta lagi 20. febr. Með því verður bezt greitt fyrir því, að skipting þess áburð- ar, sem inn verður fluttur, gangi greiðlega. ÁBURÐARSALA RÍKISINS. Úngiir maðnr óskast til þess að veita nýju fyrirtæki forstöðu. Verzlun- arþekking nauðsynleg. Tilboð sendist til blaðsins fyrir næstkomandi mánudagskvöld, merkt: „Forstjóri.“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.