Alþýðublaðið - 10.02.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.02.1940, Blaðsíða 3
LAUGA1DAQU8 16. FEBR. 1946. ALÞfÐUBLAÐIÐ ALÞYÐUBLAÐID RITSTJÓRI: F. R. VALDEMAESSON. ^ í fjarveru bans: STEFÁN PÉTURSSON. AB'GREIÐSLA: ALÞÝÐUHUSINU (Inngangur frá Hverflsgötu). SlMAR: 4800: AlgreiÖsla, auglýaingar.- 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALS»ÝÐUPRENTSMIÐJAN írás á rauða krossinn. ÞAÐ líður nú varla svo dag- ur, að Þjóðviljinn hralryrði okki Finna og þá, sem málstað fieirra taka í orði eða verki hér heima. Sjálfsagt er líka til þess aklast af yfirboðurum hans aust- fjr í Moskva. Þeir hafa ekki ausið í Þjóðviljann 160 þúsund krónum í símskeytum einum, í gegnum á- róðursskrifstofu sína, alþjóða- samband kommúnista, á síðustu t\eimur árum, án þess aö vita, að þeir ættu þar víst verkfæri, h\enær sem er og til hvers, sem vera skyldi. Þeim hefir heldur ekki skjátl- ást í því. Svo „hundflatan skræl- ingjalýð" höfum við íslendingar, þrátt fy.rir hundadagakonungdóm Jömndar sællar minningar, aldrei séð, eins og þá erindreka Stalíns hér, sem að Þjóðviljanum standa. Einn daginn tyggja þeir í blaði sinu upp eftir útvarpinu og blöð- unum í Moskva, að Erkko hafi æst Fiima upp til ófriðar við Rússa, annan, að Rússar séu ekki í neinu stríði við finnsku þjóðina, heldur aðeins að frelsa hana undan oki Mannerheims og Tanners, þriðja, að allt sé lygi, sem frétzt hefir af óförum Rússa, fjórða, að Finnlandssöfnunin hér sé byggð á æsingum og blekk- ingum, Finnar séu jafnfjarskyld- ir okkur og Kongonegrar. Siðast í gær fundu þeir það út, að rauði krossinn hér hefði svikið ætlunarverk sitt og brotið hlut- leysi sitt með því að gangast fyrir Finnlandssöfnuninni ásamt norræna félaginu, „félagsskap veizlusnápa og snobba hér í bæ“, eins og þeir kalla það, sem „l.efðu nú um stund gerzt áróð- uistæki fyrir Mannerheim“! Það er bara furða, að ýmsir af þeirra sanntrúuðustu safnaðameðlim- um, svo sem Kristinn Andrésson, skuli, þrátt fyrir það kunna við sig í þeim félagsskap! Og fil sl-amms tíma voru tveir af Siglu- fjarðarleiðtogum þeirra, þeir Að- albjörn Pétursson og Otto Jör- gensen, einnig í norræna félag- inu, en var vikið úr því fyrirrúss- neskan áróður þar gegn Finnum, fyrstu Norðurlandaþjóðinni, sem fyrir árás hefir orðið. Þaö lítur sannarlega ekki út fyrir það, að kommúnistar hafi kunnað neitt jlla við sig í þessum „félagsskap veizlusnápa og snobba", sem Þjóðviljanum er nú allt í einu orðinn svo mikill þyrnir í aug- um. Rauði krossinn á, samkvæmt ák^ u Þjóðviljans, með Finn- iandssöfnuninni „að hafa gerzt áróöurstæki fyrir ákveðinn stríðs- aðila í stað þess að starfa eins og honum bar“. Hvernig það er hugsanlegt, ef það væri satt, sem sovétstjórnin segir, að Rússland og Finuland eigi ekki í neiwu stríði, veit víst Þjóðviljinn einn! En hingað til er ekki vitað, að Kommnnistar heima og Eftir Jónas Guðmundsson. erlendis EG HEFI heyrt ýmsa menn fui’ða sig mjög á þeim furðulegu ósannindum, sem sagðar eru í rússneska út- varpinu um Norðurlöndin og ástandið þar. Og víst er, að slík- ar fregnir eru næsta fjarri lagi og koma okkur hér spankst fyrir. Frétt eins og sú, t. d., að al- þýðan í Danmörku sé svo kúguð og kvalin og óánægð með á- standið þar, að nærri daglega þurfi með her og lögrgelu að bæla niður uppreisnartilraunir, sem hin þrautpínda alþýða Dan- merkur sé að reyna að gera, er á þann veg, að varla verður lengra komizt í lyginni. Við, sem vel þekkjum hvernig á- stand er í Danmörku og um önnur Norðurlönd, hlægjum að slíkri fregn. Allar lygafréttirnar um ,,árásir“ Finna á Rússa, og um það, að það sé ekki styrjöld við Rússa, sem nú á sér stað, — heldur borgarastyrjöld í Finnlandi — og fleira af slíku tagi, sem daglega er endurtek- ið í rússnesku útvarpi og blöð- um, eru jafn ósannar og fjar- stæðar og ásakanirnar í garð Svía og Norðmanna, en allt er þetta af sama toga spunnið. Allur þorri manna á Norðurlöndum — það má raun- ar óhætt segja allir, — nema hinar sanntrúuðustu kommún- istakindur — taka móti þessum fréttum með sívaxandi fyrir- litningu á þeirri stjórn, sem býður heiminum upp á slíkar lygar og blekkingar jafnframt því, sem margir vorkenna hinni vesölu rússnesku alþýðu, sem þannig er logið að, og blekkt til fylgis við böðla sína með svo það fé, sem safnað hefir verið af rauða krossinum og norræna fé- laginu hér til Finnlands, hafi far- ið til neins annars en til þess að líkna særðum, sjúkum og bág- stöddum, eins og ætlunarværk rauÖa krossins er, hvar sem er í heiminum. Þjóðviljinn þarf því ekki að hafa neinar áhyggjur ut af hlut- leysi rauða krossins í sambandi við Finnlandssöfnunina hér á landi. En af því að honurn virð- ist liggja það svo mjög á hjarta, að hann „njóti samúðar og virð- ingar um allan heim“ og líknar- systur hans „verndar beggja hinna striðandi herja“, eins og hann kernst að orði, væri ekki xir vegi að fara þess á leit við hann, að hann snéri sér til húsbænda sinna austur í Moskva og spyrði þá, hvemig þeir færu að því að tryggja öryggi og hlutleysi rauða krossins í líknarstarfi hans á víg- völlum Finnlands. Eða kallar Þjóðviljinn það að sýna rauða krossinum „samúð og virðingu" og „vernda líknarsystur" hans, að varpa úr lítilli hæð sprengikúlum niður á sjúkrahús, sem greinilega eru merkt rauða krossinum, og myrða þannig hjúkmnarkonurnar og sjúklingana, sem hafast þar við, eins og árásarflugvélar Sta- lins gerðu á Kyrjálanesi fyrir nokkrum dögum? Það er áreiðanlega bezt fyrir Þjóðviljann að tala sem minrist um rauða krossinn í sambandi við árásina á Finnland. Og um- fram allt er það bezt fyrir hús- bændur hans austur í Mosjcva. dæmalausri „upplýsingastarf- semi.“ En ef við litum nú í kringum okkar héi’na, ex’u það þá nokkru ur málflutning kommúnistanna okkar hérna, eru það þó nokkru minni ósannindi og blekkingar, sem höfð eru í frammi í blöð- um þeirra og ræðum hér en fram koma í hinu rússneska út- varpi? Er ekki öllu lýst hér á landi eins og hér búi gjörsamlega undirokuð þjóð? Er ekki stjórn landsins lýst á sama hátt og rússneska útvarpið lýsir stjórn Finnlands? í ríkisstjórn ís- lands, segja kommúnistarnir, að sitji engir aðrir en landráða- menn, kúgarar og glæpamenn. í stjórn þjóðbankans segja þeir sitja keyptir erindrekar er- lends auðvalds, sem ekki gera annað en kúga alþýð- una, selji réttindi landsins og haldi verndarhendi yfir glæp- samlegu fjármálasukki. Á alþingi segja þeir að sitji menn, sem ekkert geri til þess að bæta hag alþjóðar, efnalegan og andlegan, en sem ræni þjóð- ina og skattpíni hana á allan hátt til ágóða fyrir sjálfa sig og „auðvaldið.“ Það er ekki hægt að sjá af blöðum komm- únista annað, en að hér rlki slíkt neyðarástand meðal al- mennings, að líklegt megi telja, að uppreisn brjótist út þá og þegar „eins og í Danmörku.“ * Slíkar skýrslur eru það sem Brynjólfur Bjarnason og Einar Olgeirsson senda til Moskva um ástandið hér á landi og sams- konar skýrslur berast til Moskva frá erindrekum Rússastjórnar um allan heim. Stórþjóðir vita lítið um smáþjóðir, að öllum jafnaði, þó sæmilega séu mennt- ar. Hver mun þá þekkingin vera hjá þeim þjóðum, sem eru kúg- aðar og kvaldar og varnað að afla sér allrar menntunar eins og er í Rússlandi og öði’um einræðisríkjum. Við hverju er að búast hjá þjóðum, sem banna — að viðlagðri lífláts- hegxiíngu, að hlusta á erlendar útvarpsstöðvar eða lesa erlend blöð eða þýðingar úr þeim. Ef einhver Rússi reyndi af „Þjóðviljanum“ einum að mynda sér skoðanir á íslandi og íslendingum hlyti hann að komast að þeirri niðurstöðu, að ástandið hér væri þannig, að fullkomin nauðsyn væri á því að hinn ,,sigursæli“ rauði her kæmi hingað og leysti þjóðina úr ánauð þeirri, sem henni væri haldið I af þeim „glæpamönn- um,“ sem hún sjálf hefir kjörið til að stjórna sér. Hver maður hlyti að fá þá skoðun á íslandi, að hér væri ekkert frelsi á nokkru sviði, en kúgun og harðrétti væri beitt á öllum sviðum af valdhöfun- um. Og það er eins og sumir menn hér í landinu trúi þessum lýsingum og það menn, sem hafa hér fullt frelsi á öllum sviðum þjóðlífsins. Forsprakk- ar kommúnista, sem njóta hér fullkomins frelsis, jafnvel frels- is til þess að í’eka hér land- ráðastarfsemi. sem kostað getur alþjóð frelsið og marga menn lífið, þeir ti’úa því sjálfir, að svona sé ástandið hér. Þeir finna ekki hvert frelsi þeir hafa af því þeir hafa aldrei verið sviftir því. Þessir sömu menn vita það, að í þeirra eigin „föð- urlandi“ — Rússlandi — er hver maður réttdræpur, sem opinberlega gerir sig sekan um, þó ekki sé nema tíunda hluta af þeim andróðri, sem þeir reka hér algerlega óáreittir. Kaupsýslumenn, sem raka saman fé 1 skjóli þess verzlun- arfrelsis, sem hér ríkir, leggja fé fram til þess að styðja menn- ina, sem vilja eyðileggja þetta frelsi, sem þeir sjálfir og aðrir njóta. Þeir menn skilja áreiðanlega ekki hvert frelsi þeir hafa fyrr en þeir hafa tapað því. Embættismenn í þjónustu ríkis, bæjarfélaga og opinberra og hálfopinberra stofnana, sem þjóðfélagið hefir kostað námið hjá að mestu leyti, og síðar veitt starf til þess að vinna landi og þjóð gagn, leggja lið á margvíslegan hátt landráða og svikaflokki þeim, sem markvist vinnur að niðurrifi þess þjóð- félags, sem þeir eru launaðir til að þjóna og vernda. Þeir menn skilja áreiðanlega ekki hvers þeir njóta í þjóðfé- laginu fyrr en þeir hafa misst það allt, Verkamenn, sem með baráttu sinni um mörg ár hafa lyft stétt sinni, og þar með þjóðfélaginu sem heild, á hærra menningar- stig en íslenzk alþýða hefir nokkru sinni fyrr staðið á, leggja sumir hverjir lið hinum svívirðilega landráðaflokki. — Halda þeir, að betra taki við þegar öllu hefir verið velt í rúst í stað þess að halda baráttu sinni ‘ áfram, markyisst ög á- kveðið, einmitt nú, þegar þeir finna þann þrótt, sem í stétt þeirra býr, til þess að hefja sig enn hærra. með jafnri og skyn- samlegri þróun. Munu þeir skilja hvert 'óhappaverk þeiij eru að vinna, fyrr en það er um seinan? * Árás Rússa á Finnland hefir opnað augu þúsunda manna hér á landi og milljóna marma er- lendis fyrir því, hver ofbeldis- stefna kommúnisminn er. Fram til þess tíma tókst hinum sí- ljúgandi kommúnistum allra landa að blekkja fjölda manna. Margir trúðu ósannindum þeirra um það, að Rússar mundu aldrei ráðast á neina smáþjóð, og sann leikurinn er sá, að Rússar hafa allra þjóða minnsta þörf á því að leggja undir sig lönd annarra þjóða. Þeir ráða yfir einu mesta landflæmi veraldar, þar sem nóg í'úm er fyrir alla, og' land- gæði og önnur auðlegð frá nátt- úrunnar hendi stórkostlegri en víðast hvar annarsstaðar, Nú sjá allir að þetta tal þeirra var blekking. Rússar sömdu við Þjóðverja um að ráðast að baki hinnar pólsku þjóðar og leggja hana í fjötra og stela landi hennar. Meira níðingsverk hefir ennþá ekki verið unnið svo saga mann- kynsins kunni frá að greina. — Síðan hafa þeir með ofbeldis- hótunum kúgað Eistland, Lett- land og Lithauen til þess að lúta sér og síðast réðust þeir á Finnland. Þeir gerðu ekki ráð fyrir mótspyrnu, sízt svo sterkri, sem hún varð, en ef Finnar hefðu farið að eins og Eystrasaltsríkin, var röðin komin að Noregi og Svíþjóð og þar með var takmarki Stalins náð, en það er að eyðileggja hina gömlu, stei'ku menningu Norðui’landa. Allir þekkja ósannmdi kom- múnista um það, að í Rússlandi ríki frelsi fyrir ,,alþýðuna.“ En þar er ekkert frelsi. Enginn má gefa þar út blað, ef það gagn- rýnir stjórnarvöidin eða flytur aðra kenningu en kommúnism- ans. Engir mega stofna félag til þess að vinna gegn ríkjandi stjórn eða breyta ríkjandi þjóðskipulagi (.eins og kommún- istar fá leyfi til hér og annars staðar í lýðræðislöndum). Eng- inn má boða til opinberra um- ræðufunda um stjórnmál án þess að eiga það á hættu að loknum fundinum að verða tekinn af lífi Sífelldar njósnir og eltingaleikur á sér stað með- al ráðandi manna kommúnista- flokksins um hvað þeir tala, hugsa og hafast að og leiðir þetta af sér fjölda fangelsanir og líflát í stórum stíl. Og ekki tekur betra við, þegar til at- vinnufrelsisins kemur. Allt er hneppt í fjötra ánauðar og opin- berra fyrirskipana, svo ekkert sem heitir frelsi á því sviði, er þar heldur til. Óheilindin eru einræðismönn- unum jafnt í blóð borin og ó- sannindin og blekkingarnar. — Stórkostlegar árásir eru í blöð- um og útvarpi til dæmis gei'ðar í þessum löndum út af því að Englendingar tóku af lífi fyrir skemmstu tvo íi'a, sem sannað var á að höfðu orðið 5 mönnum að bana og voru sem landráðamenn í þjónustu er- lends ríkis. En þessi sömu ríki lífláta fjölda manns fyrir blátt áfram engar sakir. Þar eru menn unnvörpum drepnir á hinn svívirðilegasta og smánar- legasta hátt, jafnvel úr hungri og kulda, fyrir það eitt að vera af Gyðingaættum og sjá þó all- ir að við því getur enginn mað- ur gert, hverrar ættar hann er. Þar eru menn líflátnir með því að hella ofan í þá ólyfjan, e£ þeir drýgja þann glæp, að hlustá á erlent útvarp, eða ef feður þeirra hafa haft aðra skoðun á einhverju máli en einræðisherr- unum þykir við hafa átt. Hver sá maður, sem reynir að vinna gegn stefnum þessara ríkja, er svívirtur, ofsóttur og rægður á allan þann hátt, sem ófyrirleitn- ustu forsprakkar þeirra geta upp hugsað. Nægir þar að benda á árásirnar á Churchill, Eden, Beck, Sandler, Tanner, Mann- erheim og marga aðra, sem hafa svarað einræðisstjórnunum full um hálsi. Lygarnar og óhróður- inn, sem útbreiddur er um slíka menn, er með eindæmum. Á öllum sviðum er það sama sagan, sama boðorðið: það, að misþyrma og kúga alla í heima- högum, ljúga á andstæðingana og rægja þá, reyna að misnota lýðræðið þar sem það er enn til, til þess að eyðileggja það, en leyfa enga frjálsa hugsun né skoðun innan vébanda sinna ríkja, x’áðast aftan að andstæð- ingunum, þegar það er hægt, en fjargviðrast út af hlutleysis- brotum, ef á móti er tekið, svíkja alla samninga, sem þeir gera sjálfir, hvenær sem það þykir hentugt, en ætla vitlausir að vei’ða ef aðrir fara eins að eða svara í sömu mynt. Þannig hafa kommúnistar og nazistar hagað sér erlendis, og halda áfram að gera það enn í dag. * En er nú nokkur munur á kommúnistunum héma heima? Um nazista er hér ekki að ræða, þeir sáluðust svo að kalla strax úr vesaldómi. Kommúnistarair hér eru vasaútgáfa af kommún- istum annarra landa. Brynjólfur er- vasaútgáfa af Stalin og Einar af Sinovjev áð- ur en Stalin tók hann af lífi. Sömu blekkingarnar, sami á- róðurinn, sömu bardagaaðferð- irnar eru viðhafðar. Hámai'ki sínu í hræsni og tvískinnungs- íætti ná kommúnistar hér þeg- ar þeir eru að hampa Jóni Sig- urðssyni sem einskonar „frum- kommúnista.“ Meiri svívirðu er ekki hægt að sýna minningu Jóns Sigurðssonar og meiri hræsni er ekki hægt að hugsa sér en þá, að flokkur, sem er boðinn og búinn til þess, á hvaða augnabliki sem er, að svíkja land og þjóð undir yfir- ráð menningarsnauðustu þjóðar heimsins, skuli vera að minnast á Jón Sigurðsson, sem alla æfi barðist fyrir því. að ísland fengi sjálfstæði og væri öllum óháð. Það væri fullkomin ástæða til að banna með lögum, að nafn Jóns Sigurðssonar sæist nokk- urn tíma í slíku landráðablaði. Hámarki sínu náði hin opin- bera landráðastarfsemi komm- únista hér á landi í grein þeirri, er Þjóðviljinn birti hér fyrir nokkru undir fyrirsögninni: ,Utanríkisverzlun íslands sett undir leynilegt eftirlit brezku ríkisstjómarinnar.11 Og undir- fyrirsögnin var svona: „Vald- hafarnir, sem ljúga landráðum upp á aðra, eru sjálfir að fremja xau.“ Öll er sú. grein hreint landráðaskrif og hefði vel mátt verða okkur til mikils tjóns, ef mark hefði verið á hermi tekið. Mér og öðrum varð á að spyrja, er grein þessi birtist, hvort lög- reglan liti ekki í blöðin áður en pau væru send út. En svo virð- is.t ekki vera. Þó nú séu komn- ir tveir lögreglustjórar virðist vanta einn enn til þess að hafa eftirlit með því að landráða- starfsemi sé a. m. k. ekki rekin 1 blöðunum. Á slíkum tímum sem þeim, er nú standa yfir, er þess fullkomin þörf að eftirlit sé með slíkum landráðablöðum og Þjóðviljinn er. Allar þjóðir gera nú ráðstafanir til þess að fyrirbyggja allt það, sem verða má til tjóns þjóðarheildinni, jafnvel þó skerða þurfi réttindi þau, sem menn njóta á venju- legnm tímum. En hvað er gert í því efni hér? * Þó við furðum okkur á fregn- unum frá Moskva, eru þær i raun og veru í engu verri en þær firrur og þau ósannindi, sem kommúnistarnir hér heima viðhaía. Og af þeim verður aldrei annars að vænta. En er ekki kominn tími til þess að lýðræðisþjóðirnar, og þar á meðal íslendingar. fari að gera sér í fullri alvöru ljóst, hvert stefnir, ef slíkum stefn- um sem einræðisstefnunum er leyft að festa rætur. Hin megna fyrirlitning, sem skapazt hefir á kommúnistum síðustu mán- uðina hér á landi, sýnir glöggt, að allur þorri þjóðarinnar er slíkum stefnum og flokkum andvígur. Sjá ekki allir menn það, sem eitthvað hugsa, að lýðræðið hlýtur að líða undir lok, ef ein- ræðisstefnum er leyft að eflast 1 lýðræðislandi. Einræðið er sýkill, sem sýkir allan þjóðar- líkamann og drepur að lokixm allt, sem heitir lýðræði. Frh. á 4. sí&u.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.