Tíminn - 16.01.1963, Blaðsíða 16
KB—Reykjavík, 15. jan.
Heildarsíldveiðin var um siðustu
helgi komin yfir milljón tunnur,
1.055.902 nánar tiltekið, en var á
sama tíma 1 fyrra 833.398 tunnur.
Síðaslliðna viku var síldveiðin
mjög góð', og bárust þá viku á land
rútnar 254 þúsund tunnur.
Fjögur skip höfðu síðastliðið
laugardagskvöld aflað yfir. tuttugu
þúsund tunnur. Þau eru: Víðir II.
23.133, Hafrún 23.072, Haraldur
21.508 og Halldór Jónsson 20.977
tunnur.
Síldveiðin var lítil síðast liðna
nótt. Aðeins 7 skip fengu afla, sam
tals 3350 lunnur. Skipin voru
þessi: Stapafell 450, Sæúlfur 600,
Heimaskagi 100, Fákur 500, Krist-
björg 1100, Vonin 400 og Höfrung-
ur II. 200. Þessi síld veiddist öll á
nustursvæðinu, en veður var þar
mjög tekið að spillast og er í kvöld
útlit fyiir áframhaldandi brælu.
Guðrún Stefáns-
dóttir látin
Guðrún Stefánsdóttir, kona Jón-
asar Jónssonar, fyrrverandi ráð-
herra, andaðist í fyrrinótt á 78.
aldursári, en hún er fædd að
Granastöðum í Köldukinn 5. októ-
ber 1885. Hún giftist Jónasi Jóns-
syni í apríl 1912 og eignuðust þau
hjónin tvær dætur, sem báðar eru
á lífi. Guðrún var merk kona og
mikilhæf, og tók mikinn þátt í
störfum manns síns. Hjónaband
þeirra var frábærlega gott. Guð-
rún hafði verið vanheil nú síðustu
árin. Hennar verður getið nánar
síðar í blaðinu.
SKIP ERU KOMIN
ÞÚSUND tunnur
Kr< »1 ■ ini ■
ra:
í Sif
LJÓSMYNDARI TÍMANS tók þessa mynd af Sif eft Ir áaksturinn. Sést á henni Ijóslega, hver spjöll j§f
kranabíllinn vann á vinstri væng flugvélarinnar. (Ljósm.: TÍMINN-GE).
KB-Reykjavík, 15. janúar.
* í MORGUN var ekið á flug.
vél landhelgisgæzlunnar, Sif, fyr-
ir utan flugskýli á Reykjavíkur.
flugvelli. Var þar að verki krana
bíll frá Landssmiðjunnl, og
skemmdist flugvélin allmiklð.
Sif hefur staðið í flugskýli
að undanförnu, en var tekin
.út í gær, og stóð hún utan við
skýlið. Bill Landssmiðjunnar
var þarna við vinnu og hafði
rafsuðutæki á palli og var það
fest í gálga uppi yfir tækinu.
En engu er líkara en að öku-
maður bílsins hafi gleymt, að
gálginn var uppi, því að hann
ók undir væng vélarinnar og
rakst kraninn upp undir væng-
inn, fór gegnum hliðarstýri
aftan á honum, reif ytra byrð-
ing á vængnum og hjó gat á
benzíntank, ca. þrjá metra frá
vængbroddi. Streymdi benzín-
1 ið niður á völlinn og var kall-
að á slökikvilið vallarins, sem
kom skjótlega á vettvang, en
eldur kom enginn upp.
Enn er ekkj vitað, hve um-
fangsmiklar skemmdirnar eru.
Vængurinn er mikið rifinn, en
eftir er að kanna, hvort styrkt
arbitar innar í væflgttum hafa
farið úr s'korðum. Verður vélin
tekin inn á morgun til athug-
unar. Þá verður búið að tæma
tanka hennar o-g lofta þá út,
en það er nauðsynlegt að gera,
áður en farið er að eiga við
vélina að öðru leyti. Er því að
svo stöddu ekki vitað hve mik-
ið tjónið er, mælt í reiðufé, en
ekki er ólíklegt, að algerlega
tiýjan væng þurfi að setja á
vélina.
Gera má ráð fyrir að kostn-
aður við skemmdirnar geti orð-
ið bitbein milli tryggingarfé-
laga. Vélin er að sjálfsögðu vá
tryggð fyrir sköðum i lofti og
á láði, en Landssmiðjan og
tryggingarfélög hennar munu
án efa vera ábyrg fyrir tjón-
inu að verulegu leyti. Engan
veginn er heldur ótrúlegt, að
þeir, sem brúsann fá að borga,
muni telja sig eiga bakkröfu á
ökumann þann, sem skemmd-
unum ólli, a. m. k. ef ætla má,
að óaðgæzlu hans sé um að
kenna.
DAGLANGUR BARDAGI VIÐ HLÖÐUELD HJÁ HVOLSVELLI
24 NYIR STYRIMENN UTSKRIFAÐIR
•fc í GÆR fengu 24 ungir menn 120 tonna prófið úr Sfýrimannaskólanum. Allir, sém þreyttu prófið, stóð-
ust þaS. Ljósmyndari TÍMANS, GE, tók þessa mynd a f hópnum um það leyti, er einkunnir v: u afhentar.
Um kvöldið var sfðan haldin árshátíð.
JK-Reykjavík, 15. janúar.
Snemma í morgun varS vart
við mikinn eld í heyhlöSu á
bænum Vestra-GarSsauka hjá
Hvolsvelli og hefur veriS bar-
izt viS eldinn í allan dag, og
horfur á því, aS slökkviliSs-
störfin mundu standa yfir
fram á næsta dag.
Blaðið náði í kvöld taJi af Þor-
láki Sigurjónssyni, slökkviliðs-
stjóra á Hvolsvelli, þegar hann
skrapp heim í mat. Þorlákur sagði
einsýnt, að logað hefði í hlöðunni
í nokkra daga, áður en eldsins
varð vart. Svo mikill eldur'var i
hlöðunni, að loginn stóð hvað eft-
ir annað upp úr heyinu, meðan
slökkvistörf stóðu yfir.
Þorlákur sagði, að Jón Einars-
son, bóndi á Vestra-Garðsauka,
hafi komið á Hvolsvöll um kl.' hálf
tíu í morgun og sagt frá brunan-
um. Kom hann beint frá hlöðunni.
en þaðan er aðeins nokkurra
nundraða metra vegur til Hvols-
vallar.
Slökkviliðið fór þegar á vettvang
og síðan menn víðs vegar að úr
nágrenninu. Hafa um 30 manns
unnið að slökkviliðsstörfum í ali-
an dag. Hlaða þessi er gríðarlega
stór skemma úr bárujárni og með
braggalagi. Skemman er tvískipt
(Frunhald á 15. síðu).
FULLTRUARAÐ
- KÓPAVOGI
AÐALFUNDUR fuUtrúaráð's
Framsóknarfélaganna í Kópavogi
verður haldinn fimmtudaginn 17.
þ. m. kl. 8,30 síðdegis í barnaskól-
anum við Digranesveg. — Ólafur
Jensson, forseti bæjarstiórnar,
ræðir um fjárhagsáætlun Kópa-
vogskaupstaðar. — Stjórnin.