Alþýðublaðið - 30.03.1940, Síða 2

Alþýðublaðið - 30.03.1940, Síða 2
LATOASDAGUR 30. MARZ 1940 ALÞYÐUBLAÐIÐ UMRÆÐUEFNI Kosning í bankaráð. For- stjóri sambandsins og einn af eigendum Kveldúlfs eru að- alráðamennimir. Gróði tog- aranna og skuldir þeirra við bankana. Hversvegna koma ekki vélbátamir? Tímaritið Dvöl — og margþýddar smá- sögur. Börnin í sundlaugun- um. Úíhlutun skömmtnnar- . seðlanna.. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. AÐ HLÝTUR að hafa vakið athygli manna, að bæði Jón- as Jónsjon og Ólafur Thors vorn endurkcsnir nýlega í bankaráð Landsbankans. — Það er viður- kennt, að Kveldúlfur er stærsti skuldunautur bankans og aliir vita, að Ólafur Thors hefir mikilla per- sónulegia hagsmuna að gæta í bankanum. Það hefir áður verið bent á það hér í blaðinu, að það er ekki heppilegt að stærstu skuldunautarnir séu kosnir í æðstu stjórn bankans og það hlýtur að veikja traust manna á samvisku- seminni. ÞA® er ákaflega athyglisvert, að ólafur Thors og Jón Árnason eru báðir í bankaráðinu. Annar er eigandi og fyrrverandi forstjóri Kveldúlfs og hinn er forstjóri Sambandsins og hann er formaður bankaráðsins. Fjárhagur Sam- bandsins kann að vera í góðu lagi, þegar tekið er tillit til eigna þess, fiv«0 rvQ uem það skuldar í bank- anum, sem mun vera aHmikið, en líkindi eru til, að allt sé í lagi með það, aði minnsta kosti veit ég lítið annað um það mál, en samt sem áður er það einkennileg aðferð, að einmitt þessir menn skuli ásamt Jónasi Jónssyni skipa meirihluta bankaréðsins. ALLIB VTTA, og það hefir með- al annars verið upplýst af atvinnu- málaráðherra, að togararnir hafi grætt sæmiléga síðan styrjöldin hófst á ísfiskssölu. Menn spyrja líka nú hverir aðra: Hve mikið hefir gengið til Landsbankans af þessum gróða upp í gamlar skuld- ir? Þáð verður að gera ráð fyrir því, að allt sé í lagi með afborg- anir Kveidúlfs, því að eins og kunnugt er, hefir ríkisstjórnin sinn eftirlitsmann með rekstri þessa fé- lags, Skúla Guðmundsson, fyrrver- andi ráðherra og alþingismann, og Landsbankinn hefir sinn fulltrúa, Svanbjöm Frímannsson. ÞAÐ VAR' RÉTT, sem Ingjald- ur Jónsson sagði í grein sinni hér i blaðinu í gær, að sjaldan hefir almenningur haft jafn mikinn á- huga fyrir nokkpu máli og því, að DAGSINS. hingað fengjust nýir vélbátar til útgerðar. Svo virtist, að það væri tryggt, að þessir vélbátar myndu fást hingað, en allir sjá, að raunin hefir orðið önnur. Uphaf þessa máls var það, að Alþýðuflokksfulltrú- arnir báru fram tillögu um þetta, þegar fjárhagsáætlun bæjarins var í undirbúningi. Bæjarráð tók til- löguna upp og bæjarstjórn sam- þykkti hana. Síðan var nefnd skip- uð í málið. SÍÐAN HEFIR lítið verið um málið talað. Það er kunnugt, að nefndin hefir þó starfað vel og leit- að sér allra upplýsinga, en svo virðist að málið hafi strandað á innflutnings- og gjaldeyrisnefnd og bankaráði Landshankans. Það er hart, að þegar bæjarstjórn Reykja- víkur er orðin sammála um mál, sem getur orðið til hjálpar stórum hluta bæjarbúa í því atvinnuleys- isástandi, sem nú er, að þá skuli málið samt ekki ná fram að ganga. Hvaða öfl eru hér að verki? Er ekki hægt að fá það upplýst? Mikill meirihluti bæjarbúa bíður aftir upplýsingum um þetta mál. FAÐIR SKRIFAR: „Ég á börn, sem fara stundum í sundlaugarn- ar. Þau kvarta yfir því, að fata- gæslumennirnir neiti þeim um geymslu á fötum sínum og segi, að þau geti haft fötin í búnings- I salnum, því þau borgi ekkert fyr- í ir þau í geymslunni. Ég spyr börnin ! hvort þeir neiti allir að geyma föt- in. Nei, ekki gamli maðurinn með skeggið; hann tekur alltaf við þeim, segja þau. I NÚ VIL ÉG SPYRJA. Er leyfi- ! legt að neita börnum um geymslu I á fötum sínum, meöan þau fara í laugina? Nú er það svo, að talsvert hefir borið á þjófnaði í simdlaug- unum og fólk því hvatt til að láta fatavörð geyma föt sín og önnur verðmæti, ef einhver eru, meðan þeir eru í lauginni. Börnin hafa yfirleitt ekki með sér peninga — nema þá fyrir ferð í strætisvagni heim, en það eru þó fötin, og hand- klæði, það hefir komið fyrir að þau hafa horfið. Mér finnst ekki gott, að fatavörður stuðli að því, að fá- tæk börn tapi því, sem þau hafa meðferðis í laugunum, ef þau sjálf vilja varðveita það. Ef fatavörðun- um er skylt að geyma fötin, þá býst ég við, að þeir segi, að börn- in skrökvi þessu, en ég held, að það geti verið satt, þó að börnin segi það.“ POTTABROTA-HALLUR er á- kaflega hrifinn af tímaritinu Dvöl. Hann segir: „Ég vil leyfa mér að vekja athygli á tímaritinu Dvöl. — Það er nú bezta tímarit hér á landi, í sinni grein. En sér-erindi Dvalar til íslenzkra lesenda er, að flytja þeim úrval erlends smá- sagnaskáldskapar. Auk þess er auð- vitað margt annað merkilegt í Dvöl Starf Dvalarritstjórans og aðstoð- armanna hans, að kynna þjóðinni erlendu smásögurnar, er hliðstætt starfsemi Magnúsar Ásgeirssonar skálds, viðvíkjandi þýðingu er- lendra úrvalsljóða; og starfsemi útgáfufélags, eins og MFA og Menningarsjóðs í kynningu stærri rita. Því leyfi ég mér að koma með þá tillögu, að Dvöl verði styrkt af almannafé með all-álitlegri upp- hæð árlega, alveg eins og Magnúsi Ásgeirssyni eru veitt skáldverð- laun, og eins og MFA og Menning- arsjóður eru styrkt. Starf Vigfús- ar Guðmundssonar við Dvöl er jafnmikils virði og starf okkar beztu listamanna á öðrum sviðum. Og er þessi dómur í gildi jafnt fyrir það, þó að hann (V.G.) semji ekki sögurnar sjálfur. í SAMBANDI við þetta langar mig svo til að minnast á eitt at- riði. Það kemur oft fjrrir, að sama erlenda sagan er þýdd mörgum sinnum og birt í jafnmörgum rit- um. Þetta er alveg óþarft. Það eyðir tíma og pappír og er því að- eins réttlætanlegt, að vond þýffing sé áður gerð af einhverri sögu, svo að um þurfi að bæta, Með þessu verða útgefendur og þýðendur að fylgjast vel. Til dæmis get ég nefnt söguna Gjafir vitringanna, eftir O. Henry. Hún kom fyrst út í Unga íslandi 1921, síðan í Dvöl , 1933 og enn sá ég hana á þriðja staðnum nýlega, en man ekki heiti þess rits. Þá er sagan Gamlárs- kvöld, eftir Hermann Sudermann. Hún kom út í Dvöl 13. maí 1934, en áður hafði hún komið út í Eim- reiðinni 1927, og þar áður í Iff- unni 1915 eða 1916. Þá kom í Nýj- sm kvöldvökum nýlega, Skipstjór- inn á SuðurstjÖTnunnl eftir Ham- sun og var þó áður komin í Iðunni 1934. Minnst þótti mér þó til koma er ég sá hina snjöllu smásögu — Karen, eftir Alexander Kiellend birtast í Dvöl, 26. hefti, III. árg. Því að með allri virðingu fyrir þeirri þýðingu, því að hún er lip- ur, þá vil ég þó segja, að þýðing sú, sem birtist í tímaritinu Heim- dalli 1884 væri nóg, enda er hún alvég einstætt listaverk," ÉG HEFI VERIÐ beðinn að vekja athygli á því að úthlutun skömmtunarseðlanna fyrir apríl- mánuð stendur nú yfir og að fólk á að koma með stofnana útfyllta í skrifstofuna. Hannes á horninu. Skömm un á eldsneyti heíir nú verið fyrirskipuö í Danmörku, og er ætlunin að minnka eldsneytisnotkunina um Vs hluta. F.Ú. isoeir Pétorsson it- oerðsmaðnr 65 ðra í di|. IDAG er hálfsjötugur einn hinn merkasti athafna- maður íslendinga meðal, nokkra hinna síðustu áratugi. Er það hinn velþekkti útgerðarmaður, Ásgeir Pétursson, sem nú dvel- m* hér í Reykjavík. Ásgeir Pétursson er fæddur 30. marz 1875 og nú því rétt 65 ára að aldri. Eigi ætla ég mér hér að rekja hina löngu og athafnaríku æfi- sögu Á. P., heldur aðeins stikla á stóru. Hann stundaði verzlun- arnám í Kaupmannahöfn nokkru fyrir aldamöt. Rak um- fangsmikla útgerð og verzlun á Akureyri í mörg ár og síðar á Siglufirði. Var hann um mörg ár hinn stærsti síldarútgerðarmað- ur á íslandi. í æsku sinni stund- aði Ásgeir fiskveiðar og mun hann þá hafa aflað sér dýrmætr- ar reynslu og þekkingar við þau störf, sem honum síðar hefir orðið riotadrjúg. Munu það jafnan vera farsælustu atvinnu- forstjórar, sem sjálfir hafa starfað við þann atvinnurekst- ur sem algengir verkamenn, sem þeir svo síðar stjómuðu sjálfir. Þeir munu læra eigi hvað síst að meta að verðleikum dugnað verkafólks síns, kynn- ast kjörum þess, hvort sem er á sjó eða landi. Enda er mér per- sónulega kunnugt um að leit mun vera á jafnstórum atvinnu- rekanda og Ásgeiri Péturssyni, sem lifað hefir í jafngóðri sátt og samlyndi við starfsfólk sitt sem hann. Ásgeir Pétursson hefir verið einstakur gæfumaður um æf- ina, þó eflaust hafi skipst stund- um á skin og skuggar, eins og gerxist og gengur hjá flestum okkar. Hann vex upp með nýj- um atvinnuvegi í Norðurlandi, sem hvor um sig hefir gert ann- an stóran, og er nú þessi at- vinnuvegur — síldarútvegurinn — sá atvinnuvegur, sem borið hefir uppi afkomu þjóðarbús- ins undanfarin ár, og á vonandi eftir að stækka ennþá. Fáir munu þeir vera íslenzku síld- arútgerðarmennirnir, og vil ég þó eigi kasta steini að neinum þeirra, sem hafa lagt þar meira á metaskálamar þeim atviimu- vegi til þroska og eflingar en einmitt Ásgeir Pétursson. Hann er virtur af undirmönnum sín- um öllum og samtíðarmönnum og engan hefi ég þann mann fyr- ir hitt, sem kastað hefir steini að Ásgeiri Péturssyni. Hver stór framkvæmdamaður í land- inu eða hvað annars sem hann hefði að sýsla, gæti notið slíkr- ar gæfu? Þeir em ekki margir, Við þekkjum styrinn um suma menn og málefni þeirra í þessu kunningsskaparins landi nú á dögum. Ásgeir Pétursson er kvong- aður Guðrúnu Halldórsdóttur, fyrirmyndarkonu, og hafa þau hjón eignast þrjú mannvsenleg börn (2 dætur, 1 son). Er önnur dóttirin gift í Svíþjóð sænskum manni, forstjóra fyrir saltfirma, hin er gipt hér í Reykjavik Sig- urði Sigurðsiyni berklayfir- lækni og Jór útgerðarmaður, kvongaðúr á í iglufirði. Ég veit, að á þessum tímamót- um senda margir vinir Ásgeirs Péturssonar honum hlýjar kveðjur, og er það að vonum og vildi ég óska aö yfir æfikvöldi þessa íslndinga-höfðingja hvíli jafnan sú gæía, sem fylgt hefir honum undanfarna áratugi, og umfram allt mættum við ís- lenaingar óska af alhug, að slíka menn, sem Ásgeir Péturs- son, eignaðist þjóðin marga. Hafnarfirði, 30. marz 1940. Óskar Jónsson. Dptoi Siiclair Mæmi árás Bfisa á MíbI Sárustu voubrffði, sem lnutm hefir lifað 'O' INN heimsfrægi sósíalist- iski rithöfundur og skáld Upton Sinclair, höfundur skáld- sagnanna „Smiður er ég nefnd- ur“, „Jimmy Higgins“, „Á refil- stigum“ og fjölda annarra al- þekktra bóka, tók opinberlega afstöou á móti árás Bússa á Finnland, eftir því sem Kaup- mannahafnarblaðið „Social-De- mokraten“ segir frá. Það hefir vakið gífurlega at- hygli úti um allan heim vegna þess, að Upton Sinclair hefir fram á síðustu stund verið í röð þeirra amerísku rithöfunda og menntamanna, sem trúðu á yf- irlýsingar sovétstjómarinnar. Hann gekk þó aldrei í komm- únistaflokkinn í Bandaríkjun- um, en lét við ýms tækifæri mjög sterka samúð í ljós með Sovét-Rússlandi. Meira að segja eftir að Rússar réðust að baki Pólverjum í september í haust reyndi hann að leggja það at- hæfi þeirra út á betri veg. En nú er hann búnn að fá nóg. Hann sagði nokkru eftir nýjár í vet- ur: „Árás Sovét-Rússlands á Finnland varð mér sárustu von- brigðin, sem ég hefi nokkru sinni lifað. Ef það væri ekki of skeytingarleysislegt, vildi ég mega taka mér í munn um það stríð orð Talleyrands: Það er verra en glæpur. Það er glópska.“ Norska bliaðíð „Aftenposten“ flytur grein um íslenzka sait- fiskverkun. Blaðið bendir á það, að saltfiskframleiðsla íslendinga á þessu ári sé óvenjulega lítil, og bæti það ínarkaðshorfamar fy.rir norskan saltfisk. F.Ú. Jónas Guðmundsson: Hnmadans heinsveldanna. ----..... Ritdómur um ritdóm Fáis V. Kolka. ---. —.— ¥ MORGUNBLAÐINU 8. þ. ■“* m. birtist grein eftir Pál V. Kolka lækni um hina merku bók Douglas Reed: Insanity Faír eða Hrunadans heimsveld- anna eins og hún hefir verið nefnd í íslenzku þýðingunni. Ég hafði búizt við þvi, að ein- hver bókmenntamaðurinn — eða hélzt einhver blaðamaður- inn — yrði til þess að svara þessum öfgafulla og ósann- gjarna ritdómi. En þar sem eng inn he. ir enn látið á sér bæra þykir mér rétt að bera hönd fyrir höfuð höfundarins að Hrunadansinum, sérstaklega þar sem hér er um að ræða árás á nýja tagund bókmennta nærri óþekkta áður á íslenzkum bóka- markaði. * í byrjun greinar sinnar segir hr. Kolka að hér sé „fyrst og fremst um að ræða heldur ó- geðslegt áróðursrít fyrir aukn- um vígbúnaði í Englandi, að vísu vel skrifað, en að því er virðist lítið erindi eigandi til ís- lendinga“. Þennan dóm sinn um bókina reynír læknirinn að rökstyðja með þrem dæmum úr bókinni, og bætir þar inn í illkvitnnis- legum árásum á Breta fyrir hafnbannið á Þýzkalandi í ó- friðarlokin 1918. Það er hvorki hlýja né mikill skilningur á á- standinu eins og það var þá, sem fram kemur í þeim ummæl- um. Hér yrði of langt mál að hrekja svo sem vert væri grein Kolka. en öllum, sem lesið hafa bók Reeds. er ljóst, að ekkert af ummælunum er „áróður fyr- ir auknum vígbúnaði í Eng- Iandi“. Fyrsta dæmið er frá vopna- hlésdeginum 1918, er höfundur bókarinnar, sem þá er liðsfor- ingi í brezka hernum, sér her- sveitirnar halda heim. Þar segir höfundurinn: „Ég fann á mér, að það var örlagaþrungin kórvilla að láta Þýzkaland vera í nokkrum vafa um, að það hefði beðið hernað- arlegan ósigur. Mörgum árum síðar sannfærðist ég um þetta í Þýzkalandi sjálfu.“ Hvernig finnst Kolka þetta hugboð hins unga liðsforingja hafa rætzt? Nú í dag, rúmum 20 árum síðar, er hafin enn hryllilegri heimsstyrjöld en riokkru sinni fyrr í sögu mann- kynsins. Og á þeirri styrjöld á Þýzkaland fyrst og fremst sök- ina. Finnst ekki lækninum, ef hann hugsar um það hlut- drægnislaust, að það hefði ver- ið fullkomlega í samræmi við kenningar læknisfræðinnar, að reyna að fyrirbyggja það 1918 og 1919, að sá sjúkdómur, sem þá í bili var læknaður — hern- aðarbrjálæðið — tæki sig ekki upp að nýju, þó það hefði þurft þá meiri hernaðaraðgerðir? Ég er sannfærður um að Kolka eins og allir góðir lækn- ar telur hyggilegra að skera fyrir rætur hvers meins, ef það er hægt. fremur en. að fá að- eins stundarbata og láta sjúk- dóminn taka sig upp aftur og aftur. Douglas Reed bendir rétti- lega á það hvað eftir annað í bók sinni, að grundvöllurinn undir hernaðarbrjálæðisáróðr- inum í Þýzkalandi var fyrst og fremst þessi kenning: Þýzka- land var aldrei sigrað í síðustu heimsstyrjöld. Það voru Marx- istar og Júðar, sem ráku rýt- inginn í bak hersins og þess vegna varð hann að semja frið. — Þessi kenning, sem er upp- spuni frá rótum, hefir einnig orðið grundvöllurinn undir of- sóknunum gegn Gyðingum og jafnaðarmönnum í Þýzkalandi og er einn hyrningarsteinninn undir valdi nazismans þýzka. ❖ Þá segir Kolka, að það megi kallast „furðuleg lýsing á stríðs- lokaárunum og kreppuárunum eftir 1930 að telja það velmeg- unarár fyrir alþýðu manna í Þýzkalandi og kemur illa heim við þær lýsingar, sem Remar- que gefur í bók sinni „Vér héldum heim“.“ Hér gleymir Kolka því, að höf. bókarinnar kemur ekki til Þýzkalands fyrr en 1928 eða 10 árum eftir að heimsstyrjöld- inni lauk. Þá er Þýzkaland bú- ið að ná sér í flestum greinum eftir hungur og harðrétti styrj- aldarinnar. Það náði sér í ýms- um greinum fyrr en þau ríkin, sem sigruðu, vegna þess að á landi eða mannvirkjum í sjálíu Þýzkalandi átti sér sáralítil eyðilegging stað í stríðinu 1914 —1918. Lýsingarnar í „Vér héldum heim“ eiga eingöngu við fyrstu árin eftir stríðið og er því ekki hægt að bera þær saman við það álit, sem Douglas Reed fær, er hann kemur og dvelur í Þýzka- landi. Um þetta segir höf. beinlínis í bók sinni: „Þýzkaland, eins og ég kynnt- ist því 1928, var land, sem ekk- ert skorti til bjargráða, land á hröðu framfaraskeiði, sem víða fór fram úr öðrum vegna dugn- aðar og hugkvæmda við frið- samleg störf, en pólitískur ofsa- kláði unni því ekki stundlegs friðar.“ Ég held tæplega að þessi lýs- ing höf. verði dregin í efa, og hinar geysilegu framfarir Þýzkalands á þessu tímabili sanna þessa staðhæfingu höf- undarins. Það er því alveg rangt hjá Kolka, að lýsingar Reeds eigi við somu árin og þau, er Remarque lýsir. Um „kreppuárin eftir 1930“ er sama að segja og um kreppuárin hér á landi, að með; síVaxandi opinberum aðgerðum var þar eins og hér r ;ynt að draga úr kreppunni svc hún legðist ekki með eins mlkí im þunga á herð- ar almennings. Þá telur hr. Kolka að bókin lýsi illu innræti höfundar og megnri andúð á Þýzkalandi. Iiver maður, sem les bækur Reeds með nokkurn veginn hlutdi’ægnislausri hugsun, finn- ur ekki í þeirn andúð til Þýzka- lands eða þýzku þjóðarinnar, heldur jafnvel þvert á móti. En bókin lýsir hins vegar megnri andúð á nazistum og hinum nazistisku bardagaðferð- um, hernaðarbrjálæðinu og hemaðardýrkuninni. Hann segir sjálfur þar um í ,,Hrunadansinum“: „í Þýzkalandi er til misk- unnarlaus manntegund, og þessi tegund manna, sem viðurkenn ir ekkert lögmál annað en rétt Þýzkalands til þess að drotína með vopnavaldi, hefir nú tekið stjórnartauma ríkisins í sínar hendur að nýju. Þessir sömu menn hafá mú hervætt þjéðina

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.