Alþýðublaðið - 16.02.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.02.1940, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUD.VGUR 16. FEBR. 1940 52) Bóndinn braut ísinn með tréskónum sínum. 53) Og bar svo ungann heim til konu sinnar. Þar var honum ornað. 54) Börnin vildu leika sér við hann, en andarunginn hélt, að þau ætluðu að vinna sér mein. 55) Og hann hoppaði í hræðslu sinni beina leið upp í mjólkurfatið, svo að mjólkin skvettist út 1 stofuna. Konan æpti og fórnaði höndum. Orðsending tll kaupenda út um land. Munið, að Alþýðubiaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. Gjafir í refestrarsjóð björgunar- skipsins Sæbjargar: Safnað af Guðna Benediktssyni Sandgerði, kr. 536,50. Gamli kr. 1. Bjöm Jömndsson, Hrísey, kr. 1000. Or ónafngreindu bréfi kr. 10. No. 461 kr. 10. Frá stúlku, til minningar um Þuríði Sigur- jónsdóttur og Lóló Þorsteins- dóttur, kr. 50. Jónína Stefáns- dóttír, Karlsskála, kr. 50. U. M. F. Snæfell, Stykkishólmi, kr. 60. Árni Jónsson, Norðurstíg 7, kr. 10. Akranesingur kr. 50. Karl Einarsson, Túnsbergi, Húsavík, kr. 50. Jóhann Þorleifsson, Eiríks- götu 17, kr. 7. Bjarney Einars- dóttir, ísafirði, kr. 10. Ingveldur Guðmundsdóttir, Framnesvegi 19, kr. 10. Áttatíu og þriggja ára gömul kona kr. 2. N. N., áheit, kr. 5. Guðjón Ásgeirsson, Kýr- unnarstöðum, kr. 1Ö. Þórður Guö- mundsson, Gerðum, kr. 100. Söfn- un frá Tálknafirði, kr. 346,50. Kvenfélagið á Akranesi kr. 200. Kærar þakkir. J. E. B. Drengjaföt, matrosföt, jakka- föt, frakkar, skíðaföt. Sparta, Laugavegi 10, sími 3094. Útbreiðið Alþýðublaðið! UMRÆÐUEFNI Prófessorarnir og launa- bækkanirnar til þeirra. Meirihluti bæjarstjórnarinn- ar sveltir hina snauðustu. Hversu langt á það að ganga og hve lengi? Pressuball, veitingarnar á kaffihúsun- um, kaup á skrifstofum. Fisksalan í bænum. Kjör tollþjóna. —o— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. —o— Ú eru prófessorarnir búnir að fá kauphækkun. Oft hefir verið taiað um „prófessoralaun“ eins og þau væru einhver ósköp, en sannleikurinn cr sá, að prófess- orarnir hafa haft svo lítil laun, að þeir hafa alls ekki haft ráð á því að koma þannig fram í öllum greinum, sem staða þeirra krefur. Þeir hafa haft mjög lítil tök á því að afla sér þeirra bóka, sem þeim hafa verið nauðsynlegar, eða fylgj- ast með í því, sem hélt þeim í fullu sambandi við þá fræðigrein, sem þeir áttu þó að kenna öðrum. VITANLEGA hefir þetta ástand lengi verið óþolandi. Það er nauð- synlegt að þessi stétt fái laun mið- að við kröfur þær, sem gerðar eru til hennar, en það er langt frá því að svo hafi verið. Það er ríkis- stjórnin, sem hefir ákveðið þessa hækkun, og í því sambandi hefir hún ekki eingöngu tekið tillit til dýrtíðarinnar nú, heldur hefir hún líka viljað lagfæra misfellur, sem verið hafa á launakjörum prófess- oranna áður. EN MEIRIHLUTINN í bæjar- stjórn Reykjavíkur lætur styrk- þegana bíða. Styrkþegarnir hafa enn sömu 85 aurana og þeir fengu fyrir stríð. Annaðhvort er nú að þessir 85 aurar á einstakling hafi, að áliti meirihlutans, verið allt of mikið — og styrkþegarnir því get- að sparað saman fé á sínum „góðu tímum“, eða þá að styrkþegarnir eru nú sveltir með vitund og vilja meirihlutans. Menn geta sjálfir trúað því, sem þeim finnst trúleg- ast í þessu efni. Um þetta þarf ekki neinar rökræður, það er öllum ljóst, að styrkþegarnir eru nú kvaldir fyrir augunum á okkur hinum, sem höfum þó til hnífs og skeiðar, og'það-er gert af stjórnar- völdum, sem þykjast kristnari en við hinir og málsvarar smælingj- anr.a. Þetta er vitanlega alveg ó- þolandi og til ævarandi smánar og áfellisdóms fyrir þá, sem þessu ill- virki stjórna. IIAUKUR í HORNI skrifar: „Nú veit ég ekki, hversu velkomið bréf mitt er yður, því að nú þarf ég að finna að við Blaðamannafé- lag íslands, sem yður er eflaust annt um. Félagið efnir til „Pressu- balls“ 29. þ. m. og verða þar for- vígismenn í andlegu lífi þjóðar- innar. Ég hefi áður hneykslast á því, að bakarar auglýsa „pressu- DAGSINS. ger.” En hvað er það hjá því, að vera boðið upp á ,,pressuball“. Ef orðið „pressa“ væri nú almennt um blöð og blaðaskrif, en svo er ekki. Það er einungis þegar blaðið „fer í pressuna“, að almennt er að nota orðið í sambandi við blöð. Ungar stúlkur og óuppfræddar fá orð í eyra fyrir að segja „sætur“ eða „voða garnan." En nú ætla sjálfir blaðamennirnir beinlínis að „lan- cera” orðinu „pressuballi,” orðið á sem sé að festast í hinni göfugu tungu vorri. En það er nægur tími til að laga þetta, og það veit ég, að blaðamennirnir gera fljótt og vel. ÞÁ SKRIFAR HAUKUR ENN: „Ennþá óafsakanlegra en hljóð- vélarnar 1 bíóunum, sem ég skrifaði yður um um daginn, og sem nú er raunar búið að upplýsa nokk- uð, er þó það, hvað eigendur veit- ingahúsa í þessum bæ leyfa sér að bjóða gestum sínum. Þó að smjör- verðið sé orðið æðihátt, streitist ég þó við að hafa srnjör á borðum heima hjá mér. En komi ég á veit- ingahús til þess að gera mér daga- mun og borgi a. m. k. tífalt verð fyrir tebollann á við það, sem hann kostar mig' heima, fæ ég undan- tekningarlaust smjörlíki á brauð- ið, sem ég kaupi með teinu. ef hægt er að hylja það með osti eða öðrum mat.” „FÓLK Á AÐ KVARTA, ef því er fengin átakanlega óvönduð vara fyrir rándýrt verð, það þarf al- menningur að læra. Þetta, sem ég minnist á, er aðeins eitt agnarlít- ið dæmi. Svo er annað. Ég hefi vitað til þess, að menn keyptu beinlíns skemmda vöru, en hafa ekki þorað eða nennt -— eða hvor- ugt — að biðja um annað betra og óskemmt. Þar, sem ég þekki til í siðuðum löndum, eru verzlanir og veitingahús til vegná almennings, en ekki öfugt, eru þjönar almenn- ings, en ekki herrar.” TOLLVÖRÐUR SKRIFAR: ,12. febrúar minntist þú á byrjunar- laun lögregluþjóna. Það er rétt, að launin eru 265 um mánuðinn með- an þeir eru settir. Lögegluþjónar hafa fram að þessu verið svo heppnir að vera aðeins nokkra mánuði settir. Fyrrverandi lög- reglustjóri var svo vel vakandi og hjálpfús lögregluþjónunum til handa, að hann fékk þá skipaða eft ir nokkra mánuði. Eftir að lögreglu þjónn er búinn að fá skipunarbréf sitt er hann kominn á full laun, en þáð er 350 kr. um mánuðinn, sem hækkar annað hvört ár þar til mánaðarlaunin eru orðin 420 kr. um mánuðinn, auk þessa fá þeir sem aðrir starfsmenn bæjarins vegna síhækkandi verðlags á öllu í landinu 8% launauppbót. Þar næst koma hin miklu hlunnindi, en þau eru réttur til eftirlauna.” „MIG LANGAR til, Hannes minn, að bera okkur tollverðina saman við lögregluþjónana. Alls eru á landinu 30 tollverðir. Þar af eru 22 í Reykjavík. Enginn af þessum mönnum hefir skipunar- bréf, þeir eru ráðnir af tollstjóra. Laun tollvarða í Reykjavík eru og hafa alltaf verið þau sömu; það er 350 krónur um mánuðinn. Það er ekki of mikið sagt, að tollverðir eigi að vera ekki verr launaðir en lögregluþjónarnir. Þeirra starf er sízt vandaminna. Það þarf að taka tillit til tollvarðanna; láta þá fá ýms réttindi, sem þeir hafa ekki nú. 1) Þeir eiga heimting á launa- uppbót. 2) Þeir eiga að hafa rétt til að verða skipaðir í stöðuríiar. (Þeir eiga að hafa rétt til ' eftir- launa). Ég treysti þér, Hannes minn, að ganga í lið með okkur og vinna með okkur að bættum kjör- um okkur til handa.” GERALDÍNA SEGIR: „Hvernig víkur því við, að það er hreint fyrirbrigði í Reykjavík, ef hægt er að fá nýjan fisk. Fiskur sá, sem þeir nefna nýjan, er æfagamall togarafiskur, þunnildin dröfnuð. En voru annars ekki nýlega sett lög um það, að ekki mætti selja eldri en eins dags fisk óslægðan, og það mætti ekki selja marinn eða úldinn fisk, en þetta selja þeir manni allt saman með góðri sam- vizku. Það er gott út af fyrir sig, að lög eru sett til bóta, en það væri ennþá betra, að það væri séð um að þeim væri framfylgt.” ÉG HELD EKKI að þetta sé réttmæt ásökun. Nýr fiskur fæst alloft, en það er vítanlegt, að oft fæst hann ekki og vill þá við brenna. að það sé selt, sem annars enginn myndi kaupa, ef betra bið- ist. KARLMAÐUR, sem vinnur við ræstingu í skrifstofu, skrifar mér eftirfarandi: „Hannes minn- Eru ekki allir þeir, sem hafa skrifstof- ur, skyldugir til að greiða þessa launauppbót, sem komið var á um síðastliðin áramót. Ég er svo ó- heppinn að vinna hjá fyrirtæki, sem ekki vill borga uppbót og varla kaup. Hvað á ég- að gera til að fá uppbótina? Ég vil samt ekki lenda í neinum illdeilum út af þessu máli, en finnst þér ekki smá sálarlegt að tíma ekki að borga þessum fáu krónum meira á mán- uði?” VITANLEGA er hér um nagla- skap af versta tagi að ræða. Hannes á horninu. Boroarvirki: FrnmsýnlnglD í fyrrakvðld. ff'fc AÐ má fullyrða, að aliir þeir, sem Iesið hafa hina ágætu skáldsögu Cronins Borg- arvirki og sáu söguna í kvik- mynd við frumsýninguna í fyrra kvöld í Gamla Bíó, hafi orðið fyrir sárum vonbrigðum. Sagan missir allt innihald við kvik- myndatökuna, er eins og rifið hafi verið blað og blað úr sög- unni — og ýmsu gerbreytt frá sögunni, enda missir myndin allt gildi hennar. Auk þessa er leikur myndar- innar mjög slæmur. Eina hlut- verkið, sem segja má að sé vel leikið, er hlutverk Kristínar — og ýmsar skemmtilegustu per- sónur sögunnar sjást ekki, eins og t. d. tannlæknirinn. Mest mistökin verða með hlutverk Dennys, hins drykkfellaa lækn- is, það er gersamlega eyðilagt í meðförunum. Venjulega verða menn fyrir vonbrigðum þegar þeir sjá góða sögu, er þeir hafa lesið, í kvikmynd, en sjaldan munu vonbrigðin verða önnur eins og að þessu sinni. V. Nýtt skip í flotann. "ffNGVAR VILHJÁLMSSON . útgerðarmaður og fleiri hafa keypt skip frá Noregi. Er það 120—140 tonna vélskip m'eð Polar-Dieselvél, 95 hestafla. Skipið er 12 ára gamalt, smíð- að i Frakklandi. Heitir það Rök- send. Kom það hingað í gær- morgun með norskri áhöfn. Skipið er kútterbyggt. Verður það teki'ð upp í slipp og búið út til flutninga og sildveiða. Fiskafli Norðmanna í ár mihltt meiri en í fyrra. Samkvæmt símskeyti til Fiski- félagsins var fiskafli Norðmanná 13. þ. m. sem hér segir: Fiskbirgðir 23584 smál., þar af hert 3388' smál., saltað 8677 smál. meðalalýsisframleiðsla 12688 ki. og hrogn 1379 hl. Á sama tíma í fyrra voru fisk- birgðir 13967 smái., þar af hert 3342 smál., saltað 7759 srnál., meðalalýsisframleiðsla 5058 hl.og hrogn 366 hl. Bjarni Ásgeii’ssOn alþingisma&ur flytur þingvísur í útvarpið i kvöld. Andrés Björnsson stud. mag. les upp á kvöldvöku útvarpsins í kvöld. JQHN DICKSON CARR: Morðin í vaxBtpdasafDiflB. 52. — Eg á aðeins við það, að hafi morðinginn farið í gegnum vaxmyndasafnið, þá hefir hann ekki verið meðlimur klúbbs- ins. Eg var við aðgöngumiðasöluna allan daginn og það kom' enginn meðlimur klúbbsins inn í safnið þennan dag. En hvað þér eruð einkennilegur á svipinn. Hélduð þér, að honum gæti aldrei skjátlast? Þetta hefði ég getað sagt yður fyrir löngu síðan. Ég heyrði naumast hlátur hennar. Allt hafði verið byggt á þessu og nú hrundi þessi bygging í rústir. — Hlustið á mig, sagði hún. — Ég held, að ég gæti orðið betri leynilögreglumaður en þið báðir til samans. — Bíðið andartak! Morðinginn hefir ekki getað komið aðra ]eið en gegnum vaxmyndasafnið. Aftur hló hún. — Kæri vinur! Ég hefi aldrei neitað því, að hann hafi komið inn um safnið. En þér eruð á rangri leið, ef þér álítið, að hann sé einn af meðlimum félagsskaparins. En nú get ég frætt yður á tvennu. — Og hvað er það? — í fyrsta lagi veit ég, hvar vopnið er falið, og 1 öðru lagi þykist ég nærri því sannfærð um, að kvenmaður hafi drýgt glæpinn. XVI. KAFLI. DAUÐUR MAÐUR OPNAR GLUGGA. Þetta þóttu mér ekki svo litlar fréttir. — Einmitt, sagði ég eftir langa þögn. — Þér virðist vera mjög undrandi. — Eruð þér að gera að gamni yðar? *—- Síður en svo, sagði hún og strauk hár sitt. — Jæja, þér segist hafa íundið vopnið. — Ég veit, hvar það er. Ég hefi ekki snert á því. En segið mér fyrst, hvað þér heitið. — Ég heiti Marle. — Leitaði lögreglan um allt safnið, án þess að finna vopn? — Já. — En þeim hefir yfirsést, herra Marle, vegna þess, að þeir gleymdu gamalli reglu. Hnífurinn lá rétt fyrir framan nefið á þeim, en þeir sáu hann ekki. Fóruð þér ofan í hryllingar- deildina? — Já, rétt áður en ég fann líkið. — Tókuð þér eftir vaxlíkneskinu af Marat, þar sem hann er stunginn til bana í baðkerinu? Marat liggur hálfur út úr kerinu, hnífurinn er brjósti hans og blóð drýpur úr sárinu. Jæja, kæri minn, sumt af þessu blóði var raunverulegt blóð. — Þér eigið við . . . — Ég á við það, að morðinginn fór ofan í þetta herbergi. Hann tók hnífinn úr brjósti Marats. Þegar faðir minn bjó til þetta líkneski, notaði hann beittasta hnífinn, sem hann gat íengið. í vaxinu var engin hætta. á því, að ryð félli á hnífinn eða bitið slævaðist. Þegar morðinginn hafði lokið verki sínu. lét hann hnífinn aftur á sinn stað. Lögreglan horfði á hnífinn og mörg hundruð manns hafa séð hann í dag, en enginn hefir tekið eftir þessu. í huganum renndi ég augunum yfir hið ömurlega umhverfi i kjallara vaxmyndasafnsins. Og þá datt mér skyndilega nýtt. í hug. Það var einmitt þar, rétt fyrir framan myndina af Ma- rat, sem ég hafði heyrt dropahljóðið. En seinna hafði ég álitið, að dropahljóðið hefði stafað frá líkinu, sem lá í fangi hafur- fætlingsins. En að betur athuguðu máli sá ég að ekki gat skeð, að ég hefði getað heyrt dropahljóð í svo mikill f jarlægð. Dropa- hljóðið hafði hlotið að stafa frá myndinni af Marat. — Einmitt, sagði ég. — En hvernig stóð á því, að þér veittuð þessu athygli? — Jæja, svo að þér 'grunið mig þá ennþá? Viljið þér gera svo vel og rétta mér vindling. Nei, það gat ekki hjá því farið, að ég veitti því eftirtekt. Herra Marle! Ég hefi átt heima í vaxmyndasaíninu frá því ég fæddist. Og ég tek eftir hinu smávægilegasta, sem út af ber. — Einmitt það? — Þegar ég leit yfir safnið í morgun, sá ég ýmsar breyt- ingar. Skrifborði Marats hafði verið ýtt um fjórðaparti úr þumlungi til vinstri. Einhver hafði komið við kjól Charlotte Corday’s og sett brot í hann. Og hnífurinn hafði ekki verið rekinn upp að hjöltum í vaxið, og rétt hjá krananum var blóð, sem ekki var málað. — Þurrkuðuð þér það burt? — Nei. ég ætlaði að lofa lögreglunni að sjá það. En ég bjóst ekki ' við því, að hún tæki eftir því fyrst um sinn. — Það hljóta að vera fingraför þar einhvérs staðar. — Ef til vill, sagði hún og virtist ekki hafa mikinn áhuga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.