Tíminn - 13.01.1963, Side 1

Tíminn - 13.01.1963, Side 1
 ITOTALIAl i«eiknivélarl crv Offð A Mlchelsen Igmmrni klappapsllg 2S5»7 W Sími 20560 10. tbl. — Sunnudagur 13. janúar 1963 — 47. árg. ENN VELDUR SINNULEYSI STJORNARINNAR STÓRTJÓNI Gerir ekkert til að bæta úr aðstoðu til móttöku síldar ÞaS veldur nú miklum töfum við síldveiðarnar og stór- felldu tjóni, að skortur er nægilegra móttökuskilyrða í landi. Af þeim ástæðum hefur m.a. verið talað um að hefja síldar- flutninga til Norðurlands, sem yrðu mjög dýrir og erfiðir. Að miklu leyti stafar þetta af því, að ríkisstjórnin hefur van- rækt allan viðbúnað í þessum efn um. Margir einstaklingar og fyrir- tæki hafa viljað ráðast í að byggja síldarverksmiðju og móttöku- stöðvar Suðvestanlands, en fram- kvæmdir þeirra strönduðu á sinnu íeysi stjórnarinnar, er ekki hefur viljað greioa neitt fyrir þeim við fjárútvegun, þótt mörg hundruð rnilljónir kióna sparifjár sé nú fryst í Seðlabankanum. Ríkisstjórnin hefur hér sýnt samskonar sinnuleysi og tómlæti cg varðandi slíkar framkvæmdir norðanlands og austan, en þar hlaust stórfellt tjón af þvi síðastl. suiiiar, að rikisstjórnih hafnaði tillögum stjórnar síldarverksmiðja ríkisins um bætt móttökuskilyrði a Austfjörðum. Jafnframt synjaði hún ýmsum einstaklingum, er hugðu á slíkar framkvæmdir, um eðlilega fyrirgreiðslu. Hin mikla síldveiði í fyrravetur, sýndi ótvírætt, að nauðsynlegt væri að bæta móttökuskilyrðin og auka síldarvinnsluna suðvestan- Jands: Fyrir því lokað'i ríkisstjórn- in augunum og lokaði jafnframt fjármagnið, sem hefði nægt til framkvæmdanna, inni í Seðlabank anum. Þetta veldur nú milljóna- tjóni daglega. LÝSIÐ ER UPPSELT Eftirfarandi upplýsingar hafa blaðinu borizt frá Fé- lagi ísl. fiskmjölsframleið- enda: Um áramótin stóðu af- urðasölur síldarverksmið'ja landsmanna þannig, að af 72.000 tonnum síldarmjöls, sem framleidd voru á árinu, voru 12.000 tonn óseld. Er það ekki mikið magn, þegar miðað er við hve óvenju mikil framleiðslan var. Hins vegar hafði síldarlýsisfram- leiðslan, sem nam 63.000 tonnum, öll verið seld og Framhald á 3. síðu. MADUR FERST IELDI OG TVENNT SLASAST GB-Akranesl, 12. janúar. í NÓTT kom upp eldur í lltlu ein- lyftu trmburhúsi hér f kaupstaðn- um, og brann þar inni tæplega þrí- tugur maður, Kristján Valdimars- son, en unnusta hans, Bryndís Helgadóttirr, kastaðf sér út um giugga og hryggbrotnaði á götunni. Þrír menn aðrir, sem sváfu í hús- inu, köstuðu sér allir út um glugga, og öklabrotnaði einn þeirra. Þe.jsi válegi at'burður gerðist um klukkan hálf fimm. Húsið, Vesturgata 31, svokall- að Halldórshús, hefur verið notað til viðlegu af verkafólki Haraldar Böðvarssonár. Fólkið sem þar svaf, var starfandj hjá Haraldi Sólmyrkvi í Kína heitir grein arflokkur, sem Tíminn byrjar nú að birta. Greinarnar eru eftir Sven Lindqvist, sænskan rithöfund, sem hefur dvalistvið háskólanám í Kína á þriðja ár. Greinar þessar birtast samtim- is, auk þess að koma í Tíman- um, í danska blaðinu Politiken, Dagens Nyheter í Svíþjóð, New York Times í Bandaríkj unum og Observer í Englandi. Talið er að Lindqvist hafi aflað sér mjög haldgóðrar vitneskju um ástandið austan kínverska múrsins, meðan stóð á náms- dvöl hans, og fullvíst, að eng- inn Norðurlandabúi hefur eins trausta þekkingu á Kína undir kommúnistastjórn og þessi sænski rilhöfundur. Hann nam • kínversku við háskólann í Pek- ing, en fylgdist jafnframt náiðj með stjórnmálunum og ferðað- ist um landið þvert og endi- langt. Höfundurinn hefur sjálf- ur tekið mjög góðar Ijósmynd- ir, sem fylgja greinum hans. Hér að ofan er mynd frá að- aljárnbrautarstöðinni í Peking en til hliðar er mynd af höf- undinum sjálfum. — Tíminn hefur einkarétt á þessum grein um hér á landi. nema einn gestkomandi maður. Ris var á húsinu, en þar sváfu Kristján og Bryndís í suðurenda, en gesturinn, Gunnar Guðnason, í herbergiskytru í norðurendan- um. Niðri sváfu tveir menn. Lögreglan hafðj farið eftirlits- ferð framhjá húsinu skömmu áð- ur en eldurinn kom upp og varð þá einskis vör. Stuttu síðar vakn- aði fólk í næstu húsum við neyð- aróp konu. Skunduðu menn þá út og fundu Bryndísi liggjandi á götunni, en húsið var alelda. Gunn ar, sem svaf í norðurendanum í risinu, kastaðj sér út um glugga í sömu svifurn og öklabrotnaði í fallinu. Þeir, sem niðri sváfu, — brutust út um glugga, ómeiddir. Kristján var þá einn eftir í risinu og kom ekki fram, en talið var að Gunnar og þeir, sem niðri sváfu, hefðu vaknað við hljóð Bryndísar, ella mundu þeir hafa brunnið inni. Slökkviliðið var komið á vett vang eftir skamma stund, en hús ið var þegar alelda og lítið vatr á bæjarkerfinu, svo slökkvistarfif tafðist af þeim sökum. Lík Kristj áns var mjög brunnið, þegar þa£ fannst. Krufning fer fram í dag Þau Bryndís og Gunnar voru flutt á sjúkrahús, hún hryggbrot in eins og fyrr segir og hafði feng ið taugaáfall. Líðan hennar vai sögð eftir vonum í dag. Gunnai mátti vart mæla fyrst í stað eftir þennan atburð. Húsið stendur enn uppi að miklu leyti, en er gjörónýtt. Það var 85 ára gamalt. Yfirheyrslur fóru fram við bæjarfógetaembætt ið í dag. Þeim var ekki lokið, þeg ar blaðið talaði við bæjarfógetann síðdegis. Ekkert var látið uppi hramhald á 15. síðu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.