Alþýðublaðið - 01.02.1940, Side 4

Alþýðublaðið - 01.02.1940, Side 4
ÍIMMTODAGIIR 1. FEBR. 1940. GAMLA BfO SHEIKINN Heimsfræg amerísk hljóm- mynd tekin árið 1921. Að- alhlutverkið leikur Rudolph Valentino, glæsilegastur og vinsæl- astur allra kvikmyndaleik- ara. Enginn hefir öðlazt jafnmikla almenningshylli sem kvikmyndaleikari fyrr né síðar. i. o. e. t. FREYJUFUNDUR annað kvöld kl. 8V2. Inntaka nýrra félaga. Skýrslur embættismanna og vígsla þeirra. Skipaðar fastar nefndir og önnur venjuleg fundarstörf. Félagar, fjölsæk- ið stundvíslega með innsækj- endur. Helgi Sveinsson Æ.T. Öskupokar til sölu. Verð frá einni krónu. Þingholtsstræti 15 (steinhúsinu). S. G.T, eldri dansarnir, verða í G.T.-húsinu laugardaginn 3. febr. klukkan 9V2 e. h. Áskriftalisti og aðgöngumiðar á laugardag frá kl. 2 e. h. Sími 3355. Hljómsveit S. G. T. Dómir í fðlsuD- armáli. D ILTURINN frá Akureyri, sem sagt var frá um daginn að falsað hefði framlengingarvíxla, ávísanir og innstæðu í spari- sjóðsbók, hefir nú verið dæmdur. Fékk hann 14 mánaða betrwnar- hússvinnu. HREYFILL Frh. af 1. síðu. Þorsteinn Jóhannsson, Ásbjörn Guðmundsson og Bjarni Tóm- asson. Ekki var aftur stungið upp á kommúnistanum Hirti Helga- syni, sem verið hefir formaður félagsins. Fundurinn var mjög fjöl- mennur. f DA8 Næturlæknir er Kristján Gríms- son, Hverfisgötu 39, sími 2845. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-apóteki. Litla Bílstöðin hefir nætur- vörzlu í nótt. ÚTVARPIÐ: 20,15 Frá útlöndum. 20,35 Bindindismálakvöld: Ávörp og ræður (Friðrik Á. Brekk- an stórtemplar, Björgvin Sighvatsson, form. bindind- isféiaga í skólum, Magnús Már Lárusson stud. theoh, ungfrú Sigriður Tómasdótt- ir). Kórsöngur (IOGT-kór- inn). Einsöngur (frú Björg Guðnadóttir). Innbrot oi njósnir i Oslo. Útsala á kápum og frökkum. Verð frá kr. 75,00. — Einnig ódýr efni í fermingarkápur. — Fallegir herrarykfrakkar með tækifærisverði. — Kápubúðin, Laugavegi 35. Sigurður Guð- mundsson. Eldri maður getur fengið fasta atvinnu sem ráðsmaður á litlu heimili við Rvík. Upplýs- ingar 1 Fornbókasölunni á Laugavegi 18. Sauma í húsum. Upplýsingar í síma 4583. m NYJA Blð lonan neð ðrið. — En kvinnas ansikte — Sænsk stórmynd gerð undir stjórn kvikmyndasnillingsins Gustaf Molander. Aðalhlut- verkið leikur frægasta og fegursta leikkona Svía. Ingrid Bðrgman. Útbreiðið Alþýðublaðið! Jarðarför okkar hjartkæru móður, tengdamóður og ömmu, Sigríðar Sigurðardóttur, fer fram föstudaginn 2. þ. m. frá heimili hennar, 180, kl. IV2. Jarðað verður í gamla garðinum. Sigurður E. Ingimundarson. Lovisa Árnadóttii m Vikuklúbburmn Dansleikur í Oddfellowhúsinu kl. IOV2 í kvöld, fimmtudag. LISTAMAÐUR KLUKKAN 12. Hljómsveit Aage Lorange. Aðgöngumiðar á kr. 2,00 verða seldir í Oddfellowhúsinu frá klukkan 7 í kvöld. Menntamálaráð Og Þ j óðvinaf élagið gefa út þessar bækur árið 1940: Aldous Huxley: Markmið og leiðir. Guðm. Finnbogason íslenzkar. Jóhann Sæmundsson: Mannslíkaminn og störf hans. Lytton Strachey: Viktoría drottning. Kristján Albertsson íslenzkar. Knut Hamsun: Sultur, Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi íslenzkar. Andvari. Almanak Þjóðvinafélagsins. T. E. Lawrence: Uppreisnin í eyðimörkinni. Bogi Ólafss. íslenzkar. Fastir áskrifendur fá bækurnar gegn 10 króna árgjaldi. Árni Pálsson. Barði Guðmundssop. Bogi Ólafsson. Guðmundur Finnbogason. Jónas Jónsson. Pálmi Hannesson. Þorkell Jóhannesson. TILKYNNING Vegna sívaxandi útgáfukostnaðar dagblaðanna hafa útgáfustjórnir eftirtaldra blaða, Alþýðublaðsins, Morgunblaðsins, ísafoldar og Varðar og Vísis komið sér saman um, að grunntaxti auglýsinga í blöðunum hækki með deginum á morgun, 2. febrúar, úr kr. 1,50 sentimeter í kr. 2,00 sentimetrinn. Afsláttur á auglýsingaverði til fastra viðskipta- manna verður með sama hætti og áður hefir verið. ALÞÝÐUBLAÐIÐ. MORGUNBLAÐIÐ. ÍSAFOLD OG VÖRÐUR. VÍSIR. Trésmiðafélag Reykjavíkur tilkynnir að gefnu tilefni: Samkv. lögum um gengisskráningu hefir kaup húsasmíðasveina hækkað . um 8% og meistara, sem höfðu yfir kr. 2,00 um klst., um 6,1% frá 1. jan. þetta ár að telja. Sveinakauptaxtinn breytist því þannig. að í stað kr. 1,90 ter hann nú kr. 2,05 um klst. og í stað kr. 1,60 cr hann nú kr. 1,73 um klst. Eftirvinna og helgidagavinna hækkar og í sama hlutfalli. Ákvæði um kaffitíma helzt óbreytt. STJÓRNIN. RÆÐA CHAMBERLAINS. (Frh. af 1. síðu.) þess að ákveða sjálfar hvort þær fara í stríð eða ekki, og ef þær eru ekki þátttakandi í styrjöld; hafa þær rétt til þess að ákvarða sjálfar, hvernig þær framfylgja hlutleysisstefnu sinni. en undir núverandi kring- umstæðum kynni Bretland sem styrjaldaraðili að taka skref, sem yrði hlutlausum þjóðum til nokkurra óþæginda. En Bretar, bætti hann við, hafa aldrei sökkt skipi hlut- lausrar þjóðar eða komið þannig fram á nokkurn hátt, að menn hlutlausra þjóða léti lífið af þeim sökum. Chamberlain minntist aðeins einu sinni á ræðu Hitlers, sem var ákveðin á seinustu stundu, án þess að tilkynnt væri fyrir- fram, hvar ræðan yrði haldin. Kvað Chamberlain sér ánægju að geta þess, að hann hefði ekki þurft að leyna því, hvorki hve- nær eða hvar ræða sín yrði haldin. VAINÖ TANNER Frh. af 3. síðu. Finnlandi. Elzta dóttirin hafði lokið læknisprófi og sezt að sem læknir rétt áður en stríöið brauzt út, en næst elzta dóttirin var á tannlæknaskóla. Fjögui yngstu börnin, einn sonur og þrjár dætur, eru ennþá heima á Sorkki og hafa nægilegan félags- skap, því að um tuttugu munað- arlaus börn hafa verið send þangað síðusíu tvo mánuðina. Aftur á móti er langt síðan þau sáu náungann, sem lyktaði eins og vindill, því að síðustu mánuð- ina hefir hann haft í öðru að snúast en að heimsækja búgarð sinn og fjölskyldu. Útbreiðið Alþýðublaðið! OSLO í gærkveldi. FB. LLMÖRG dularfull innbrot hafa verið framin í Oslo að undanförnu, öll á skrifstofum skipaútgerðarfélaga. Það er einkennandi fyrir öll innbrotin, að rótað hefir verið í skjalaskápum og skúffum, en litlu sem engu stolið. óttast menn, að hér séu á ferðinni menn, 'sem em að afia sér upp- lýsinga um ferðir skipa eða ann- að varðandi útgerðina. BRAUÐ OG SMJÖR HÆKKAR (Frh. af 1. síðu.) ef mikil hækkun, sem orðið hefir á öllu hráefni, svo og kauphækk- Un, sem nam í bakaraiðn 8—9°/o. Enn er ekki fullvitað, hvað smjörlíkið hækkar mikið. FINNLAND Frh. af 1. síðu. á rússneskar flugstöðvar. Manntjón Finna er talið til- tölulega lítið, og eykur pað pá trú Finna, að peir muni bera sig- Ur úr býtum í styrjöldinni um pað er líkur. Knattspyrniufélagið Valur heldur ársdansleik sinn næstk. laugardag í Oddfellowhúsinu. — Valsmenn vanda sérstaklega vel til þessa eina dansleiks síns á árinu. — Aðgöngumiðar seldir í Kiddabúð, Þórsgötu 14, og hjá H. Biering, Laugavegi 3. F.U.J. Talkóræfing fellur niðuríkvöld vegna forfalla leiðbeinanda. Aðalfundnr Fiskifélags Islands verður haldinn í Kaupþingssalnum á morgun, föstudaginn 2. febrúar, og hefst kl. IV2 síðdegis. STJÓRNIN. Framkvæmdarstjóri: Ólafur Guðlaugsson, Heitur matur. Fyrsta flokks smurt brauð, sent hvert sem óskað er. ‘ Veitingar í einkaherbergjum. Eina veitíngahúsið í nágrenni Heykjavíkur, sem hefir danshljómsveit. -5 CABARETSÝNINGAR. Alitaf eitthvað nýtt. | Allar leiðir liggja á | HÓTEL BJÖRNINN.’ \ í Alþýðulftiisii&ta við Hverfisgðtu í kviild klukkan 10. ffljómsvelt undlr stjórn F. Weissbappels. Aðgöngumiðai* á kr. 4 verða seldir frá kl. 7 í kvöid. Jtoilvð LEBKFÉLAG REYKIAVSKUR. ^jaUa- EyvindurM Sjónleikur í 4 þáttum eftir JÓHANN SIGURJÓNSSON. FRUMSÝNÍNG Á MORGUN (FÖSTUDAG) KLUKKAN 8. Aðgöngum. seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. Skrifstofan vill hér með vekja athygli allra hlutaðeigenda á því, að í dag, þann 1. febr. 1940, koma til framkvæmda hin nýju tollskrárlög frá síðasta þingi, og verða því innheimt aðflutn- ingsgjöld eftir þeim lögum af öllum vörum, sem koma eftirleiðis til tollmeðferðar, og skiptir ekki máli, hvenær vörurnar hafa verið fluttar til landsins. Þá skulu innflytjendur eftirleiðis gera og af- henda til tollmeðferðar sérstaka aðflutnings- skýrslu yfir þær vörur, sem eiga að koma til tollmeðferðar. Skýrsla þessi skal tvírituð. Ann- að eintakið er tollskýrsla, en hitt eintakið hag- ' : skýrsla og kemur það eintak í staðinn fyrir inn- ! Á flutningsskýrslurnar, sem hagstofan hefir feng- Jí - ■ ið hingað til. Aðflutningsskýrslur skulu undir- 1 ritaðar af innflytjendum sjálfum eða þeim, sem hafa fullt umhoð til að skuldbinda þá. Eyðublöð iff§l undir skýrslur þessar fást hér á skrifstofunni. Enn fremur er það nýmæli, að afhenda skuli til tollmeðferðar faktúrusamrit, sem tollskrifstof- urnar skulu halda eftir. Þeir, sem hafa því að- eins eitt eintak af faktúrum og vilja hafa hjá sér eftirrit af þessum skjölum, verða því að taka þessi eftirrit áður en þeir afhenda faktúr- urnar hingað. Tollskráin með registri kemur í bókaverzlanir eftir helgina. Að endingu er vakin athygli á því, að eftirleið- is verður aðeins tekið á móti skjölum yfir inn- fluttar vörur á skrifstofunni í Hafnarstræti 5, en ekki einnig á tollbúðinni í Hafnarhúsinu, eins og tíðkast hefir að undanförnu. 1 ífeiSt fcvÁ,; i 4 -á tf f Tollst|áraskrifstofan.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.