Alþýðublaðið - 16.02.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.02.1940, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 16. FEBR. 1940 AUÞYÐUBLAÐIÐ Brezka verkalýðshreyfing- in snýr baki við Rússlandi. . ■ » —— Árásin á Finnland taefir sýnt mQnnnm hið rétta andlit rússneska einræðisins. IEFTIRFARANDI grein skýrir fréttaritari alþýðuflokks- blaðanna á Norðurlöndmn í London, Bjarne Braatoy, frá því, hvernig brezka v'erkalýðshreyfingin sé nú að snúa baki við Rússlandi, eftir innrás Stalins í Finnland. ALÞYBUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VAUMEMARSSON. í fjarveru hana: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÖSINU (Inngangur frá Hverfiigötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýeingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálm* (heima). 490S: Alþýðuprentsmiðjan. 4S06: Afgreiðsla. 5021 Stefán Péturseon (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN é--------------------—----» Mngið, sem er að M. AÐ ÞING, sem kom saman í gær, ætti ekki að þurfa að taka langan tíma. Fyrir þvíliggja ekki önnur stórmál, svo vitað sé, ©n fjárlögin fyrir næsta ár, dýrtíðaruppbótin á laun opin- berra starfsmanna, frumvarp fé- lagsmálaráðherra um hækkun á slysa- og dánarbótum, ellilaunum og örorkubótum einnig vegna dýr tíðarinnar, og einstakar knýjandi ráðstafanir fyrir atvinnuvegina, einkum fiskveiðamar. Fjárlögin, sem venjulega taka nokkuð langan tíma, geta varla orðið til pess, að lengja þingið mikið í petta sinn. Eins og nú er ástatt, þegar allra veðra er von og enginn veit, hvemig af- koma þjóðarbúskaparins verður á árinu, en óhugsanlegt, að af- greiða fjárlög öðmvísi en mjög af handahófi. Að öllum líkind- ufn verða þau lítið annað en endurtekning þeirra síðustu. Þau ætiu þvi ekíi að þurfa að valda miklum töfum. En það var einmitt með tilliti tii óvissunnar ,um áfkomu atvinnu veganna og ríkissjóðs, að mörg- Urtt fannst óráðlegt í vetur, að kalla þingið saman á þessu ári fýrr en i haust. Forsætisráðherr- anh færði hins vegar þá ástæðu fy.Hr því í viðtali við flokksblað sitt, að hann kysi heldur að þing- ið væri haldið á venjulegum tíma, ef ske kynni, að upp úr slitnaði síjórnarsamyinnunni, svo aö hægt yrði að láta fara fram kosningar þegar í vor. Undir hinu vildi hánn ekki eiga á svo alvarlegum tínhUm, sem nú eru, að stjórnar- samvinnan yrði rofin á haust- þingi, þannig að hann yrði að stjóma landinu með minnihluta- stjórn til næsta vors, en það er nú eins og kunnugt er orðin svo að segja föst regia, að kosning- ar fari ekki fram á öðmm árs- ííma en vörin, vegna þeirra vand- kvæða, sem eru á kjörsókn ýmist atvinnuvega eða tíðarfars vegna á öðrum tímum árs. Ef það skyldi koma í ljós, að einhver þeirra flokka, sem að stjórninni stauda, vildu ekki halda samstarfinu áfram á sarna gmnd- velli og hingað til. þá er að vísu líkiegt að þingið myndi dragast eitthvað á langinn áður en það yrði rofið og efnt til nýrra kosninga. En að óreyndu máli verður ekki sagt, að það sé Uklegt, að nokkur stjórnarflokk- anna hyggi á samvinnuslit eins og nú standa sakir. Flestir gera ráð fyrir þeim möguleika, að þeir mánuðir, sem nú fara í hönd, geti, vegna vaxandi átaka milli ófriðarþjóðanna á sjónum, orðið ai varlegri fyrir þjóð okkar, en nokkr ir aðrir erfiðleikatimar, sem yf- ir hana hafa dunið um langan aldur. Við megum jafnvel vera við því búnir, að ómögulegt verði VIÐ bjóðum árásina á Finn- land velkomna og þegar röðin kemur að Noregi og Sví- þjóð, þá bjóðum við árásina líka velkomna. Þessum orðum var varpað fram við mig fyrir nokkrum vikum, þegar ég flutti erindi um Finnland í verka- mannahverfi einu í Lúndúnum. Þetta var að öllu leyti hinn upp- byggilegasti fundur. Ég hafði ekki talað í meira en fimm mín- útur, þegar einn fundarmanna stóð á fætur og spurði hvaða umboð ég hefði til þess að tala þar. Hann sætti sig við það, þegar honum var sagt, að ég væri meðlimur flokksins, en í umræðunum, sem urðu á eftir erindi mínu, sagði hann, að það ætti að henda mér út. Ég hafði komizt að því áður, að þessi ílokksdeild væri kom- múnistahreiður, svo að ég var undir það búinn, að fundurinn yrði fjörugur. Ég vissi líka, að það var öllu fremur um það að ræða, að allri flokksdeildinni yrði „fleygt út“. En það, sem ég hafði ekki búizt við, var það, hversu fundurinn var rólegur, þrátt fyrir allt. Það kom í ljós, að flestir fundarmenn vildu fyrst og fremst fá að heyra stað- reyndirnar um ástandið í Finn- landi. í umræðunum á eftir kom það í ljós, að andstaðan á fund- inum voru fjórir karlmenn og ein kona. Fundarstjórinn kals- aði utan að því að lokum, með mikilli varkárni þó, hvort hér kynnu ekki að vera viðstaddir flokksfélagar, sem af einhverj- um misgáningi hefðu gengið í annað stjórnmálafélag en þeir ættu heima í.. Hér eins og í öðrum löndum, þar sem um nokkra verkalýðs- hreyfingu hefir verið að ræða, hefir um fleiri ár verið litið á Sovét-Rússland sem fyrirheitna landið. Það mátti ekki segja neitt ljótt orð um Rússland, ef maður átti ekki að eiga það á hættu að vera stimplaður sem s-vikari við sósíalismann. Það mátti ekki gagnrýna gerðir Stalins öðruvísi en að eiga það á hættu, að maður væri álitinn reka erindi auðvaldsins. Það skipti litlu máli, að kommún- istaflokkurinn var forsöngvari í þessum kór, því að langt fyrir utan raðir kommúnistaflokks- ins þótti sjálfsagt, að viður- kenna hina dæmalausu pólitík Sovét-Rússlands, enda þótt þess væri stranglega gætt að taka ekki upp sömu aðferðir heima í Stóra-Bretlandi. fyxir okkar litla skipafl-ota, að halda uppi samgöngum við út- lönd, flytja þangað afurðir okk- ar og draga aö okkur þær nauð- syirjar, sem við sízt getum án verið. Á slíkum tínmrn er annað að gera en það, að deila um á- greiningsmál flokkanna á kosn- ingafundum úti um land. Enda er sannast að segja erfitt að sjá, hvernig réttlæta ætti fyrir þjóð- inni samvinnuslit á svo hættu- legri stundu, ef það var nauð- synlegt, að mynda samstjórn allra aðalflokka þingsins fyrir tæpu ári síÖan, meðal annars vegna hættunnar á þeim ófriði, sem nú er í þann veg’inn að komast í algleyming. Jaínvel leiðandi menn innan verkalýðshreyfingarinnar hafa átt þátt í því, að vefa þessar blekkingar. Eftir að Sovét-Rúss- land gekk í Þjóðabandalagið, gerðu menn sér háar vonir um, að sovétstjórnin gerði sér far um að styrkja hið sameiginlega öryggi. Og það eru ekki meira en tveir mánuðir síðan að Pritt lögfræðingur, einn af leiðtogum brezka verkalýðsflokksins, gaf út ofurlitla bók um utanríkis- pólitík Sovét-Rússlands, sem er frá upphafi til enda hneykslan- legur lofsöngur. Auk hinna kommúnistisku á- róðursmiðstöðva Sovét-Rúss- lands, kommúnistisku blaðanna, kommúnistisku tímaritanna og útgáfufyrirtækisins Lawrence og Wishart, gerðist hið þekkta Lundúnaútgáfufélag Gallanez ein traustasta hjálparhellan með hinum svokallaða „Left Book Club“, sem hefir skotið öngum í mörgum löndum. Frjálslyndir rithöfundar og menntamenn hjálpuðu til þess í ræðu og riti, að útbreiða og halda við þessum blekkngum og létu algerlega undir höfuð leggjast að gagnrýna Sovét- Rússland. Það þótti ekki við- eigandi að viðurkenna, að nokkur önnur þjóð en Rússar hefðu af nokkru að státa í sam- bandi við þjóðfélagslegar fram- farir, eða hyggindi í utanríkis- málapólitík. Aftur á móti þótti það eiga vel við að hafa eitthvað til að jafna við þegar verið var að gagnrýna hina „þjóðlegu stjóm“ fyrir pólitík hennar, heima og erlendis. Norðurlönd- in voru of lítil til þess að geta verkað sannfærandi á andstöð- una í þessu stórveldi. Þjóðfylk- ingarstjórnin í Frakklandi var óheppin með hlutleysispólitík sína gagnvart spönsku borgara- styrjöldinni, sem hófst fáum mánuðum eftir að Leon Blum varð forsætisráðherra. Við sér- hvert tækifæri var vitnað til Sovét-Rússlands án þess að rannsaka nákvæmlega, hvernig hin raunverulega afstaða Sov- ét-Rússlands var t. d. gagnvart spönsku borgarastyrjöldinni, eða þegar um var að ræða verk- anir rússnesku verzlunarstefn- unnar á kjör verkalýðsins í öðr- um löndum. Samningur Stalins og von Ribbentrops í lok ágústmánað- ar í fyrra hafði engin sérstök áhrif á ástandið innan brezku verkalýðshreyfingarinnar. í fyrsta lagi var heimspólitíkin í of skjótri þróun. Áður en menn gátu áttað sig var stríðið gegn Hitlerismanum byrjað. í öðru lagi voru flestir hinir trúuðu sovétvinir og einkum þó kom- múnistarnir í upphafi sammála viðvíkjandi stríðinu. Leiðtogi komúnistaflokksins, Pollitt, gaf út harðort flugrit, sem hét „Hvernig eigum við að vinna stríðið?“ Einn af leiðtogum al- þýðuflokksins brezka, Arthur Greenwood lét að vísu Daily Herald birta öfluga gagnrýni á pólitík Stalins gagnvart Hitl- er-Þýzkalandi, en þeir voru margir í hans eigin flokki, sem litu þannig á, að hann hefði hlaupið á sig. Tækifærið var ekki notað til þess að gera hreint fyrir sínum dyrum, með sömu röggsemi eins og t.d. norski Alþýðuflokkurinn gerði. Gamla Sovét-klíkan hélt áfram að verja stefnu Stalins, jafnvel eftir að Rússar höfðu vaðið inn í Pólland og kúgað Eystrasalts- ríkin undir Moskvavaldið. Andrúmsloftið var því ó- breytt, þegar hið vakandi auga Stalins uppgötvaði Finnland. Það var ekki nóg að kommún- istarnir harðneituðu staðreynd- um í þeixri von, að þeim væri trúað. Þeir fengu líka frjáls- lynda menntamenn og rithöf- unda sér til aðstoðar. Á fyrstu síðu í Ðaily Worker sjást nöfn eins og Bernard Shaw og Sir Stafford Cripps. Bilið milli trú- ar og raunveruleika var of stórt. Menn trúðu ekki því, sem þeir lásu í blöðunum og eiga erfitt með að trúa því enn í dag. Og hvernig áttu menn að geta áttað sig? Hugmyndirnar, sem menn gerðu sér um innanríkis- ríkismál Finna, voru gripnar úr lausu lofti, og auk þess úreltar og af sér gengnar. Og þetta átti sér stað meðal allra stétta í Eng- landi. Sögurnar frá borgara- styrjöldinni 1918 og Lappótíma- bilinu 1929—1932 komust aftur í umferð. Hin siðferðilega undir staða andúðarinnar gegn póli- tík Stalins veiktist að mun. En nú kom tvennt til hjálpar. Annað var hin mikla þátttaka Tanners utanríkismála- ráðherra, í hinni alþjóðlegu samvmnuhreyfingu. Sovétrökin hurfu allt í einu úr aðalmál- gagni brezka neytendafélaga sambandsins — Reynolds News — sem um mörg ár hafði verið málpípa sovétblekkinganna. — Frá sjömanni suður í Sandgerði liefir Alþýðu- blaðinu borizt eftirfar- andi grein: PR ÉG NÚ undanfama daga hefi heyrt útvarpið flytja skýrslu rítamálastjóra um bætur á hafnargörðum víðs vegar á Iandinu og svo að segja alls stað» ar í kringum landið, get ég ekki varizt því að hugsa, og hugsa margt um þá sveit og hðfn, sem ég á heima í. Ekki svo að skilja, að ég álíti að ekki bafi verið þörf á hafnar- eða lendingarbótum þeim, er um- rædd skýrsla getur um. Nei, þvert á móti! En hins vegar finst mér, að hér hafi þó verið meiri þörf en viða annars staðar, og skal ég með örfáum orðúm gera Hitt var það, að einn af beztu rithöfundum sovétvinanna, Zilliacus, er finnskrar ættar, og hefir auk þess gleggri skilning á málefnum Finnlands en flestir aðrir í flokknum. Á einni viku, var því mikil breyting á blaði vinstri arms brezka Alþýðu- flokksins, „Tribune," sem Crippsklíkan gefur út, en við það blað hafði Zilliacus starfað. En breyting þessi er að miklu leyti háð utanríkispólitíkinni. Þær grundvallarskoðanir . á framkomu einnar þjóðar við aðra, sem komu í ljós í fram- komu Stalins gagnvart Finn- landi, urðu þessum mönnum of stór biti í háls. Aftur á móti hafæ þeir ekki ennþá varpað blekkingunum fyrir borð og vinna ennþá gegn því að al- menningsálitið snúist Finnum í vil. Einn meðlimur Cripps- klíkunnar, G. R. Strauss, spurði í desember síðastliðnum Cham- berlain að því, hvort ekkert væri þarflegra hægt að gera. með brezku hernaðarflugvél- arnar, en að senda þær til Finn- lands. Þeir vinna ennþá öflug- lega gegn því, sem leitt gæti til þess, að Stóra-Bretland færi í stríð við Sovét-Rússland. Og það er yfir höfuð mjög vafa- samt, hvort þeir finna til nokk- urs skyldleika við finnska verkalýðinn, sem á nú í vök að verjast. En íyrir utan Sovétflokkinn er mikil samúð með finnsku þjóðinni. En þó verður þess alls staðar vart, hve lítið menn vita um Finnland. Það eru engir finnskir borgarar í Englandi, sem geta sagt sannleikann um þjóð sina. Fréttaritari Social- Demokraten reynir að vísu að ljá málefninu lið, bæði í ræðu og riti. Það er létt verk, því að staðreyndirnar eru svo sann- færandi, aðeins ef þær eru lagðar fram. En einn blaðamað- ur getur litlu áorkað, þegar hann auk þess þarf að sinna sínum eigin störfum. Það var þess vegna mjög hyggilegt bragð, þegar finnska landssamband fagfélaganna og finnski Alþýðuflokkurinn buðu til sín nefnd frá brezku verka- lýðshreyfingunni. Þegar aðal- ritari brezka landssambandsins, Citrine, sérfræðingur Alþýðu- flokksins brezka í utanríkismál- um, Noel Baker og fulltrúi neytendasambandsins Downie koma aítur og segja frá því, sem þeir hafa heyrt og séð og reynt, þá er sennilegt, að hinar hættulegu blekkingar verði kveðnar niður innan brezku verkalýðshreyfingarinnar og þar skapist eining í skoðunum og áhugamálum. Þessi þróun er þegar vel á veg komin. grein fyrir áliti mínu og hinni knýjandi nauðsyn þess, að hér sé eitthvað gert til þess, að laga höfnina og aðstöðu fiskimanna, er þeir koma að landi. Sandgerði er að mínu álíti bezta fiskistöð á Suðurlandi, og ég \il segja á öllu landinu. fyrir mótprbátaútgerð. Af náttúmnnar höndum er höfnin að mötp leyti ágæt fyrir mótorbáta, allt að 50-—60 tonna stærð. Höfnin er gmnn og því ekki heppileg fyrir stærri skip, og kemur þá mikið að sök hinn mikli munur flóðs og fjöm. Þó kemur þetta ekki svo mjög að sök fy.rir fiskibáta, enda ekki bót á fengin nema með æmum til- kostnaði, þar sem illt er að dýpka höfnina sökum þess, að Þörf hafnarbóta i Sandgerði •---4---- þlöpp er í botni hennar, að eins sandlag ofan á klöppinni. Það, sem myndar höfnina, er grjóteyri, sem liggur í boga frá landinu sunnanverðu til norðúrs og lokar fyrir, að hafsjór æði þar yfii% Þó er eyri þessi ekki upp út um flóð, nema að mestu leyti um smástraum, væri því stór bót og þörf að steypa hlífðargarð ofan á eyri þessa. Enn fremur er eyrin ekki föst við land, heldur tvö sund á henni, og er þaÖ eínn höfuðgalli, . þar sem ' straumar, sem líggja í gegn um sundín. flytja til lausan sand i botni hafnarinnar og orsakast af því mikil óþægindi. Þetta þarf að laga með því að fylla upp í sundin, sem alls ekki er kostnað- arsamt. Mönnum dettur nú eflaust t hug, að lokun á sundum þessum og garður ofan á eyrina mundí kosta of fjár og að litlu gagni koma vegna brims, er á garöinum myndi skella. En svo er ekki að garður þessi myndi ekki þola það brim, því það er að miklu leytí kraftlaust, er það kemur á eyrina, sökum þess, að það er búið að brjóta langa leið á skerjagarði, er liggur dýpra af eyrinni. Stærsti og versti ókosturinn er þó sá, að þegar bátar koma af sjö skuli ekki vera nægilega stór- ar bryggjur, svo bátamir komist að til losunar aflans. Aðeins tvær hryggjur eru í Sandgerði, og eru það einu hafnarmannvirkin, sem þar eru og mega teljast það, þar sem þær eru um leið hlífðargarö- ur fyrir bátana fyrir öldu, sem inn á höfnina leiðir, ef vont er i sjó. Ef bryggjur þessar væru tvö- falt lengri en þær eru nú, myndi það bæta stórum um; mætti þá komast að bryggjunum á öllum timum sjávarfalla, í það mínnsta í smástraum. Lægri kröfur finnst mér Sand- gerðingar ekki geta gert til pen- inga þeirra, sem veittir eru af al- mannafé til hafnarböta, en að ein stærsta verstöð þessa lands yrði þar einhvers aðnjótandi, þvi ekki er mér kunnugt um, að neitt hafi verið lagt af fé þyí í bryggju gerðir þær, sem hér eru, sem þó mega teljast hafnarbætur. og má það ekki lengur tefjast, að ver- stöð, sem aflar áriega milljóna króna í þjóðarbúið, fái aðkall- andi umbætur á þessu sviði, Að endingu skal ég svo gete þess, að viti sá, er sýnir inn- 'siglinguna í Sandgerði, er hinum mestu ókostum búinn, og er það aðallega fyrir það, að vitinn stendur allt of lágt og innan um önnur ljós, svo að illt er að gieina bann frá þeim i björtu, og ljósmagn hans mjög lítið, svo hann sést stundum verr en önnur vinnuljós í landi. Er þó full þörf á góðum vita hér, þar sem sker og boðar eru beggja megin við mjótt sund, langt undan landi. Að endíngu vil ég með línun þessum benda Sandgerðingum á, að gera kröfur til þings og stjórnar um að verstöð Jæssi verði ekki lengur látin sitja á hakanum, sem hingað til, með fjárveitingu til hafnarbóta, sem hvergi er meiri þörf fy.rir og ó- víða jafn réttmæt, þar sem bátar frá Sandgerði árum saman bera af öðrum með afla, en eiga þó allra erfiðast með losurí hans, er þeir koma að landi. Sjómaftur. Dansleik heldur Glímufélagið Ánnann í Inðó annað kvöld kl. 10 siðd. Hinar tvær vinsælu hljómsveitir Hljómsveit Hótel íslands og Weis happel spila. Auk þess verða ýms ágæt skemmtiatriði. Nánar aug- lýst hér í blaöinu á morgun. Útfereiðið Alþýftublaðift!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.