Tíminn - 13.01.1963, Síða 2
r .............. ,
Trúarlegt uppeldi
Ekki er ofsögum af því sagt,
hve trúarlegt uppeldi er yfir-
leitt vanrækt í nútímaþjóðfé-
M lagi, t.d. hér á íslandi.
Það er eins og flestir meira
að segja lærðir uppeldisfræð-
ingar geri sér ekki fuila grein
fyrir því, að hvert heilbrigt
barn, hver heilbrigð manneskja
er gædd trúartilfinningu. Með
þeirri fullyrðingu er ekki átt
við það, að við höfum ein-
hverja sérstaka skoðun eða
stefnu í trúmálum, einhverja
ákveðna hugmynd um Guð. Og
því síður má gera ráð fyrir
að börn hafi tileinkað sér ein-
hverja sérstaka trúarjátningu
skilji hana eða meti.
Trúartilfinning er auðvitað
eins og aðrar kenndir og til-
finningar meira eða minna ó-
meðvituð þrá eða kraftur, sem
stefnir að því að setja traust
sitt á eitthvað æðra og meira en
það, sem við skynjum eða sjá-
um hversdagslega.
Og aðalhættan í trúarlegu
uppeldi liggur í því, að sé þessu
trausti, þessari þrá eða leit,
ekki beint að því, sem er í hei-
lagt, eilíft og gott, guðsanda
sannleika, kærleika, réttlætis
og fegurðar, þá brýzt þessi þrá
út á öðrum sviðum, beinist að
einhverju öðru, sem bæði get-
ur verið hverfult og illt eftir
atvikum.
Þannig myndast manndýrk-
un og „isma“-dýrkun nútímans.
Það eru oft nefndar stjórnmála
stefnur en eru raunverulega
trúarbrögð byggð á rang-
hverfri, blekktri trúartilfinn-
ingu.
Þannig hefur verið bæði
með nazisma, kapítalisma,
kommúnisma og fasisma, svo
eitthvað sé nefnt af þessum
svonefndu hugsjónastefnum nú
tímans.
Sumar þessara stefna gera
sér þess fulla grein, að þær
keppa við guðstrú, og vilja
þess vegna beita valdi og áhrif
um til að draga sem mest úr
trúarlegu uppeldi á vegum
guðsástar og guðstrausts, bein
línis til að beina krafti trúar-
tilfinningarinnar til sín, og er
nýheiðnin í Austur-Þýzkalandi
þar ljósast dæmi. Þar er helgi
siðum og starfsaðferðum
kirkju og kristindóms beinlín
is snúið að ,,ríkis“-hugsjóninni
með breyttu forteikni: Guð,
það er ,,ríkið“, eins og komm-
únistar hugsa sér það.
Sé trúarlegt uppeldi á veg-
um kristinsdóms vanrækt á
heimilum, í skólum og kirkju
verður þetta auðvelt. Og af því
leiðir fljótlega böl og styrjald
ir, grimmd og djöfulæði, sbr.
Hitlers-Þýzkaland á áratugun-
um 1930—’40, þar sem Hitler
var gerður að Guði, eða Rúss-
land á dögum Stalins.
En hvað er þá átt við með orð
unum: Trúarlegt uppeldi? Það
er að rækta og efla þær til-
finningar, sem nefnast einu
nafni trú, og beina þeim að
hinum eilífu verðmætum
mannsandans, sem við nefnum
Guð, anda kærleika og rétt-
lætis.
Trú eða trúartilfinning er
annar meginþáttur mannlegs á-
gætis ásamt ástinni. Allt, sem
við köllum menningu, listir og
lifshamingju, er meira eða
minna mótað af þessum tveim
tilfinningum, án þeirra værum
við ekki menn, heldur aðeins
dýr.
Og trúartilfinning er aftur
ofin úr ýmsum vitundarþráð-
um, sem nefnast tilbeiðsla, lotn
ing, auðmýkt, traust, undir-
gefni, virðing; en þetta vakn-
ar af hugmyndum um Guð, tigij
hans, speki, almætti og kær-
leika.
Skólar og uppeldisstofnanir
mega því ekki láta ónotuð þau
tæki og tækifæri, sem bjóðast
og tiltæk eru til að efla þessa
vitundarfræðj nemenda. Þar
eru t.d. jólin og heigi þeirra
lilvalið efni, enda sums stað-
ar notað á réttan háfet, en víða
vi'll verða úr því gervimennska
og glaumur. En allt trúarlegt
uppeldi krefst hljóðlætis, kyrrð
ar og fegurðar. Ein sólajupp-
koma, eða sólarlag getur þar
verið uppsprettulind, sem þarf
til að vekja, og efila, eitt ljóð,
lag eða saga, einkum dularfull
ar helgisagnir með ævintýra-
blæ. Guðsþjónusta og bænar-
stundir, með hljóðri andakt,
stemningu og helgiblæ, ekki
helgislepju, getur verið dýr-
mætt. En umfram allt ekta,
ekki yfirborðskennt, ýkt og ut
anborðs.
Helgisýningar geta verið af-
bragðs uppeldistæki trúartil-
finningar. Þar var vel unnið
með helgisýningu um jólaguð-
spjallið í einum skóla fyrir jól
in hér í borginni, kannske
fleirum, en þessi var frábær.
Ljósbörnin, englar guðspjalls-
ins bókstaflega rituðu það í
hjörtu áhorfenda og áheyr-
enda, stemningin var djúp
þögnin heilög.
Það mátti heyra hjartaslátt
guðstrúarinnar við þessa sýn-
ingu og Ijóminn frá augum
barnanna stafaði frá sannfær-
ingu þeirri, sem jólabarnið
sjálft orðaði 12 ára að aldri á
þessa leið:
„Mér ber að vera í því, sem
míns föður er“. Nú hefjast und
irbúningsnámskeið kirknanna
fyrir fermingarbörn í borginni.
Óskandi væri, að skólar og
kirkja, prestar og kennarar
yrðu þá samtaka í að efla og
rækta þessa tilfinningu barns-
sálnanna fyrir helgidómi guðs-
andans, kenni þeim stafróf til-
beiðslu, auðmýktar og lotning-
ar fyrir því sem fagurt er satt,
rétt og gott, kenni þeim að
elska og þrá þann Guð, sem
birtist í Jesú Kristi, barni jöt-
unnar.
Og mætti sú trú, það guðs-
traust, sem þannig mótast verða
þeim skjól í vetrarhrið vax-
andi ævi, musteri heilags anda.
Árelíus Níelsson
Friðrik Ólafsson skrifar um
24. Bc2! Rxb2. 25. Hbl. (Hótar nú
26. De5). 25. — f6. (Með þessum
leik kemur svartur í veg fyrir áð-
urnefnda hótun, en hvítur fær nú
ný færi). 26. Ba4! (Þrumuleikur).
26. — Dxa4. 27. Dxe6f, Kd8. (Eft-
ir 27. — Kf8 vinnur hvítur á fal-
legan hátt: 28. Hxf6, gxf6. 29.
Dxf6f Kg8. 30. Dg5f Kf8. 31.
Hflf og mátar). 28. Dd6f Kc8.
29. Hf5!. — Svartur gafst upp.
Að endingu hef ég hugsað mér
að birta hér litla skákþraut eftir
T. Oscarsson. Hvitur á leik og
mátar.
ÞAÐ GETUR verið varhugavert
að draga of lengi að hrókera, eins
og eftirfarandi skák ber með scr.
í kennslubókum er byrjendum að
jafnaði ráðlagt að koma þessu í
kring, eins fljótt og auðið er, því
að hæpið sé að láta kónginn
standa of lengi á upphafsreit sín-
um. Að sjálfsögðu er regla þessi
ekki cinhlít, hún er einungis ætl-
uð mönnum til stuðnings fyrsta
rekspölinn, en síðar, er þeim vex
ásmegin, geta þeir ákvarðað sjálf-
ir, hvenær hennar er þörf. Stór-
meistarar og aðrir á svipuðu styrk
leikastigi telja sig að sjálfsögðu
ekki háða slíkum byrjendafræð-
um og fara gjarnan sínar eigin
leiðir, þegar tilefni gefst. Nota
þejr þá tímann til að sinna öðrum
málefnum, sem þeim finnst mik-
ilvægari en hrókunin, og hrókera
þá ekki fyrr en þau mál eru kom
in í viðunandi horf. Þeir treysta
á „óbrigðula “ dómgreind sína, en
stundum gengur tillitsleysið gagn-
vart kóngsa full langt og þá er
ógæfan á næsta leiti. í skákinni,
sem fer hér á eftir, er það meist-
ari Paohman, sem hunzar þessa
grundvallarreglu skákarinnar og
bíður mikið afhroð.
OLYMPÍUMÓTIÐ í VARNA
1962.
Hvítt: Diickstein (Austurríki).
Svart: Pachman (Tékkóslóv.).
Sikileyjarvörn.
1. e4, c5. 2. Rf3, Rc6. 3. d4, cxd4.
4. Rxd4, e6. 5. Rc3, Dc7. (Allt er
þetta samkvæmt nýjustu tízku).
6. Be3, a6. 7. Bd3, Rf6. 8. o-o,
Rxd4. 9. Bxd4, Bc5. (Með öllum
þessum uppskiptum léttir svartur
á stöðu sinni. Hann er þó tölu-
vert á eftir í liðskipan sinni, og
í næstu leikjum reynir hann að
koma þeim málum í viðunandi
horf). 10. Bxc5, Dxc5 11. De2, d6.
(Nauðsynlegt til að koma í veg
fyrir 12. e5. Með næsta leik sín-
um undirbýr hvítur framrás f-
peðsins og þá jafnframt e-peðsins
síðar meir). 12. Khl, b5. (Enn þá
lætur svartur hrókunina sitja á
hakanum, en það ætti ekki að
koma að sök enn um sinn). 13. f4,
Bb7? (Vilji svartur halda sókn
hvíts í skefjum verður hann að
velja skarpari leik en þenr.an, —
Rétt var 13. — b4. 14. Rdl, Bb7,
og staðan er nokkurn veginn íjafn
vægi). 14. e5. (Slíkt tækifæri læt-
ur maður ekki úr greipum sér
ganga). 14. — dxe5. 15. fxe5,
Rd7. (Að sjálfsögðu ekki 15. —
Rd5 vegna 16. Re4 ásamt 17.
Rd6f). 16. Hael, b4. (Af tvennu
iilu virðist 16 — o-o skárra hér,
enda þótt hvítur geti þá unnið peð
eftir 17. Bxh7f, Kxh7. 18. Dd3f,
Kg8. 19. Dxd7. Svarlur hefur þó
góð gagnfæri, svo að beztj bezti
möguleiki hvíts væri sennilega
17. Hf4 með vænlegum sóknar-
horfum). 17. Re4! Dxc5. 18. Dd2!
(Hvítur hótar nú 19. Rf6f og svart
ur á ekki annars kost en koma
drottningu sinni á friðsællj stað.
18. — Bxe4 mundi ekki nægja
vegna 19. Bxe4, Ha7. 20. Df2,
Rc5. 21. Bc6f og vinnur). 18. —
Dc7. 19. Dxb4, Bxe4. 20. Dxe4,
Rb6. (20.— Hd8 leiddi beint til
taps vegna 21. Hxf7, Kxf7. 22.
Dxe6f KÍ8. 23. De7f Kg8. 24. Bf5,
h6. 25. Bg6 og leiikurinn er úti).
21. a4! (Hvítur kann ýmis ráð til
að koma í veg fyrir hrókun hjá
andstæðingj sínum. Svarti gefst
aldrei ráðrúm til að leika — g6
og hrókera síðan). 21. — Dd7.
(Meiningin er að svara 22. a5 með
— Rd5, en hvítur kemur nú í veg
fyrir þann möguleika). 22. c4,
Ifb8. (22. — Hd8. 23. Bc2, g6. 24.
a5, Rc8. 25. Hdl, Dc7. 26. Ba4f
virðist sízt álitlegra). 23. a5, Ra4.
(Óneitanlega glannalegur leikur,
en hvað átti svartur að gera?)
Jörð til leigu
Nýbýlið Lynghagi í Hvolhreppi Rangárvalla-
sýslu (Eig. Landnám ríkisins), er laust til ábúðar
í næstu fardögum.
Á jörðinni er nýlegt íbúðarhús 80 ferm. Fjós
fyrir 16 kýr, 600 rúmm. heyhiaða og fjárhús fyr-
ir 150 fjár. Túnstærð 25 ha. og góð ræktunarskil-
yrði.
Veiðiréttur i Eystri-Rangá tvlgir ábúðinni.
Hagkvæm lán áhvílandi.
Upplýsingar gefur undirritaður ábúandi jarð-
arinnar.
Björgvin Guðlaugsson, Lynghaga
Sími um Hvolsvöll.
Ruglað og flækt
Mbl. skrifar heilmikið um
efnahagsbandalagsmálið i gær.
Er grcinilegt af þeim skrifum,
að stjórnarflokkamir ætla að
halda áfram að þvæla fnam og
aftur um málið, rugla og
flækja, þar til enginn bofcnar
orðið upp né niður í því, hvað
verið sé að fara. Ferill ríkis-
stjórnarinnar í þessu máli er
nú orðinn með eindæmum. Er
eitt sagt í dag oig aiinað á
morgun. f yfir’lýsingum Gylfia
Þ. Gíslasonar stendur ekki
steinn yfir steini, þar er allt
löðrandi j mótsögnum. f
skýrslu ríkisstjórnarinnar, sem
hún flutti í þinginu, sagði, áð
tvær ieiðir kæmu til greina,
umsókn á grundvelli 238. gr.
Rómarsamningsins um svokall
aða „aukaaðiid", sem eniginn
veit reyndar, hvað þýðir, og
umsókn um totla- og viðskipta-
samning.
Kallað neikvætt!
Þegar Framsóknarmenn
lýstu þvf yfir, að þeir vildu
leita eftir samningum á grund-
veQIi tolla- og viðskiptasamn-
inigs, þcgar tímabært þætti,
kölluðu ráðherrar þá afstöðu
Framsóknarmanna neikvæða
oig þjóðhættulega. Svo kom
Bjarni og sagði, að tolla- og
viðskiptasamningur gæti vel
fallið undir 238. greinina um
„aukaaðild" — þvert ofan í yf-
irlýsingar Gylfa og skýrslu rík
isstjómarinnar. Og enn er
hialdið áfram að hringsnúast.
Ritstjóri Mbl. segir í gær, að
tolla- og viðskiptasamningur sé
okkur ákaflega óhagkvæmur,
en h'ins vegar „aukaaðild“
mjög hagkvæmi! í rauninni
hafnar ritstjórinn alveg tolla-
og viðskiptasamningsleiðinni —
annarri leiðinni, sem ríkis-
stjórain segir þó í öðru orð-
inu, að vel komi til greina og
sést gerla að hverju krókurinn
beygist hjá stjórnarliðinu. Leyf
ir ritstjórinn sér að hirta full-
yrðingar alveg út í bláinn um
málið og gylla „aukaaðildarleið
ina“. Er þetta allt gert til þess
að reyna að villa um fyrir al-
menningi og þyrla upp mold-
viðri um höfuðatriði málsins.
Skattalækkunin
Mbl. er að hælast yfir skatta
stefnu ríkisstjórnarinnar í rit-
stjómargrein sinni í gær. Seg-
ir blaðið, að ríkisstjórnin hafi
lækkað skatta mjög verulega
og fullyrðir að tekjuskattur
hafi verið algerlega afnuminn
af almennum launatekjum.
Sannleikurinn er sá, að þrátt
fyrir sbattabreytingarnar, þ. e.
að taka upp söluskatt á nauð-
synjavörum, sem Ieggst því
þyngra á men,n sem þeir hafa
fyrir fleirum að sjá, hafa bein-
ir skattar hækkað af þcim tekj-
um, sem vísitölufjölskyldunni
eru nauðsynlegar samkvæmt
áliti Hagstofunnar til að lifa
mannsæmandi lífi — og er þó
húsaleiguliðurinn reiknaður
svo lágt, að hvergi nálgast raun
veruleikann.
Reyndiar kemur þetta fram
í þessum leiðara Mbl., því að
þar segir, að jafnvel eftir þcssa
lækkun hafa skatttekjur ríkis-
ins orðið meiri — jafnvcl mciri
en fjárlög gerðu ráð fyrir.
. >. er á 300%
skattahækkun
Ef miðað er við álögur ríkis-
ins á almenning í heild og bor
Framhald á 13. síðu.
2
T f MI N N, sunnudaginn 13. janúar 1963 —