Alþýðublaðið - 01.02.1940, Page 1

Alþýðublaðið - 01.02.1940, Page 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANÐI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR. FIMMTUDAGUR 1. FEER. 1040. 26. TÖLUBLAÐ Hver, sem rýfar stjórnarsamvinnuna, verðnr að bafa til pess rikar ástæður. Ræða -Stefáns Jóh. Stefánssonar nm stjérnmála* ástandió, á fundi Alpýduflokksfélagsins i gær. SkráDino atvinnu lansra matsna. "l" DAG, á morgun og á laugardag fer fram skráning atvinnulausra manna í Templarasundi 1 kl, 10 f. h. til 8 e. h. Allir atvinnulausir menn eru alvarlega hvattir til að mæta við skráninguna, því að á því veltur um á- framhaldandi atvinnubæt- ur. Aðaifnndur Ireyfils í gterkveldi. KonmAnistifln Hjirtur Helgason ekbi i kjðri A ÐALFUNDUR Bifreiða- ■*"*■ stjórafélagsins Hreyfill var haldinn í nótt og fór þar fram kosnlng á stjórn fyrir fé- lagið. Formaður var kosinn Þétur Guðmundsson. Að öðru leyti er kosið í stjórnina í tvennu lagi fyrir sjálfseignabifreiðarstjóra og vinnuseljendur. Fyrir sjálfs- eignarbifreiðastjóra voru kosn- ir: Sæmundur Ólafsson. Axel Oddsson og Karl Ágústsson og fyrir vinnuseljendur: Ingvar Magnússon, Bergsteinn Guð- jónsson og Ólafur Kristjánsson. í Trúnaðarmannaráð voru kosnir: Hallgrímur Oddsson, Frh. á 4. síðu. STEFÁN JÓH. STEFÁNSSON félagsmálaráðherra flutti í gærkveldi erindi, sem stóð í klukkutíma, á ftrndi Al- þýðuflokksfélags Reykjavíkur um útlitið í stjórnmálunum og störf næsta alþingis. Var erindi hans mjög at- hyglisvert. Hann sagði um stjórnar- samvinnuna, að ef rétt hefði verið að ganga til hennar síð- astliðið vor, þá virtist hún nú, þegar óteljandi hættur steðja að okkar litlu og ein- angruðu þjóð, vera alveg sjálfsögð. Hann lagði ríka áherzlu á það, að þó að vel hafi tekizt til um sölu á afurðum okkar und- anfarið, þar sem við höfum orð- ið fyrir því láni að skip okkar hafa getað siglt viðstöðulaust með afurðir okkar, þá getum við búizt við því, að þessar sigling- ar stöðvist algerlega, og geta allir skilið, hvernig ástandið muni þá verða hér á landi. Stefán Jóh. Stefánsson sagði: Margir munu spyrja: Eru nokk- ur líkindi til að stjórnarsam- vinnan rofni? Og ég get ekki svarað þessari spurningu. En það veit ég, að hver sá flokk- ur, sem rýfur stjórnarsamvinn- una, verður að hafa mjög ríkar ástæður til þess. Það er áreið- anlega öllum þeim flokkum ljóst, sem standa að ríkisstjóm- inni, að þjóðin yfirleitt telur nauðsynlegt á þessum tímum, að stjómarsamvinnan haldi á- fram. Þess vegna hlýtur þeim líka að vera það ljóst, að mjög ríkar ástæður verður hver sá flokkur að hafa, sem rýfur þessa samvinnu. En geta þessar ástæður orðið fyrir hendi? Hý stðrornsta byrjnð við ansturlaodamærl Mands ----- 4 Skammt frá Soumussalmi, þar sem Rússar hafa fengið eitt herfylkið enn frá Póllandi. ---------------------------- Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. SAMKVÆMT fregn frá Helsingfors í gærkveldi hefir tvo undanfarna daga staðið yfir hörð orusta hjá Rasty, skammt frá Soumussalmi, um 30 km. innan við austur- landamæri Finnlands, og eru Finnar í sókn. Talið er, að Rússar hafi fengið þama liðstyrk og hafi á að skipa um 20 þúsund manna her, sem tók þátt í innrásinni í Pól- land, og er þetta talin mesta orustan í stríðinu, síðan 44. her fylki Rússa var gersigrað við Suomussalmi fyrir nokkrum vikum. Rðssar hata misst 250 púsnnd manns í striðinu LONDON í morgun. FO. t opinberri finnskri tilkynningu um styrjöjdina, í tilefni af, að hún hefir staðið í 2 imánuði, seg- Þegar slík samvinna er bygg- ist hún á því, að aðaldeilumálin séu lögð á hilluna, enda er það óhjákvæmilegt á svona tímum. Ef ráðizt er hins vegar á ein- hvern hátt inn á áhrifa- og hagsmunasvæði flokkanna, þá er hættan komin. Ég tel ekki líklegt að neinn flokkur vilji stofna til þessa. Hins vegar er það ljóst, að ef einhver flokkur vill að þing verði rofið og efnt verði til kosninga, þá getur hann alltaf fundið sér tilefni til þess — og síðan þolað dóm kjós- endanna. Ég efast ekki um að til eru í öllum flokkum menn, sem vilja slíta samvinnunni. Það má vera að innan einstakra þingflokka séu til menn, sem stefna að þessu, en ég efast um að þessir menn geti komið vilja sínum fram, þegar til úrslita kemur. Um störf næsta alþing- is var Stefán hins vegar fáorð- ur, enda kvað hann allt í svo mikilli óvissu, að jafnvel hver dagur skapaði ný viðhorf. Á fundinum gengu 10 nýir meðlimir í félagið og er Al- þýðuflokksfélagið sívaxandi. Á fundinum flutti Sveinbjörn Sig- urjónsson erindi um kaupfé- lagsmál. Hótmæli gegn verðhækk uninni i kjðtinn. Á fundinum var borin fram svohljóðandi mótmælatillaga gegn verðhækkuninni á kjöt- inu: „Fundurinn telur, að hækkun kjötverðsins um nærfellt 20% frá því, sem var á sama tírna síðastliðið ár, þótt kaup verka- fólks hafi aðeins hækkað um 9%, sé fullkomlega ósanngjörn og óréttmæt. Verðhækkun á er- lendum markaði getur á engan hátt réttlætt þessa hækkun, allra sízt þegar þess er gætt, að undanfarin ór hefir kjöt verið selt á innlendum markaði fyrir stórum hærra Verð en fáanlegt hefir verið á erlendum mörkuð- um og verulegur hluti af inn- lenda verðinu verið tekinn til að bæta upp og hækka verð á því, sem til útlanda var selt.“ ir, að manntjón Rússa, fallnir, særðir og fangar, sé um 250 000. 270 rússneskar flugvélar hafa verið skotnar niður, og eru þar ekki taldar með flugvélar, sem hafa eyðilagzt eða skemmzt í loftárásum, sem Finnar hafa gert Frh. á 4. síðu. Framvarðaskærur á vesturvígstöðvunum: Þýzkir hermenn í einu þorpinu, sem barist er um á milli Siegfriedlínunnar og Maginotlínunnar. Bretar virða rétt hlatlausra pjðða segir Chamberlain. Branð og snjðrlfkl hækkar í verði! ALLT BRAUÐ og smjörlíki **■ hækkar i verði næstu daga. Brauð og kökur úr hveiti hækkar um 14—15%>. Rúgbrauð og normalbrauð hækka um 22%. Ástæðan fyrir brauðhækkuninni Frh. á 4. síðu. En þeir geta orðið að taka skref, sem yrði hlutlausum þjóðum til nokkurra óþæginda. ---------4-------- Ræða f orsætisráðherrans í London í gær —_—— ■» —- Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KIiÖFN í morgun. /"'1 HAMBERLAIN forsætisráðherra Breta hélt ræðu í ^ London í gær, þar sem hann gerði grein fyrir að- stöðu Breta í stríðinu og afstöðu þeirra til hlutlausra þjóða. Hann skýrði frá því, að Bretar liefðu nú 1% milljón manna undir vopnum og væru við öllu húnir. Bretar viðurkenndu, sagði hann, rétt hlutlausra þjóða til þess að ráða því sjálfar, hvort þær vildu taka þátt í stríðinu, og eins hinu, hvernig þær fram- fylgdu hlutleysi sínu. En þeir kynnu að verða að taka skref vegna stríðsins, sem gætu orðið hlutlausum þjóðum til nokkurra ó- þæginda. v í ræðu sinni tilkynnti Cham- berlain, að þýzkum kafbát hefði verið sökkt í gær. Kafbát- ur þessi gerði tilraun til árásar á flutningaskipahóp, sem naut fylgdar herskipa, en það er nú orðið alllangt síðan er kafbátar hafa gert tilraunir til slíkrar árásar. Brezk herskip, sem nutu aðstoðar flugvéla, sökktu kaf- bátnum. Áhöfninni var bjargað, og sést af því, að Bretar fara öðru vísi að en Þjóðverjar, sagði hann. Sarnir Breta bvíla fyrst og fremst á flotanmn. Þegar Chamberlain talaði um brezka flotann, sagði hann, að nú, sem ávalt, hvíldu varnir Bretlands fyrst og fremst á herðum brezka sjóliðsins, brezki flotinn væri til varnar þar sem mest á riði, þ. e. í nánd við Bretlandseyjar, en raunar væri orustusvæði flotans út um öll höf, ef svo bæri undir. Hann gat þess sem dæmis, að eitt brezkt orustuskip hefði siglt 34 000 mílur frá því er styrj- öldin byrjaði. Frá norðurströnd Skotlands til Grænlands eru 1000 mílur, sagði Chamberlain, og þarna væri brezk herskip stöðugt á sveimi til eftirlits og væri stöðugt verið að auka það. Um flugvélaframleiðsluna sagði Chamberlain, að hún væri orðin meiri nú en þegar hún var mest á heimsstyrjaldarárunum og sjö sinnum meiri en árið 1935. Flugmennirnir, sagði hann, hafa staðizt hverja eld- raun. og flugvélarnar hafa reynzt ágætlega, og yrði, að því er hvorttveggja snerti, flug- menn og flugvélar, vart betra kosið. Þar næst drap hann á útflutn- inginn, sem væri nú orðinn meiri en þremur mánuðum áð- ur en styrjöldin byrjaði, en vegna mikilla innflutningserf- iðleika væri nauðsynlegt, að auka landbúnaðarframleiðsluna. Landsvæði það, sem verið væri að búa til ræktunar, kvað hann vera 2 milljónir ekra. Þegar Chamberlain hafði þarmig gert grein fyrir hernað- arlegum mætti Bretlands nú og aðstöðu allri, sagði hann, að engin þjóð, sem ekki vígbyggist nema í öryggisskyni, teldi sér ógnað af herveldi Breta. Bret- ar, sagði Chamberlain, véfengja ekki rét’t hlutlausra þjóða til , Frh. á 4. síðu. Gnðjón Benediktsson féli setn formaðnr Sveinasambands bjrggingarmanna AÐALFUNDUR Sveinasam- bands byggingarmanna var haldinn í gær og fór þar fram stjórnarkosning. Þau tíðindi gerðust, að kom- múnistinn Guðjón Benediktsson féll við formannskosninguna. Formaður var kosinn Gunnar Leó Þorsteinsson, formaður Málarasveinafélagsins. Ritari Magnús Áimason múrari. Fyrsti féhirðir Þorbergur Guðlaugs- son veggfóðrari. Varaformaður og varaféhirðir Sigurður Jónas- son pípulagningarmaður. Frnmsýnlng ð Fjalla- Eyvindi annað kvðid A NNAÐ KVÖLD verður frumsýning á Fjalla-Ey- vindi í Iðnó. Áður hefir verið skýrt frá því — hverjir fara með hlutverkin en sú nýlunda hefir verið tekin upp, 'að sýna leikritið, eins og það var upprunalega í handriti og fyrstu útgáfu, en seinna breytti höfundurinn endi leiks- ins. 65 ára er í dag Jón Elnarsson verka- maður, Smiðjuhúsi við Ásvalla- götu. Verzlunarfólk fær kaup uppbót frá 1. Janúar. ——--♦----— Kaupuppbótin nemur allt ab 9°|0 ■■■ ■ »-—■—.— s GÆR var gengið frá sam- komulagi um kauphæltk- un verzlunarfólks. Launahækk- unin er frá 6—9%, Greinarmunur er gerður á kaupi skrifstofufólks og af- greiðslufólks í búðum. Fyrir skrifstofufólk eru kauphækkunarflokkar, sem hér segir: Á ailt að 270 kr. kaup 9%. Á 270—360 kr. kaup 8%. Á kaup yfir 360 kr. 6%. En fyrir afgreiðslufólk: Á allt að kr. 307.50 9%. Á kr. 307,50—410 8%. Á kaup yfir kr. 410 6%. Þetta samkomulag nær yfir mánuðina jan.—mars, en í marslok mun verða gert nýtt samkomulag.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.