Alþýðublaðið - 29.01.1940, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 29.01.1940, Qupperneq 4
MANUDAGUR 29. JAN. 1940. ■ GAMLA BÍÖESS Ástfanginn 1 eiginmaðnr Amerísk gamanmynd, tek- in af Universal, eftir skáldsögunni „As good as married“. — Aðalhlutverk leika: JOHN BOLES og DORIS NOLAN f slðasta shm. SILÐARLEIT MEÐ FLUGVÉL Frh. af 2. síðu. ingu þeirra og lærdóm, og hengt krossa og heiðursmerki í hjarta- stað hver öðmm til viðurkenning- ar um menningarleg afrek þeirra, fyrir hina beztu klámsögu, eða nýjustu uppfinningu 1 drápsað- ferðum, eða snjöllustu aðferðina til þess að verzla með líkama manna og sálir. — Nóg eru af- .rekin. Eggert Stefánsson söngvari var meðal farþega á Gullfossi síðast. Hefir hann dval- lið í Þýzkalandi undanfarið. Nýkomlð: Kvartbækur og féliébækur margar þyktir. Stílabækur og reiknihefti par á meðal „gráu stílabækurnar“. Féliépappir þverstrikaður, reikningsstrikaður og óstrikaður. Teiknipappir í blokkum og lausum örkum, margar stærðir og tegundir. Einnig gegnsær teiknipappír í blokkum. Fatnslitapappir í blokkum og lausum orkum. Ritvélapappir ágætis tegund. NÝUNG: Landabréfavasab^. með kortum af öllum heiminum, 2Z litprentaöar blaðsíður. Kbstar aðeins kr. 2,00. i HðnvetBlngafélagið heldur aðalfund sinn í Oddfellowhúsinu þriðjudaginn 30. janúar klukkan 8V2 e. h. STJÓRNIN. Skrifstofum vorum og vöruafgreiðslu verður lokað frá hádegi mánudaginn 29. þ. m. til mánaðarloka sökum vörutalningar. RAP'rœ'inaííiNríraear.A bíitisíns, STÚDENTAFÉLAG REYKJAVÍKUR. AÐALFUNDUR verður haldinn á Stúdentagarðinum þriðjudagskvöld kl. 8V2 stundvíslega. j||t|§| Nánar auglýst á morgun. f STJÓRNIN. FINNLAND Frh. af 1. síðu. Finna til varnar eða batnar? Því verður ekki neitað, að aðstaðan er víða góð til varnar á landa- mærum Finnlands, efnnig að vori og siumri til, en margir hermála- Sérfræðingar hallast þó að því, að Rússar geti teflt fram meira Iiði þá og greiðara verði um að- flutninga til þess, auk þess sem þeim mun verða betri not að hin- Um vélknúðu hergögnum sínum þá. Og þær skoðanir hafa komið fram, að þá sé engin von tii þess, að Finnar geti varizt lengur t DA@ HLÍF I HAFNARFIRÐI Frh. af 1. síðu. Urn formanninn var kosið tvis- var þar sem enginn fékk hreinan meirihluta við fyrri kosninguna. í fy.rstu atrennu fékk Hermann Guðmundsson (S) 128 atkvæði, Þórður Þórðarson (A) 98, Helgi Sigurðsson, sem var form. félags- ins s. 1. ár og fylgt hefir Sam- einingarflokknum fékk 39 atkv. Gísli Sigurðsson 6 og Gísli Krist- jánsson 1. Við aðra atrennu var aðeins kosið milli Hermanns og Þórðar og fékk Hermann 144 at- kvæði og var kosinn. Þórður Þórðarson fékk 110, en 24 at- kvæði voru auð. Helgi Sigurðsson og stjórn hans var á aðalfundi félagsins i fyrra ikosinn í stjórn félagsins af Sjálf- stæðisverkamönnum með samn- ingum, er gerðir voru við hann og félaga hans og fólu m .a. í sér, að reknir skyldu úr félaginu 12 kunnustu Alþýðuflokksmenn irnir — og það var gert. Við það klofnaði félagið og stofnuðu Alþýðuflokksverkamenn Verkamannafélag Hafnarfjarðar, en um 40 Alþýðuflokksverkamenn fóru ekki í það félag, heldur fóru þeir í Sjómannafélag Hafnarfjarð ar. Það eru þvi 50—60 Alþýðu- flokksmenn sem hafa horfið úr Hlíf síðan rétt eftir aðaifundinn í fyrra. Orslit stjórnarkosningar- innar nú er því ekki óeðlileg. Þessir menn voru auk Her- rnanns kosnir í stjórn félagsins: Sigurður J. Sigurðsson ritari, Ingi Jónsson gjaldkeri, Isleifur Guðmundsson varaformaður og Sumarliði Andrésson fjármalarit- ari. Verkamannafélag Hafnarfjarðar telur á 3. hundrað félaga og er það í Alþýðusambandinu, Hlíf er éins og kunnugt er í klofnings- sambandi kommúnista. KJÖTHÆKKUNIN Frh. af 1. síðu. ari ákvörðun þeirra að kjötbirgð- ir séu óvenjulega litlar í laindinu og að verð á kjöti hafi hækkað svo mikið á erlendum markaði. Þetta mun hins vegar ekki vera talin göð og gild rök af neytendunum hér í Reykjavík. Það virðist bókstaflega ástæðu- laust að hækka kjötið á innlend- um markaði þó að ftetra verð fáist fyrir kjöt á erlendum mark- aði —• og það myndi ekki vera talin heiðarleg kaupmennska af smákaupmönnum hér í Reykja- vík, ef þeir færu að okra á vör- um, sem litlar birgðir væru til af í landinu. Til samanburðar við þessa hækkun má geta þess, að kjötið var aðeins hækkað í fyrra um 15 aura kg. og þá 30. janúar. Nú er hins vegar búið að hækka kjötið tvisvar sinnum í þessum mánuði, samtals um 30 aura kg., og 30. janúar er ekki kominn. Þegar 15 aura hækkunin var á- kveðin rétt eftir áramótin, urðu ekki miklar umræður um það, því að neytendur sýna enga ó- sanngimi í þessum málum. En þessi hækkun mun vekja mikla andúð, enda er hún ástæðulaus og óforsvaranleg með öllu. Iþróttafélag kvenna. Félagskonur þær, sem lofað hafa að gefa muni til Finnlands- söfnunarinnar geri svo vel og afhendið þær í hattabúðina „Hadda“ fyrir kl. 12 á hádegi á morgun. gegn ofureflinu, nema þeim ber- ist mikil hjálp annars staðar að, og finnski sendiherrann i París sagði fyrir nokkru, að ef Finnum bærist ekki hjálp í tæka tíð, væri Fjnnland dauðadæmt. Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. tJTVARPIÐ: 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Hljómplötur: Brúðkaupslög 19.50 Fréttir. 20,15 Um daginn og veginn (V. Þ. G.). 21,35 Kvöld Slysavarnafélags ís- lands: Ávörp og ræður. — Tónleikar, Otvarpshljóm- sveitin. — Einsöngur Her- mann Guðmundsson. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. V. K. F. Framsókn heldur aðalfund þriðjudaginn 30. janúar kl. 8V2 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Fúndarefni Venjuleg aðalfundarstörf. Kon- ur fjölmennið á fundinn og sýn- ið fundarboðiö við innganginn, mætið stundvíslega. Trúlofun. í gær opinberuðu trúlofun sína ungfrú Svava Guðmundsdóttir, Bergþórugötu 20, og Rögnvaldur Kristjánsson sjómaður, Framnes- veg 50. Húnvetningafélagið heldur aðalfund sinn í Odd- fellowhúsinu á morgun, þriðju- daginn 30. jan. kl. 8,30 e. h. Handíðaskólinn. Kennsla í kennaradeild hins nýja Handíðaskóla hefst nú um mánaðamótin. Námskeið fyrir drengi byrja um miðjan febrúar. 1 blaðinu á morgun mun nánar verða skýrt frá væntanlegri starf- semi þessa nýja skóla. Nýr formaður útvarpsráðs hefir verið skipaður i Dan- mörku í stað Lerche kammer- herra og er það jafnaÖarmaður- inn Júlíus Bomholt rithöfundur og þingmaður. F.Ú. Konan með örið heitir myndin, sem Nýja Bíó sýnir núna. Er það sænsk kvik- mynd gerð undir stjórn Gustaf Molander. Aðalhlutverkin leika Ingrid Bergman, Andreas Hen- rikson, Hilda Bergström o. fl. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. Stjórn Alþýðuflokksfél. Reykja- víkur biður þá félaga, sem eiga eftir að greiða ársgjald sitt fyrir árið 1939, að gera það sem allra fyrst. Skrifstofa félagsins á 6. |hæð í Alþýðuhúsinu er opin alla virka daga kl. 5,15 til 7,15. Guðm. Sigurðsson skipstjóri er 60 ára í dag. Ég óska hon- um til hamingju. Ég hefi verið hjá honum í seinni tíð, og hefir okkur komið vel saman. Hann er ágætur í alla staði. — Enn skilja forlögin okkur að. Hann er veikur, en ég er lasinn. Mér er (kalt í kofanum. Get ekki verið þar, þegar hann er farinn. Allt í dabbi úti fyrir og einmanalegt og kalt inni. Hann er þrem árum yngri en ég, en þó hefir hann verið mér nokkurs konar faðir. Við erum báðir gamlir sjómenn. Hann var skipherra, en ég skútu- karl. Hann var vel liðinn af öll- um, sem honum kynntust. Nú er heilsan þrotin. — Þakka þér fyrir samveruna. — Oddur Sigur- geirsson frá Sólmundarhöfða. Saumaklúbbsfundur í kvöld kl. 81/2 á venjulegum stað. Mætið aliur. I* O. 6. NYJA BIÓ ST. VERÐANDI NR. 9. Fundur annað kvöld kl. 8. 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kosning embættismanna. 3. afgreiðsla skipulagsskrárinnar. — Æ.t. 75 ára er í dag ekkjan Sesselja Jóns- dóttir, Framnesvegi 61. Auglýsið í Alþýðublaðinu! !íonan með örið. — En kvinnas ansikte — Sænsk stórmynd gerð undir stjórn kvikmyndasnillingsins Gustaf Molander. Aðalhlut- verkið leikur frægasta og fegursta leikkona Svía. Ingrid Bergman. Ríkisstjórninni og öðrum, er heiðruðu minningu Einars Benediktssonar, skálds, föður míns, færi ég alúðarþakkir. Fyrir hönd vandamanna fjær og nær. Már Benediktsson. V. K. F. FRAMSÓKN heldur t A8ALFUND þriðjudaginn 30. jan. kl. 8V2 í Alþýðúhúsinu við Hverfisg. FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf. Konur! Fjölmennið og sýnið fundarboðið við innganginn. STJÓRNIN. Uansókniri um nám í kennaradeild tiíkynnist undirrituðum. Reykjavík 29. jan. 194@. Lilðvig ©nðmHHdsson Sími 5307, daglega kl. 1-3 e. h. Opinbert uppboð verður haldið miðvikudaginn 31. þ. m. og hefst við Arnarhól kl. 1 e. h. Verða þá seldar eftir- taldar bifreiðar og bifhjól: R. 101, 155, 169, 201, 203, 210, 267, 270, 273, 298, 321, 373, 436, 460, 498, 516, 545, 557, 586, 611, 623, 714, 744, 748, 749, 790, 822, 846, 872, 906, 919, 935, 954, 1204, 1218 og 1229. Greiðsla fari fram við hamarshögg. LÖGMAÐURINN í REYKJAVÍK. Verkamannafjglagið Dagsbrún. Trúnaðarmannaráð Dagsbrúnar tilkynnir að gafnu tilefni: i Samkvæmt lögum um gengisskráningu eiga Dagsbrún- armenn að fá 9% uppbót á kauptaxta fjelagsins og ber atvinnurekendum því að greiða kaup Dagsbrúnarmanna þannig, frá 1. janúar þ. á. að telja: Dagkaup Eftirvinna Helgidagavinna Næturvinna, sje hún unnin, kr. 1.58 á klst. — 2.34 - — — 2.94 - — — 2.94 - — Samkvæmt 3. gr. samnings milli Dagsbrúnar og Vinnu- veitendafjelags íslands frá 28. apríl 1938 ber að greiða tímakaup með 10% álagi á kauptaxta, sje unnið vinnutíma- bil sem fellur utan kaffitíma, þannig að kaup greiðist þá með kr. 1.74 á klst. í dagvinnu. ■ Reykjavík, 27. janúar 1940. " TRÚNAÐARMANNARÁÐ DAGSBRÚNAR.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.