Alþýðublaðið - 12.02.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.02.1940, Blaðsíða 2
MÁNUDAGTUR 12. FEBR. 1§4». Ljóti andarunginn 36) Og svo flýtti hann sér af stað. Hann hljóp yfir akra og engi — það var stormur, og honum verttist ervitt að komast áfram. 37) Undir kvöld kom hann að litlu, fátæklegu bændabýli. Það var svo hrörlegt, að það vissi ekki sjálft á hvora hliðina það átti að detta, og þess vegna stóð það. , 38) Og það hvessti stöðugt 39) Þá tók hann eftir því, að meira og meira og ljóti andar- hurðin var farin af hjörunum yhginn varð að kúra sig niður, og hann gat smogið inn 1 kof- svo að hann fyki ekki. ann. til kaupenda út um land Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. 1 ALÞYÐUBLABIÐ UMRÆÐUEFNl Kvötdvaka. Félag Snæfellinga og Hnapp- dæla efnir til kvöldvöku að Hótel Bprg fimmtud. 15. þ. m. Kem- ur kvöldvaka þessi i stað hins venjulega Snæfellingamóts. Viðbótarbyggingu við klæðaverksmiðjuna Gefjuni á Akureyri er nú nær því lokið; en byrjað var á verkinu 12. ág. s .1. Hið nýja hús er 14 sinnum 18 metrar að grunnmáli, tvær hæðir. Á neðri hæð eru tvær vinnustofur fyrir dúkahreinsun og teppagerðir, snyrtiklefi, mjög vandaður að útbúnaði, og geymsla fyrir litaða ull. Á efri hæð er samkomusalur starfs- manna, 17 sinnum 7 metrar, kaffistofa, 6 sinnum 7 metrar og ©ldhús, 4 sinnum 4 metrar. Sam- komusalurinn var vígður 3. þ.m. með miðsvetrarsamkomu, og var þar mikið fjölmenni-saman kom- ið og skemmtun hin bezta. FO. Útbreiðið Alþýðublaðið! Strangar kröfur á hendur lögregluþjónum og sektir ef út af er burgðið. En hvemig er með launakjör þeirra? Er það ekki beinlínis skaðlegt að borga lögregluþjónum sultarlaun? Um kvikmynda- hús og hljóðvélamar. Gam- all bóndi skrifar um hrafn- inn og veiðibjölluna. Enn um bréfin, *em hverfa. Útgáfa íslendingasagna. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. —o— AGT ER, að hinn nýi lögreglu- stjóri hafi tekið upp sfrangari reglur um framkomu lögreglu- þjónanna og starf þeirra. Það fylg- ir sögunni, að lögregluþjónarnir skuli ekki skeggræða við kxmningj- ana sína nema þeir séu að svara efbættislegum spurningum vegfar- endia. Þeir megi ekki sinna neinum einkastörfum meðan þeir eru á vakt, ekki heimsækja neina eða þi&fíja góðgerðir eða neitt þess háttar. Ahnars munu þetta vera gamlar reglur. Þess skal getið til skýringar, að venjan er sú. að lög- regluþjónar eru aldrei meira en 2 tima úti í einu og 1 tíma inni. ÉG TEL að þaö sé rétt að styðja að þessari viðleitni lögreglustjóra að ekkert sé við því að segja, að lögregluþjónar fylgi alveg sér- stökum reglum um alla hegðun á almannafæri og að þeir sæti ein- hverjum sektum, ef út af er brugð- ið. Þetta er nauðsynlegt einmitt vegna þess, að það verður að skapa fullkomna virðingu fyrir lögreglu- mönnunum, svo að þá sé alltaf hægt að verja með góðri samvizku, og það er líka vitanlegt, að fólk gerir miklu meiri kröfur til lög- regluþjóna en annarra manna. EN ÉG VIL SEGJA ÞETTA til viðbótar: Með auknum kröfum á hendur lögregluþjónum hlýtur að verða enn verra fyrir váldhafana að halda niðri launum þeirra. Launakjör þeirra eru mjög bág- borin. Byrjandi fær aðeins 265 krónur á ménuði. Þegar hann er skipaður, eftir eitt ár eða svo, fær hann 350 krónur og svo hækkar það smátt og smátt upp í 420 krón- ur. Nú hlýtur öllum að vera það ljóst, að það má ekki launa lög- regluþjóna illa og það er hvergi gert. Það gæti líka verið beinlínis skaðlegt, því að menn, sem berjast sífellt í bökkum, verða fyrir freyst- ingum, og sérstaklega þurfa lög- regluþjónar a. m. k. að hafa sæmi- ieg þurftarlaun og heldur ríflega það. En það er ekki hægt að segja um launakjör lögregluþjónanna og sízt nú. Enginn fjölskyldumaður og jafnvel ekki einhleypur maður getur lifað viðunandi lífi á 265 kr. á mán. og jafnvel ekki 350. Þó að sumir þurfi að lifa á þessu og jafn- DAGSINS. vel minnu, þá er það ekkert líf og ekki hægt að miða við það. HAUKUR f HORNI skrifar mér: „Það er ekki auðvelt að koma á umbótum í Reykjavík, ekki heldur £ því smáa. Hér hafa blöðin átt mikla sök og eiga enn, því að oft og tíðum hafa þau ekki viljað taka aðfinnslur manna, það mátti ekki koma við kaunin á neinum. Hér fer þó margt aflaga, og margt er óboðlegt, enda hefir fólk vanizt á að gera ekki miklar kröfur né strangar til fegurðar eða smekks, og er það illa farið.“ „ÞAÐ, SEM ÉG ætla að gera að umtalsefni, mun mörgum þykja lítilfjörlegt. En þar sem um er að ræða eitt af því fáa, sem fólk hefir sér til skemmtunar út á við í þess-i um lue, nefnilega bíóin, er málið ekkert smámál. Bíó geta verið bæði vond og góð, bæði mennt- andi og spillandi. Óvíða mun inn- gangur á Bíó seldur jafndýru verði og hér hjá okkur, en hvað fáum við fyrir peningana?“ „HLJÓÐVÉLARNAR eru í svo megnu ólagi á báðum bíóunum, að það er óboðlegt fólki, sem greiðir fullan inngangseyri. Það er eins og að hlusta á vont útvarpstæki, sem er stillt af handahófi og ekkert gert til að reyna að bæta hljóðið. Það verður kánnske fært fram til afsökunar, að erfiðar samgöngur séu við útlönd og tæki sem þessi sé ekki hægt að íá eða gera við hér á.landi. En það er engin af- sökun, því að það bar mjög á þess- um galla löngu áður en samgöng- ur tepptust vegna stríðsins.“ „ER EKKERT HÆGT AÐ GERA í þessu efni? Það er raun að hlusta á söngmyndir hér, og raunar allar hljóðmyndir. Ef ekki verður neitt að gert, verður að lækka aðgangs- eyrinn og minnka gróðann. Fólk á heimtingu á umbótum í þessu efni. í öðrum löndum eru svona mál ekki svo smá, að það sé fyrir neð- an virðingu.yfirvaldanna að skípta sér af þeim. Ég segi þetfa af því að mér er vel við bíóin, sæki þau oft og hefi látið margan pening í þann sjóðinn. Ég tek þetta fram, af því að margir hér eru þeirrar skoðunar, að aðfinnslur séu birtar af persónulegri illkvittni, en ekki af umbótahug eða virðingu fyrir málefninu. Það mætti telja fram ótal fleira, sem aflaga fer í þessum bæ, en ég læt staðar numið nú.“ (Haltu áfram, Haukur!) GERALDÍNA skrifar: „Mig langar að minnast svolítið á bréf- in, sem aldrei koma til skila. Það er svo að sjá, sem sérstaklega hafi borið mikið á þessu í vetur, og er það mjög bagalegt í mörgurn til- fellum þegar bréf ekki koma fram, og er mér næst að kenna pósthús- inu um það, þrátt fyrir mótmæli póstmeistara. Ég veit um 2 bréf til mín x nóv., sem ekki hafa komið í mínar hendur, annað frá Dan- mörku, en hitt norðan úr landi. Ég veit með vissu, að þessi bréf bæði voru sett í póst. Ég hefi spurzt fyrir um þau á pósthúsinu, en allt kemur fyrir ekki. Það skal tekið fram, að þetta voru hvorki reikn- ingar né rukkunarbréf. Annars er það mjög óviðeigandi af póstmeist- ara að lýsa því opinberlega jrfir, að fólk sé að skrökva sig frá skuld- um með því að segjast ekki fé bréfin. Það væri í það minnsta fróðlegt að vita, hvaðan sú ályktun stafar." ÞAÐ ER MISSKILNINGUR, að póstmeistari hafi haldið þessu fram um fólk almennt, en hitt sagði hann, að það væru til dæmi um það, að fólk reyndi að komast frá skuldagreiðslum með því að halda því fram, að innköllunarbréf hefðu ekki komið til þess. JÓN ARNÓRSSON á Akranesi sendi mér fyrir nokkru eftirfar- andi bréf: „Fyrir síðasta alþingi lá frumvarp um eyðingu hrafns og svartbaks, og' af því sem fram hef- ir komið í þessu sambandi, hefi ég ekki orðið var við, að fuglar þessir ættu marga talsmenn. Þó er það svo, að einnig þeir eiga að njóta sannmælis. Vildi ég því mega láta uppi mína reynslu af sambúðinni við þá, en í rúm 50 ár hefi ég búið á jörðum, sem þessir fuglar voru tíðir gestir á, og er þá saga mín á þessa leið:“ ,.UM SVARTBAKINN get ég ekki munað, að hann hafi grandað nema 2 lömbum frá mér öll mín búskaparár, og í öllum þeim til- fellum munu lömbin hafa verið veikburða oy varla lífvænt. Iiann hefir því ekki verið neinn skað- semdargripur gagnvart mér. Vildi ég því vona, að eyðing hans gengi ekki út í þær öffar, sem til ger- eyðingar drægi.“ „HRAFNINN er heinlínis kunn- ingi minn, enda hefi ég þá sögu af honum að segja, sem mjög kemur í béga við sögur þeirra, sem telja hann skaðræðisgrip í varplöndum. Ég bjó um skeið á jörð, sem varp- hólmi fylgdi, og í klettasnös í þeim sama hólma áttu hrafnshjón hreið- ur sitt. Ég amaðist ekkert við krumma, enda fullyrði ég, að hann gerði mér engan skaða, og æðar- fuglinn umgekkst hann sem kunn- ingja sína án allrar áreitni. Mér er ljóst, að hrafninum hefir fjölg- að og þar af leiðandi verður mergðinni erfiðara um að afla sér fæðu, en að honum sé eiginlegt að ráðast í þeim tilgangi á lifandi skepnur, ef annað er til, því mót- mæli ég, og er þetta byggt á eftir- tekt og reynslu 82 ára gamals manns.“ VINUR ÍSLENDINGASAGNA skrifar: „Þú afsakar þótt ég bendi á það, að mér finnst fávíslega spurt, þegar menn eru í vafa um hvort íslendingasögur sé fáanleg- ar. Vitanlegt er, að útgáfa sú, er Sigurður Kristjánsson hóf 1890 á íslendingasögunum, er enn fáan- leg og með svo ómerkilegri hækk- un, að ekki er sambærileg við tímakaup nokkurs manns. Þeger Valdimar heitnum sleppti Við út- gáfuna, fekk Sigurður Kristjéns- son Benedikt Sveinsson til þess að gefa út sögurnar og nú um undan- farin ár hefir Guðni Jónsson gefið sögurnar út. Þetta var hverjum manni hér í bæ vorkunnarlaust að vita, sem fer um Bankastræti, að ég ekki tali um þá, sem nenna að fylgjast með í því, sem út kemur af bókum og þeir hafa áhuga fyrir. Þá má benda á, að fonritaútgáfan er tiltölulega ódýrari en flest ann- að, sem hér kemur út og fólk hefir keypt. Nægir í því sambahdi að benda á greinargerð um það í-Eim- reiðinni." ÉG VIÐURKENNI að það var slysni minni að kenna að minna ekki á útgáfu Sigurðar Kristjáns- sonar á íslendingahögunum, er ég birti bréf það, er hér er gert að umtalsefni. Ég vissi um hana, en því var alveg stolið úr mér er ég gekk frá nefndu bréfi. íslendinga- sögurnar eru til, og mjög ódýrar. Ég hefi lítils háttar orðið var við, að maður, sem hefir einhver af- skipti af sölu þessara bóka, hefir litið á bréfið, sem ég birti, sem f jandskap við sig. Er það eitt dæm- ið um það, hvað sumir menn geta verið lítilsigldir og heimskir, þó að hrokann og merkilegheitin vanti ekki. Hannes á horninu. Bón í pökknm ódýrt Ásvallagötu 1. Sími 1678. TJARNARBÚÐIN. Sími 3570. Dúengjaföt, matrosföt, jakka- föt, frakkar, skíðaföt. Sparta, Laugavegi 10, sími 3094. Saumanámskeið í kven- og barnafatnaði byrjar 13. þ. m. Tvær vanar stúlkur kenna. Sanngjarnt verð. Saumastofa Guðrúnar Arngrímsdóttur, Bankastræti 11, sími 2725. Útbreiðið Alþýðublaðið! JOHN DICKSON CARR; Morðin í vaxmpdasaíninn. 48. Ég tók til fótanna, ákveðinn í því, að reyna að bjarga mér. Það hlutu að vera dyr hér einhvers staðar. Ef ég hlypi inn til gestanna, var ekki hægt að taka mig þar, þeir myndu ekki vilja eiga það á hættu að láta gestina sjá það, að einn gesturinn væri tekinn. Fljótt nú, ég varð að finna dyrnar. Þarna sá ég mann með hvíta grímu. Ég tók til fótanna. Hann nálgaðist mig, maðurinn með hvítu grímuna. Þjáningarnar liðu nú um allan líkama minn. Ég vissi nú ekki um annað en það, að ég hataði alla menn með hvítár grímur. Ég sá grímumanninn reiða höndina til höggs og sá blika á hníf í hendi hans. Ég bar upp höndina til varnar og kom höggi á manninn undir kjálkann. Hánn snérist í hálfhring og féll til jarðar með hásu hrygluhljóði. Svo tók ég til fótanna aftur. Ég heyrði fótatak að baki mér. Eitthvað vott rann ofan í aug- un á mér. Ég þóttist vita, að það væri blóð. Þarna kom ég loks auga á dyr. Maðurinn, sem kom á móti mér, hefir hlotið að standa vörð við þessar dyr. Eg rétti út höndina og þrýsti á hnappinn. Ég reyndi að þurrka blóðið af andlitinu á mér, en það hélt áfram að streyma. Það var eins og klukkum væri hringt inni í höfðinu á mér. Ég ýtti á hurðina, reikaði inn hálfmeðvitundarlaus og skellti aftur hurðinni á eftir mér. Ég var staddur í gangi. Einhvers staðar heyrði ég hljóð- færaslátt. Ég hlaut að vera einhvers staðar nálægt samkomu- staðnum. Ég gat ekki gengið lengra, því að ég var gersamlega Sjónlaus. Ég lét fallast upp að veggnum. Mig snarsvimaði. Ég greip ofan í vasa minn eftir vasaklútnum og þurrkaði mér um andlitið. í sama bili var kveikt ljós og ég rétti úr mér. Ennþá streymdi blóðið úr andlitinu á mér. Drottinn minn dýri! En hvað það var mikið blóð í mér! Og skyrtan mín var öll ötuð blóði. Mér varð litið inn í ganginn og sá þá, að þar stóð manneskja. Ég þurrkaði mér ennþá einu sinni í framan. Mér datt í hug, að hlaupa fram og ráðast á þessa manneskju, sem ég sá ekki, hvort var karl eða kona. vo birti mér ofurlítið fyrir augum og sá þá, að þetta var kona með skammbyssu 1 hendinni. Hún horfði á mig stórum augum. Ég heyrði hávaða að baki mér, það var barið harkalega á dyrnar. Ég hlaut því að hafa af- læst á eftir mér. Þessi kona — mér flaug þetta skyndilega í hug — var sennilega meðeigandi Galants í samkomuhúsinu, og núverandi eigandinn. Skyndilega kviknaði ofurlítill vonarneisti í brjósti mér. Ég gekk áfram. Hreyfið yður ekki, sagði konan. Ég þekkti þessa rödd. — Ég held . , . sagði ég — ég held, að yður sé enginn hagur að því að koma upp um mig, ungfrú Augustin, sagði ég. XV. KAFLI. K UNGFRÚ augustin. Ég sá, hvað henni varð hverft við. Það var ekki von að ég þekkti hana strax, þvílíkum breytingum hafði hún tekið. Hún var allt öðruvísi klædd en ég hafði séð hana áður. — Það má engum tíma eyða til ónýtis, sagði ég. — Þeir geta komið þá og þegar. Þér ætlið að fela mig, er ekki svo? Rétt á bak við mig voru dyr. Ég sá menn með hvítar grím- ur vera á sveimi úti 1 garðinum. Þeir voru ugglaust að leita að mér. Nú komu þeir að dyrunum og börðu æðislega á hurð- ina. Mér til mikillar undrunar gekk ungfrú Augustin til mín og brá slagbrandi fyrir hurðina. Hún hafði ekki spurt, hvers vegna ég væri kominn á henn- ar fund. En ég þóttist hafa góða ástæðu til að gefa skýringu. Ég tautaði: — Ég þarf að útskýra málið. ... ég get gefið yður upp- lýsingar um Galant. Hann ætlar að koma upp um klúbbinn og koma yður á vonarvöl . . . Nú hafði ég tekið eftir því, að ég hafði djúpan skurð á enninu. Ég hlaut að hafa rekið ennið í vegginn, þegar ég stökk út um gluggann. Ég bar vasaklútinn xninn upp að enn- inu. Marie Augustin stóð við hlið mér og horfði framan í mig. Ég gat ekki séð greinilega framan í hana, ég var svo ruglaður og mér var dimmt fyrir augum. Mér var nærri því ómögulegt að koma upp orði. Hún miðaði stöðugt skamm- byssunni á brjóstið á mér. Það var ennþá barið á hurðina og þrýst á hnappinn. Marie Augustin tók til máls: — Þessa leið, sagði hún. Einhver leiddi mig við hönd sér. Þegar ég hugsaði mig um eftir á, minntist ég þess einungis, að ég hafði reikað eins og drukkinn maður. Ég steig á mjúka gólfábreiðu og fékk ofbirtu í augun. Ég heyrði ákafa barsmíð á hurðinni og gremjuþrungnar raddir. Svo var mér ýtt ofan í mjúkan legu- bekk. Þegar ég opnaði augun aftur, varð mér það ljóst, að ég hafði misst meðvitundina andartak. Það hefir ekki getað verið meira en tíu mínútur. Ég var stirður í öllum liðamótum, þjakaður í öllum limum og kaldur sviti hafði sprottið á enni mér. En ljósið skar í augun og mér veittist örðugt að líta upp. Það var eins og þungt bjarg hvíldi á enni mér. Þegar ég þreifaði á enninu á mér, fann ég að btmdið hafði verið vandlega um það. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.