Alþýðublaðið - 14.03.1940, Side 2

Alþýðublaðið - 14.03.1940, Side 2
FIMMTUDAGUR 11. MARZ 19411. ALÞfBUBLADIS UMRÆÐUEFNI DAGSINS. TINDÁTINN STAÐFASTI. 6) Þarna er konuefnið mitt, hugsaði hann. En hún er mjög tigin- borin. Ég verð að kynnast henni. Svo lagðist hann endilangur bak við tóbaksdósir, sem voru á borðinu. 7) Svo leið að kvöldi og þá voru allir dátarnir látnir í öskjurnar og fólkið háttaði. 8) Nú byrjuðu leikföngin að leika sér. Dátarnir léku sér í öskjunni og griffillinn strikaði spjaldið. Svo vaknaði kanarí- fuglinn og fór að syngja. En þau einu, sem ekki hreyfðu sig, voru dátinn og dansmærin. 9) Hún stóð á tánni og teygði út armana, 10) Og hann stóð á öðrum fæti og leit ekki af henni. Nú sló klukkan tólf og þá hrökk lokið af tóbaksdósunum, en það var ekk- ert tóbak í þeim, heldur ofurlítil svört tröllkona. — Dáti, sagði tröllkonan, — viltu gera svo vel og horfa í aðra átt. Armann, K. R. og !. R. halda sameiginlegan skemmti- fund á Hótel Borg föstudaglnn 15. þ. m. Það er gleðilegt að sjá þess einhvem vott hjá íþróttafé- lögunum, að þau reyni að efia samstarfið sln á milli, sem ekki hefir verið of mikið fram að þessu. fþróttafélögin hafa ákveð- ið, að láta allan ágóða af skemmtifundinum renna til B/s. „Sæbjargar", og fer vel á því. Þegar maður fer að hugsa um sundmng félaganna á undan- gengnum ámm, hlýtur manni að ídetta í hug, hvort ekki sé hægt að gera meira til þess að efla samstarfið, en til þess þarf meira en einn skemmtifund. íþróttafé- Kigin þurfa að koma á fót sam- eiginlegum skemmtiferðum í sumar, og þau þurfa að koma upp úrvals fimleikaflokki (Reykja víkurflokki) og jafnvel sameigin- legum fræðslukvöldum um íþrótt- 4r og þjálfun. En sem sagt sam- starfið er hafið, og vonandi verð- ur framhald á þvi, og þess vegna er æskilegt, að allir íþróttamenn og þeir, sem hafa áhuga fyrir í- þróttamálum, fjölmenni á þennan fyrsta same'vinlega skemmíifund íþróttafélpganna. Ódýrt. Matarkex 1.00 Vt kg. Kremkex I.2S % kg. Bjúgu, ný daglega. Úrvals harðfiskur. Sítrónur, ostar, egg. Munið ódýra bónið í pökkun- iim. mWMKKSk Vsvallagötu 1. Sími 1678. TJARNARBÚÐIN. Simi 3570. Vaxandi áhugi fyrir heima- íþróttum. Bridge — Skák. Hvað hefir valdið ósam- komulaginu meðal skák- manna og hvernig á að ráða bót á því? Ósæmileg klám- skrif í opinberu blaði. Vand- látur Bændaflokksmaður kvartar. „Málhreinsun“ og rithöfundar. Skammir um happdrættið frá manni, sem litla trú hefir á vilja og viti almennings- ATHUGANIR HANNESAR Á IIORNINU. YMSAR HEIMAÍÞRÓTTIR fær- ast nú mikið í vöxt hér í bæn- um, ef til vill er réttara að kalla það leiki, en mér líkar þó hitt betur. Bridge breiðist ört út og er nú spilað á fjöld heimila í bænum og áhnginn fyrir þessu skemmtilega spili virðist nú eiga eftir að vaxa mikið enn, enda virð- ist það vera eina spilið, sem hægt sé að spila af ánægju. Öll gömlu spilin hverfa og verða lítils virði við hliðina á því. ÁHUGI FYRIR SKÁK fer mjög vaxandi og fjölgar skákmönnum hér í bænum með hverjum mánuði og er allmargt ungra pilta meðal þeirra og þeir eru ekki alltaf hin- ir slökustu. Má til dæmis geta þess að fyrstu verðlaun í fyrsta flokki á skákmóti Reykjavíkur. vann kornungur piltur, Sigurður Giss- urarson að nafni, sem jafnframt er talinn einhver snjallasíi hraðskák- maður okkar. Meðal skákmanna er hann oftast - kallaður „krakkinn“, en „krakkinn" reynist skeinu- hættur hinum eldri. UNDANFARIN TVÖ ÁR hefir verið mikil deyfð yfir Skáksam- bandi íslands og virðist hún hafa stafað af innbyrðis flokkadráttum og persónulegum væringum, sem almenningur hefir líka orðið var við af opinberum blaðaskrifum. — Vitanlega er allt slíkt ósamkomu- lag, sem kemur niður á skákjþrótt- inni og þróun hennar hér, þátt- takendum til skammar og á ekki að eiga sér stað. Um stjórnmál samtaka skákmannanna ættu því að fjalla helzt menn, sem lítinn þátt taka í keppnum og mætti það verða til að koma í veg fyrir úlf- úð og sundurlyndi. Nú á að halda aðalfund Skáksambandsins hér \ þessum mánuði og ætti þá að koma málefnum þess á heilbrigðan og fastan grundvöll. Má og vera að útgáfa Skákblaðsins, sem þeir Óli Valdimarsson og Sturla Pétursson ætla að fara að gefa út — geti hjálpað til þessa. VANDLÁTUR Bændaflokksmað- ur skrifar: „Ég legg ekki í vana minn að standa í blaðaskrifum eða amast við því, sem frá ykkur spek- inguniim kemur á prenti, en þó verð ég að þessu sinni að biðja þig um rúm í dálkum þínum fyrir fá- ein orð réttlátrar vandlætingar minnar: í síðasta tölublaði bænda- flokksblaðsins „Famsókn,“ byrjar ritstjórnin á birtingu „snjallra til- svara og kýmni.“ sem blaðinu berst, og því helgaður sérstakur dálkur í hinu sannkristna blaði.“ „VITANLEGA er ekkert við því að segja, nema gott eitt, að hnittn- um tilsvörum og stuttum gaman- sögum um merka menn sé haldið á lofti, og þá ekki sízt ferskeytl- um snjallra hagyrðinga, enda mun það hafa verið ætlun blaðsins skv. formála ritstjórans fyrir dálk þeim, er hér um ræðir. En hvernig heppnast svo þessi nýja dálkafyll- ing „Framsóknar“?“ „HAGYRÐINGUR SÁ, sem blað- ið klykkir út með er rótarlegt klámskáld og hvergi meðal siðaðra manna ætti slíkur kveðskapur að sjást á prenti. Mér hafa sjaldan blöskrað jafn mikið blaðaskrif sem þessi, og svo mun fleirum er lesið hafa. Ef það á að kallast fyndni, þegar merkir athafnamenn eru til- greindir með fullu nafni, og um þá birt versta tegund af klámi, þá virðist vera full ástæða til þess að lögreglan hafi framvegis eftirlit og ritskoðun á hagyrðingum „Framsóknar“ og ,,kýmni” þeirri, sem blaðið hefir nú boðað í dálkum sínum, — því sannast orða er það mannskemmandi og langt undir virðingu hvers sæmilega heiðvirðs manns, að þola óþverra, sem þenn- an, í opinberu málgagni.” EKKI BÆTIR SVO ÚR, að við hliðina á seinni og verri klámvís- unni er birt með stóru letri nafn ábyrgðarmanns blaðsins, en það er umboðsmaður heilagrar kirkju, séra Þorsteinn Briem. Er það furðulegt, að smekkur og ábyrgðar- tilfinning þess merka manns skuli vera þetta götótt, og er slíkt sízt til þess íallið. að auka kennimanna- stétt landsins, álits.” HÉR ER EKKERT OFSAGT. Umræddur kveðskaþur er fyrir neðau allar hellur og alveg óskilj- anlegt, að nokkur maður skuli setja slíkt og þvílíkt í opinbert blað. Virðist mér að í þetta eina skipti hafi Bændaflokkurinn sýnt meiri dirfsku en hann hefir gert í nokkru öðru máli frá stofnun sinni. Hitt er svo annað mál, hvort þessi verknaður hans er honum til sóma. POTTBROTA-HALLUR skrifar mér eftirfarandi skammir: „O-já, Hannes minn! Þú segist fyllast uppreisnarhug, þegar minnst er á hreinsun íslenzkrar tungu. Kæri vinur! Ég vil benda þér á, að það ætti að teljast sjálfsagt að reka þig úr embættinu fyrir þetta. Lestu bara aðra eins meistara og Einar sál. Benediktsson, Helga Péturss og Kiljan, sem skrifa þannig um þyngstu Viðfangsefni, og smjúga þannig hármjóstu heilakróka, að hvergí verður ©rlendra eða ólið- legra orða vart, þegar þeim tekst bezt upp. Þetta sýnir, að íslenzkan á nægan sveigjuþrótt og að ekki þarf að innleiða nema örlítið af allra hentugustu og beztu erlendum Orðum og orðhlutum. Mér líkar t. d. ekki við Kristján Albertsson í síðasta Skjrni. Hann mælir allt of mikið með dámafdrætti er- lendskunnar. Eða viljið þið kann- ske að rithöfundur fái styrk fyrir orðið pressuball??” „ÚR ÞVÍ AÐ ÉG fór að minn- ast á styrki, dettur mér kynlegt atvik í hug. Það er söguval Menntamálaráðs i ár. Sultur eftir Hamsun er að vísu snjöll saga. — Hún segir frá fátæku skáldi, sem fær enga hjálp. Þess vegna er hún nú valin til útbreiðslu á íslandi í sama múnd og því er haldið að þjóðinni, að skáld eigi að bjarga sér sjálf eða vera fátæk ella, og öldungis öryggislaus í fjármálum meðan kaupahéðnar, mörvambar og þorskhausar, sem eru vægast sagt mjög leiðinlegar sltepnur, — fylla hýtir sínar af milljónum. Hvað á þetta lengi að ganga? Ég hugsa bara helzt, að þegar þjóðin fer að bera saman Sult Hamsun’s og Sögu Óíafs Kárasonar eftir Kilj- an, þá verði sú síðari þyngri á metunum, hvað sem tröllin tauta.” „ÉG HATA skrumauglýsingar" segir Þráinn í bréfi, ,,og ég álft, að það eigi að banna þær, ekki sízt núna í dýrtíðinni. Þó tekur út yfir allt velsæmi, þegra Háskól- inn tekur til að auglýsa dag eftte dag sitt „fjárhættuspil“ með skrumi, sem litla eða enga stoð á í veruleikanum. Er það ekki nóg að selja fólkinú seðlana, eftir þess eigin ósk, án þess að beita aug- lýsingaloddaraskap til þess að reyna að ginna það til að láta, af sínum fáu aurum, sem hjá fjölda manns hrökkva ekki fyrir allra brýnustu lífsnauðsynjum." „EÍNHVERJIR munu segja: — Fólkið er sjálfrátt. En þegar betur er að gáð, verður það varla sagt. Þvf þegar reynt er að eggja það og gera það spennt, tilfærð eru höpp hjá þeim fáu, er þau hafa hlotið, og flaggað með þeim upphæðum, sem fara í vinninga, en lítið talað um hvað mikiö af vinningunum fer til Háskólans sjálfs, því það þykir ekki nóg að hann fái ágóð- ann af þessu fyrirtæki. Hann verð- ur lika að hljóta vinningana, sem koma á þá seðla, sem ekki seljast. Því alltaf er dregið um alla þá seðla, sem selja má, hvort mikið eða lítið selst af þeim. Segjum nú til dæmis, að helmingur miðanna seljist. Svo er dregið og hefir þá sjálfur Háskólinn hinn helminginn til að vinna á. Með öðrum orðum: Svo getur verið, að Háskólinn hafi jafnmikil skilyrði til að vinna sjálfur við hvern drátt í happadrættinu, jafnmikið eða meir en allir þeir til samans, er miða keyptu.” „HAPPDRÆTTIÐ er engin hamingja fyrir almenning. Það er alltaf aðeins lítil prósent .manna, sem vinnur nokkuð sem um mun- ar, þftss vegna ®r ®kki rétt að g®ra neitt til þess að tæla fólk til að láta kaup á happadrættismiðum sitja í íyrirrúmi fyrir öðru. Miklu nær sarmi væri að segja sem svo, að þegar uppfylltar væru allar nauð- synjar, væri afsakanlegt að kaupa seðil. Og nú getur vel verið, Hann- es minn, að þú viljið fara að fá orðið, og það færð þá bráðum. En áður en ég hleypi þér að, vil ég segja þetta: Þú og sjálfsagt fleiri hugsa og segja: Sá er laglegur! Hann er á móti Háskólanum! — En til þess að fyrirbyggja misskilning um það, skal ég segja þér þetta: Ég er á móti Háskólabyggingunni eins og hún hefir verið gerð, þ. e. svona helmingi of stór og dýr, sem leiðir það af sér, að hún verður eyðsluhít í rekstri. Það er þvl hró* um Dungal, sem Jónas færði hon- um til lasts, að hann hefði verið éinn af fáum, sem byggj* vildi eftir þörfum atofnunarinnar, ®n ekki eins og glóparnir, sem ætla að byggja Háskóla til 200 ára og láta ríkissjóð eða landssjóð borga rekstrarkostnað af þvi, sem óþarft er í þessi 200 ár. Þetta er vit- leysa, sem engir fjármálamenn láta sér detta í hug.” „ÉG ER MEÐ HÁSKÓLA, wm sniðinn er við okkar hæfi og starfræktur samkvæmt því, meö þeim beztu kröftum, sem völ er á í hverri grein og þar sem hvorki kennarar né nemendur eru óreglu- menn. Af þessu leiðir það, að ég tel, að háskólabygging, sem full- riægði okkar þörfum nú um nokk- urt skeið hafi verið rétt að byggja og jafnvel forsvaranlegt að afla tii fé með happdrætti. En jafnvel þó öll skynsemi hefði verið viðhöfð hefði ég ekki keypt seðil fyrr en ég hefði fætt og klætt mig, konu mína og börn, borgað iðgjöld af öllum þeim tryggingum, sem lög- boðnar eru og ég reyni að hafa mér og mínum til öryggis og þé fyrst, en ekki fyrr, látið lítið korn af mörkum í þarfa byggingu, én minnstu vonar um persónulegan hagnað. Og að síðustu þetta: Hafi ég nú hneykslað þig eða aðra, Hannes, þá viti þeir og þú það, að á þessa leið er ég nú hefi lýst, hugsa margir fleiri en ég. Hitt er annað mál, að fáir hafa haft áræði til að láta það koma fram og eftir er að vita, hvort þú áræðir að birta það.” í SKÁRRI ER þáö nú ofsinn út í happdrættið. Það er stofnaö skv. lögum og það starfar að míklu þjóðþrifamáli. Það er eins og ég sjái allar skammirnar, sem happ- drættið fengi, ef það auglýstl ekki neitt. Ég hygg, að almenningi myndi ekki líka það. Almenníng- ur hefir sýnt það, að hann vill hafa svona happdrætti, því að svo mé segja, að salan fari alltaf vaxandi í öllum löndum eru happdrætti og það er óhætt að fullyrða, að óvfða eru vinningsmöguleikar almenn- ings jafn miklir og hér. Hannes á herninií. Drengjaföt, matrosífét, jatósa- föt, frakkar, skiðaföt. I .augavegi lö, simi 3094. Lejmdardómnr WoglvtBjrrJ a gðmln taaUariiinar hrœða einhvem, þá þyrfti hann að ýlfra hærra, því að í nótt var það til dæmis aðeins þú, sem heyrðir það. Meðan við vorum að tala saman, kom maður á móti okkur. Hár hans og skegg var hvítt og huldi nærri því allt andlitið. Þetta var Antoine. Stór, svartur hundur gekk á eftir honum. Ég vildi tala við geitsmalann, en Saint-Luce sagði, að það væri vita þýðingarlaust. Hann nam staðar með hattinn í hendinni, þegar hann sá greifann. Hundurinn horfði grimmilega á mig og gapti, en kom ekki upp bopsi. Hundurinn var vita raddlaus. Gamli geitasmalinn hafði starandi augnaráð. Hann var van- astur því að horfa á himinninn og sjóndeildarhringinn. Við urðum að tala hátt við hann, svo að hann gæti heyrt til okkar. Hann var mjög fámæltur og kom það bersýnilega í ljós, að hann var óvanur að tala. — Hafið þér verið geitasmali hér lengi? spurði ég. ■— Bráðum fimmtíu ár. Ég var ungur, þegar ég byrjaði. Er ekki óþægilegt að liggja úti á yðar aldri? — Það kemst upp í vana. Þegar kalt er, eru skepnurnar hafðar inni. í nótt var ég meir að segja að hugsa um að fara heim. — Hvers vegna? spurði ég og átti von á því. að hann hefði orðið var við eitthvað, sem skaut honum skelk 1 bringu. — Vegna þess, að það var svo kalt. Það er orðið svo fram- orðið ársins. — Sváfuð þér hér nálægt? — Ég svaf þarna við tréð. Hann benti á gamalt tré skammt frá höllinni. — Ég fór allt í einu að hlægja. Saint-Luce horfði á mig, eins og hann héldi, að ég væri genginn af göflunum. Það var auð- vitað hundurinn. sem ýlfraði svona, þegar hann var að reyna að gelta. Ég horfði á hinn þögula hund, sem stóð hjá húsbónda sínum. — Einkennilegur hundur að tarna! Geltir hann aldrei? — Nei, það hlýtur að vera eitthvað að honum í hálsinum. — En hann hlýtur þó að geta ýlfrað? — Nei, hann hefir ekki getað komið upp hljóði þau tvö ár, sem ég hefi átt hann. — í tvö ár — einmitt jafnlengi höfðu þessi leyndardöms- fullu hljóð heyrzt. Ég leit á vin minn og hann hleypti í brýrn- ar, eins og hann ætlaði að halda með mér í þessu máli. — Ef til vill er það bara hundurinn, sagði hann. — Við skulum fara heim aftur. En ég vildi ekki fara fyrr en ég hefði fengið að vita vissu mína hjá geitsmalanum. — Er hundurinn tryggur? — Já, mjög tryggur. —- Ég spyr aðeins vegna þess. að ég er ofurlítið hræddur við hunda. Hann virðist vera grimmur eftir útlitinu að dæma og ég vildi ógjarnan mæta honum einum hér úti. — Hann víkur aldrei frá mér, það megið þér vera óhrædd- ur um. — Ekki heldúr á nóttunni? — Hann er alltaf hjá mér, bæði á nótt og degi. Það gat þá ©ftir þessu aS dauma »kki verið hundvmnn. Nú var það Saint-Luce, sem byrjaði að hlæja. Hann snéri sér að geitsmalanum. — En þér getið ekki gætt hundsins ineðan þér soöð. Svo fylgdumst við að heimleiðis. Þegar við komum inn í garðinn, sagði hann: — Það er auðvitað bara hundurinn, sem er að ílækjast úti á nóttunni. — Hvers vegna hefir þér aldrei dottið það í hug fyrr? Hann hugsaði sig um stundarkorn áður en svarið kom. — Þú hefir á réttu að.standa. En ég trúi því nú raunar ekki að það hafi verið hann. Ég reyndi bara að telja mér trú um, að svo væri. ... Nei. ef hundurinn væri að flækjast úti á nóttunni, þá hlyti Antoine gamli að hafa tekið eftir því. — Er hægt að treysta honum? — Ég treysti honum. En þó þekki ég hann ekki vel, því að ég er svo sjaldan heima. Þú veizt ekki, hvað ég vildi gef& fyrir, að það væri hundurinn. Þessi leyndardómur þjáir mig og þjakar mér hræðilega. Og þegar ég tók svo illa á móti þér í fyrstu. þá var það af þessari ástæðu. — Af þessari ástæðu! Ég skil ekki ... — Herry! Ég ætla að segja þér frá öllu saman. Þú hefíf tekið eftir því, að ég er sæmilega hugrakkur, er ekki svó? — Jú. — En þetta leyndardómsfulla mál kemur mjög við taugar mínar. Og nú er ég orðinn hræddur. —- En hvers vegna býrðu þá hér? *— Ég skil það í raun og veru ekki sjálfur. Það er ósýni- legur máttur, sem líkt og dregur mig út í glötunina, svo að mig svimar. Ég er eins og troðinn djöfullegri möru. en íláið get ég ekki.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.