Alþýðublaðið - 19.03.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.03.1940, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1940. ALÞYDUBLADID *-.!*-.*,'»**,' ^.^».t^ iji EG, vesæll undirritandi þess- ara lína, leyfi mér að fara þess á leit við háttvirta fjár- veitinganefnd Alþingis, að hún setji aftur inn á-18. grein fjár- laganna fyrir næsta ár styrk- hæð þá, er ég hef notið þar undanfarin ár til ritstarfa — 2 500 krónur — eða tryggi mér á annan hátt þessa fjárhæð á- samt dýrtíðaruppbót, samtals 3 125 krónur, Þessa málaleitan vildi ég mega rökstyðja með eftirfarandi greinargerð heilbrigðrar skyn- semi. II, Háttvirtri fjárveitinganefnd mun það meira eða minna kunnugt mál, að ég lagði í mörg ár mikið kapp á að safna orðum og orðatiltækjum úr íslenzku al- þýðumáli. Þetta var meira að segja aðalstarf mitt og umhugs- unarefni á árunum 1916 til 1923, þrátt fyrir það að orða- söfnunarstyrkur minn væri þá ekki rífri en sem svaraði tveggja til þriggja mánaða hýru mjög hversdagslegs skrifstofumanns. Ég var mér úti um all-mikinn fjölda sjálfboðaliða víðs vegar um land og ritaði handa þeim Leiðarvísi um orðasöfnun, sem doktor Stefán Einarsson segir um í bók sinni um mig (25. bls.), að sé „ágætt kver og einstætt í íslenzkum fræðum". Fyrir ritun þessarar bókar, sem er einstak^ lega vandað verk, fékk ég að- eins litla þóknun, en þar á móti eyddi ég drjúgum skildingum í að senda hana sjálfboðaliðunum út um landið ásamt skrifuðum beiðnum, bréfum og uppörvun- um. Með þessum hætti dró ég saman og varðveitti í mörgum tilfellum frá ævarandi glötun margar þúsundir orða og orða- tiltækja úr alþýðumáli, hrein- skrifaði og skýrði allt þetta af smámunalegri nákvæmni og vandvirkni, raðaði því eftir stafrófsröð og gekk í alla staði svo samvizkusamlega frá því, að mér leikur. grunur á, að eng- inn hefði gert það betur. Þetta orðasafn er nú -geymt á trygg- um stað í Landsbókasafnshús- inu, að undanskilinni nokkurri orðafúlgu, sem ennþá er í vörzl- um mínum' og ég hleyp öðru hvoru í að hreinskrifa, þegar hentisemin leyfir. Rithöfundar og fræðimenn, sem haft hafa afnot af þessu orðasafni mínu, geta borið mér vitni um fráganginn á því, ef svp ólíklega skyldi fara, að hátt- virt f járveitinganefnd hefði til- hneigingu til að draga í efa mína eigin sögusögn. Auk þess veit ég ekki betur en til sé í stjórnar- ráðinu loflegt álit um orðasafn mitt eftir Ólaf Marteinsson norrænufræðing, er Jónas Jónsson skipaði í stjórnartíð sinni til að ranhsaka orðasöfn- un okkar Jóhannesar L. L. Jó- hannessonar — ef til vill frem- ur af landsföðurlegri rækt til Jóhannesar og Jakobs Smára, sonar hans (fyrrum ritstjóra Landsins) en í því skyni að leita að yfirburðum mínum. Samt sem áður viðurkenni ég, að ég hefði getað af kastað meiru í þessum greinum, ef það hefði ekki dregið úr áhuga mínum og lamað getu mína, að Alþingi var alltaf öðru hvoru að lækka þessa styrkómynd og að sú hætta var á öðruhverju þingi yf- irvofandi, að hann yrði felldur niður að fullu og öllu. Það er enginn vinnandi vegur fyrir allslausan mann að leggja út í stórræði undir svo duttlungafull um kringumstæðum, — að ég ekki tali nú um allan þann lág- Þórbergur Þórðarson: reí til fiarve AlþýSublaðið hefir veriS beSiS um rúm fyrir eftir- farandi grein. . ^#^r^sí^#^.# kúrulega rógburð og þekkirigar- lausa lygaþvætting, sem spunn- inn var upp um orðasöfnun mína til þess að fá styrkinn af- máðan af fjárlögunurn. Mér varð fyrst átakanlega ljós hin mikla niðurlæging mín sem orðasafnara, er ég skoðaði sænsku orðasöfnunina í Upp- sölum veturinn 1926. í því menntaða landi þótti orðasöfn- un úr daglegu máli alþýðu svo mikilsvert menningaratriði, að fyrir henni stóð maður á fullum launum með fjölda aðstoðar- manna. Og hann hafði til um- ráða mikið pláss í bókhlöðunni. En íslenzki orðasafnarinn varð að gera sér að góðu að geyma sitt orðasafn undir litlu borði í rykugri herbergiskompu, sem hann hýrðist í á þessum árum. Og í hinni siðmenntuðu Svíþjóð var það jafn-óhugsandi að nokkurntíma kæmi til mála að fella niður" fjárveitingar til orðasöfnunar eins og að við legðum fyrir róða biskupsemb- ættið 'eða hættum að greiða konginum kauphýruna. Þegar ég, lítilsvirtur „orðasmali" norðan úr íslenzkri menningu, stóð augliti til auglitis við orða- söfnunina sænsku, húsrými hennar og forstöðumanninn, Johan Göttling, 1. febrúar árið 1926, þá varð mér ósjálfrátt hið sama að orði og Sigurði In- gjaldssyni. er fyrir knjám hon- um stóð hinn prúði barnahópur á Vatnshorni í Skorradal: „Mikið hefir guð blessað þetta fólk." En þrátt fyrir þessa baráttu mína við hinn andlega frum- býlingshátt, tókst mér samt að vinna hér verk, sem á sínum tíma mun hafa þýðingu fyrir máls- og menningar-sögu þjóð- arinnar. Og þeir tímar munu koma, að orðasafn mitt verður all-rífileg uppfylling í íslenzk- íslenzka orðabók, þegar hafizt verður handa að leiða það nauð- synjaverk til endanlegra lykta. Með sama rétti er ég sannfærð- ur um, að Leiðarvísir minn um orðasófnun verður þeim mönn- um. að nokkru liði, er takast a hendur orðasöfnun úr íslenzku alþýðumáli, eftir a,ð ég er farinn burt af þessu síldarplani tilver- unnar. III. Annar starfsþáttur minn í þágu íslenzkra fræða er söfnun mín á þjóðsögnum og dularfull- um fyrirbrigðum, er ég hef fengizt við síðastliðin 18 ár. Sumt úr þessu safni hef ég birt í Gráskinnu, en margt á ennþá eftir að koma fyrir almennings- sjónir, og merkustu sögurnar hefir mér tekizt að grafa upp á þessu ári. Ég hygg, að enginn, sem eitt- hvert skyn ber á ritað mál, muni draga það í efa, að þessi sagnaritun mín sé að frásagnar- hætti, stíl og máli fyllilega sam- bærileg við hið bezta, er ritað hefir verið hér á landi af þessu tagi. Þar til vil ég nefna til dæmis Vélstjórann frá Aber- deen og Bæjadrauginn, sem komu í Gráskinnu. „Sögur Grá- skinnu eru mjög vel sagðar, ekki sízt þær, sem Þórbergur stendur að," segir dr. Stefán Einarsson. í þessum flokki íslenzkra fræða vildi ég einnig telja all- mikinn f jölda annars konar frá- sagna, er ég hef fært í letur úr íslenzku þjóðlífi. Sumt af því hefir komið á prent. Annað er ennþá óbirt. Af því, sem á prent hefir komið, skal hér nefnd einkar læsileg lýsing á lífi al- þýðufólks í Reykjavík á síðara helmingi 19. aldar. Þessi ritsmíð kom í „Landnámi Ingólfs" árin 1938 og 1939. Hún er rúmar sex arkir í Skírnisbroti, og mér vit- anlega mun hún vera hið fyrsta og hið eina, er heitið getur, að ritað hafi verið um líf alþýðu- fólks í Reykjavík á þessu tíma- bili. Þá má nefna Ströndin á Horni, sem kom í Dvöl, og -Með strandmenn til Reykjavíkur, er birtist í Iðunni. Báðar þessar frásagnir hafa þótt mjög skemmtilegar. lestrar. Og ég held ég segi ekki annað en staðreynd, þó að égifullyrði, að þær standa á hærra frásagnar- stigi en maður á yfirleitt að venjast hér á landi. Ég ætla, að þær sameini í sér hinn þjóð- lega tón, ótrúlega nákvæmni og hittni í orðavali, tilgerðar- lausa festu í stílshætti og undir- þunga í allri frásögninni, sem endurómar stemningu atburð- anna. En fremst af öllu í þessum flokki stendur þó án allra efa- semda Lifandi kristindómur og ég, sem út kom í tveim heftum Iðunnar. Sú langa frásögn er þann veg rituð, að ég þykist hafa ástæðu til að efast um, að nokkrum ísleridingi hafi betur tekizt að lýsa æsku sinni. Mer virðist meira að segja ekkert yfirlæti í því að spyrja: Hefir nokkrum tekizt það eins vel? Mætti ég þá ekki vænta þess, að háttvirtri fjárveitinganefnd verði það ljóst af þessu yfirliti, að það er alls ekki svo lítið að vöxtum. sem ég hefi lagt til ís- lenzkrar tungu og sagnaritun- ar, sízt af öllu ef þess er gætt, að allt, er ég hef afrekað í þess- um greinum, er fyrsta flokks vara að vandvirkni? Ég er þann veg gerður, að ég hef aldrei get- að skilizt við nokkurt verkefni fyrr en mér hefir tekizt að ganga svo frá því, að ég hef ekki f undið neitt ráð til að gera það betur. Það heyrir því undir allt annan eiginleika en slóða- skap, að mér miðár hægar á- fram á ritbrautinni en mörgum öðrum. En í landi, þar sem öll byggingarlist hefir staðið á svo sorglega frumstæðu stigi, á margur erfitt með að meta slík vinnubrögð að verðleikum. Ég haf ði haldið í hinni hrekk- lausu einfeldni minni, að á þess- um uppoffrandi tímum þjóð- rækni og föðurlandselsku væri þessi þjóðfræðaiðkun mín með þökkum þegin og talin launa verð af forráðamörinum lands og lýðs, þó að ég hafi ekki haft lyst á að skreyta hana skjanna- legu, siðmenningarsnauðu fleipri um ást til föðurlandsins og þjóðlegheitanna. En eru verk ekki trúrra vitni en orð? IV. Þessu næst er á það að minn- ast, að ég hef samið þrjár kennslubækur í alþjóðamálinu Esperanto, er bókaútgáfa ísa- foldar hefir gefið út. Einnig hef ég unnið í mörg ár í tómstund- um mínum að esperanto-ís,- lenzkri orðabók. Árið 1936 ferðaðist ég um Danmörku og víðs vegar um Svíaríki og flutti í þessum löndum yfir 60 fyrirlestra um land mitt og þjóð, sýndi fjólda skuggamynda af landinu og lífi fólksins og lét áheyrendur mína heyra nokkur íslenzk úrvalslög á grammófón. Með þessum fyrirlestrahöld- um fyrir mörgum þúsundum á- heyrenda lagði ég fram nokk- urn skerf til að kynna land og þjóð, en ég hafði haldið, að það væri alvarlega meint, að hin svokallaða landkynning væri okkur talsvert mikilvægt á- hugamál. En kannske er nú land kynnings lítilsvirði, sem ekki er xiutt áí manni með rétta stjórn- málajátningu. Svíar, sem sjá flesta hluti innan víðara sjón- deildarhrings en við, litu öðru- vísi á: „Se Islando havus mult- ajn konsulojn kiel vin, ghi ne estus en malbona situacio sur la internacia kampo", — ef ísland hefði marga konsúla eins og yð- ur, væri það ekki illa sett á al- þóðasviðinu, sagði t. d. einn á- heyrandinn við mig. Ég er serri sé töluvert slyngur fyrirlesari. V. Loks kem ég að þeim þætti í lífsstarfi mínu, sem ég tel merkilegastan allra. En það eru ritstörf mín, sem f jalla um önn- ur efni en drepið hefir verið á hér að framan. (Lifandi kristin- dómur og ég gæti þó eins vel talizt til þessa flokks.) Ég ætla ekki að þreyta háttvirta fjár- vetinganefnd á að rekja þau verk mín á þessum stað. Þau eru öllum landslýð löngu kunn. Ég vildi aðeins mega vekja athygli á því, án þess að það yrði reiknað mér til hofmóðs og stærilætis, að meðal smekk- manna og sérfræðinga á bók- menntir munu varla deildar skoðanir um eftirfarandi: Rit mín og ritgerðir af þessu tagi eiga að andlegu fjöri, þrótti í hugsun, frumleik, stílsnilld, mál fari og heimsborgaralegri ein- urð sæti á bekk með því, sem höfðinglegast hefir verið skrif- að hér á landi. Þau hafa haft mikil áhrif á samtíð sína. Þau hafa slitið vaðmálshömlurnar af hugsun hinna yngri rithöfunda, rifið ritháttinn upp úr stein- runnum erfðavenjum og átt eigi all-lítinn þátt í aukinni stílfág- un og listrænna rithætti. .,Það er gallenskur elegance yfir stíl Þórbergs," sagði einn af fræg- ustu rithófundum þjóðar vorr- ar. Og dr. Stefán Einarsson seg- ir: .,Það eru engar öfgar, þótt fullyrt sé, að síðan á dögum Fjölnismanna hafa íslenzkt mál og stíll, einkum í lausu máli, ekki tekið þvílíkum stakka- skiptum, sem orðið hafa nú tvo síðustu áratugi — í ritum þeirra Þórbergs og Laxness fyrst og fremst ..." Þessa kosti hefir þjóðin líka kunnað að meta. Allar bækur mínar, að einni undanskilinni, hafa selst betur en flest annað, sem hér hefir á þrykk út geng- ið. Og ég veit ekki betur en flestir telji þær í röð hins skemmtilegasta og óvenjuleg- asta, sem þeir eigi völ á að lesa. Þessi eina bók, Alþjóðamál og málleysur, sem illa seldist, er samt sem áður skemmtilega skrifuð, þar að auki stórfróðlegt rit og þrungnari af rökum og sönnunum en flest þau skrif, sem maður á hér að venjast, í landi, þar sem menn „kunna svo mikið, en vita svo fátt". Einn meginþáttur hennar er einkarfróðlegur fyrir alla, sem leggja , stund á málvísindi enda sagði einn norrænufræð- ingur við mig: „Ég var rétt orð- inn esperantisti við lestur bók- arinnar." Alþjóðamál og mál- leysur fékk nálega undantekn- ingarlaust góða dóma. Rolf Nor- denstreng í Uppsölum endaði langan ritdóm um bókina í sænsku blaði á þessa leið: „Detta referat kan ingen rátt- visa göra át förf :s livfulla, med- ryckande framstállning. Han ár en verkligt god stilist, han ár intelligent och kunnig." í þessu ljósi sáu ritdómararn- ir Alþjóðamál og málleysur, þegar kom út fyrir myrkur mannhatursins. En bókin seldist illa af tveimur ástæðum: í fyrsta lagi vegna þess, að hún fjallaði um efni, sem fólk trúði fyrirfram, að það hefði ekki gaman að. í öðru lagi og fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að útgefendurnir kunnu ekki frem- ur en börn að útbreiða bækur. Þetta var allt og sumt. Einn þátturinn í þeirri höf- undarstarfsemi minni, sem í þessum kafla hefir verið gerð að umtalsefni, er æfisaga mín og lífssaga samtíðar minnar í eins konar rómanformi, þó nánar sagt: mitt á milli rómans og sögulegrar frásagnar. Þetta bók- menntafyrirbæri var óþekkt í íslenzkum bókmenntum, þar til fyrsta bindi þessa ritsafns kom út vorið.1938 undir nafninu ís- lenzkur aðall. Þessi bók hlaut mjög góða dóma, enda er hún efalaust eitt af því bezta og kannski að sumu leyti öllu öðru framar, sem ég hef fært í letur. Ég held ég hlaði ekki sjálfan mig óverðugu hóli, þó að ég þegi ekki yfir því, að hún sé listaverk að stíl og frá- sagnarhætti, að persónur henn- ar séu nokkurnveginn eins lif- andi og sérkennilegar og guð hafði gert þær, og að hún sé spjaldanna millum gegnsýrð af hárfínum húmör, sem ékki hafi þekkzt í íslenzkum bók- menntum fyrir mína daga. Bók- in seldist ágætlega, þó að hún kæmi út á einhverjum versta tíma árs. Og ég held, að flest- um, sem eitthvert nef hafa fyrir hinar f íngerðari bókmenntir, hafi þótt hún allt að því óvenju- lega skemmtileg lestrar. Sér- lega „litterer" maður, búsettur suður í Kaupmannahöfn og mjög brjóstumkenndur af mannúðinni hér í norðrinu, sem ein aðalsögupersóna bókar- innar, hafði þessi orð um hana: „Þarna hefir Þórbergur skapað klassiskt listaverk." Vera má þó, að einhverjum hafi farið líkt við lestur þess- arar bókar og heiðursprófess- ornum, sem byrjaði að lesa Pan í þýðingu Jón Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi. Hann lagði bók- ina fljótlega frá sér og sagði: „Þennan fjanda get eg ekki les- ið." Næsta bindi þessa ritsafns heitir Ofvitinn og kemur út á hausti komanda. Þá eru eftir tvi. ,ða þrjú bindi, og verða þau kannski merkust í þessu rit- safni, ef allt skeikar að sköp- uðu. Loks vil ég hnýta því hér aft- an við, að ég er kominn langt á leið með að skrásetja endur- minningar aldraðs Reykvíkings um Indriða Indriðason miðil, og auk þess er ég í þann veginn að lúka við að færa í letur reim- leikasögu eins sveitabæjar frá því á 17. öld og fram á þennan dag. VI. Hvað sýnist nú háttvirtri f járveitinganefnd? Virðist henni þetta yfirlit yfir ritstörf mín réttlæta það gerræði, að rithöf- undarstyrkur minn sé fyrst stórlega lækkaður og síðan þurrkaður burt af f járlögunum? Ég þykist vita, að hún hafi til hvorugs ætlazt, þega,r hún sam- þykkti breytinguna á 18. grein fjárlaganna. Ég þykist meira að segja vera viss um, að henni þyki slíkar aðfarir bæði heimskulegar og mannúðar- snauðar í garð eins af beztu rit- höfundum þjóðarinnar fyrr og síðar. Ég veit, að henni er eins vel kunnugt um það og mér, að slíkur fjandskapur gegn mann- vitinu þekkist ekki í einu ein- asta lýðfrjálsu menningarlandi utan íslands. Og að óreyndu vil ég ekki ætla henni það ábyrgð- arleysi, að henni sé ekki ljúft að kippa þessu aftur í lag og búa svo um hnútana þegar á þessu þingi, að slík vanvirða geti ekki framar hent íslenzka menningu. Ef til vill hefir undanlátssemi nefndarinnar stafað að ein- hverju leyti af því, að henni er ekki nægilega ljóst, í hvers konar stríði þeir veslings menn standa, sem hafa valið sér það hlutskipti að vera góðir rithöf- undar. Ef-til vill hefir sá hugs- unarháttur sumra manna villt um hana, að bókagerð sé tóm- stundadútl og að rithöfundur sé því nokkurn veginn sams kon- ar fyrirbæri og slæpingi. Það er vandalaust verk og til- tölulega áreynslulítið að rubba upp óvönduðum bókum, þar sem taka má burt annaðhvert orð og hægt er að setja einhver önnur inn af handahófi í stað- inn fyrir þau, án þess að það auki nokkuð á misfellur bókar- innar. Slíkar bækur gæti ég samið nokkrar á hverju ári. En að skrifa vandaðar bæk- ur, þar sem hver einasta setn- ing, hvert orð, janfvel hvert at- kvæði er hnitmiðað eins og maður standi daginn út og dag- inn inn við að hæfa með byssu fimmeyring úr hundrað metra fjarlægð, að skrifa slíkar bækur er einhver sú versta og seinunn- asta þrælavinna, sem til er á þessari þrældómsins jörð. Og aðeins þær bækur, sem eru þann veg ritaðar, eru vandaðar bæk- ur. Uppkast eftir uppkast, breyting eftir breytingu, hrein- skrift eftir hreinskrift, aftur uppkast, ennþá breyting, að nýju hreinskrift, einum átta, tíu, tólf sinnum, þar til manni loksins finnst maður hafa form- að setninguna rétt, fundið hin réttu orð, sett saman hin réttu atkyæði. Þetta er að vera góður rit- höfundur. Þetta er að skrifa vandaðar bækur. Það segir sig sjálft, að slík vinnubrögð taka geysilegan tima, eru galeiðuþrældómur, leggja á höfundinn látlaus heilabrot, sem halda honum undir afléttulausu oki allan dag- inn og varna honum ósjaldan svefns og værðar á nóttum, svo að hann er jafnvel rekinn til að setjast upp í rúmi sínu og skrifa. (Hamsun og fleiri.) Venjulegur vinnutími minn, eftir að ég byrja að hreinskrifa fyrsta upp- kastið, er frá klukkan sjö, átta til níu á morgnana og heldur á- fram til tvö og þrjú á næturnar, með tveggja til fjögra stunda hvíld að deginum og á kvöldin. Frh. á 3. síÖu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.