Tíminn - 13.01.1963, Síða 15

Tíminn - 13.01.1963, Síða 15
Sextugur á morgun: Ingólfur Davíösson, grasafræðinpr Fyrir réttum 40 árum stóð tví- tugur piltur fyrir framan mig við prófborðið í Unglingaskóla Ár- skógsstrandar, og við hlið okkar j sat hinn miskunnarlausi próf- dómari, sem greip fram í með auka spurningar þegar honum þótti ég vera of vægur. En pilturinn lét sér hvergi bregða og sló öll vopn úr hendi prófdómarans með skýr- um og snöggum svörum. Eftir það skildu leiðir piltsins og mín, hann gekk leið háskóla- borgarans eins og vera bar og hug ur hans stóð til, en ég lifði lífi smáborgarans við hin margvísleg- ustu störf. En við, hann og ég, átt- um eftir að mætast eftir áratugi á vettvangi, sem okkur var báðum kær, á vettvangi grasafræðinnar. Ingólfur Davíðsson er fæddur að Reistará við Eyjafjörð og bjuggu foreldrar hans Davið Sig- urðsson hreppstjóri og María Jóns dóttir lengi á Stóru-Hámundar- stöðum á Árskógsströnd. Ingólfur varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1929, og lauk magist- erprófi við háskólann í Kaup- mannahöfn í náttúrufræði (í grasafræð'i sem sérgrein) árið 1936. Bæði þá og síðar (1946) sótti hann námskeið í jurtasjúk- c'ómafræði við landbúnaðarháskól- ann í Kaupmannahöfn. Árið 1937 gerðist Ingólfur fastur starfsmað- ur við Búnaðardeild Atvinnudeild- ar Háskólans og hefur starfað þar síðan og haft meðal annars með höndum rannsóknir jurtasjúk- dóma. Eftir að' Ingólfur hafði fengið fast starf við Atvinnudeildina, hóf hann í sumarleyfum sínum að rannsaka gróður íslands í ýmsum héruðum þess._ Hann safnaði.geysi- miklu af jurtum á ferðum sínum ' og jók' þannig miklu við þekk- inguna á útbreiðslu tegundanna. Og þessu aukastarfi (eða réttara sjálfboðastarfi) hefur hann haldið áfram allt til þessa dags; og á efa- laust eftir að vera flórunni okk- ar innan handar enn um langt skeið. En Ingólfur hefur gert meira en að safna jurtunum, hann hefur um tugi ára skrifað fræð- andi greinar um einstök grös og gróður í blöð og tímarit. Mun hann vera manna fróðastur um út breiðslu íslenzkra jurta. Auk þess hefur hann gefið út sjálfstæðar bækur, svo sem Kennslubók í grasafræði, yfirgripsgóða bók um öll helztu stofublóm, sem ræktuð eru hérlendis, og fleira, sem of langt yrði upp að telja. Enn fremur hefur hann látið sig varða allt það, sem að garð- yrkju lýtur, enda lengi verið rit- stjóri Garðyrkjuritsins. Kennslu í grasafræði í skólum hefur hann einnig haft á hendi. Hann hefur og samið visihdaritgerðir um jurt- ir og er félagi í Vísindafélagi ís- lendinga. Ingólfur er einn þeirra manna, sem aldrei fellur verk úr hendi; hann tindrar af lifandi áhuga, og er enn jafn kvikur á fæti og þeg- ar hann slapp frá prófborðinu 1923, enda ekki lært þá list að aka í bifreið húsa á milli. Að lokum vil ég þakka vini mín- um Ingólfi fyrir alla góða viðkynn- ingu og samstarf okkar á sviði grasafræðinnar. Samstarfið við 3. útgáfu á Flóru íslands og við bók- ina Garðagróður. Og síðast en ekki sízt þakka ég honum mikil- lega fyrir þá óteljandi undafífla, sem hann hefur leitað uppi fyrir mig um landið þvert og endilangt. Sh'ka greiðasemi tekst mér aldrei að borga í þessari jarðvist. En það er ekki ég einn, sem hefi orðið fyrir „barðinu“ á greiðasemi hans, hann hefur í hvívetna verið boð- inn og búinn að leysa hvers manns vanda í ríki Flóru, þegar til hans hefur verið leitað. Ingólfur er kvæntwr danskri ágætiskonu, Agnesi Marie Inge- horg, og eiga þau þrjú efnileg uppkomin börn. Jæja, vinur minn Ingólfur. Nú ertu að stíga upp á 7. tugaþrep- ið í aldursstiganum. Eg óska að þetta þrep veiti þér enn meira út- sýni en áður yfir hinar víðfeðmu lendur hinnar yndislegu íslenzku Flóru, og gefi þér líf og heilsu til að halda „áfram lengra, ofar, hærra“. Hjartanlega til hamingju með rnorgundaginn. Ingimar Óskarssön. Kjördæmisþing Framsóknarmenn í Norðurlands kjördæmj eystra halda aukakjör- dæmisþing, er hefst iaugardaginn 26. þessa mánaðar kiukkan eitt eftir hádegi á Hótel KEA, Akur- eyri. lö mm filmuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar .Flestar gerðir sýningarlampa Odýr sýningartjöld Filmulím og fl. Ljósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor) FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 Sími 20235 Sextugur í dag: Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusambands íslands er sextug ur í dag. Hann er fæddur í Fremri Fannardal við Skutulsfjörð 13. janúar 1903, kominn af kjarn- miklu athafna- og dugnaðarfólki vestur þar. Hannibal lauk gagn- fræðaprófi á Akureyri 1922, en gekk síðan á kennaraskóla í Dan mörku og lauk kennaraprófi þar 1927. Stundaði síðan barnakennslu á ísafirði og Akranesi og var skóla stjóri í Súðavik 1929—31. Gerðist síðan kennari við gagnfræðaskól ann á ísafirði og skólastjóri þar frá 1938—54. Hann annaðist út- gáfu vikublaðsins Skutull um skeið og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum á ísafirði og í verkalýðshreyfingunni þar og var formaður Alþýðusambands Vest- fjarða 1934—54. í stjórn Alþýðu- flokksins átti hann sæti 1943—54 og forseti ASÍ hefur hann verið síðan 1954. Alþingismaður síðan 1946. Hann var og ritstjóri Alþýðu blaðsins 1952—54. Hann hefur rit- að margt í blöð og tímarit, eink- um um stjórnmál og verkalýðs- mál. Hann er kvæntur Solveigu Sigríði Ólafsdóttur frá Strandselj- um og eiga þau nokkur mannvæn leg börn. Hannibal Valdimarsson er löngu þjóðkunnur maður fyrir störf sín að skólamálum, félagsmálum og stjórnmálum. Hann var félagsmála ráðherra 1956—1958. Um hann hefur jafnan staðið nokkur styrr, enda er maðurinn harðskeyttur í málafylgju og lætur jafnan að sér kveða, þar sem hann kernur að | málum. í verkalýðshreyfingunni á hann orðið mikla sögu og hefur átt mikinn þátt í þróun þeirra mála hina síðustu áratugi. Hanni- bal er skarpgreindur maður og mikill ræðumaður. Hann er nú formaður Alþýðubandalagsins. Ferðafélag íslands Ferðafélag íslands heldur kvöldvöku í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 15. febrúar 1963. Húsið opnað kl. 20,00. Fundarefni: 1. Kristján Eldjárn, Gísli Gestsson og Þórhallur Vilmund arson: Frásögn og litskugga- myndir úr Nýfundnalandsför sumarið 1962. 2. Myndagetraun, verðlaun veitt. 3. Dans til kl. 24.00. Aðgöngumiðar seldir í bóka- verzlunum Sigfúsar Eymunds- sonar og ísafpldar. Verð kr. 40,00. Maður fersi Framhald af 1. síðu. um eldsupptök. Bæjarfógetinn sagði þá, að meiðsli Bryndísar væru ekki fullljós. Kristján Valdimarsson, sem þarna lét líf sitt, var sonur Hug- rúnar skáldkonu — Filippíu Kristjánsdóttur. Alþýðuhús Framhald af 16. síðu sr, og svalir sem vita út að Lind- argötu. Kristján sagði, ag skrif- stofurnar mundu verða búnar til notkunar í vor og samkomusalirn- ír að hausti, ef verkinu miðar samkvæmt áætlun. Sigvaldi Thordarson, arkítekt, liefur gert breytingateikningar af húsinu. Iþróttir Rósmundur 7, Siguróli 6, Bjöm Kr. 2, og Ásgeir, Ólafur og Árni 1 hver. KR-liðið lék ógætilega fyrri hálfleikinn en byrjaði þann síð- ari ágætlega. Eins og áður er ICarl Jóhannsson langbeztj maður kðsins, en ágætan leik sýndu einnig Reynir Ólafsson og Guðjón í markinu. Ekki fæst nægilega mikið út úr unglingalandsliðs- mannnum Birni Blöndal, en nafni hans Björn Einarsson, sem einnig er nýliði í liðinu, lofar góðu. Mörk KR skoruðu, Karl 7, Reynir 5, Ólafur 3, Pétur 2. Dómari var Axel Sigurðsson og dæmdi vel. — alf. HJÚLBARDAViDGERÐ VESTURDÆJAR Auglýsir Höfum til sölu flestar stæröir af snjóhjólbörðum fyrir fólksbíla. Einnig flestar stærðir af venjulegum hjólbörð- um fyrir fólks- og vöruflutningabíla. — Hagstætt verð. — , " * ' ' ATH.: — Sendum gegn póstkröfu um land allt. — — Opið alla daga, helga sem virka, frá kl. 8 f.h. til 23 e.h. HJÓLBAR.ÐAVIPGERÐ VESTURBÆJAR Við Nesveg — Simi 2 3 1 2 0. T f MIN N, sunnudaginn 13. janúar 1963 — 15, <

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.