Alþýðublaðið - 01.02.1940, Qupperneq 2
FtMMTUDAGUR 1. FEBR. 1940.
ALÞÝÐUBLAÐtB
UMRÆÐUEFNI
Ljóti andarunginn.
5) Og móðirin lofaði ungunum sínum að skimast um í veröldinni.
— En hvað heimurinn er stór, sögðu ungarnir.
6) — Haldið þið, að þetta sé
allur heimurinn? sagði móðir-
in. — Nei, hann er miklu
stærri. Þið eruð víst allir
skriðnir úr eggjunum. Nei,
stœrsta eggið er ennþá eftir.
Og svo settist hún á aftur.
Tftuprjónar.
1. Morgunblaðið segir í gær í
sambandi við verðhækkunina á
kjötinu, að einn ráðherranna,
félagsmálaráðherrann, hafi
tekið munninn svo fullan við
umræðurnar um kaupuppbót-
ina, að verð á innlendum af-
urðum myndi alls ekki hækka
sem svaraði kaupuppbótinni til
verkamanna. Þetta er tilhæfu-
laust. Félagsmálaráðherra sagði,
að hann teldi enga ástæðu til
þess að verð á þessum neyzlu-
vörum hækkaði sem svaraði
kaupuppbótinni, enda væri
það mjög ósanngjarnt.
2. Þetta kom og fram í kjötverð-
lagsnefnd. Fulltrúi Alþýðu-
fiokksins greiddi einn atkvæði
gegn hækkuninni. Fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins mætti ekki
á fundinum. Og hvtrnig er það:
Er ekki Helgi Bergs fulltrúi
þess flokks? Hann greiddi at-
kvæði með hækkuninni ásamt
Framsóknarmönnunum Jóni
7) — Jæja, hvernig gengur?
spurði gömul önd, sem kom í
heimsókn. — Það gengur illa
að unga út úr einu egginu,
sagði öndin, sem lá á. — Lof-
aðu mér að sjá það, sagði hin
öndin. — Þú mátt trúa því, að
það er kalkúnaegg. Þannig var
ég göbbuð einu sinni. Og það
er slæmt, því að þeir ungar eru
hræddir við vatnið.
8) — Já, átti ég ekki kollgátuna, það er kalkúnaegg. Lofaðu því
að vera, en kenndu hinum ungunum að synda. — Ég ætla að
liggja á því ofurlitla stund ennþá. Og loks brast skurnin á stóra
egginu. Og unginn, sem úr því kom, var bæði stór og ljótur. —
Þetta er hræðilegur ungi, sagði öndin. — Það skyldi þó aldrei
vera kalkúnakjúklingur.
Arnasyni og Páli Zóphónías-
syni.
3. Hvers vegna hefir Morgunblað-
ið tilhneigingu til þess að
koma ábyrgðinni af kjöthækk-
uninni af Framsóknarflokknum
og Sjálfstæðisflokknum yfir
á Alþýðuflokkinn, sem greiddi
atkvæði gegn henni? Er þetta
heiðarleg blaðamennska?
4. Kjötið hefir nú hækkað um 33
aura kg. í janúarmánuði. Þetta
er óhæfileg hækkun og lítt
þolanleg. Þessi hækkun er
raunverulega sama ofbeldið
sem framið var gegn neytend-
unum í haust, þegar smjörið
hækkaði og þegar ýmsar kjöt-
afurðir voru hækkaðar, eins og
til dæmis bjúgun. Það þýðir
ekki fyrir Morgunblaðið að
vera að breiða neitt yfir þetta,
þó að einhverjir Sjálfstæðis-
menn beri ábyrgð á þessu og
það sé ekki í samræmi við skrif
Sjálfstæðisblaðanna, meðan
flokkurinn var í stjórnarand-
stöðu.
Skemmtikvöld útvarpsstarfs-
fólksins. Neftóbakið og
skurðarmennirnir. Viðtal við
forstjórann. Hvernig á að
reikna áhættuþóknunina á
togurunum? Spurningar og
svör. Bréf, sem hverfa. Nafn-
ið á landinu. Vitleysan í út-
varpinu. Þegar lokað var
fyrir ofnana.
ATHUGANIR
HANNESAR Á HORNINU.
ÉG VIL ÞAKKA starfsfólki
ríkisútvarpsins fyrir hið
skemmtilega kvöld þess síðastliðið
laugardagskvöld. Það var reglulegt
fjör og kátína í útavrpinu og var
dagskráin betri að þessu sinni en
flest önnur kvöld í vetur. Einstaka
menn hafa verið að hnýta í starfs-
fólkið fyrir þessa ágætu skemmt-
un, en það er óhæfa hin mesta, og
getur ekki verið sprottin af öðru
en illgirni. Söngvarnir og leik-
urinn var hvorttveggja prýðilegt,
þegar tekið er tillit til þess, að hér
voru viðvaningar að verki og að
til slikra skemmtikvölda er ekki
hægt að gera kröfur um neitt full-
komið listagildi. Ég vil eindregið
mælast til þess, að starfsfólk út-
varpsins fari þegar að undirbúa sig
fyrir næsta kvöld.
TÖLUVERT mikið hefir verið
rætt um neftóbak undanfarið hér
í bænum og hafa mér borizt bréf
um þetta efni og birtist hér eitt
þeirra frá .,Jóni skerínef.“ Nafnið
-er tekið úr síðustu skáldsögu
Halldórs Kiljan Laxness, Húsi
skáldsins. Bréfið er svohljóðandi:
„HVER MUN ÁSTÆÐA Tóbaks-
einkasölunnar fyrir því, að hætta
nú um áramótin að láta frá sér
óskorið neftóbak, og taka þannig
af mönnum þann möguleika, að
spara sér það, sem skurðurinn
kostar. Og við tóbakskarlarnir höf-
um nú misst það eina, sem ofurlítið
gat svalað starfsþrá okkar; jafn-
framt því að gefa þó nokkurra
króna virði.“
„ÞETTA KANN að vísu mörg-
um að finnast sízt umtalsverð
röskun á atvinnulífinu. En þó mun
sanni næst, að vart geti lægri garð
að ráðast á en okkur, þessi karla-
hró. Hvers eigum við nú úr-
kosta? Ekki munu verða stofnuð
embætti okkur til handa af Al-
þingi eða ríkisstjórn. Og til kröfu-
göngu munum við allflestir helzt
til fótfúnir, þótt síður kunni að
bresta vígmóðinn. Með beztu von
um að þú, Hannes sæll, getir fært
mér góðar fréttir um það, að einka-
salan hverfi að sínu fyrra ráði með
sölu og afhending neftóbaks, lík ég
hér máli mínu.“
ÉG VARÐ ÖSKUREIÐUR er
ég hafði lesið þetta bréf og hringdi
í fússi til forstjóra Tóbakseinka-
sölunnar og sagði við hann, að nú
þætti mér lítið leggjast fyrir
kappann. En hann var ekkert annað
en blíðan og sagði eitthvað á þessa
DAGSINS.
leið: „Við seljum að sjálfusögð rjól
tóbak til hvers sem vill kaupa það.
En ástæðan fyrir þessu er sú, að
við höfum lengi verið mjög óá-
nægðir með þá álagningu, sem
verið hefir á skornu neftóbaki. —
Svo var það fyrir nokkru síðan, að
menn hér í bænum fundu upp vél,
sem sker tóbak á fjöl og þessir
menn keyptu rjól og skáru. Við
höfðum eftirlit með ílátunum, sem
tóbakið er selt í, og er það selt í
blikkboxum. Álagningin er fyrir
skurðinn á bitanum kr. 1,25. —
Þetta skorna tóbak höfum við svo
selt í heildsölu, en mér skilst, að
kaupmönnum mislíki þetta, þar sem
verðið og skammturinn er ákveð-
inn. Nú hefir mér borizt til eyrna,
að þetta tóbak líki miður en áður,
og það getur vel verið, að þessu
verði hætt. Um tíma höfðum við
ekki rjól en þá höfðum við dálítið
af tóbakinu í blikkboxunum. Þetta
varð þess valdandi, að sú saga
komst á loft, að við vildum ekki
selja óskorið tóbak, heldur aðeins
hið skorna. En þetta er alls ekki
rétt.“
SJÓMAÐUR skrifar mér: „Hann-
es minn! Vilt þú gera svo vel og
fræða mig og aðra félaga mína á
sjónum á því. hvernig á að reikna
áhættuþóknunina á togurunum.
Til dæmis: I. Skip fer fyrir
Reykjanes á útleið 12. desember
klukkan 8 eftir hádegi og fram hjá
því aftur 24. desember klukkan 9
eftir hádegi á heimleið.“ Svar:
12% sólarhring, þar sem það er
12 sólarhringar og 1 tími. — „II.
Skip fer fyrir Reykjanes á útleið
12. desember klukkan 8 eftir há-
degi og fram hjá því aftur 24. des-
ember klukkan 9 fyrir hádegi á
heimleið.“ Svar: 12 sólarhringa,
þar sem það eru 11 sólarhringar
og 13 tímar eða meira en hálfur.
— „III. Skip fer fyrir Reykjanes
á útleið 12. desember á miðnætti,
togar eða tekur fisk í Vestmanna-
eyjum innan við 12 tíma og fram
hjá Reykjanesi á heimleið 21. des-
ember klukkan 15,10.“ Svar: 10
sólarhringa, þar sem þetta eru 9
sólarhringar og 15 tímar.
JÓHANN F. GUÐMUNDSSON
á Seysisfirði skrifar mér enn um
bréfin, sem hverfa: „Fyrir nokkru
sendi ég þér línur, þar sem kvart-
að var yfir því, að bréf til
Reykjavíkur, sem væru í þykkara
lagi, kæmu stundum aldrei til
skila. í tilefni þessa birtir þú
samtal við Sigurð Baldvinsson
póstmeistara. Þar er því haldið
fram, að umkvartanir byggist oft
á því. að menn séu að skrökva sig
frá skuldum, eða þær séu gerðar
af ásettu ráði, til þess að auka á
erfiðleika póstþjónanna. Þó er sá
varnagli sleginn, ef hvorugt skyldi
reynast nógu sannfærandi, að þetta
sé svo lítið mál, að um það taki
ekki að ræða: — „Menn skrökva
sig frá skuldagreiðslum og reyna
að koma sökinni yfir á póstþjón-
ana.“ .... „illa gert að auka á
erfiðleikana af ásettu ráði.“ ....
„Hér er þó alls ekki um stórt mál
að ræða og óþarfi að gera frekar
veður út af þvl.“ (Alþýðublaðið,
4. janúar 1940).“
„ÞETTA er skoðun póstmeist-
arans í Reykjavík. En við, sem
orðið höfum fyrir bréfatöpunum,
getum ekki verið honum sam-
mála. Síðastliðinn vetur, og það
sem af er þessum, hefir Jón G.
Jónasson, kaupmaður hér á Seyð-
isfirði, tápað fjórum bréfum til
dóttur sinnar, sem dvelur við nám
í Reykjavík, og ég öðrum fjórum,
öllum til sama manns. Margir
fleiri munu hafa orðið fyrir því
sama. Aðdróttanir póstmeistarans,
um illan tilgang okkar, sem kvart-
an höfum, geta ekki afmáð þessar
staðreyndir."
M. Q. SKRIFAR: „Nú eru uppi
raddir um það, að við ættum að
breyta nafninu á landinu okkar,
og nefna það Thule en ekki ís-
land. Ég held að ég myndi samt
ekki greiða atkvæði með því. Mér
finnst íslandsheitið fallegra en
Thule. En ég skal þó játa það, að
mér hefir alltaf verið hálf gramt í
geði til Hrafna Flóka út af því, að
hann skyldi velja landinu þetta
nafn, því það hafði áður fegurra
nafn. Nafn það er Naddoddur gaf
því sem var Snæland.“
„LÍTUR ÚT FYRIR að land-
námsmenn hafi látið sér á sama
standa, hvað landið hét, fyrst þeir
létu nafn Hrafna Flóka giida, en
tóku ekki heldur nafn Naddodd-
ar. Héðan af verður líklega ekki
gott að afmá nafn Flóka af land-
inu. Landsmönnum þykir líklgea
ekki taka því fremur nú en áður,
að taka upp nafn Naddoddar og
kasta nafni Hrafna Flóka, en það
væru einu nöfnin, sem ég vildi
gjarnan skipta á.“
„EKKI SKAL ÉG SAMT bera
á móti því, að mér finnist ekki
skemmtilegur blær yfir nafninu
Thule, en það er galli mikill, að
það skuli ekki samþýðast máli
okkar. En að taka upp nýtt nafn á
landið, sem þyrfti að þýða á ís-
lenzka tungu, svo landsmenn gætu
skilið merkinguna, væri fráleitt.
Lærðir menn segja, að Thule þýði
Sólareyjan — og er það fögur
merking — en væri það rétt gert
að gylli landið með svo óviðeig-
andi nafni? Það yrði fjær sann-
leikanum, að landið héti Thule en
ísland.“
PÓLITÍKUS skrifar: „Mig
langar að minnast á ónákvæmni
og hreina vitleysu, sem oft á sér
stað í útvarpinu. Oft var nú talað
um „brezka sendiherrann í Lond-
on“(!) en nú er vitleysan komin til
Ameríku. Um daginn var talað um
„mótmæli ameríska sendiherrans.“
Hvaða sendiherra? í Ameríku eru
15 ríki, og öll hafa þau sendi-
herra. Næsta dag á eftir er mikið
fjasað um „ameríska utanríkis-
málaráðherrann." Hvaða utanrík-
ismálaráðherra? Þeir eru 15 í
Ameríku.“
„EKKI ÞARF lengi að bíða þar
til minnzt er á „amerísku þjóð-
ina.“ Já, nú vandast málið. Allar
þjóðir heims byggja Ameríku, allt
frá Eskimóum á Grænlandi til
Chilemanna á Eldlandseyjum. Það
er svo sem ekki vandalaust fyrir
Roosevelt að vera „forseti Ame-
ríku,“ eins og útvarpið staðhæfir
að hann sé.“
„EN SVO KEMUR rúsínan,
þegar karlskröggurinn hann „Cor-
dell Hull utanríkismálaráðherra
Bandaríkjanna“ fer að skipta sér
af afskiptum Breta af amerískum
skipum," eins og útvarpið segir.
Það þarf fávita til að trúa því,
að utanríkismálaráðherra Banda-
ríkjanna sé að skipta sér af skip-
um annarra þjóða. Starsmenn út-
varpsins þurfa að kynna sér það,
að Bandaríkin eru ekki öll Ame-
ríka. Annars er líka gott að glugga
hér og þar í Ameríkukaflanum
í Landafræðinni hans dr. Bjarna
Sæmundssonar."
ÁRNÝ SKRIFAR: „Mig langar
að minnast á bréfið, sem ég reit
þér snemma í desember síðastliðn-
um. Mér virðist svar þitt svo —
sem þú hafir lítið eitt misskilið
mig í nefndu bréfi.“
„SAMKVÆMT 44. gr. fram-
færslulaganna frá 1935 eru prestar
og aðrir skyldugir að kæra yfir
illri meðferð fátækrastjórnar á
þeim, sem henni ber að annast.
Húseigandinn, sem lokaði ofnunum
í íbúð hjónanna, vegna þess eins,
að þau ekki gátu keypt rándýr
kol til að kynda á móti öðrum
leigjanda, sem var betur búinn að
efnum, átti fyrst af öllu að leita
upplýsinga um það, hvort vangeta
þessara hjóna væri frá þeim sjálf-
um runnin eða væri afleiðing ann-
arra orsaka. Hann vissi nefnilega
ósköp vel, við hvaða staf þau
studdust. Ég álít, ,að húseigandinn
hafi þarna sýnt sinn innri mann,
þótt hins vegar sé hann hjartan-
legur og ákveðinn trúbróðir Hall-
esby’s og álíti sig þess vegna
kristnari en fólk er flest. Annars
dettur mér í hug, hvort þessi bless-
aði húseigandi hefði ekki getað
verið hlutlaus í þessu máli, þar
sem hjónin stóðu gagnvart honum
sem skýlausir skilamenn."
Hannes á horninu.
Auglýsið í Alþýðublaðinu!
EHTGLISH
Reading, Writing', Conversation and/or Busi-
ness Methods, as required. LECTURES: The
second half of the second (and last) series
this season will begin next week.
HOWARD LITTLE, Vonarstræti 12.
JOIIN DICKSON CARR:
Norðii í vaxnyndasafBinn.
42.
bifur á mér. Hann hreyfði sig ekki, en hann virtist verða ennþá
stærri. Þegar ég snéri mér við, sá ég konu koma fast að mér.
— Nítján, sagði ég.
Ég talaði svo hátt, að ekki var neinn vafi á því, að Galant
hefði heyrt til mín. Ég minntist nú þess, að þegar við Bencolin
heimsóttum hann, hafði ég ekki mælt orð frá vörum. En aftur
á móti, ef hann þekkti Robiquet. þá gat hann þekkt, að þetta
var ekki rödd hans. Konan gekk til hliðar og svipti þar tjöldum
frá litlum klefa. Þar inni var ljósum skreytt skiptiborð með
mörgum hnöppum á. Hún þrýsti á einn hnappinn og sam-
stundis féllu tjöldin fyrir aftur.
— Dymar að herbergi yðar eru opnar, sagði hún.
— Þakka yður fyrir, sagði ég kæruleysislega.
—• Vill herrann fá eitthvað að drekka? Ég get fært yður það
í veitingasalinn.
— Já, kampavín.
Hún gekk í áttina til afgreiðsluborðsins. Var nú eitthvert
ráðabrugg í aðsigi? Ég þurfti að líta fram í veitingasalinn
snöggvast. Ég kveikti mér í vindlingi og gaf stúlkunni ná-
kvæmar gætur, án þess að mikið bæri á. Hún nálgaðist Galant
á leið sinni fram að veitingaborðinu. Hún nam staðar andartak
og hvíslaði einhverju að honum.
Mér fór ekki að verða um sel, en reyndi þó að láta sem ekkert
væri. Ég stakk vindlingaveskinu aftur í vasa minn og gekk að
glerhurðinni. Hljómsveitin lék nú hraðar. Svo sá ég hóp
manna þyrpast að baki Galants.
Þar kom það.
Þetta var án efa lífvörður Galants. Þeir voru ekki ósvip-
aðir ameríkskum stórglæpamönnum, sem iðka afrek sín undir
vernd lögreglunnar eða einhvers glæpamálagreifa. Stundum
sjást þessir náungar í knæpum stórborganna, þar sem þeir
leika sér að því að spila domino til þess að drepa tímann milli
þess, sem þeir vinna hryðjuverk sín. Hversdagslega eru þessir
náungar í fötum úr grófgerðu efni og í stað flibba hafa þeir
klút hnýttan um hálsinn. Og þótt einkennilegt sé, í þessum
klút geyma þeir hnífinn sinn. Þrír þessara náunga sátu núna
í klefa rétt hjá Galant. í hálfrökkrinu, sem var í klefanum,
gat ég séð eldinn í vindlingunum þeirra. Þeir báru allir hvítar
grímur fyrir andlitinu. En ég sá í augu þeirra, og engin augu
eru ljótari en þau, sem ekki bera vott um neinar gáfur.
En ég varð að ganga gegnum þessa eldvígslu. Ég hélt áfram
eftir ganginum. Ég horfði á úrið mitt. Hamingjan góða! Klukk-
an var þegar tuttugu og fimm mínútur gengin í tólf. Ég gat
ekki farið inn fyrr en ég hefði drukkið vínið mitt. Gína Pré-
vost gat komið á hverri stundu. En Galant stóð ennþá í sömu
sporum. Skyldi hann gruna eithvað? Ef svo væri, þá var ég
ofurseldur. Það var engin leið til undankomu.
Allt í einu lagði einhver höndina á öxl mér.
XIII. KAFLI.
GINA PRÉVOST GERIST ÞRÁ.
Ég hlýt að hafa titra, þegar ég fann þessa snertingu. Enn
í dag veit ég ekki, hvernig ég fór að því að harka af mér.
— Herra minn, vínið yðar er tilbúið, sagði rödd ofurlítið
ásakandi. Það var eins og fargi væri létt af mér. Ég sá stúlk-
una í hálfrökkrinu, hún hélt á litlum bakka í hendinni. Svo
tók hún aftur til máls:
—- Herra minn! Það er víst ekki hægt að láta fyrir berast í
herbergi nr. nítján. Það hefir komið ofurlítið fyrir. Herbergið
hefir ekki verið notað í fleiri mánuði. En nýlega var þvotta-
kona þar að gera hreint og hún braut eina rúðuna. Það hefir
ekki verið gert við hana ennþá. . ..
Ennþá var ég í miklum vanda staddur. Það var þá þetta, sem
hafði valdið henni áhyggjum. Þess vegna hafði hún talað við
Galant. Eða var máske ástæðan einhver önnur? Bíðum við,
Odette Duchéne hafði fundizt dauð með glerbrot í andlitinu,
eins og hún hefði dottið út um gluggarúðu. Hafði hún verið
myrt inni í samkomuhúsinu. ef til vill inni í þessu sama her-
bergi?
— Það var slæmt, sagði ég. •— Hm. Jæja, það verður að
hafa það. Fáið mér eitt glas af víni. ég ætla að fara upp og
líta á spjöllin.
Skollinn hafi það! Ef til vill var nú allt að upplýsast. Skollinn
hafi Galant og allt hans hyski. Hjartað sló ótt í brjósti mér.
Ég gekk beint til Galants, eins og ég ætlaði mér að tala við