Alþýðublaðið - 14.02.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.02.1940, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBR 1940 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRl: r. R. VALDEMARSSON 1 fjarvaru huu: stefAk pétursson. AFGREEÐSLA: ALÞÝÐUHÖSINU (Inngangur frá Hverflagötu). SlMAR: 4900: Afgrelðsla, auglýslngar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: AlþýðuprentsmiSjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN © | | i |%'S: ;; i ■;;■■{ i i AMTQK SJÓMANNA standa nú í harðri baráttu ýmist fyrir því að vernda rétt- indi, sem sjómannastéttin hefir unnið sér til handa á umliðnum árum, eða til þess að tryggja sig fyrir hættum tímanna. Það er almennt viðurkennt af þjóðinni, að ef sjómennirnir eigi ekki skilið að fá laun sín greidd, án nokkurra refja, þá eigi eng- in stétt þjóðfélagsins það skilið um þessar mundir. Það er vitað mál, að á sjómönnunum, sem afla núna fiskjarins og þeim sjómönnum, sem sigla skipun- um gegn um tundurduflasvæð- in með yfirvofandi árásarhættu yfir höfði sér, veltur öll afkoma þjóðarinnar. Það er ekki aðeins að þeir sigli skipunum, sem fiskinn flytja, heldur sigla þeir og þeim skipum, sem flytja iandbúnaðarafurðir og sækja nauðsynjarnar til landsins. Menn hafa af frásögn Al- þýðublaðsins fengið vitneskju um það, að útgerðarmenn vilja gera hlut sjómannanna minni en sanngirni telur að þeir eigi kröfu til. Útgerðai'félögin græða nú hundruð þúsunda króna, út- gerðarmenn raka saman fé. — Samt sem áður neita-útgerðar- menn að greiða sjómönnunum lifrarhlut á borð við það, sem áður hefir verið. Þar með vilja þeir brjóta viðtekna reglu. Það er vitað mál, að nú með vorinu eykst siglingahættan um allan helming, samt er vafi á því, að útgerðarmenn vilji greiða sjó- mönnum sömu áhættuþóknun og erlendir útgerðarmenn hafa látið sínum sjómönnum í té. Það er ennfremur vitað mál, að ef enginn sjómaður fengist til að sigla skipunum til erlendra hafna eða frá þeim, þá myndi bókstaflega enginn erlendur gjaldeyrir koma inn í landið. Samt sem áður gerir viðskipta- málaráðherra tilraun til að draga úr því, að sjómenn fái þann hluta kaups síns, sem þeim ber samkvæmt siglinga- lögunum, greiddan í erlendri mynt. — Vitanlega þurfa sjómennirnir að kaupa „galla“ og annan fatnað, og þó að gjaldeyrir þéirra hrykki auk þess fyrir fatnaði utan á börn- in þeirra, eða konur þeirra, þá virðist það ekki vera nema sanngjarnt, að þeir fái þann gjaldeyri, og það virðist ekki gert fyrir aðra en nokkra kaupmenn og nokkur kaupfé- lög að draga úr gjaldeyri þeirra. Það er ákaflega athyglisvert fyrir sjómannastéttina, að ekk- ert annað blað en Alþýðublaðið berst fyrir þessum hagsmunum þeirra. Morgunblaðið þegir, Vísir þegir, Tíminn þegir. Þessi blöð eru aðalmálgögn tveggja stamstu stjórnmálaflokkanna í landinu. Hvers vegna þegja þau?. Framsóknarflokkurinn hefir ekki gert neinar kröfur til þess að á hann sé litið sem verka- lýðs- eða sjómannaflokk. En Sjálfstæðisflokkurinn heldur því hins vegar fram næstum daglega, að hann sé flokkur allra stétta. Blöð hans predika það dag eftir dag. En af hverju þegja þau nú um sanngirnismál sjómanna? Ætli það komi ekki nú í ljós, eins og allt af áður undanfarna þrjá áratugi, að Sjálfstæðisflokkurinn sé flokk- ur atvinnurekenda? Það er bersýnilegt áð' minnsta kosti, að blöðum Sjálfstæðisflokksins er ekki vel við hina svonefndu ,.Sigurjónsku,“ en þannig nefna þau allar kröíur sjómannastétt- arinnar, hvort sem um er að ræða háseta, loftskeytamenn, vélstjóra eða matsveina, vegna þess, að Sigurjón, formaður Sjómannafélagsins stendur ör- uggur á verði um hagsmuni þessara stétta, bæði innan þings og utan. Sannleikurinn er sá, að þessi þögn stafar af því, að blöð Sjálf- stæðisflokksins fylgja hagsmun- um útgerðarmanna, alveg eins og þau fylgja hagsmunum at- vinnurekenda í landi og láta sér alveg á sama standa um hags- muni verkamannanna í Rvík. Það er nefnilega miklu hægara fyrir blöð Sjálfstæðisflokksins að skrifá fagurlega um sjómenn- ina og verkamennina fyrir kosn- ingar til alþingis eða í stjórnir verkalýðsfélaganna, heldur en að standa við fagurmælin 1 framkvæmd með því að halda fram hagsmunum þessara stétta, þegar þeir rekast á hagsmuni atvinnurekenda. Poul Ammendrup klæðskeri, Grettisgðtu 2, hornið við Klapp- arstfg, simi 3311. Saumar, hreins- ar og pressar. Breytir og gerir við karlmannaföt. 1. flokks vlnna. Sanngjarnt verð. Efni fyrirliggj- andi. Tek efni í saum. Kenni að sníða. Tek að sníða. Aðalheiður Þórarinsdóttir, Mið- stræti 8 B, sími 4409. Drfengjaföt, matrosföt, jakka- föt, frakkar, skíðaföt. Sparta, Laugavegi 10, sími 3094. Málmurinn i Norður-Svípjöð og leiðir hans ut í heiminn. Ef MAÐUR STENDUR á málmbryggjunni í Narvik í Noregi, þarf maður hvorki að vera stjórnmálamaður né hag- fræðingur til þess að skilja það. að þetta er þýðingarmikill stað- ur. í fyrsta skipti kom ég þang- að aprílkvöld eitt og Narvik lá blikandi í skjóli dökkra fjalla- hlíða. Að baki manns var hin gríðarstóra járnbrautarstöð með hundruðum vagna. Þeim var ekið fram á hina löngu bryggju,. fram að skipunum, sem biðu farms síns. Á fimm mínútum var hver vagn tæmd- ur, málmurinn rann með dun- um og dynkjum ofan í lestar skipanna. Og skipin fylltu lestar sínar eitt af öðru og reykinn frá reykháfum þeirra lagði beint upp í loftið. Og eitt af öðru lögðu skipin af stað með sænska málminn út eftir fh'ðinum — með fána allra þjóði við hún. Einn farmurinn átti ef til vill að fara til bifreiðaverksmiðju í Frakklandi, annar til skipa- smíðastöðva í Englandi, þriðji til þess að smíða úr fallbyssur í Þýzkalandi •— vegir málmsins eru órannsakanlegir. Ef til vill hefir átt að smíða fallbyssur úr þeim öllum. Ög einn góðanJi/eð- urdag er þéim stefriÚ hverri gegn annarri, fallbyssunum, sem steyptar eu úr sama málmi úr sömu námu. Og ef til vill verður einhvern tíma sænsku stáli beitt gegn sænsku stáli — það er hin ömurlegasta örlaga- glettni. Frá sænsku námunum í Kiru- na eru sendar árlega 7 millj. tonna af járni frá norsku borg- inni Narvik, sem hefir vaxið og dafnað vegna málmsins. Ég hefi hitt mann, sem ekki er orðinn gráhærður ennþá, pg þegar hann kom til Narvik sem dreng- ur, var allt þorpið ekki meira en 4 hús. Nú eru þar 12 þús. íbúar. Flest húsin eru úr timbri, og þar getur maður séð gamal- dags skrifstofur með háum skrifborðum, sem staðið er við. 'Þar eru legubekkir klæddir VROVANimt /;/>///, $W</ÁWt KÖRT AF FINNLANDI OG NORÐUR-SVÍÞJÓÐ. Ofarlega á myndinni, lengst til vinstri sést norska hafnarborg- in Narvik, yestur við Atlantshaf. Hér um bil á miðri myndinni, lítið eitt þo til vínstri, sest einnig sænska hafnarborgin Luleá við Helsingjabotn. Þetta eru aðalútflutningshafnir norður-sænska málmsins. vaxdúk og myndir af skipum eins og lýst er í bókum Ham- suns. Styzta leið frá Narvik suður á bóginn er með Ofotlestinni, sem gengur- til Svíþjóðar. Mörg- um sinnum hefi ég ferðast með þessari nyrztu jámbrautarlest í heiminum og í hvert skipti er | eins og nýr andblær strjúki um | mann. Landamærasvæðið er ( hrjóstrugt eins og Engraland, og það lítur út eins og berserkir ( hafi barizt þar í jötunmóði, , varpað Grettistökum milli sín og því næst yfirgefið staðinn. Lest- ¥ EFTIRFARANDI grein iýsir rithöfundurinn Bodil Bech norðursænska málminum, sem síðustu mán- uði hefir verið mikið um talaður í heiminum. in hverfur inn í göng og kemur út úr göngum, það brakar, brestur og gnestur eins og öll hlið helvítis lirökkvi upp á gátt. Maður gægist fram af hirain- háum björgum og sér örlítil hús við fjarðarmynnin. $vo horfir maður upp til himingnæfandi tinda og hugsar: —- Hvað skeð ur, ef þessir slútandi klettar hrynja yfir okkur? En þegai maður er kominn yfir landa- mærin, víkkar útsýnið. Þar eru stór víðerni með litlum birki skógum og safírbláum vÖtnum. Frá því stóri jökullinn hvarf er Lappland grænt á sumrin, fag- urgult á haustin og hvítt á vetr um. Og hér og þar sjást Lapp- arnir í rauðu fötunum sínum, sem bera við snjóinn eins og blóð. En þegar málmurinn fannst, kom nýr litur yfir Lappland. Svartgrái liturinn. Og dökkklæddir menn dreifð- ust út um víðernin og blönduð- ust saman við hina rauðklæddu Lappa. Hið rauða og grásvarta Lappland varð eins og tvéir heimar, sem runnu saman, en gátu þó aldrei samsamast. Það var Lappi, sem fann málminn í Kiruna. En orðið Kiruna er komið af finnska orð- inu Kerun, sem þýðir fjalla- rjúpa. Eins og oft hendir Lappa. sat hann uppi í fjalli og horfði út yfir láglendið og. gætti að hreindýrum sínum, sem voru á beit. Allt í einu fór hann að krafsa í lyngið við hliðina á sér, og sá þá að jarðvegurinn var rauður þar sem regnið hafði . dropið um hann. Þetta var i byrjun 18. aldar. Og menn fóro' með haka sina upp í fjallið og hjuggu upp málminn ög létu' hréindýrin draga hann búrtú' En það var ekki fyrr en járn- brautin var lögð um Lappland,. sem byrjað var á námugreftrin- um fyrir alyöru. Jámbrautin milli Gállivaara og Luleá var. fullbyggð árið 1888 og járn- brautin til Narvik var fullbyggð árið 1902. Það voru hinir gömlu, . harðgerðu lausamenn (Ra,llare), sem lögðu jámbrautina yfir víðernin. - í blaðinu „Norbotten; Kuri- ren“ stóð daginn eftir að fyrsta málmsendingin var flutfc, að lestin hafi talið 40 vagna, með Frh. á 4. si&a.. Unnur B. Bjarklinds OunnlrtOur Jónsdéttlr. ——------- ‘C' YRIR þeim, sem fer að skoða listasafn Ásmiundar Sveins-. sonar myndhöggvara, opnar fög- ur kona og fönguleg húsdyrnar, fylgir honum í myndasalinn og skýrir allt af alúð og góðri greind. Gesturinn fínnur, að þessi höfðínglega kona veit miklu meira en venjulegur safnvörður um listaverkin, sem hún er að sýna — og honum verður star- sýnt á hana vegna gjörfuleika hennar og gáfnaelds. Hún er fríð á \ranga, dökk á brún og brá og vel á sig komin. Það er sem lífskraftur og andans eld- Ur myndi vafurloga umhverfis hana. Af öllu því, sem ókunnur maður sér innan veggja þessa listahúss, er hún máske hið ó- grleymanlegasta. Og það er sem nærvera hennar hafi gefið hinum hvítu myndum, er hún sýndi, „lá og litu“. Höndin, sem benti, geymist í minni, fögur og sterk í senn; — röddin, sem skýrði frá, heldur áfram að tala, þrung- in áhuga og fjöri, þó aö hún hafi oftast talað lágt, sem í kirkju, þar inni í myndasalnum. Konan h»fir fylgt jfgistinum til dyra og k-vatt. En mynd hennar og mál- rómur fylgja honum eins lengi Og listaverldn í húsinu, sem hann hefir nú heimsótt og horfið frá. Hver var þessi kona? Það skal ég segja öllum, sem undrast og dást að henni og vita ekki hver hún er: Þessi kona er frú Gunnfríður Jónsdóttir, eig- ínkona Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Óg þeim. sem er með öllu ó- kunnur, skal ég segja meira: Hún hefír sjálf mótað sumt af mynd- unum innan veggja listasafnsins. T. d. brjóstlíkön manns og konu, er standa saman við fremri stafn myndasalarins. Gestinum verður máske starsýnt á þessi höfðing- legu hjón. Mynd þeirra er ekki sköpuð af neinum vissum „lista- skóla“. Ást og virðing góðrar dóttur, sem átti svo haga hönd, að hún gat greypt tiginn svip for- eldra sinna í kaldan leirinn og gefíð hontim listarinnar (líf — hefir skapað þessar aðdáanlegu rnyndir. Og hin fagra og þroska- rika konuhönd, sem sést mótuð skammt þar frá, er möðurhönd, hönd konUnnar, sem með óbifan- legri Jgstti og ró mætir augum gestsins við hlið manns síns, sköþtið af sinni eigíri dótíur. ‘Frú Gunnfríður hefir mótað sérstak- lega hönd móður sinnar — og það ekki að ástæðulausu. Inr.an við fremsta gluggann stendur líkan ungrar stúlku, litið að stærð en stórt að lífí. Þú get- ur hugsað þér hana nýkomna af sundi — eða máske er hún að hugsa um að steypa sér í feumar- bláan Skerjafjörðmn. Hún býr yf- ir gleði æskunnar og frelsi, þar sem hún stendúr, lýtalaus og björt á svip, og hallast undurlítið og yndismjúkt út í aðra mjöðm- ina. Þetta fagra stúlltu-líkan er einnig verk frú 'Gunufríðar. Nú vita fáir, að þessi unga „stúlka í steininum" er til. En hver veit, nema hún eigi eftir að prýða ein- hvern skemtigarð framtíðaTinnar í fullri stærð? Og einhvers staðar í listasafninu er „Nílárdrengur- inn“ fagri, sem opnaði frú Gunn- fríði dyr Listaháskólans í Kaup- mannahöfn. Annars get ég frætt gestina á því, að frú Gunnfríður hefir haft mörgu öðru að sinna um dagana en að móta myndir. Hún er f>rr- irmyndar eiginkonan, sem hefir fylgt listamanni sem hans góði engill frá því að þau fyrst sáust oa kynntust, — verndarvættur heimilisins, er lætur öll störf jafn v«l. Konan, sem saumar, matreiðir og þvær með eigin höndum leirinn og vatnið upp af gólfi starfsskálans, þegar maður hennar mótar, og hraðar sér til dyra, þegar hringt er, svo að hann fái að vinna i friði. Hún er jafn Ijómandi fögur, höfðing- leg og hress í bragði, þegar hún kemur til ayra, þó að fætur hennar séu dofnir af gólfkuldan- fcm í vinnustofu þeirra hjónanna. Því að enn er húsið þeirra ekki fullgert, og neðstu gólfin Ukust freðinni jörð í vetrarfrostum. Og í vetur eru kolin dýr. En hverf- um frá því. Frú Gunnfriði er ekki um. vol og víl, og hún hefir mikla reynslu að baki sér: /Öll árin þeirra Ásmundar erlendis. 1 lista- mannahverfi Parísarborgar er ekki allt til alls hjá öllum. Það vita þeir, sem þar hafa búið ár- um saman. Og þeir, sem þekkja !frú Gunnfríði bezt, vita, að hún býr yfir þeim krafti sálar og lík- ama, sem aðeins örfáar konur búa yfír og bera gæfu til að fara með, jafn vel sem hún. Um hana mætti segja svipað og Har- aldur konungur Sigurðarson komst að orði um Gissur biskup, er hann sagöi, að úr mætti 'gera þrjá menn: víkingahöfðingja, konung eða biskup, og væri hann til alls þessa vel fallinn. Or frú Gunnfríði mcetti gera margar miklar komrr, svo vaí er hún úr garði gerð frá náttúrunnar hendi. Eu aðrir þurfa ekki að vera að bollaleggja neitt um þetta. Frís Gunnfríður hefir sjálf gert úr sér margar ágætiskonur: afbragðs- dóttur, fágæta eiginkonu, glæsi- lega húsmóður og listakoiiu, sem hefir sýnt hvað í henni býr og hverju hún fær áorkað, þegar hún snýst að því. Slíkar sálir finnsi mamii að eigi auðlegð máttar og hæfileika til ótal amiara tílvista, er þasr hverfa héðan. Frú Gumifriður Jónsdöttir er ættuð úr umhverfi hins foma biskupsseturs, Hóla í Hjaltadal. Þar dvöldu frá upphafi stólsins ýmsir ágætir menntamenn, er- lendir. Ég hefi stundiun sagt við hana, að hún hljóti að vera kom- in af frönskum klerlcum í ættir fram. Svo sunnrænt er útlit henn- ar og viðmót. í París datt eng- um annað í hug en að hún væri ein af dætrnm Frakklands. „Þú ert sjálfsagt afkomandi hans séra Rikkina, sem kenndi söng og versagjörð á Hólum á dögunr Jóns biskups helga,“ segi ég. Er, frú Gunnfriður kastar fjörlega til höfði og hlær , svo mð skín i mjallhvitar tennurnar — og hefit aldrei verið likari „frankismanni" en þá. En hvað sem ætteminu tiöur, þá er það lítill, íslenzkur bónda- Frh. á 4. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.