Alþýðublaðið - 19.03.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.03.1940, Blaðsíða 1
BITSTJÓEÍ: F. E. VALÐEMARSSÖN ÚTGKF'ANÐI: ALÞÝBUFIíOKKUMNM XXI. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1940. 66. TÖLUBLAÐ Heimurinn engu nær um við ræður Hitlers og Mussolinis. —.—«--- Einræðisherrarnir ræddust við í skotheldri jámbrautarlest í tæpar þrjár klukkustundir. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Kaupmannahöfn í morgun. "LJ ITLER OG MUSSOLINI hittust í gærmorgun kl. 10 í litlu þorpi Ítalíu megin við Brennerskarð. Komu þeir þangað hvor um sig, með fylgdarliði sínu, í skotheldri járnbrautarlest. Gengu þeir Hitler og von Ribbentrop strax eftir komuna yfir í járnbrautarlest Mussolinis og Ciano greifa og töluðu við þá í 2 klukkustundir og 50 mínútur. Þá var borðaður hádegisverður, en eftir hann skildu ein- ræðisherrarnir og hélt hvor heim til sín. í morgun var tilkynnt, að Mussolini væri aftur kominn til Rómaborgar, en í opinberum tilkynningum um fund- inn þar og í Berlín er ekkert að græða. Þar er aðeins sagt, að viðræðurnar hafi farið vinsamlega fram. Um til- gang hans og árangur hafa menn ekki nema getgátur einar. Friðarskllmálar Hltlers umræðuefni fundarins? Sá orðrómur vill ekki þagna, að Hitler hafi farið að hitta Mussolini í þeim tilgangi, að reyna að fá málamiðlun hans til að koma á viðræðusambandi við Vesturveldin um frið, og að fyr- ir honum vaki að nota til þess tímann, meðan Sumner Well- es dvelur í Evrópu. Hinsvegar hefir Cordell Hull, utanríkismálaráðherra Roose- velts, neitað því, að Sumner Welles hafi komið fram sem nokkur málamiðlari í Evrópu. Hann hafi aðeins verið að kynna sér ást^ndið og ekki farið á neinn hátt út fyrir það verk- svið, Skilmálarnir ellein. Þrátt fyrir þetta hefir orð- rómur komizt á loft um það, að Hitler hafi gengið frá friðar- skilmálum í ellefu liðum, sem hann vilji leggja til grundvallar fyrir friðarsamningum. Þessir skilmálar eru: 1.) að almenn afvopnun fari fram. Stúdeotafélag Reytejavíkur; Þýðinq ankiBS sambands mllll Islands og Ameríku. ----*---- Frá umræðunum á fundinum í gær. ÞETTA var fyrri fundurinn af tveimur umræðufund- unx, sem Stúdentafélag Reykja- víkur heldur á þessum vetri um afstöðu íslands til umheimsins, og fjallaði hann um afstöðuna til Am’eríku. Thor Thors hafði þar aðalfram- sögu og ræddi um menningarleg viðskiptaleg og pólitísk sambönd Islands við Ameríku. Lagðá hann aðaláherzluna á auldð menui'ng- arsaniband við Islendingana í Vesturheimi og lýsti hinum sí- auknu erfiðleikum, sem þeir hefðu við að etja, og þeirri við- ieitni, sem sýnd hefði verið hér heima, til að styðja þá og halda sambandi við þá. Hairn rakti þróun viðskiptaima milli islamds og Suður- og Norður-Ameríku frá 1935 og erfiðleikana og mögu- leikana á auknum viðskiptum ís- lands við þessar þjióðir. Kvað hann útflutnimg íslands til Bianda- ríkjanna 1930 hafa verið 11/2 millj. kr., 1935 4,2, 1938 5,8 og 1939 7,4 mdllj. Hann sagði, að eins og nú stæðu sakir væri ekki hægt að selja síldarlýsi til Ame- ríku sökum tolla, en ef því feng- ist breytt, yrði það mikdll hagn- aður fyrir okkur, því þá yrðum við óháðir lýsishringunum í Ev- rópu. Svipuð aðstaða sagði hann að væri um sölu síldarmjöls. Þá ræddi hann og um gildi sýning- ía-rinnar í New York bæði fyrir viðskiptalífið og Island sem ferða mannialand. Þá kom hann nokkuð inn á hina p-ólitísku aðstöðu til Bandaríkjanna, m. a. hugmynd Vilhjálms Stefánssonar um að Is- land væri fy.rsta ameríska lýð- veldið og Monro-kenmingin cCtti að ná til þess. Kvað ræðumaður, að eins og nú stæðu sakir, væri erfitt að standa einn og óstuddur og yæri því ekki fráleitt að at- huga þenna möguleika, því land- inu myndi minnst hætta etafa af vernd Bandiaríkjanina af þeim st'órveldunum, sem nú væru til. Frh. á 4. síðu. 2. ) að lítið pólskt ríki með um 10 milljónum íbúa, verði endur- reist umhverfis Varsjá, og skuli það fá hafniarborgina Gdynia og aðgang að höfninni í Danzig. zig. 3. ) að Tékkía, Slóvakía og Ung- verjaland verði sambandsrílu, með sjálfstjóm hvert um sig, og Þjóðverjar fái heimild til að hag- nýta sér hráefnalindir þeirra í 25 ár. 4. ) að Austurriki verði áfram hluti af Þýzkalandi. 5. ) að Þjóðverjar fái gömlu þýzku nýlendumar á næstu 25 áram. 6. ) að Dónárlöndin, Tékkía, Slóvakía, Ungverjialand, Júgósla- vía og Rúmenía myndi ríkjasom- band undir vernd Þýzkalamds og Italíu. 7. ) að héruðin Beasarabia og Transylvianía í Rúrneníu fái sér- stöðu iiman þess rikis og verði hið fyrra undir rússneskri, en hið síðara undir þýzkri vemd. . 8.) að Gyðingar, sem eftir eru í Þýzkalandi, verði fluttir til Pale- stínu eða Austur-Afríku. 9. ) að jfrjáls ve(rzlura verði leyfð í heiminum og öllum þjóðum gert jafnhátt undílf höfði á Ameríkumarkadi. 10. ) að yfirráðin yfir Suez- skurði verði tekin af Bretum og Frökkum, falin alþjóðanefnd, og franska hafnarborgiri Djií- bouti í Austur-Afríku gerð að fríhöfn. 11. ) að ítalir í Tunis fái sér- réttindi, þannig að þeir séu þar áfram ítalskir ríkisborgarar. í London er því lýst yfir, að brezku stjórninni sé algerJega ó- kunnugt um þessa skilmála, og Sumner Welles hafi að nrinnsta kosti ekki skýrt henni frá þeim, hafi hann yfirleitt nokkuð vitað um þá. Það er heldur engin dul dreg- in á það, að slíkir friðarskil- málar myndu ekki verða teknir alvarlega í London eða París. Hitler og Mussolini, þegar þeir hittust seinast í Rómaborg. Ástandið er breytt síðan. Verstu rafmagnsbil anirnar á vetrinum. ----«----- Verksmiðjur og átvarp stöðvuðust fram yfir hádegi og fólk fékk ekki heitan mat --------------*—--- Stafmagnsveitmiiii er kaiiiiaiigt bibbb9 af lives3|n Mlanirnsr stafa. ----♦----- ENN EINU SINNI bilaði rafmagnið í dag. Bilanirnar urðu . .snemma í morgun og gekk illa að finna þær. — Báðir strengirnir frá stöðinni við Elliðaár og hingað til bæjarins bil- uðu og var bærinn því algerlega rafmagnslaus. Leit var strax hafin, með allmiklum mannafli, að því hvar bilanirnar væru og fyrst klukkan 11,15 tókst að finna þær. Voru þær inni í mýr- nm (Sogamýri), en þar er nú mikið undir vatni. Aðalfundur Frlðaifélagslns. Einari Olgeirssyni vik ið ðr félagiBD með samiiljóðaaíkvæðDm. \ ÐALFUNDUR Friðarfélags- ■*"* ins er nýlega afstaðinn. For- maður félagsins, Guðlaugur Rós- inkranz yfirkenmari, sí^rði frá störfum félagsins á árinu. Þrir menn höfðu gengið úr félagimu eða verið strikaðir út vegna van- skila á árinu, og einum manni (Einari Olgeirssyni ritstjóra) hafði stjórnin vikið úr félaginu. I því era nú 29 einstaklmgar og fjögur félög og félagasambönd (U. M. F. I., Prestafélag íslands, Frh. 4 4. síÓU. Fiadnr IvenMags Aiitýðnflðkksfélags- ins I gærkvðidi. 17VENFÉLAG Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur hélt mjög fjölsóttan fund í gær- kveldi. Þar flutti Alexander Guðmundsson fujGtrúi fram- söguræðu um, mjódkursölumáí. Auk þeirra félagsmála, er lágu fyrir fundinum, 'flutti varafor- maður félagsins, Kristín Ólafs- dótiir læknir, fróðlegt og skemmti- Iegt erindi um breytingar á kjör- um yngri og eldri núlifandi kynslóða. Þá sungu fjórar kát- ar stúlkur nokkur fjörug lög með píanó 0g fiðlu undirleik. Einnig skemmtu tveir piltar með banjo- / a Frk. á 4. síðu. Bilanimar á rafmagninu eru nú * famar að verða svo tíðar, að við þetta verður ekki lengur unað. Rafmagnsstjóri sagði í samtali við Alþýðublaðið í dag, að þess- ar bilanÍT hefðu orðið með sama ftætti og biianir þær, sem áður hafa orðið í vetur, að vatnið eyðileggí lakkið við „múffurnar“, geri þær óþéttar og ónýti hæfni sírengjanna til að flytja raf- magnið. Það virðist svo, að grafa verði upp alla þá staði, þar sem þessar „múífur" eru, því að reynsla er nú fengin fyrir því, að þegar vatn eðia raki kemst að þessu lakki, þá breytist efnasamsetning- in svo mikið, að lakkið ónýtist. Það verður hins vegar dýrt verk, og óþægilegt að þetta skyldi koma fyrir, en við því er ekkert að gera, úr þvi, sem komið er, annað en það, að hefja viðgerðir þegar í stað. Verksmiðjur stöÖvuðust í dag og útvarp einnig. Síðdegisblöðin stöðvuðust og vegna þesis, að ekkert var hægt að gera í prent- smiðjunum, og fölk á heimilum \'arð fyrir margs konar óþægind- um. Hvergi, þar sem eldað er við rafmagn, var heitur matur á borðum um hádegi, og var keypt meira en nokkru sinni áður í búðum af brauði, mjólk og skyri. Rafmagnsveitunni ber nú skylda til að hefja þegar vinnu við upp- g'röft viÖ múffurnar og lagfæra það, sem ábötavant er, svo fljótt sem því verður við kornið. Þetta ástand er óþolandi. Rússar segjast ekki munn irekari krðfir tll landa i norðanverðri Evrópu Hafa Mlvissað sænsku stjórninaumþað LONDON í morgun. FÚ. MBÆTTISMAÐUR í sænska utanríkismálaráðu- neytinu héfir lýst því yfir, að sovétstjórnin rússneska bafi fullvissað sænsku stjórnina um —• að bún geri eklti kröfur til meiri íanda í norðurhluta álf- unnar, og að Rússar séu ekki mótfallnir lengur, að Álandseyj- ar verði víggirtar. Embættismaðurinn sagði einnig, að Þjóðverjar hefðu hót- að að hafa afskipti af styrjöld- inni í iFnnlandi, ef Bandamenn sendu þangað her manns, en hefðu ekki mótmælt því, að sjálf boðaiiðar færu um Noreg og Svíþjóð til Finnlands. Brezka útvarpsstöðin er far- in að útvarpa á finnsku og- hófst útvarpið með því, að sendiherra Finnlands í London flutti ræðu og forseti brezk-finnska félags- ins. Finnski sendiherrann sagði, að Finnar myndu fagna því, að fá útvarp á finnsku frá London, og kvað ákvörðun brezka út- varpsins í þessu efni sýna, hve mikla virðingu Bretar beri fyrir Finnum. Herlöo I hérnSunnm, sem BAssar fengn i Finnlandl. LONDON í gærkveldi. FÚ. Paasikivi lagði af stað til Moskva í diag og nokkrir samn- ingamenn aðrir. Er Paasikivi for- maður samninganefndar Finna, sem á að ganga frá friðarsamn- ingunum í eimstökum atriðum, og byrja umræður um viðskipta- samning. 1 fregn frá Stokkhólmi segir, að herlög séu gengin í gildi i þeim hlutum Finnlands, sem Rússar hafa fengið. Þá hefir bor- izt fregn um að Rússar ætli að koma upp stúrkostlegum viggirð- ingum á Kyrjálanesi og fyrir Frh. á 4. sfðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.