Alþýðublaðið - 24.02.1940, Blaðsíða 3
LAUGAIHJAGUR 24. FEBR. 1940.
ALPtÐUBLAmB
ALPtÐUBLABW
RTTSTJÓRI:
T. R. VAJLDEMARSSOR.
1 íjstrvem hat»:
STEFÁN PÉTURSSON
AFGREÍÐSLA:
ALÞÝÐUHÚSIK O
(Inngangur frá HverfUgötu)
SÍMAR:
4jS00: Afgreiöíslá, auglýsiQgar.
4JÍ01: Ritstjórn (tanl. frétttr).
43®2: Ritetjóri.
4C03: V. S. Vilhjélm# (heima).
4005: AlþýBuprentsmiðjan.
4900: AfgreiBsla.
5021 Stefán Pétursson (heima).
ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN
Fjárlsgafrumvarp
Jakobs Möllers.
ÞAÐ liggur í augum uppi,
að það hljóti að vera hálf-
gert handahófsverk að gera á
þessum vetri áætlun um tekjur
og gjöld ríkissjóðs fyrir árið
1941, eins og nú er ástatt í
heiminum. Flestir munu líka
hafá gert ráð fyrir því, að fjár-
lagafrumvarpið fyrir 1941, sem
nú hefir verið útbýtt á alþingi,
yrði mjög svipað því, sem sam-
þykkt var á síðasta Alþingi. Og
að minnsta kosti mun mjög
fáum hafa dottið það í
hug, að gert yrði ráð fyrir lægri
útgjöldum á næsta ári, eins og
nú horfir um verðlag í landinu
og kostnað við rekstur ríkis
stoxnana. En hið ólíklega hefir
orðið ofan á. Fjárlagafrumvarp-
ið áætlar útgjöld ríkissjóðs á
árinu 1941 tæpar 17 milljónir
króna eða um 1 milljón minni,
etx árið 1940.
Það er fjármálaráðherra einn,
sem hefir undirbúið þetta fjár
lagafrumvarp og ber að öllu
leyti ábyrgð á því. Það hefir
meira að segja verið upplýst í
blaði Framsóknarflokksins, að
frumvarpið hafi ekki einu sinni
verið lagt fyrir ráðherrafund
fyrr en það var fullprentað. —
Munu það vera óvenjuleg vinnu
brögð við undirbúning fjárlaga-
frumvarps, en þó ekki með öllu
óskiljanleg, þegar hið nýja fjár-
lagafrumvarp er nánar athugað.
Til þess að ná þeim sparnaði
um 1 milljón króna á útgjöldum
ríkisins, sem áætlaður er í fjár-
lagafrumvarpinu, er gert ráð
fyrir, að þau fjárframlög, sem
á yfirstandandi ári ganga til
landbúnaðarins verði skorin
niöur um hvorki meira né
minna en 900 þúsund krónur,
þar af jarðabótastyrkurinn um
380 þúsund krónur, fjárfram-
lögin til bænda vegna mæði-
veikinnar um 190 þúsund krón-
ur, framlagið til nýbýla og
samvinnubyggða um 105 þús-
und krónur, til byggingar- og
landnámssjóðs, sem var lækk-
að mjög verulega á síðasta
þingi, um 50 þúsund krónur, og
byggingarstyrkir til bænda um
50 þúsund krónur.
Af öðrum útgjöldum, sem á-
ætlað er, að skorin verði niður,
má nefna framlagið til nýrra
þjóðvega, samtals um 150 þús-
und krónur, til verkamannabú-
staða um J30 þúsund krónur, til
hafnargerða, bryggjugerða og
lendingarbóta, um 120 þúsund
krónur, og til jarðakaupasjóðs
uni 65 þúsund krónur.
Um verulega nýja útgjalda-
liði er ekki að ræða aðra en
fjárframlag til dýrtíðarupp-
bótar á laun opinberra starfs-
manna, sem áætlað er að nemi
500 þúsund krónum. Fyrir
attknum reksturskostnaði ríkis-
stofnana virðist að öðru leyti,
þrátt fyrir vaxandi dýrtíð, ekki
vera ráð gert. Hinsvegar eru
fjárframlög til viðhalds og end-
urbóta á þjóðvegum áætluð 125
þúsund krónum hærri en á yfir- f
standandi ári, og mun það
eiga að vega að nokkru upp I
á móti þeim niðurskurði, sem á-
ætlaður er á fjárframlögum til
nýrra þjóðvega.
Það getur ekki hjá því farið,
að þetta fjárlagafrumvarp verði
fyrir mjög alvarlegri gagnrýni
og verulegum breytingum við
umræður á þingi, enda kemur
það greinilega fram í báðum
blöðum Sjálfstæðisflokksins í
gær, að þau ganga út frá því.
Það lítur út fyrir, að fjármála-
ráðherrann hafi með slíku fjár-
lagafrumvarpi viljað sýna hinn
margyfirlýsta sparnaðarvilja
Sjálfstæðisflokksins í verki, —
enda lætur Vísir svo um mælt
í gær, að enginn ágreiningur
geti verið um það meðal Sjálf-
stæðismanna, að lagt hafi verið
inn á rétta braut með því að
lækka útgjaldaliði fjárlaganna.
En það er nú svo. Morgunblað-
ið viðurkennir þó, að „enda þótt
ýmsir útgjaldaliðir, sem þarna
sé höggvið skarð í, hljóti,“ eins
og það kemst að orði, „að
lækka eitthvað vegna hins ríkj-
andi ástands, sé hæpið að svona
stórfelldar lækkanir geti komið
til greina, án þess að eitthvað
annað komi í staðinn til stuðn-
ings og styrktar þeim, sem hér
eiga hlut að máli.“ Og þegar
meira að segja annað blað Sjálf-
stæðisflokksins viðurkennir
slíkt, þarf enginn að furða sig
á því, þótt „þeir, sem hér eiga
hlut að máli,“ eins og það kemst
að orði, vilji fá mjög verulega
lagfæringu á þessu fjárlaga-
frumvarpi, áður en það verður
samþykkt.
Það kann að vísu að vera, að
það sé ekki óeðlilegt, að ein-
stakir þeirra útgjaldaliða, sem í
fjárlagafrumvarpinu er áætlað,
að skornir verði niður, séu
lækkaðir eitthvað, eins og nú er
ástatt, einkum með tilliti til
gífurlegrar verðhækkunar á inn
fluttu byggingarefni, sem gerir
það ólíklegt, að ráðizt verði í
stórfelldar byggingarfram-
kvæmdir meðan stríðið stendur.
Það væri ef til vill rétt í því
sambandi, að endurskoða vegna
núverandi ástands það styrk-
veitingakerfi, sem skapað hefir
verið til styrktar landbúnaðin-
um. En þær breytingar á því,
sem til greina gætu komið,
þurfa miklu gaumgæfilegri í-
hugunar við, en fram kemur í
hinu nýja fjárlagafrumvarpi.
Þannig væri það vissulega mjög
misráðið, að skera fjárframlög-
in til nýbýla og samvinnu-
byggða niður eins og þar er
fyrirhugað. Því að jafnvel þótt
ekki væri keypt að byggingar-
efni, er hægt að undirbúa ný-
býli, og þörfin á því er svo knýj-
andi, ekki hvað sízt við sjóinn,
að það væri áreiðanlega að
byrja á vitlausum enda, að ætla
að spara á þeim útgjaldalið.
En alveg sérstaklega fráleitt
er það, að draga á nokkurn hátt
úr þeim fjárframlögum, sem
farið hafa til vegagerðar í land-
inu. Með þeim hefir verið
sköpuð mikil atvinna og sá út-
gjaldaliður ætti sannarlega ekki
að lækka, heldur þvert á móti
að hækka. Því að á tímum eins
og þeim, sem nú eru, þegar
margár atvinnugreinar verða að
draga saman seglin, sökum
verðhækkunar eða skorts á inn-
fluttum efnivið,-hefir hið opin-
bera fáar eins alvarlegar skyld-
ur að rækja og þá, að sjá því
fólki, sem atvinnulaust verður,
fyrir vinnu og brauði. ,
Elnar Mrsson sextnpr.
INAR ARNÓRSSON er
fyrir löngu orðinn þjóð-
kunnur sem ágætur lögfræðing-
ur og frábær lærdómsmaður í
íslenzkum fræðum, og er það
eingöngu vegna verka hans og
verðleika, því að hann er frá-
bitinn allri „auglýsingastarf-
semi“ fyrir sjálfan sig og er
maður hlédrægur. En verðleik-
ar hans hafa ekki getað dulizt,
og fyrir þá hefir hann fengið
rnargan sóma og orðið aðnjót-
andi virðingar fræðimanna og
alls almennings.
Það á því einkarvel við, að
ýmsir beztu lærdómsmenn vor-
ir hafa nú gefið út afmælis-rit
um íslenzk og lögfræðileg efni,
helgað Einari Arnórssyni sex-
tugum, en hann fyllir sjötta
tuginn í dag. Er það hið prýði-
legasta að öllum frágangi,
prentað í ísafoldarprentsmiðju,
og er innihald þess sem hér
segir:
1. Torskilin orð í íslenzku,
eftir Alexander Jóhannesson,
prófessor, dr. phil.
2. Þingrof á íslandi, eftir
Bjalrna Benediktsson, prófess-
or.
3. Forseti hins konunglega ís-
lenzka yfirréttar, eftir Björn
Þórðarson, lögmann, dr. jur.
4. Alþjóðasamtök um sam-
ræmingu siglingalöggjafar, eftir
Einar Arnalds, lögreglufulltrúa.
5. Arabisk Indflydelse pá Eu-
ropas Handels- og Retstermino-
logi, eftir Fr. Ie Sage de Fon-
tenay, sendiherra Dana.
6. Nokkrar hugleiðingar um
fébótaábyrgð ríkisins, eftir
Gissur Bergsteinsson, hæsta-
réttardómara.
7. Almenn kirkjubæn, mar-
tyrologium og messudagakver
á íslandi fyrir siðaskiptin, eftir
Guðbrand Jónsson, prófessor.
8. Flóamanna saga og Land-
náma, eftir Guðna Jónsson,
mag. art.
9. Björn at Haugi, eftir Jón
Jóhannesson, cand mag.
10. Þriggja hreppa þing, eftir
Ólaf Lárusson, prófessor.
11. Föðurætt Hauks lögmanns
EINAR ARNÓRSSON.
Erlendssonar, eftir Pétur Sig-
urðsson, háskólaritara.
12. Refsiréttur Jónsbókar,
eftir Þórð Eyjólfsson, hæsta-
réttardómara, dr. jur.
Loks er Skrá um rit dr. Ein-
ars Arnórssonar, tekin saman
af Guðbrandi próf. Jónssyni.
Titill bókarinnar er á þessa
leið:
„AFMÆLISRITIÐ, helgað
Einari Arnórssýni, hæstaréttar-
dómara, dr. juris, sextugum, 24.
febrúar 1940.“
Nú ætla ég mér ekki þá dul,
að dæma í einstökum atriðum
lögfræðilegar og sagnfræðilegar
ritgerðir, en þær virðast prýði-
legar, og nöfn höfundanna eru
trygging fyrir gæðum ritgerð-
anna. Ég get líka fullyrt, að þær
af ritgerðum þessum, sem ég
ber nokkurt verulegt skynbragð
á, svo sem t. d. ritgerð dr. Al-
exanders Jóhannessonar um
torskilin crð í íslenzku, eru
stórfróðlegar og ágætlega úr
sa:
•S5í
gcrSar. Er ritið höfundum
þess og aímælisbarninu til
sóma í alla staði. Aðeins 300
eintök eru prentuð af ritinu.
Einar Arnórsson er sann-
leikselskandi maður og hefir
leitað sannleikans um tilveruna
víðar en í lögfræði og sagnfræði,
stundum á dálítið óvanalegum
leiðum, en hvarvetna hefir
hann flutt með sér ágæta dóm-
greind sína og skarpan skiln-
ing á aðalatriðum málefnanna.
Fyrir opinber störf sín, fræði-
mennsku sína og ljúfmennsku í
persónulegri viðkynningu ber-
ast honum nú einlægar heilla-
óskir í dag.
Jakob Jóh. Smári.
Trló Ténllstarskólans.
Tr»ó Tónlistarskólans: Frá vinstri til hægri Heinz Edelstein, celló-
leikari, Árni Kristjánsson píanóleikari, og Björn Ólafsson fiðlul.
ÞESS hefir oft verið getið
hér í blaðinu áður, að
starfsemi Tónlistarfélagsins
ætti skilið, að henni væri meiri
athygli veitt af þeim mönnum,
sem telja sig eiga að halda vörð
um listmenningu í landinu, en
gert hefir verið. Hafa margir
freistast til að gera samanburð
á þeirri starfsemi og ýmsri ann-
arri, sem nýtur mikils styrks
frá því opinbera. Flestir munu
vera sammála um það, að Tón-
listarfélagið sé einhver merk-
asti félagsskapur þessa lands og
starf han$ í þágu listmenningar
okkar ómetanlegt. Margir
spyrja sem eðlilegt er, hvar við
værum staddir í hljómlistar-
málum, ef þessa félagsskapar
ekki nyti við. Félagið heldur
uppi skóla fyrir tónlistarmenn,
sem smám saman hefir fært út
starfssvið sitt. Einn merkasti
þáttur hans mun af mörgum
vera talinn blokkflautunám-
skeið skólans síðastliðna tvo
vetur, sem tekur til kennslu al-
gera byrjendur. Á allra vitorði
er það, að merkasti og vinsæl-
asti þáttur hinnar lifandi tón-
listar ríkisútvarpsins eru tón-
leikar Tónlistarfélagsins, sem
fluttir eru nú vikulega. Mánað-
arlega heldur félagið hljómleika
hér, sem ekki ýerður um deilt
að hafa stórkostlega listræna
þýðingu fyrir bæinn, og flestir
flytja okkur eitthvað nýtt og
merkilegt, sem við höfum ekki
átt kost á að heyra áður.
4. hljómleikur á þessum vetri
var kammermúsíkhljómleikur,
tvö tríó eftir Beethoven og
Brahms, leikin af þeim Birni
Ólafssyni, Árna Kristjánssyni
og Dr. Heinz Edelstein og 7
skozk sönglög eftir Haydn fyrir
sopran með tríó undirleik, sung-
in af frú Guðrúnu Ágústsdóttur.
Um meðferð þremenninganna á
því, sem þeir leika, er óþarft að
fjölyrða frekar. Þessir þrír
menn eru ótvíræðir listamenn,
samvizkusamir, gáfaðir og vel
þjálfaðir, og um frú Guðrúnu
Ágústsdóttur verður það eitt
sagt hér, að fáir munu hafa vit-
að að hér væri nú söngkona,
sem ætti svo fagra tóna og
kynni svo vel að fara með list-
ræn verk. Það hefir lengi verið
unnið að því af Tónlistarfélag-
inu að ná hingað fullkominni
,.Lieder“-söngkonu til þess að
kynna Reykvíkingum það feg-
ursta, sem til er í ljóðum, en
sem aldrei hefir verið sungið
hér. Munu þeir ekki vera fáir,
Frh. á 4. Sðu.
Sig&rður Einarssoes
Iibéb beiflisveMaoní
Douglas Rtíed: HRUNA-
DANS HEIMSVELDANNA.
Magnús Ásgeirsson íslenzk-
aði með leyfi höfundarins.
Það er eitt þarfasta verk, sem
nokkur bókaútgefandi hefir
tekið sér fyrir hendur á síðari
árum, þegar Menningar- og
fræðslusamband alþýðu tók að
sér að koma á íslenzku Insanity
Fair eftir Douglas Reed, og ekki
sízt þegar til þýðingarinnar
hefir verið fenginn annar eins
snillingur og Magnús Ás-
geisson. Um bókina er það í
skemmstu máli að segja, að hún
hefir um nokkurt skeið undan-
farið verið einhver sú bók, sem
mest hefir verið lesin á heims-
málunum. Það er búið að þýða
hana á ótal tungumál og skrifa
um hana ógrynni, og þó er þetta
ekki annað en sjálfsævisaga
venjulegs Englendings, sem fær
aðeins að þefa að því, að ganga
í menntaskóla, kemst svo í skrif-
stofu um fermingaraldur, íer í
stríðið af æfintýraþrá og lendir
síðan á hrakningi allslaus og
vonsvikinn eins og svo margar
af hinum nafnlausu stríðs-
hetjum stórveldanna. Einhvern-
veginn tekst honum ekki að
sökkva niður í neðstu djúp
mannfélagsins. Sennilega eru
hæfileikarnir of miklir og skap-
gerðin of traust. Hann kemst á
blaðaskrifstofu og vinnur sig
smám saman upp úr undirtyllu-
stöðu þangað til hann er sendur
sem erlendur fréttaritari til
Þýzkalands 1928. Síðan fer
hann land úr landi og er hvar-
aigjnqgiAgnjoq uias jbcJ ‘buj3a
líðandi stundar eru að gerast.
En af hverju hefir þessi bók
náð svo geysilegri hylli? Það er
í fyrsta lagi af því, að höfund-
urinn er afburðasnjall rithöf-
undur, blaðamaður og fréttarit-
ari af guðs náð. Hann hefir dul-
arfullt lag á því að vera alltaf í
miðju atburðanna, hann sér
ekki einungis og heyrir það, sem
er að gerast, heldur skynjar það
niður í dýpstu orsakir sínar og
út í yztu afleiðingar. Hann
heldur svo að segja um lífæð
veraldarsögunnar. Hann sér
Iiindenburg leiða Þýzkaland í
faðm. nazismans, sér Brúning
falla, sér galdrahlutverk það,
sem von Papen leikur í stjórn-
málum Þýzkalands, hann sér
þinghússbrunann, hann horfir á
hina miklu hreingerningu Hit-
lers 30. júní 1934, hann er við
jarðarför Hindenburgs, hann
sér allan endurvígbúnað Þýzka-
lands, hann lýsir Englandi, sem
lætur árin fara 1 súginn og flýt-
ur sofandi að íeigðarósi, hann
er viðstaddur hinn ójafna leik
Edens og Hitlers, þar sem annar
talar máli stálsins og fallbyssu-
kjaftanna, en hinn talar póli-
; tískt rósamál fyrir hönd afvopn-
aðs og andvaraíauss lands. Hann
fer með Eden til Moskva þegar
Sovét-Rússland í svipinn er að
setja á sig borgaralega velsæm-
issvuntu, plægir allan Balkan-
skagann, verður þaulkunnugur
Serbíumönnum og drekkur dús
við Alexander konung, hann
rabbar við Boris Búlgaríukon-
ung, er heimagangur hjá Karol
Rúmeníukonungi, er viðstaddur
þegar Georg Grikkjakonungur
kemur heim, ferðast um þvert
og endilangt Ungverjaland. Og
alls staðar skýrir hann atburð-
ina, orsakir þær, seni faldar eru
undir yfirborðinu, hin leynilegu
átök auðmanna og stjórnmála-
braskara, strauma niðurbældra
þjóðernistilfinninga, og segir
fyrir með miskunnarlausri rök-
vísi hvað af þessu muni leiða,
hvað framtíðin hljóti að bera í
skauti sínu. Hvað eftir annað
bregður hann upp ógleymanleg-
um myndum, eins og til dæmis
af atburðunum er Þýzkaland
innlimaði Austurríki eða hinni
máttvana ráðstefnu í Stresa.
Hann sér að þetta er hrunadans
heimsveldanna, dansinn út í
dauðann og glötunina, sá, sem
nú er stiginn um alla veröld við
undirleik fallbyssuskothríðanna
og sprengingar tundurskeyta.
Þessi bók er ómetanleg hand-
bók þeim, sem skilja vilja á-
standið í Evrópu undanfarin ár
og orsakir þess, og hún er líka
merkileg hugvekja fyrir þá, sem
langar til að gera sér grein fyrir
hvað rísa muni upp úr ösku og
eimyrju þessarar styrjaldar. Ég
held að vandfundin hefði verið
bók, sem meiri þörf var á að
þýða á íslenzku en einmitt þessi.
Ég gat þess áðan að bókin
er frábærlega skemmtilega
skrifuð. Ég las hana þegar hún
var svo að segja nýkomin út á
ensku og það var mér óblandin
nautn að lesa hana í þýðingu
Magnúsar Ásgeirssonar. Honum
hefir einhvern veginn tekizt að
lifa sig inn í stíl höfundarins og
anda hans, svo að hin rólega
kýmni og æðrulausa gleggni
Douglas Reed hefir hvergi tap-
að sér í þýðingunni, en sums
staðar beinlínis unnið á, eins og
Mi. á 4. afeti.