Tíminn - 16.01.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.01.1963, Blaðsíða 8
Meira unnið fyrir láns- nokkru sinni fyrr Tímanum hefur borizt yfir- lit yfir vega- og brúafram- kvæmdir 1962 frá vegamála- stjóra. Þar segir að til nýbygg- inga þjóðvega á árinu hafi ver- ið varið 66 milljónum króna. Lánsfé til vegagerðar frá hreppa- og sýslufélögum varð sjö milljónum króna meira en undanfarin ár. Skýringin á þessu aukna fé til vegagerðar | er sú, að árið 1962 var meira unnið fyrir lánsfé en nokkru sinni áður. Ríkið hefur nú í fyrsta sinn tekið lán til vega- gerðar, þar sem er bygging hins nýja Keflavíkurvegar. Þá hafa héruðin séð sig tilneydd til að taka lán til vegagerðar vegna öngþveitis í þessum málum. Það er því af þessum ástæð- um, sem unnið var meir að vegagerð árið 1962 en áður. Hér fer á eftir skýrsla vega' málastjóra. Framkvæmdir við vega- og brúagerð á s.l. ári voru með meira móti miðað við undanfarin ár. VEGAFRAMKVÆMDIR Unnið var við nýbyggingar þjóð- vega í alls um 105 vegum og á yf- irliti á fski. I er sýnt hvernig fram kv. skiptust eftir kjördæmum. Á yf irlitinu sést, að akfærir vegir lengd ust um 80,8 km, endurbyggðir voru um 139,4 km, sem áður voru ruddir vegir og 93,7 km voru und- irbyggðir en bíða malarburðar og við'a ræsagerðar til þess að þeir geti talizt fullgerðir vegir. Af merkustu áföngunum sem náðst hafa á árinu má telja, að akfært var nú í Ögur við ísafjarð- ardjúp, lokið vegagerð milli Hofs- óss og Haganesvíkur, akfært varð milli Stöðvarfjarðar og Breiðdals- víkur. Akfær ruðningsvegur var gerður frá Þingvöllum um Gjá- bakka i Laugardal' og er nú akfært þá leið að Geysi. Þá náðist sá áfangi, að fyrsti hlutinn af Aust- urvegi um Þrengsli varð akfær fyrir vetrarumferð, og hefur sá vegarkafli þegar komið að góðum notum. Síðast en ekki sízt er þess að geta, að unnið var óslitið að und- nbyggingu hins nýja Keflavíkur- vegar á árinu, og steypt slitlag á 3,7 km. kafla ofan við Hafnar- fjörð og var sá kafli tekinn í notk- un í byrjun desember. Um síðast- liðin áramót var lokið undirbygg- ingu á 8,3 km, sem tilbúnir eru undir steypt slitlag og unnið að undirbyggingu á 9 km til viðbót- ar, sem tilbúnir verða undir steypt slitlag í sumar. Með opnun fyrsta steypta veg- arkaflans á Reykjanesbraut, er í fyrsta skipti síðan 1940 tekinn í notkun kafli á þjóðvegi með var- anlegu slitlagi, og má segja að tími hafi verið til þess kominn þeg- ar hugleitt er, að frá 1940 til 1962 hefur bílakostur landsmanna tí- faldazt. Til nýbygginga þjóðvega hefur á árinu alls verið varið um 66 millj. kr. og þar af um 31 millj. ki. í framkvæmdir við Reykjanes braut. Framboð af lánsfé til veg- argerðar frá hreppa- og sýslufélög um varð um 7 millj. kr. meira á s.l. ári en undanfarin ár, og hef- ur það átt mikinn þátt í að auka framkvæmdir á árinu. BRÚAGERÐIR Byggðar voru á árinu alls 44 brýr, sem eru samtals 878 m að lengd. Af þessum brúm voru 23 smábrýr, þ.e. brýr 4—10 m lang- ar, en 21 brú stærri en 10 m. Á fskj. II er sýnt hvernig brýr þess- ar skiptast milli landshluta og vegaflokka. Af þessum 44 brúm voru 9’ brýr samtals 333 m að lengd, endur- bygging gamalla brúa. Stærstu brýrnar, sem byggðar voru eru ó Fjallsá á Breiðamerkursandi 138 m löng, Klifandi í Mýrdal 104 m löng, Gljúfurá í Borgarfirði 63 m löng og brú á Blöndu hjá Blönduósi 69 m löng. Sú síðast- nefnda er ekki fullgerð, þar sem aðeins hefur verið lokið við bygg- ingu annarrar akbrautar af tveim- ur. Áætlaður kostnaður við þess- ar brúarframkvæmdir eru 28,5 millj. kr. Af þessari upphæð er 13,5 millj. kr. framlag brúasjóðs, sem hefur 19 aura tekjur af hverj- um lítra af benzínskatti, en um 15 millj. kr. eru fjárveitingar í fjár- lögum og lánsfé sem lagt hefur verið fram af einstökum hrepps- félögum til bráðabirgða. Óbrúuðum ám á þjóðvegum fer nú óðum fækkandi, en þörfin á aö endurbyggja gamlar brýr vex ört með aukinni umferð, og sér- staklega vegna stækkunar öku- tækja. Á s.l. hausti voru gerðar lítils háttar tilraunir með slitlag úr olíu borinni möl á tveim vegarköflum í nágrenni Reykjavíkur, en of snemmt er að draga nokkrar ályktanir af þeim tilraunum enn sem komið er. Haldið var áfram uppsetningu umferðarmerkja skv. umferðarlög- unum frá 1958, Alls voru sett upp 325 ný umferðarmerki. Merktir voru nokkrir fjölfarnir vegir í Árnessýslu, Norðurlandsvegur austan Eyjafjarðar til Grímsstaða á Fjöllum og á leiðinni til Húsa- víkur og á Austurlandsvegi frá Grímsstöðum til Norð'fjarðar og á nokkrum vegum í nágrenni Egils- staða./ Gert er ráð fyrir að halda áfram merkingu vega á næsta ári norðan- lands og einkum á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Sigurður Jóhannsson. Evrópuráðið vinnur uð samræmingu / lyfjasölu Ráðgjafarþing Evrópuráðsins heldur fund í Strasbourg 14.—18. janúar. Er þetta þriðji hluti 14. þings ráðsins. Meðal mála á dag- skrá er steína Evrópuráðsins og efnahagssamvinna í álfunni. Fram sögumenn um þessi mál eru Pfl- imlin, fyirverandi forsætisráð- herra Frakka, og hollenzki þing- maðurinn Vos. Ýmis önnur mál eru á dagskrá, t. d. stofnun evrópskra friðarsveita Hefur að undanförnu verið rætt um stofn- urvslíkra sveita að bandarískri fyr irmynd, og er til þess ætlazt, að þær verði síðan sendar til þróun- arlanda. — Enginn íslenzkur full- trúi mun sækja fundi ráðgjafar- þingsins að þessu sinrií Upplýsingadeild Evrópuráðsins hefur tilkynnt, að ráðið muni á næstunni, sennilega í marzmán- uði veita allmarga styrkj til fólks, sem starfar að opinberum félags- málum. Yfirvöld í aðildarríkjum ráðsins hafa milligöngu varðandi umsóknir um styrki þessa. Tilgang ur Evrópuráðsins með styrkjunum er að veita fólki, sem starfar að heilbrigðismálum og hvers konar öðrum félagsmálum, tækifæri til namsdvalar utan heimalands síns. Innan Evrópuráðsins hefur um starf Evrópuríkja um lyfsölu. Hef- ur athyglin beinzt mjög að þess- um málum, eftir að kunnugt varð um thalidomide börnin, sem fæðzt hafa í ýmsum löndum í Evrópu. Evrópuráðið vinnur nú að því, að komið sé í veg fyrir, að sum lyf séu seld gegn lyfseðli í einu ríki en hverjum sem hafa vill í öðru. Jafnframt hefur verið mælt með l áðstöfunum til að flýta fyrir dreif ingu upplýsinga um lyf landa i inilli. Unnið er að samningu evrópskrar lyfjaskrár. Evrópuráð- ið hefur gert tillögur um ýmsar aðrar ráðstafanir, sem miða að samræmingu reglna um lyf og að auknu eftirliti Tillögur þessar Jundirbúnar á vegum ráðsins af nefndum sem í eru fulltrúar frá sjö af aðildarríkjum þess, en öðrum rikjum, þ. á. m. íslandi, hefur verið gefinn kostur á að eiga hlut að starfi af þessu tagi. Fyrir skömmu var haldinn í Par- , ís fundur, þar sem sérfræðingar 1 i æskulýðsmálum og sérfræðingar á sviði tæknihjálpar ræddu, á hvern hátt mætti auka aðstoð við þróunarlönd með atbeina æsku- ; iýðssamtaka Fundur þess; var haldinn á vegum Evrópuráðsins og Efnahags- og framfarastofnun- ; arinnar (OECD) sameiginlega. skeið verið unnið að undirbúningi j Var til hans efnt, þar sem mikill ýmissa ráðstafana, sem varða sam- ahugi hefur að undanförnu verið fyrir því, að Evrópuríkin efni til svipaðrar starfsemi og gert hefur verið í Bandaríkjunum með hin- um svonefndu friðarsveitum. í þeim er ungt fólk, sem vinna vill í þróunarlöndum um skeið, er það hefur hlotið í heimalandi sínu menntun, sém talin er geta komið að lið'i í uppbyggingarstarfi þró- unarlandanna. Á fundinum í Par- ís var talið, að æskulýðssamtök hefðu hlutverki að gegna á þessu sviði, og hvatt var til aukinnar samvinnu þeirra aðila, sem vinna að aðstoð við þróunarlöndin. Fund inn sóttu sérfræðingar frá ýmsum aðildarríkjum Evrópuráðsins og frá .Bandaríkjunum. jgoa i Áfe' i Sérfræðinganefnd, sem starfar á vegum Evrópuráðsins að málum varðandi afbrot og refsingar, hélt nýlega fund í Strasbourg. Rætt var m. a. um skipti á starfsliði, sem vinnur í fangelsum og að fangahjálp. Einnig var fjallað um frumdrög að Evrópusáttmála um eftirlit með fólki, sem hlotið hef- ur skilyrta refsidóma eða verið látið laust úr gæzlu með skilyrð- um. — Sérfræðingar frá 13 Evr- ópuráðsríkjum sátu fundinn auk áheyrnarfulltrúa frá Interpol og fleiri aðilum. Enginn íslenzkur sérfræðingur sótti fundinn. (Frá upplýsingadeild Evrópuráðsins). aöq Margt hefur staðið f blöðum undanfarið um misstigin spor æskunnar, og er þetta ekki sér- stakt fyrirbrigði í okkar landi, heldur virðist þetta vandamál vera í mörgum öðrum löndum. Sjálfsagt er ekkert eitt ráð við þvf að æskan virðist sleppa sér á vissu skeiði við ýmis tækifæri, án umhugsunar um afleiðingar. Er þá áfengið, hinn görótti drykk ur, oftast með í för. Má þar til nefna óspektir í Reykjavík og Hafnarfirði um síðustu áramót. Er hægt að fjarlægja vínið frá æskunni? Hvað gerir almenn- ingsálitið, styður það þau sam- tök, sem vinna í þá átt? Varla virðist það. éf dæma má eftir blaðaummælum. Þar hefur að minnsta kosti í sorpblöðum lands ins verið veitzt sérstaklega að þeim félagssamtökum, sem beita sér fyrir hófsemi og bindindi. Og aðrir styðja þetta með því að kaupa þessi blöð. Minnkandi vínnautn æskunnar virðist ekki vera áhugamál fslendinga í dag. Og tæplega er hægt að búasl við minnkandi vínnautn unga 8 Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri: Eru nokkur ráð við vandamál- um æskunnar? fólksins, meðan eldri kynslóðin dýrkar það svo, að vinsælustu bækurnar á jólamarkaðinum byggjast á lofsöng um áfengið, og þar skráðar afrekssögur af „fylliríi", sem vægast sagt eru sumar ótrúlegar. Vita þó allir, hve áreiðanlegar eru frásagnir drykkjumanna, þegar af þeim rennur víman. Og hvernig er það á heimilun um? Lögreglan í Reykjavík læi ur hafa eftir sér j blöðum, ac alltaf þurfi við og við að leita EIRIKUR SIGURÐSSON til lögreglunnar til að stilla t friðar j heimahúsum milli ölóðra manna. Er hægt að hugsa sé að æskan í landinu verði bindind i'ssöm, meðan þeir fullorðnu haf slíkar venjur? Hér verða settir fram nokkrir sundurlausir þankar, sem á hug- ann leita ufn vandamál æskunn- ar. Skal hér drepið á þrennt: Múgsefjun unglinga á gelgju- skeið’inu, heimilisrækni unga fólksins á kvöldin og ví^lausir skemmtistaðir fyrir unglinga. Eru tólf ára börn fullorðið fólk? Ég er svo gamaldags, að ég hef alltaf haft þá skoðun, að það hafi verið óheppilegt ákvæði, þegar fræðslulögin gengu út frá, að börnin færu úr barnaskólun- um 13 ára í stað 14 ára áður. Mér þótti fara vel á þvl, að börn- in lykju námi i barnaskólunum 14 ára og fermdust sama ár. Þá var þar sett markalína milli bernsku og æsku. Þá fengu þau að vera börn til 14/ára. Nú hef- ur bernska þeirra verið stytt um eitt ár. Skal ég nú gera lauslega grein fyrir þessari skoðun. Það er kunnugt, að fjöldi hejm ila hefur misst stjórn á ungling- um í seinni tíð. Þar er oft ekki um neitt uppeldi að ræða, held ur stjórnleysi Það væri því styrk ur fyrir heimilin, ef börnin * 19 TÍMINN, miðvikudagur 16. ianúar 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.