Tíminn - 16.01.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.01.1963, Blaðsíða 6
Góð kvæmd en Sunnudaginn 12. ágúst 1962 birti Morgunblaðið þessa frétt: „Patreksfirði, 10. ágúst. í gær lenti á flugbrautinni hér í firðinum 20 manna Douglas- Dakota-flugvél og er það í fyrsta skipti, sem svo stór flugvél lendir þar. Flugbrautin er á Sandodda milli Hvalskers og Sauðlauksdals og er nú orðin 600 metra löng. Með flugvéhnni voru Ingólfur Jóns son, flugmálaráðherra, Agnar Koe foed Hansen, flugmálastjóri, Örn 0. Johnsen, framkvæmdastjóri Flugfélags íslands og Hilmar Sig- urðsson, fulltrúi hjá F. f. Voru þeir að athuga hér aðstæður, og hvort ekki væri hægt að lengja brautina. Mun þeim hafa litizt vel á aðstæður hér.“ Nokkrum dögum síðar, 17. ágúst birtir Morgunblaðið svo viðtal við Hilmar Sigurðsson fulltrúa. Þá er minnzt á þessa nýju braut á Sand- odda og m. a. hefur blaðið þessi orð eftir Hilmari: „Brautin ér nú 600 metrar sem ékki er nægilegt fyrir farþegaflug á Dakotavélum, en heimild hefur verið veitt til þess að lengja hana allt upp í 1000 metra. Mun vænt- anlega verða hægt að taka upp flugsamgöngur við Patreksfjörð í haust.“ Hér er um að ræða fréttir, sem eflaust hljóta að gleðja alla Vest- firðinga. Farþegaflug með Dakota vélum til Patreksfjarðar er mikils verð samgöngubót fyrir þá, sem búa vestan Arnarfjarðar og Vatns fjarðar en það eru um 2000manns. Auk þess má telja, að með þess- ari framkvæmd miði í áttina til þess að sköpuð séu skilyrði til flugsamgangna við fleiri staði á Vestfjörðum. H)ns getur Morgunblaðið ekki að tveir af þingmönnum Vest- fjarða, Hermann Jónasson og Sig- urvin Einarsson, hafa á þremur síðustu þingum flutt tillögur um þessa samgöngubót í Patreksfirði. Á síðasta þingi fluttu þeir tillögu um 300 þúsund króna fjárveitingu til framkvæmdarinnar. — Ríkis- stjórnin og flokkar hennar felldu þá tillögu. Ekki er vitað með vissu hvað þessi framkvæmd hefur kostað, en sagt er að 600 metra brautin hafi kostað mjög nálægt 300 þús. kr. Um leið og því er fagnað, að þessu verki er hrundið í fram- kvæmd, er þó ekki annað hægt en athuga hvernig það hefur bor- ið að. Alþingi á að hafa fjárveit- ingavaldið en ríkisstjórnin ekki. Ofsi stjórnarliða á þingi er svo mikill að þeir fella tillögu Fram- sóknarmanna um þessa fram- kvæmd. Eftir á sjá þeir þó, að hér er um svo sjálfsagðan hlut að ræða að ekki er stætt á því að hafast ekki að. Og þá er virðing stjórnar- valdanna fyrir þingliði sínu — og þar í eru vitanlega ráðherrarn- ir sjálfir — ekki meiri en það. að féð er lagt fram til verksins, enda þótt meirihluti Alþingis hafi ver- ið búinn að banna það þetta árið. Það er engin skömm fyrir menn ag vera í minnihluta. Góðar til- lögur eru engu verri fyrir það að þær séu felldar. Það er heldur engin skömm fyrir eina ríkisstjórn ' að iðrast þess, sem hún hefur ilíá gert, og bæta fyrir það. En hvert stefnir sú ríkisstjórn þingræðinu, sem lætur framkvæma fyrir opin- bert fé, það sem hún hefur látið Framhald á 13 síðu B T j M I N N, miðvikudagur 16. janúar 1963. Æfing ,Á undanhaldi EFTIR tíu daga verður frum sýnt í Þjóðleilkhúsinu nýlegt, fran|:kt leikrit, sem síðustu tvö árin hefur verið sýnt í öll- um helztu leikhúsum Vestur- Evrópu og hlotið góða dóma Waðanna og miklar vinsældir leifchúsgesta. Á frummálinu og ffleiri Evrópumá'lum heitir leik ritið Tchin-Tdhin eftir Francois Billetdoux, en í íslenzkri þýð- ingu Slgurðar Grlmssonar nefn ist það Á undanhaldi. Þegar við komum inn í Þjóð- leiklhúsið í gær, var Baldvin Halldórsson leikstjóri þar á skyrtunni að gefa fyrirmæli leikurum tveim, sem eru á svið inu allan tímann, eiginmanni og eiginkonu, sem þó eru ekki hjón, en þau eru leikin af Ró- bert Arnfinnssyni og Guð- björgu Þorbjamardóttur. — Þriðja Mutverkið, son konunn ar, leikur Jóhann Pálsson. Leilkritið er í fjórum þáttum (11 atriðum) og gerist í París. Leikurinn hefst á því að þau 'hittast til að ræða ástasam- band maka sinna, maðurinn Cesareo Grimaldi, fertugur kaupsýslumaður af ítölskum ætttum, sem konan hefur hlaup ið í burt frá með lækninum (Puffy-Picq) og læknisfrúin Pamela Puffy-Picq. Upp af þessum fundi þeirra spretta undarleg örlög. En hin tvö, læknirinn og konan, sem hljópst á brott með honum, birtast ekki á sviðinu, þótt þau komi raunar talsvert við sögu eftir sem áður. En- í lelknum eru læknisfrúin og ítalski kaup sýslumaðurinn á undanhaldi. Leikurinn er mjög spennandi og áhrifaríkur, samtöl haglega gerð, og leikstjóri og leikendur sýnast leggja9t á eitt um að gera úr þessu lifandi og eftir- minnilegt verk á svlði. Hér birt ast fáeinar myndir, sem ljós- myndari Tímans — GE tók á æfingunni í gær. SÍÐLA DAGS að hausti úti fyrir ódýru og hrörlegu gistihúsi. — Cesareo situr fyrir utan, en Bobby (sonur læknisfrúarinnar) kem- ur út úr gistihúsinu og segir: Farðu. Burt með þig! FarðU til fjandans héðan! Cesaeo: Halló, Bobby! Ég átti bara leið hér um! Ég gekk þessa götu bara af tilviljun. Bobby: Neyðið mig ekki til að berja yður. Cesareo: Veit hún að ég er hérna? Bobby: Hún sendi mig út til að koma yður burtu. Cesareo: Þessu trúi ég ekki. Hefur hún svo mikla andstyggð á mér? Það verður hún, sem liggur vakandi á nóttunni, segðu henni það! Látum hana liggja í vetrardái þarna uppi, ef það er það, sem hún vill. En þetta verður langur vetur og dagarnir eru að styttast. Auk þess gengur sú saga, að hún loki sig inni þarna uppi og drekki. Bobby: Burt með yður! Ætlið þér að fara? Burt! Eða viljið þér að ég berji yður? Cesareo (hann fellur á kné af ásettu ráði): Það mundirðu ekki gera. Ekki mann í því ástandi, sem ég er! Gott og vel, berðu mig! Pamela (kemur út úr gistihúsinu laumulega): Uss Monsieur Grima'ldi. Cesareo: Ungfrú Puffy. Frú Puffy-Picq. Pamela: Cesareo. Cesareo: Ó, já. Já, já já. Pamela: Hvar hefurðu verið? Cesareo: O, — hingað og þangað. Pamela: Þú hefur elzt. Cesareo: Já. Pamela: Er Bobby. farinn? - Cesareo: Já. Pamela: Hann býr nú hjá föður sínum. Hann vM ekki að ég hittj þig. Cesareo: Er það? * RÉTT eftir dögun, á bakka Signu. Ungur maður kemur slagandi fram á sviðið. Cesareo: Þetta er Bobby, — ekki vafi. Pamela: Hann gengur ekki eins og Bobby. Bobby gengur ekki svona. Cesareo: Hrópaðu á hann. Kall- aðu nafn hans. Pamela: Það er ekki hann. Cesareo: Hann er kannski að leita að þér. Hrópaðu á hann. Pamela: Bobby. Bobby. (Bobby dettur endilangur á bakið. Frakkj hans og jakki opnast). Cesareo: Hann datt. Pamela: Við skulum sjá hvað hann gerir. Cesareo: Hann hrýtur. Hann er meðvitundarlaus. Pamela: Það er hann, — svo sannarlega. Dálítil rommlögg og hann er búinn að vera. Cesareo: Hann hlýtur að hafa skellt í sig þó nokkrum. Pamela: Hristu hann. Cesareo: Ger þú það. Þú ert vön því. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.