Tíminn - 16.01.1963, Blaðsíða 7
irraa
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarmn
Þó<rarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson, Auglýs-
mgastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-
húsinu Aígreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka
stræti 7. Símar: 18300—18305 - Auglýsingasírjii: 19523 Af-
greiðslusimi 12323. - Askriftargjald kr 65.00 á niánuði innan.
lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. —
Þegar draugurinn
varð forsætisráðherra
Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, vakti eitt at-
hygli. Forsætisráðherrann hafði ekkert ráðuneyti. Hann
var aðeins fundarstjóri á ráðherrafundum.
Þegar menn létu í ljós undrun sína yfir þessu, höfðu
Sjálfstæðismenn ýmsir svör á reiðum höndum: „Ólafur
ætlar eingÖngu að helga starf sitt efnahagsmálum —
dýrtíðarmálunum, eins og þau hafa oft verið kölluð. Nú
ætlar hann að stöðva dýrtíðina fyrir fullt og allt“.
Flestum fannst það ekki vonum seinna að Ólafur ynni
þetta verk. — Og allir, sem til þekktu, voru sammála um
að engum væri jafn skylt og Ól^fi að stöðva dýrtíðar-
drauginn á göngu sinni. Það var eins og landsmenn muna,
Ólafur, sem í samstarfi við kommúnista magnaði dýrtíð-
ina um 89 stig á örstuttum tíma 1942. Hann var þá gleið-
gosalegur, jafnvel umfram venju, er hann sagði þjóðinni,
að dýrtíðin væri aðeins til bóta, hún dreifði stríðsgróð-
anum, en hana væri hægt að stöðva með einu penna-
striki hvenær sem maður vildi.
Og dýrtíðin hefir haldið sína leið, án þess, að það verði
hér rakið. Aðeins skal vakin athygli a því, að í stjórnar-
tíð nýsköpunarstjórnar Ólafs frá 1944—’46 jókst hún
svo ört, að hún sligaði bátaútveginn og var það eitt síð-
astá'.yerk nýsköpunarstjórnarinnar, að taka ríkisábyrgð
á bátaútveginum. Sjálfstæðismenn mnleiddu þar með
uppbótarkerfið, sem þeir eru alltaf að eigna öðrum.
En nú ætlaði Ólafur að láta til skarar skríða, lagði frá
sér öll verkefni í ríkisstjórn til þess að helga sig þessu
eina, að ráða niðurlögum dýrtíðarinnar.
Og svo kom „viðreisnin“ og Ólafur tilkynnti í boðskap
sínum til þjóðarinnar, að nú gætu menn treyst því, að
þeir myndu á næstunni búa við „stöðugt verðlag". Og
þjóðin beið. Gaf þessari ríkisstjórn vinnufrið í 2 ár án
kauphækkana. Ríkisstjórnin fékk vinnufrið til að gera
allt sem hún taldi nauðsynlegt. — En í stað stöðugs
verðlags, sem Ólafur lofaði hátíðlega hefir þjóðin fundið
óðaverðbólgu æða yfir landið — og daglega rís hún
hærrá og hærra. — Loksins er öllum þetta svo auðsætl
að neitun á staðreyndum er orðin hlægileg
Þá loks játa sökudólgarnir: „Meginverkefnið, er enn
sem fyrr að revna að stöðva verðbólguna“, segir Bjarni.
Það er reisn yfir þessari setningu! Og svo kemur Ólafur
um áramótin og segist nú ætla að segja satt, en meðgenp
ur þó ekkert nema það, seln Bjarni var búinn að með-
ganga og allir vita, — að mistekizt hafði með öllu að
sröðva dýrtíðina — og ef það ekki takist, sé háski á ferð-
um. Svo geti farið að allur árangur viðreisnarinnar verði
að engu! — Þetta meðgengur Ólafur.
Þetta hefðu einhvern tíma þótt tíðindi. Ólafur legg-
ur frá sér öll verkefni í ríkisstjórmnni önnur en þetta
eitt: Hann skorar dýrtíðardrauginn á hólm. Hann til-
kvnnir þjóðinni fall hans. — En svo kemur þessi samj
Ólafur nú um áramótin meg gleíðgosabrag og tilkynnir:
Draugurinn er lifandi. aldrei magnaðri. Mér mistókst að
kveða hann niður. — En til hvers situr Ólafur í ráð
herrastólnum? Hvaða verkefni hel’ir hann þar‘) Ekk’
stjórn dýrtíðarmálanna þvi þau hef’ir dýrtiðardraugur
inn tekið af honum, eins og öll pjóöin vissi — og bæði
Bjarni og Ólafur hafa nú loks meðgengið.
Skilur Ólafur það ekki. að það er ekki hann, heldur
dýrtíðardraugurinn. sem Ólafur að visu sjálfur vakti upp
sem nú situr í forsætisráðherrastólnum og stjórnar mnð
miklum myndugleik efnahagsmálum þjóðarinnar
Dýrtíðardraugurinn er orðinn forsætisráðherra.
ÞÚRARINN ÞÚRARINSSON:
Þættir um EBE II.
Á að taka upp einangrunar-
stefnu í utanríkisverzluninni?
Hver er reynslan af einhliða viðskiptum við Vestur-Evrópu?
Af hálfu .þeirria, sem vilja að
ísland gangi j Efnahagsbanda-
lag Evrópu, annaðhvort sem
fullur aðili eða aukaaðili, hef-
ur talsvert verfð gert að því
að kalla okkur, sem erum and-
vígir því, einangrunarsinna.
Við viljum ekki auka samskipti
og samvinnu við önnur lönd.
Þetta er sprottð af miklum
missskilningi. Meginástæða a.
m.k. margra okkar, sem eru
andvígir aðild að EBE, byggist
einmitt fyrst og frernst á því, að
við erum ekki einangrunarsinn-
ar. Við teljum það hættulegt af-
komu þjóðarinnar að binda ut-
anríkisverzlun hennar of mikið
við takmarkað svæði jarðarinnar
þar sem aðeins um 1/12 hluti
mannkynsins býr. Vjð teljum
batnandi afkomu ísleudinga
biyggjast á því, ag við leitum við
skipta sem víðast og eigum ör-
ugga markaði víðar en í V.-Evr-
ópu. Við teljum reynslu þjóðar-
innar sanna þetta.
95%
Sú var tíðin, að svo að segja
öll viðskipti íslendinga — öll
verzlunarviðskipti þeirra — voru
við Vestur-Evrópu. Það eru el^ki
nema 30 ár síðan Ef við lítum á
verzlunarskýrslur fyrir árin
1930, 1931, 1932 og 1933 sjáum
við að um 95% af öllum útflutn-
mi.ii ítu vrRio? ,, ,,
mgsvorum okkar voru seldar tU
Vestur-Evrópu Aðeins 5% voru
seldar annað, sum árin ekki einu
sinni svo mikið.
Hvernig gáfust okkur svo
þessi einhliða viðskipti við Vest-
ur-Evrópu? í stuttu máli sagt, þá
gafst okkur þag ekki vel ag
byggja einhliga á mörkugum i
Vestur-Evrópu. Vió bjuggum
ekki við hagstæð verzlunarkjör
Landsmönnum varð það í vax-
andi mæli ljóst, að það væri þjóð
inni óhagstætt að einangra við-
skiptin við Vestur-Evrópu.
Tímamótaárið 1934
Það er ekki ofsagt, að árið
1934 marki eins konar tímamót
í þessum efnum. Þá kom fyrn
vinstri stjórnin til valda, stjórn
Framsóknarflokksins og Alþýðu-
flokksins. Það var eitt af mark-
miðum hennar að bæta lífskjör
þjóðarinnar :neð því m.a. að afla
útflutningsvörum okkar markaða
víðar en í Vestur-Evrópu. Því
voru lögin um Fiskimálanefnd
sett. Á grundvelli þeirra var m.a
hafizt handa um byggingu hrað-
frystihúsa og skreiðarfram-
leiðslu. Nýrra markaða var leit-
að víða um lönd. Árangurinn
varð m.a. sá, að strax á árinu
1939 seldum við til Bandaríkj-
anna 12% af útflutningsvörum
okkar.
Grundvöllur hinnar
góðu afkomu
Hér er ekki rúm til að rekja
þá þróun, erileiddi af því braut-
tyðjandastarfi vmstri stjórnar-
innar fyrri að aíla íslandi (mark-
aða utan Vestur-Evrópu í stuttu
máli sést sá árangur bezt í
eftirfarandi tölum: Á árunum
1958—59 fóru 16% af útflutn
ingi okkar til Bandaríkjanna og
annarra dollaralanda, rúm 4%
útflutningsins fóru til Afríku og
um 35% til Austur-Evrópu. Með
öðrum orðum: Um 55% af út-
flutningi okkar fór til landa ut-
an Vestur-Evrópu.
Á þessum tíma, þ.e. frá því á
árunum 1930—33 og þangað til á
árunum 1958—59, urðu alger um
skipti á afkomu þjóðarinnar.
Lífs-kjörin gerbreytust til batn-
aðar á þessum tíma. Margar á-
stæður komu þar vitanlega til
greina. Ein hin veigamesta er
vissulega sú, að okkur tókst á
þessum tíma að afla okkur mark-
aða miklu víðar en áður. Þetta
skapaði möguleika fyrir aukna
framleiðslu og hærra verð. Þetta
gerði okkur miklu óháðari duttl-
ungum markaðar á takmörkuðu
svæði.
Á að hverfta til garnla
tímans aftur?
Sú reynsla, sem við höfum öðl-
azt síðan 1934 og rakin er hér að
framan, ætti vissulega að hafa
kennt okkur, að við eigum ekki
að fylgja einangrunarstefnu í út-
flutningsverzluninni — þ.e. ekki
að einangra eða binda útflutn-
ingsverzlunina ag mestu eða öllu
við einhvern takmarkaðan lítinn
hluta heimsins Við eigum að
keppa að því að hafa sem frjáls-
astar hendur og markaði sem
allra víðast.
Þrátt fyrir þessa reynslu, eru
nú uppi háværar*raddir um, að
við eigum að hverfa aftur lil
hinnar gömlu stefnu, þ.e. að
binda viðskipti okkar sem allra
mest við Vestur-Evrópu, eins og
við gerðum fyrir 1934. Það yrði
óhjákvæmileg afleiðing þess, ef
ísland gerðist aðili eða aukaað-
ili EBE.
Afiéiðing fríverzlunar
bandalaigs
í skýrslu þeirri, sem Gylfi Þ
Gíslason viöskiptamálaráðherra
flutti á Alþingi nýlega, upplýsti
hann að grundvallaratriði auka
aðildarsamningsins værj tolla-
bandalag eða fríverzlunarbanda-
lag við EBÉ, en þetta hvort
Iveggja pýðir afnám allra tolla-
og innflutningshafta milli ís-
lands og landanna í EBE.
Þetta inyndi leiða tii þess i
fyrsta lagi, samkvæmt athugun,
sem gerð var 1960, að iðnfyrir-
tæki í Reykjavík, sem veita nú
sennilega um 5000 manns at-
vinnu (4200 manns 1957) stæðu
mjög höllum fæti, þar sem þau
misstu alla tollvernd gegn vör-
um frá löndum EBE.
í öðru lagi myndi þetta þýða
það, að landbúnaðurinn gæti á
vissum sviðum hlotið erfiða
samkeppni.
í þriðja lagi þýðir þetta, svo
að notuð séu orð sjálfs viðskipta
málaráðherrans:
„Ef innflutningshöft væru al
gerlega afnumin, væri hætt við,
að viðskipti við jafnkeypislönd-
in legðust að' mestu niður.-‘
Jafnkeypislöndin kaupa í dag
20-^30% af útflutningsvörum
okkar. Samkvæmt upplýsingum
viðskiptamálaráðherra, mynd-
um við glata þessum mörkuðum,
ef við gerðum tollabandalag eða
fríverzlunarbandalag við EBE,
án minnstu tryggingar fyrir
því, að vig fengum í staðinn
markað fyrir þessar vörur í
Vestur-Evrópu.
Viðskiptin við Baudaríkin
Viðskiptin við Bandaríkin geta
líka orðið í mikilli hættu, ef við
gerum tolla- eða fríverzlunar-
bandalag við EBE.
Enn er nefnilega alveg ósýnt,
hvernig samningum milli EBE
og Bandaríkjanna reiðir af. Ef
stefna Bandaríkjanna verður
ofan á, og tollar hverfa að
mestu milli Bandaríkjanna og
EBE og hinn vestræni heimur
verður ag mestu ein viðskipta-
heild, þyrfti tolla- og viðskipta-
bandalag íslands við EBE ekki
að spilla fyrir viðskiptum okk-
ar við Bandaríkin, en þá væri
líka fallnar niður allar forsend-
ur fyrir því, að vig þyrftum að
gera sJíkt bandalag. Ef stefna
de Gaulle verður hins vegar ofan
á, eins og alveg eins eru horfur
á, og bandarískar landbúnaðar-
vörur verða hátollaðar í löndum
EBE, er alveg eins líklegt að
Bandarikin svari með gagnkvæm
um tolli, sem vel gæti lent á
íslenzkum vörum, ef ísland væri
þá komið í tollabandalag eða frí
verzlunarbandalag við EBE. Eins
og málin standa í dag,. gæti því
tolla- og fríverzlunarbandalag
við EBE stefnt viðskiptum okk-
ar við Bandaríkin í mikla hættu.
11/12 lilutar mannkynsins
Af því, sem hér er rakið,
er það alveg Ijóst, að full að-
ild eða aukaaðild að EBE gæti
stórspillt fyrir viðskiptum okkar
við lönd utan Vestur-Evrópu og
viðskipti okkar yrðu því einangr
uð eða bundin við hana á nýjan
leik.
Fyrri reynsla okkar bendir
vissulega til þess, að slíkt sé allt
annað en æskilegt. Og þó er
hættan enn augljósari, ef við
reynum að gera okkur grein
fyrir þróuninni í framtíðinni.
Utan Vestur-Evrópu búa 11/12
hlutar mannkynsins eða rösklega
það. Miklar og stórstígar fram-
farir munu verða á næstu ára-
tugum hjá þessum mikla meiri-
hluta mannkynsins. Þar munu
ekki sízt opnast nýjir markaðir
fyrir hin góðu matvæli, sem ís-
lendingar eiga að geta fram-
leitt. Það væri því'hin hrópleg-
asta heimska, ef við ættum, þeg-
ar slík þróun blasir íramundan,
að einangra viðskipti okkar við
Vestur-Evrópu.
Viðskiptin vi'ð Vestur-Evrópu
Enginn má taka þessi orð min
svo, að ég vilji ekki vðhalda á-
fram viðskiptunum við Vestur-
Evrópu. Þau ber vissulega að
treysta innan eðlilegra takmarka,
En þessi viðskipti eigum við
að geta tryggt með venjulegum
tolla -og viðskiptasamningi. Eg
hef líka fulla trú á því, að slík-
ur samningur náist. En náist
hann ekki, sem ég tel ákaflega
ótrúlegt, verður að taka því —
Fyrir afnám tollanna hjá EBE
getum við ekki teflt í hættu
hinum stóru nýju mörkuðum
sem við höfum unnig á undan-
förnum árum. og horfið aftur að
einangrunarstefnu i utanríkis-
verzluninm, sem tvímæialaust
fylgdi miklu meiri skerðing á
lífskjörum þjóðarinnar en hljót
ast myndi af tollum EBE.
írm
T f M I N N, miðvikudagur 16. janúar 1963.
/