Alþýðublaðið - 12.02.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.02.1940, Blaðsíða 3
MÁNUÐAÖUR íe. F1B8. 1940. ALÞYÐUBUIÐie -----------------------■» ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓSI: F. R. VAIiDEMARSSON. ( 1 fjarveru hana: STEFÁN péturssqn. . AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSIND (Inngangur frá Hverfiígfttu). SÍMAR: 4900: Algreiftsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritetjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). AL.ÞÝÐUPRENTSMIÐJAN : * —----------------------♦ „Friðsamlegar hosBingar“. rpHOR THORS er óánasgður með það, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefir borið úr býtum við stjórnarsamvinnuna. Hannlét þessa óánægju sína í ljqs í íiangri ræðu, sem hann hélt í Varðar- féíaginu á föstudagskvöldið og birt var með feitum fyrirsögnum í Morgunblaðinu á laugardaginn. Þar er gefið í skyn, að samstarfs- fiokkar Sjálfstæðisflokksins „meti meira rangfengin forréttindi flokka sinna, en þjóðarhags- muni“. Þeir séu „svikarar" við þjóðina. Thor Thors virðist vera búinn að gleyma því, að það fyrsta, sem núverandi stjórn varð að gera, var, að veita útgerð-inni stórkostleg „forréttindi" með gengislækkun krónunnar til þess að rétta hana við eftir taprekst- ur síðustu ára. Hann virðist lika vera búiim að gleyma þeim „for- réttindum", sem stórútgerðmni liafa veríð veitt í sama tilgangi með því að gera hana raunverulega skattfrjálsa. Hann talar um, að allir verði að fórna einhverju, en minnist ekkert á það, hverju aðrar stéttir og flokkar hafa orð- ið að fóma fyrir útgerðina. 1 öllu falli nægir honum það ekki. Hann gerir kröfu til þess, að störkauþmannastéttinni sé nú tryggður aukinn gróði. Það virð- ist í dag vera aðalkrafa Sjálf- stæðisflokksins, þess flokks, sem kallar sig „flokk allra stétta þjóð- félagsins“! Thor Thors gefur það greini- lega í skyn, að Sjálfstæðisflokk- urinn muni knýja fram kosning- ar, ef kröfur hans fyrir hönd stórkaupmannastéttarinnar verða ekki uppfylltar. Hann vjrðist að vísu hafa einhverjía óljósa hug- mynd um það, að vafasamt sé, hvernig þjóðin myndi líta á sam- vinnuslit Sjálfstæðisflokksins við hina stjórnarflokkana af slikri á- stæðu. Hann talar í því sambandi um það, að „stjórnarflokkarnir efni til friðsamlegra kosninga, með þann ásetning, að halda sam- starfinu áfram“ á eftir. En hvern- ig hann ætlar að tryggja „frið- samlegar kosningar“ er öldungis óljóst, nema það sé meiningi'n að gera það með því að stimpla samstarfsflokka Sjálfstæðisflokks- ins sem „svikara“ við þjóðina, sem „meti meira rangfengin for- réttindi, en þjóðarhagsmuni"! Ef Sjálfstæðisflokkurinn telur sér það líklegt til framdráttai' pieðal þjóðarinnar að rjúfa stjórnarsamvinnuna á þeim alvarlegu tímum, sem nú eru, til þess að berjast fyrir auknum gróða stórkaupmannastéttarinnar þá mun áreiðanlega ekki standa á Alþýðuflokknum, að leggja af- stöðu sína til slíkrar sérhagsmuna- hyggju undir dóm þjóðarinnar. Útbreiðið Alþýðublaðið! Afmælissamtal við Kjartan Oi afsson múrarameistara. ------4---- '17’fÐ hinir sextugu menn * höfum lifað tvenna tímana. Á mínum ungdóms- árum voru möguleikarnir sannarlega ekki margir fyrir snauða verkarnanna-, sjó- manna- eða bændasyni. Þá var bókstaflega um ekkert annað að velja en sjóinn eða sveitavinnuna. Og ég verð að segja, því miður, að ég held jafnvel að þá hafi allur fjöld- inn af fólki verið fullt eirís ánægður og nú, vegna þess að hann þekkti ekki annað. — Engum blandast hins veg- ar hugur um það, að nú eru möguleikarnir við hvers manns dyr. Það er mikið böl, að fólkið kann ekki að not- færa sér hina miklu mögu- leika, ekki hina auknu menn- ingu, sem orðið hefir á síð- ustu þremur áratugum, og ekki hinar stórkostlegu um- bætur, sem gerðar hafa ver- ið á kjörum fólksins í land- inu upp á síðkastið.“ „En trúin á landið og gæði þess hefir aukizt geysilega frá því, sem áður var. í gamla daga leið hver dagur í sínu striti án stórra drauma eða mikilla fyr- irætlana. Nú dreymir einstak- lingana mikið og stéttirnar ekki minna, þess vegna meðal annars þessi óánægja og þessi óþolin- mæði. Það er gott að láta sig dreyma mikið og stórt og gera miklar fyrirætlanir, en það má bara ekki allt lenda í draumum og fyrirætlunum, því að ekkert fæst og ekkert á að fást nema með vinnu og starfi og aftur vinnu og starfi.“ Kjartan Ólafsson múrara- meistari, Njarðargötu 47. er sextugur 1 dag. Ég heimsótti þennan félaga minn og vin í gær og hafði tal af honum af þessu tilefni. Við þetta tækifæri hafði hann þessi ummæli, sem rituð eru hér að ofan. Kjartan Ólafsson er kunnur fjölda bæjarbúa og víða um land er hann góðkunningi þeirra, sem hlýða á útvarp. Að allra dómi kveður hann bezt og skýrast rímnalög, röddin er hrein og hljómfögur, en þannig' er og maðurinn allur. Kjartan Ólafsson er beinvaxinn og hinn liðlegasti, hár og grannur og stæltur, eins og hann hafi stund að íþróttir alla æfi. Þegar ég get þessa við hann, þá segir hann hlæjandi: ,,Það eru aðal- lega tvær íþróttir, sem ég hefi lagt stund á, og þær eru vinna og léttlyndi.“ Ég segi: — Nú verð ég að taka af þér æfiferilsskýrslu af því að þú ert sextugur. En þá vefst honum tunga um tönn. Honum finnst ótilhlýðilegt að fara að nefna allt það, sem ég spyr um, en það er ekki aðeins að Kjartan Ólafsson hafi komið mjög við sögu alþýðusamtak- anna, heldur hefir hann og haf.t mjög mikil afskipti af opinber- um málum.. Smátt og smátt dreg ég út úr honum með töng- um eftirfarandi upplýsingar: Hann er fæddur að Dísastöð- um í Flóa, sonur Ólafs bónda þar Jóhannssonar og konu hans, Katrínar Ögmimdsdóttur. Fað- ir hans var mikill aflamaður og formaður í Þorlákshöfn um fjölda mörg ár. Hann fórst og öll skipshöfn hans þegar Kjart- an var 3 ára, í mannskaðaveðr- inu 1883, sem svo mikið hefir verið skrifað um, er önnur skipshöfn bjargaðist með naum- indum með aðstoð franskrar fiskiskútu. 17 ára gamall fór Kjartan fyrst til sjóróðra og þá Kjartan Ólafsson, til Grindavíkur, en síðan stund- aði hann sjóinn á vetrum, en bústörf á sumrum. vegavinnu og steinsmíði. 1902 fluttist hann hingað til bæjarins og er stein- smíðin hætti, fór hann að stunda múraravinnu og var hann einn af. þeim fyrstu, sem fékk réttindi sem múrarameist- ári. Síðan hefir hann stundað þessa vinnu og byggt mikinn f jölda húsa hér í bænum og víð- ar. — Árið 1907 kvæntist hann Þórdísi Jónsdóttur. og hafa þau eignazt 5 börn, þar af lifa 3, öll hin mannvænlegustu. Þetta er nú æfiágrip Kjartans svona ,,prívat“, eri þar með er ekki öll sagan sögð og sérstak- lega ber hér í blaði íslenzkrar alþýðu að halda sögunni áfram. Ég spyr Kjartan því um þátt hans í sköpun íslenzkra verka- lýðssamtaka. „Það fyrsta, sem ég vann fyr- ir samtökin,“ svarar hann, „var að draga grjót á sjálfum mér í grunninn undir Báruhúsið, en þá var verið að stækka það. En eins og kunnugt er voru það fyrstu alþýðusamtökin á land- inu, Bárufélagið, sem byggðu þetta hús. — Ég var raunveru- lega jafnaðarmaður frá því fyrsta, er ég fór að hafa vit á málum, þó að fræðilega þekk- ingu skorti fyrst í stað, þá voru tilfinningarnar þeim megin. Þess vegna var ég Uka boðinn og búinn að vera með í stofnun verkamannafélagsins Dagsbrún 1906 og' síðan hefi ég verið í þeim félagsskap. Ég var í stjórn Dagsbrúnar í mörg' ár og full- trúi félagsins í enn fleiri ár á, Alþýðusambandsþingum og í Fulltrúaráði. Ég átti.líka sæti í stjórn Alþýðusambandsins í mörg ár. Þá var ég einn af stofnendum styrktarsjóðs verka manna í Dagsbrún. Formaður þessa sjóðs hefi ég verið nú í 16 ár, en áður hafði ég veiríð rit- ari hans í 7 ár. Þegar IVIúrara- félagið var stoínað 1917, var ég' kosinn í stjórn þess og átti sæti í henni, þar til félaginu var skipt 1927. Þá var ég í bæjar- stjórn í nokkur ár og átti sæti í ýmsum nefndum. Loks er ég í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og í stjórn Kvæðamannafélags- ins Iðunn. En blessaður farðu nú ekki að setja þetta allt í blaðið.“ Þetta er þur upptalning, en ég veit, að félögum Kjartans í Alþýðuflokknum er það ljóst, hve mikið samtökin eiga honum að þakka. Það sæti, sem Kjart- an skipaði í hvert sinn fyrir þau, var vel skipað. Þar var ör- uggur maður og ég man það, að Jón heitinn Baldvinsson sagði við mig einu sinni: „Ef allir væru jafn öruggir og Kjartan Ólafsson til hvaða starfs sem hann gengur, þá myndi allt ganga betur.“ Ég vissi það, að Jón Baldvinsson bar ótakmark- að traust til þessa félaga síns og starfsbróður. Kjartan Ólafs- son hefir átt til að bera þá kosti, sem ég tel að forvígismenn í al- þýðusamtökunum þurfi að hafa í serm ríkustum mæli: varfærni og þó dirfsku og áræði þegar á þarf að halda ónæmi fyrir augnabliks æsingum eða upp- hlaupum, en fasta og ákveðna skapgerð, sem stefni hægt og fast að settu marki, sem aldrei missh sjónar á því, sem að er kepþt, og fagni hverjum áfanga, sem náist, og verji það sem fæst af mikilli djörfung. Afmæliskveðja tíl Kjartans. Enn þinn skárar andans Ijár og eyðir fári kífsins, sextiu ára kempan klár kunn á bárum lífsins. Sífellt ungur andí þinn, • eyöir þungu sinni, orkuþrungin öfl ég finn enn frá tungu þinni. Biags við mál þú stillir stál, storkar hálum dómi, frelsis bál og sól í sál syngur þjálurn rómi. Berst að lýðum mæt og mild mennt um víðar álfur, en þína prýði, þrótt og snilld þú hefir smíðað sjálfur. Iðunnarféiagi. Kjartan Ólafsson átti sæti í þeirri nefnd, sem undir bjó sölu togaranna til Frakklands 1917. Við það tækifæri fengu alþýðu- samtökin í sinn hlut 117 þús- undir króna af andvirði togar- anna, sem nú eru í „Stórasjóði“ svokölluðum, en úr þeim sjóði njóta meðlimir sjómanna- og verkamannafélaganna f Reykja- vík, sem eru í Alþýðusamband- inu, styrkjar árlega. Kjartan Ólafsson hefir verið formaður stjórnar alþýðuhúss- ins Iðnó frá upphafi. Hann barðist fyrir því að Iðnó væri keypt 1924, en það var fellt og kom síðar í ljós, hvílíkt fjár- hagslegt tjón það var fyrir sam- tökin. Og' svo spyr ég Kjartan allt í einu: Hvað segirðu svo um lífið og allt það? Og hann svarar: „Þú ætlar ekki að minnast á sönginn, maður, það, sem ég hefi þó alla tíð hrærst í. Ég hefi verið í mörgum söngfélögum og svo stofnuðum við Kvæðamannafé- lagið Iðunn. Við vildum með því reyna að bjarga þjóðarverð- mætum þeim, sem við teljum að við eigum í rímna- og þjóð- lögunum. Nú hefir Iðunn nóð marki sínu. Hún hefii' nýlega afhent Þjóðminjasafninu 200 rímnalög á plötum, og ég er viss um að síðar meir verður þetta safn talið mikils virði. — Þú spyrð um lífið. Ég er enginn heimspekingur. En ég segi að- eins það, að mér finnst allt of Frk. á 4. s»u. Karl ísfeld: Mokkur orð um lelkrlta gerð og hrossakfðt. ♦ AÐ virðist svo, sem hér í bænum sé vaknaður tölu- verður áhugi á því, að endur bæta leikrit Jóhanns Sigurjóns- sonar, og má jafnvel gera ráð fyrir því, að fyrir dyrum standi að gera endurbætur á listaverk- um fleiri snillinga okkar. Þetta mál varð fyrst opinbert með útvarpsfyrirlestri Sigurðar prófessors Nordals, er hann hélt á miðvikudagskvöldið í fyrri viku. Og nú hefir Tólfbjörn tekið í Ellefubjörn og ætti því rófan að ganga, ef hún slitnar þá ekki, því að Sigurður Nor- dal hefir fengið liðsmann, sem hingað til hefir ekki þótt neinn sérlegur veifiskati á ritvellin- um, sem sé Guðbrand prófessor Jónsson, Það er hárrétt hjá Guðbrandi Jónssyni, að milli lífsskoðana okkar, hans og mín, sé allmikið djúp staðfest. Og um það efni gætum við vafalaust deilt, án þess hvorugur léti sannfærast, og gætum að lokum sagt eins og aðalsmennirnir á tímum frönsku stjórnarbyltingarinnar, þegar þeir voru sóttir að spila- borðinu, til þess að leiða þá und- ir fallöxina: „Ég slæ út, þegar við hittumst hinum megin.“ Það er að segja, ef við hittumst þar þá við hið.mikla spilaborð, sem ég leyfi mér að draga í efa, og margir fleiri telja hæpið. Annars finnst mér þýðingar- lítið að deila um trúmál. Þar held ég að seint verði hægt að komast að rökhugsaðri niður- stöðu. Það er líkt og að hugsa sér mann, sem er alla ævina að bisa við að þræða nál og upp- götvar svo að lokum, að aldrei hefir verið neitt auga á nálinni. Og þá er að snúa sér að sjálfu deiluefninu. Guðbrandur Jóns- son aðhyllist algerlega hinar listrænu endurbætur Sigurðar Nordals ó niðurlaginu á Fjalla- Eyvindi, og er nógu fróðlegt að heyra álit manns, sem sjálfur er rithöfundur, á því máli. Guð- brandur Jónsson hefir skrifað nokkrar ágætar smásögur og ritgerðir. Stíll hans er hraður og ber vott um mikið andlegt fjör. En þó er galli á gjöf Njarðar; honum hefir nefnilega alveg láðst að gæða ritverk sín hinum lystaukandi keimi af steiktu hrossakjöti, sem nú þyk- ir orðið ómissandi í skáldskapn- um. Það er að vísu ekki aðalatrið- ið í þessu máli, en sakar ekki að geta þess, að þessi nýi endir er alls ekki sýningarhæfur, eins og með hann var farið á frum- sýningu Leikfélagsins. í lok síðasta þáttar, þegar leikurinn er kominn í háspennu, og at- hygli áhorfenda er einbeitt til hins ýtrasta verður allt að 5 mínútna hlé. Kári þarf út til þess að birkja kapalinn og tek- ur sér til þess ekki skemmri tíma en taka mundi Magnús Guðbjörnsson að skjótast frá Iðnó upp í Sláturfélag Suður- lands og til baka aftur, en á meðan raular Halla meinlausa vögguvísu, sem þó ekki skilst. Þetta hlé dregur hin listrænu áhrif þessa atriðis alveg niður á jafnsléttu, Með þessum endi, sem Leik- félagið hefir nú á Fjalla-Ey- vindi, skortir gersamlega sam- ræmi í leikritið. Leikritið miðar allt að ákveðnu marki, sem sé þeirri lausn, sem er í hinni prentuðu útgáfu. Og hinn fagur- fræðilegi leiðbeinandi Leikfé- lagsins hefir ekki einu sinni ó- makað sig til þess að strika út úr leikritinu þær setningar, sem benda ákveðnast til þess niður- lags, sem ekki er haft að þessu sinni. Leikritið snýst um bar- áttuna milli ástarinnar og hung- ursins, eins og margoft hefir verið tekið fram, og krefur því einhverra úrslita í þeirri bar- áttu, en með hinu nýja niður- lagi, er í stað þessarar lausnar skotið inn nýju atriði og úr því verður leikritið um baráttuna milli hungursins og þess, sem Tómas gamli frá Aquinas kall- aði „Primum movens,“ sem kemur þarna eins og „Deus ex machina,“ sem hefir verið lagt út: „fjandinn úr sauðarleggn- um,“ en mætti eins vel leggja út: „hrosshaus í skáldskapinn.“ Þetta er því í raun og veru annað leikrit. Það er ekki einasta, að þessi endir Sigurðar Nordals og Leikfélagsins sé hálfgerður hortittur, heldur virðist það vægast sagt töluvert bíræfið ,,skáldaleyfi“ að breyta lista- verkum látinna snillinga, sem ekki hafa færi á því að bera hönd fyrir höfuð sér, Og þó að Jóhann Sigurjónsson hafi ein- hverntíma leyft að hrosshaus- inn væri sýndur, hefir hann vafalaust ekki ætlast til þess, að svo yrði eftirleiðis, annars hefði hann ekki farið að eyði- leggja hann í próförk og semja nýjan endi. Það vill svo til, að hægt er að finna hliðstæðu þessarm leiksloka. Það er „Brúðuheim- ilið“ eftir Ibsen. Það er til á því leikriti tvenns konar niðurlag, annað er þannig, að Nóra hverfur í leikslok „út í hríðina,“ en snýr við ó þrepskildinum í hinum leikslokunum. Ibsen gamli hefir ekki verið í vafá um það, hvort niðurlagið væri betra, því að hann gerði -það aðeins vegna þýzka leiksviðsins að lóta Nóru snúa við, en í norsku útgáfunum hverfur Nóra „út í hríðina“ og um leið hættir hún að vera brúðan á þessu brúðuheimili. Það er máske ekki úr vegi, að segja að lokum ofurlitla dæmisögu. Það er kunnugt, að vandlátustu og smekkvísustu rithöfundarnir skrifa verk sín upp aftur og aftur, breyta, bæta inn í og strika út, þeir, sem kunna að nota rauða blýantinn. Eitt hið fegursta listaverk, sem skrifað hefir verið á íslenzku á síðustu áratugum er „Hel“ eftir Sigurð Nordal. Gerum nú ráð fyrir því, að hann hafi, að hætti hinna vandlátu rithöf- unda skrifað nokkur uppköst að þessu listaverki, sem væru alls ólík því, sem hann ekki lét Frh. á 4. 9ÍÖ«.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.