Alþýðublaðið - 30.03.1940, Side 1
LÞÝÐUBLAÐ
ElTSTJéEf: F. E. VAL0EMABSSON
XX!. Á8ÖANQUR
' "wjuanu'j- - —»!AJHi{JÆ:.-Wg-!y.
LAUGARDAGUR 30. MARZ 1940
V 73. TÖLUBLAÐ
Alpýðablaðið miBnkar í broti,
í stað bess að hækka verðið.
"O RÁ og með næstkomandi mánudegi kemur Alþýðublaðið
■*- út í minna broti, en það hefir gert undanfarin ár, og
verður stærð blaðsins sú sama og hún var, áður en það var
stækkað síðast, fyrir rúmum fimm árum.
Alþýðublaðinu er það ekki ljúft að taka slíkt skref aftur
á bak. En verðhækkunin á öllu því, sem til útgáfu blaðsins
þarf, er orðin svo gífurl'eg af völdum stríðsins, að það átti
ekki nema um tvennt að velja: að hækka áskriftargjöld og
útsöluverð í lausasölu mjög tilfinnanlega eða minnka brot
blaðsins.
Það hefir eftir mjög gaumgæfilega íhugun valið síðari
kostinn, í þeirri trú, að það sé verjanlegra heldur én hitt,
að íþyngja hinum mörgu efnalausu og efnalitlu lesendum
blaðsins méð því að hækka áskriftargjaldið á þeim erfiðu
tímum, sem nú eru fyrir alla alþýðu landsins.
Alþýðublaðið er ekki í neinum vafa um það, að allur
fjöldinn af áskrifendum þess og lesendum sé þeirrar skoð-
unar, að það hafi tekið það ráðið, sem réttara var, eins og
nú er ástatt, og treystir því, að hinir, sem heldur hefðu
viljað að það hefði hækkað í verði, af því, að þá sjálfa myndi
'ekki hafa munað um það, skilji og virði þá ákvörðun, sem
tekin var.
Alþýðublaðið vonar því, að það haldi þrátt fyrir þessa
stríðsráðstöfun, öllum þéim vinsældum, sem það hefir þegar
aflað sér, enda mun það af fremsta megni reyna að haga
efnisvali sínu, fréttaflutningi og öllum frágangi þannig, að
lesendurnir finni sem minnsí til þeirrar smækkunar, sem
verður á broti blaðsins. Og það vonar einnig, að þeir erfið-
Deikatímar, sem bæði það sjálft og lesendur þess eiga nú
við að stríða, verði ekki lengri en það, að það geti í náinni
framtíð stækkað á ný, þótt það verði ef til vill ekki í broti,
heldur fyrst og fremst með útgáfu nýs sunnudagsblaðs og
því næst með auknum blaðsíðufjölda.
Blaðstjómin.
Hin nýja vísitala kauplags-
nefndar er 121 stig, eða 9
stigum hærri en um áramót
.-.•»■.
Kanpnppbét i fyrsta flokki verðnr
pví 15,75 ®|„ næstn pr|á mánuðina.
TZ’ AUPLAGSNEFND hefir nú gengið frá útreikningum
AA. á vísitölunni fyrir mánuðina janúar til marz, en hún
verður ákvarðandi fyrir kaupuppbót verkafólks næstu þrjá
mánuðina.
Vísitalan verður að þessu sinni 121 stig og hefir því
hækkað um 9 stig síðan um áramót.
Kaupuppbót í 1. flokki — en í honum eru þeir, sem
hafa 1,50 kr. á klukkustund eða lægra — verður því
15,75%, eða 6,75% í viðbót við þá kaupuppbót, sem greidd
hefir verið mánuðina janúar til marz. Kaupuppbótin mið-
ast við hið upprunalega tímakaup, þ. e. kaupið eins og það
var áður en fyrsta kaupuppbótin var greidd. Þannig hækk-
ar t. d. tímakaup Dagsbrúnarmanna nú um 6,75% af 1,45
kr., þ. e. 10 aura, eða úr kr. 1,58 upp í kr. 1,68 á klukku-
stund.
í 2. flokki (tímakaup 1,51 kr. — 2,00 kr.) verður kaup-
uppbótin 14% eða 6% hærri en síðast, einnig miðað við
hið upprunalega kaup.
í 3. flokki verður kaupuppbótin loks 11,05% eða 4,95%
hærri en síðast.
Eins og kunnugt er, er vísi-
talan reiknuð þannig að þessu
sinni, að tekið er meðaltal af
Stefnubreyting i utanrik"
ispólitík Sovét - Eássland s ?
Sterkar orðrémur nn, að það sé að lelta
hófanna nn samicomulag vlð Bngland.
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Kaupmannahöfn í morgun.
|7 RÉTTARITARI Kaupmannahafnarblaðsins, .,Soc-
iaI-Demokraten“ í London símar í morgun, að brezk-
ir stjórnmálamenn telji ræðu þá, sem Molotov flutti um
utanríkismál í æðsta ráði Sovét-Rússlands í gær, vera aug-
ijósan vott þss, að pólitík Hitlers hafi nú liðið skipbrot
bæði í Moskva og Rómaborg, þannig að ekkert verði af
sáttum milli Stalins og Mussolinis, né sameiginlegum
stuðningi þeirra við Hitler.
Sterkur orðrómur gengur jafnframt um það í Lond-
on, að Rússland hafi, þrátt fyrir mörg hörð orð, sem Molo-
tov lét falla í ræðu sinni um England og Frakkland, þegar
leitað hófanna um möguleika á því, að taka upp aftur
samningaumleitanir sínar um venjuleg viðskipti við Eng-
land, en þeim var hætt skömmu eftir að stríðið brauzt út.
I sambandi við þennan orðróm er minnt á þá málaleitun Rúss-
lands við England fyrir mánuði síðan, að það kæmi friðartilboði
sovétstjórnarinnar á framfæri við Finna, sem England þó neit-
aði að gera. Og það er ekki talið óhugsanlégt, að sú málaleitun
hafi verið fyrsta t ilraun af hálfu Sovét-Rússlands til þess að
nálgast England á ný og koma sér saman við Vesturveldin.
Það þykir augljóst að samkomulag milli Rússlands og Vest-
urveldanna myndi varpa mörgum áhyggjmn af Finnum. En full-
yrt er að það komi ekki til mála, nenta Rússland hætti að selja
Þýzkalandi hráefni.
Molotov gerði í ræðu sinni
stríðið við Finniand að umtal.s-
efni og kvað Rússland hafa náð
þeim tilgangi simum, að tryggja
norðvesturlandamæri sín og ör-
yggi Leningrad. Fór hann í isam-
bandi við Finnlaindsstríiðið hörð-
Um orðum um England og
Frakkland, og kvað Rússa ha?a
orðið að berjast í Fiínniandi ekki
aðeins við Finna, heldur og við
einn fimmta hluta af loftflota
Svia, og yfirleitt við heimsveldin,
sem hefðu stutt Finna.
Hann minntist einnig á „gmn-
samlegt ráðabrugg“ Vesturveld-
anna 1 Vestur-Asíu, einkum á
'Sýrlandi og í 'irak, og kvað Breta
og Frakka mega vera vissa um
það, að Rússland myndi svara
hverri árás, sem á það væri gerð
úr þeirri átt, með öflugum gagn-
ráðstöfunum.
Rússland beimtar
héraðiö Bessara-
bia aí Rúmifl.
Sérstaka eftirtekt vakti það í
ræðu Molotovs, að hann undir-
strikaði, að Rússland hefði eng-
an griðasáttmála gert við Rúm-
eníu, og það htefði ekki á neinn
hátt hvikað frá þeirri kröfu, að
það fengi aftur Bessarabíuhér-
aðið, austast í Rúmeníu, sem
það varð að láta af hendi við
hana í lok heimsstyrjaldarinnar.
vísitölu mánaðanna janúar til
marz, en vísitalan, sem birt var
um áramótin og fyrsta kaup-
uppbótin byggðist á, var með-
altal af vísitölu mánaðanna
nóvember og desember. Vísitöl-
urnar eru miðaðar við verðlag-
ið í janúar til marz 1939 sem
grundvöll, og er verðlag þess-
ara mánaða sett — 100.
Síðan 1. nóv. s.l. hefir vísi-
tala kauplagsnefndar verið
sem hér segir:
1. nóv. 110,7
1. des. 114,2
1. jan. 115,4
1. febr. 121,9
1. marz 125,7
Eins og sjá má af þessum töl-
um hefir verðlagið farið sí-
hækkandi þessa mánuði. í marz-
byrjun er verðhækkunin raun-
verulega orðin tæp 26%, enda
þótt vísitala sú, sem kaupupp-
bótina á að reikna eftir, sýni
aðeins 21% hækkun, en hún er
eins og áður var sagt, meðaltal
3 fyrstu mánaða ársins.
Hækkunin á hinum einstöku
aðalliðum vísitölunnar var orð-
in sem hér segir 1. marz:
Matvæli 33 %
Fatnaður og skófatn. 21%
Eldsneyti og ljósmeti 76%
Húsaleiga hefir ekkert hækk-
að.
Önnur útgjöld 32%
Vitanlega vega hinir einstöku
liðir framfærslukostnaðarins
mjög misjafnlega mikið á bú-
reikningum manna, þannig, að
að meðaltali hafa allir aðrir út-
gjaldaliðir en húsaleigan ekki
hækkað nema um 32%, Og þar
sem húsaleigan hefir ekki
hækkað neitt, verður meðaltalið
fyrir alla Iiðina ekki nema 26%.
Sýnir það hve mikla þýðingu
það hefir, að bannað er að
hækka húsaleiguna.
Kolatonnið kou-
ið npp í 155 kr.
tonnið.
KOLATONNIÐ hækk-
aði í dag um 30
krónur, eða upp í 155
krónur.
Hafa þá kolin hækkað
alls frá því stríðið hófst
um 97 krónur tonnið, eða
úr 58 krónum. Fyrsta
marz hækkuðu kolin upp
í 125 krónur tonnið úr 92
krónum tonnið.
! I #####m
Engin trúnaðarstðrf
fyrir menn, sem tíi
beyra ofbeidisflokk-
unnm eða finna að
pvi, að koma íslandi
undir erient
*#############é####»»#tf
Þingsályktuiiartilaga
frá preaaar Vlokkum.
J? UULTRÚAR þriggja að-
alflokanna á alþingi:
Stefán Jóh. Stefánsson, Jón-
as Jónsson og Pétur Ottesen,
bera fram svohljóðandi
þingsály ktunar tillögu:
„Sameinað alþingi ályktar að
lýsa því yfir, að það telur ekki
viðunandi, að þeir menn gegnt
trúnaðarstörfum fyrir þjóðfé-
lagið, eða sé sýndur vottur xun
sérstakt traust og viðurkenn-
ingu ríkisins, sem vitanlegt er
um að vilja gerbreyta þjóð-
skipulaginu með ofbeldi, koma
íslandi undir erlend ríki, standa
í hlýðnisaðstöðu um ísíenzk
lándsmál við valdamenn í öðr-
um þjóðlöndum eða vinna á
annan hátt gegn fullveldi og
hlutleysi ríkisins, svo sem með
því að starfa í pólitískum fé-
Frh. á 4. síðu.
Togararnir á saltfiskveiðar
eða skattnr á isflskssðlnr 1
----«----_
Umræðnr á alþingi I gær um þings
ályktunartiilðgu Alþýðuf lokksins
P MIL JÓNSSON krafð-
ist þess á alþingi í gær,
að annaðhvort yrðu togara-
útgerðarfélögin skylduð til
að setja skip sín á saltfisk-
veiðar a. m. k. um mánaðar-
tíma, eða að togarafélögin
yrðu skattlögð og að það fé,
sem þannig fengist, yrði not-
að til þess að létta undir með
hinu atvinnulausa fólki, sér-
staklega í Reykjavík og
Hafnarfirði.
Kröfu þessa bar hann fram í
framsöguræðu sinni fyrir þings-
ályktunartillögu Alþýðuflokksins
um saltfiskveiðar togaranna.
Emil Jónsson lýsti atvinnu-
ástandinu, eins og það er. Hann
bóf mál sitt með því að segja,
að ekki væm mörg ár síðan út-
flutningsverðmæti saltfisks hefði
numið 10—20 milljónum króna.
Þessi atvinnugrein hefði skapað
aðalatvinnuna fyrir verkafólkið í
]andi, sérstaklega í Reykjavík og
Hafnarfirði. Nú er þessu gjör-
breytt. Togaramir stunda ísfisk-
vedðar og sölu og vélbátamir
fiska að miklu leyti fyrir þá. Út-
gerðarfélögin græða á þessum
atvinnurekstri, en verkafólkið í
landi tapar, gengnr algerlega at-
vinnulaust. Engar líkur benda til
þess, að togararnir fari á salt-
fisksveiðar, nema að eitthvað
verði gert af hinu opinbera.
Hreinasti voði stendur fyrir dyr-
um hjá öllu verkafólki, nema hið
opinbera geri eitthvað til úrbóta.
— Einhver mun ef til vill segja,
að verkafólkið geti farið að rækta
jörðina, en það væa*i út í bláiim
sagt. Það er búið :að ganga
þannig frá landbúnaðinum i ná-
grenni Reykjavikur og Hafnar-
fjarðar, að enginn fæst til að
rækta jörðina í nágrenni þessara
bæja. Mönnum verður þetta ljóst,
þegar það er athugað, að næstum
því fjórði hver mjólkurlíter frá
bændum hér í nágrenninu er
sendur til vinnslu austur yfir
fjall.
ölafur Thors atvinnumálaráð-
herra varð til andsvara. Sagðd
harm, að ríkisstjómin hefði at-
hugað gaumgæfilega þetta mál
og meðal annars fengið útreikn-
aða áætlun frá togarafélögum um
saltfisksvedðar, og samkvæmt
þessum áætlunum myndu togar-
amir tapa um 1600 kr. á dag á
hverju skipi, ef þeir færu á salt-
fisksveiðar. — Hann tók mjög
dræmt í það, að leggja skatt á
togarana til hjálpar verkafólki
og taldi atvinnuhorfumar ekki
vera jafn svartar og Emil Jóns-
son vildi vera láta.
Dpsaveiðar togara I
Hafnarfirði beri iig.
Emil Jónsson mótmælti full-
yrðingum atvinnum álaráðherra.
Hann sagði, að Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar hefði undanfarið
gert út á upsaveiðar, og með því
mikla verði, sem væri á upsalýsi,
þá hefði reynslan sýnt, að þessi
Frh. á 4. síðu.