Alþýðublaðið - 13.04.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.04.1940, Blaðsíða 2
 LAUGARDAGUR 13. e ril 1C40 Alftýdnflokksfélaffi SSeyk|avikMr: VI. Fræðslukvöld Alþýðuflokksfélagsins laugardaginn 13. apríl klukkan 8,30 í Alþýðuhúsinu, verður helg- að frændþjóðunum á Norðurlöndum. BAGSKRÁ: Kvikmynd frá Noregi. — Viðburðirnir á Norður- löndum: Sigurður Einarsson. — Einleikur á píanó, norræn lög: Hallgrímur Helgason. — Þingsál.till. um sjálfstæðismálin: Stef- án Jóh- Stefánsson. — Samkveðlingar: Kjartan Ólafsson o. fl: Milli dagskráratriða leikur tríó norræn lög. Félagar! Sýnum hug okkar til frændþjóðanna og fjölsækjum stundvíslega. Aðgöngumiðar kosta kr. 1,75 (með kaffi), fást í afgreiðslu Al- þýðublaðsins frá klukkan 1 e. h. á laugardag og við innganginn. BngsSð f tíma — Hringið í sfaa 4|g§ EIGNIR YÐAR eru sífellt í hættu fyrir ryði, sagga og fúa. Góð málning framkvæmd af fagmönnum er bezta öryggið gegn slíkum óvinum. LÁTIÐ MIG ANNAST FYRIR YÐUR: MðLIIN Húseign yðar utan og innan. Húsgögnum yðar. Skiltum og gluggaauglýsingum yðar. Einnig skipamálning og hrein- gerningar. Góðir fagmenn - ¥ðnduð vlnna SÆMUNDUR SIGURUÐSSON málarameistari, Barónsstíg 18. Landnám Templara að JAÐRI. SKEMMTUN \ verður haldin í kvöld (laugardaginn 13. apríl) kl. 9 í G.T.-húsinu. SKEMMTIATRIÐI: 1. Skemmtunin sett: G. H. 2. Stutt erindi: Jens Hólmgeirsson, forstjóri. 3. Gamanleikur: Leikflokkur úr st. ,.Víkingur“ sýnir leikinn ,,Ófreskjan“ eftir Erik Bögh. 4. Danssýning og einsöngur: Fröken Bára Sigurjónsdóttir og hr. Sigfús Halldórsson („Við tvö og blómið“). 5. DANS. (Gömlu og nýju dansarnir.) Aðgöngumiðar seldir í G.T.-húsinu eftir kl. 4 í dag. sími 3355. SALTKJÖT Ágætt pækilsaltað dilkakjöt til sölu. Kjötið geymist óskemmt sumarlangt. Samband ísl. samnnnfélaga. Sími 1080. Norræna félagið Aðalfundur verður haldinn í Oddfellowhúsinu miðvikud. 17. apr. kl. 8,30. DAGSKRÁ: Aðalfundarstörf. — Ræða, formaður félagsins Stefán Jóh. Stefánsson félagsmálaráðh. — Söngur, Karlakór Reykja- víkur, undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar, syngur alla þjóðsöngva Norðurlanda. — Sýnið frændþjóðum vorum samúð og mætið. STJÓRNIN. NCREGUR Frh. af 2. síðu. kominn til Stokkhólms, er hon- um varð ljóst, hvernig í málinu lá og vildi þá hvergi nærri koma. í fregnum frá Stokkhólmi í gær, er staðfest, eftir norskum heimildum að „Gneisenau“ var sökkt með skothríð úr norskum strandvirkjum. Á „Gneisenau'* var skotið úr virkjunum í Osk- arsborg. „Gneisenau“ var annað af tveimur mestu orustuskipum Þjóðverja 25,000 smál., ísystur- skip „Scharnhorst", sem varð fyr- ir miklum skemdum í orustunni við „Renown" fyrri vikunni. fitflutnioBsbann Breta. Brezka verzlunarmálaráðu- neytið hefir tilkynnt, að bann- aður sé útflutningur á vörum, nema með sérstöku leyfi, til Danmerkur, Eistlands, Finu- lands, Lithauen, Noregs, Sví- þjóðar og allra hafnarborga Rússa við Eystrasalt og á Norð- ur-Rússlandi. Þessar ákvarðanir voru tekn- ar vegna þess, hversu horfurnar eru óvissar í þessum löndum — hernaðarlega og stjórnmálalega. Það var tilkynnt í London í dag, að tilskipunin næði ekki til íslands, Færeyja og Græníands. Osló rafmagnslaus: Rafveita Hafnarfjarðar kaup- ir 5 og 10 amp. vartappa á 5 aura stk. Dömufrakkar álvalt fyrir- liggjandi. Guðm. Guðmundsson, klæðskeri, Kirkjuhvoli. Fræðslakvðld Alþýðu ílokksfélagsiBS. Aðsfaða íslands. Atburðirnir á Norðurlondum. A LÞÝÐUFLOKKSFÉ- LAG Reykjavíkur hef- ir fræðslu- og skemmtikvöld í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu í kvöld. Þar verður margt til skemmtunar og fróðieiks. Fyrsta atriði dagskrárinnar er ræða Haralds Guðmundssonar um hið breytta viðhorf í mál- efnum Islands, eftir sampykktir alpingis aðfaranótt 10. apríl. Þá talar Sigurður Einarsson um síðustu atburði á Norðurlöndum og framtíð Norðurlandapjóðanna. Milli ræðnanna verða hljóm- leikar. Meðal annars leikur Hall- grímur Helgason tónskáld ein- leik á pianó. Loks verður sýnd kvikmynd frá Noregi og sjást par meÖal ann- ars staðir, par sem nú eru vig- stöðvar. Meðan pessi atriði fara fram verður setið að borðum. Félagar eru beðnir að hafa með sér töfl og spil. Húsbruni á Siglufirði. NÓTT á miðnætti kom skyndilega upp eldur í húsinu Miðstræti 7 á Siglu- firði. Var petta tvílyft hús og brann pað að langmestu leyti, en hang- ir pó uppi enn. Enn er ekki vitað hvernig eld- urinn kom upp í húsinu og er pað nú í rannsókn hjá lögregl- unni. Góður harðfiskur til sölu. Hringið í síma 4923. Sendum. nr bvrjate verjarráöaiNore Hefndir fyrir „skemmdarstarfu, sem Norðmeim kafa framið í varnarskyni. A LLT virðist benda til þess, að um leið og þýzki herinn í Noregi og svikarinn Quisling majór finna, að það sé farið að þrengja að þeim, þá herði þeir á tökunum á þeim stöð- um, sem enn eru á valdi þeirra. Þær fréttir bárust hingað í gær og voru að nokkru stað- festar í útvarpinu í Oslo í gær- kveldi, að skyndiaftökur hefðu þá verið hafnar á nokkrum stöðum. Svo virðist sem Norð- menn hafi byrjað víðtæka „skemdarstarfsemi“ gegn Þjóð- verjum og Quisling, og það einnig í Oslo, því að í útvarp- inu í Oslo var í gærkveldi birt tilkynning frá þýzka herforingj- anum þess efnis, að hann þyldi ekki lengur ,,skemdarstarfið“. enda hefðu menn fengið áð kenna á því. Meðal annars var þess getið, að símalínur hefðu verið eyðilagðar í Oslo sjálfri. Þá var beðið um sjálfboðaliða og þess getið hvernig þeir ættu að vera útbúnir. Ekki er gott að vita hverjir skipa nú hina svokölluðu stjóm Quislings. Það er kunnugt, að tveir „ráðherranna“. dómsmála- ráðherrann og hermálaráðherr- ann, hafa neitað því að eiga sæti í þessari stjórn, og til- kyhnti hermálaráðherrann Hambro þetta er Hambro kom til Svíþjóðar. Engin tilkynning hefir verið birt í Osloútvarpinu um hvort nokkrir hafa tekið sæti þessara manna. Margar tilkynningar eru lesn- ar á hverju kvöldi í útvarpið auk þeirra, sem hér hefir verið getið. Lítur helzt út fyrir, að þær séu að einhverju leyti fals- aðar. Margar tilkynningar hafa verið lesnar upp frá Welhaven lögreglustjóra. Þessi maður var lögreglustjóri í Oslo, hvort sem hann er það nú eða nafn hans falsað undir tilkynningar. Önn- ur yfirlýsing var lesin frá Trygve Nielsen, sem er forseti bæjarstjórnarinnar í Oslo. Þessi tilkynning var um sjálfboðaliða. Ótrúlegt er annað en að þetta nafn sé falsað. Trygve Nielsen er mjög kunnur Alþýðuflokks- maður og margra ára foringi flokksins í bæjarstjórninni. í gærkveldi komu fregnir um það, að Norðmenn hefðu sprengt stíflu og þar með eyðilagt raf- magnsstöðina í Oslo og að Oslo sé því nú rafmagnslaus. Ef svona er má gera ráð fyrir að útvarpsstöðin í Oslo heyrist ekki í dag. Ólga í ðamrkii. Ráðist á Dnska lfösforlngja í Kaapmaimaliöín af pvi að Þeir vörðust ekki A LSING ANDERSEN • landvarnaráðherra Dana hefir skýrt svo frá, að er Þjóðverjar réðust inn í Danmörku hafi danski her- inn fengið skipun um að verjast, en sú skipun hafi verið afturkölluð hálfri ann- arri klukkustundu síðar þar sem sýnt þótti, að vörnin myndi árangurslaus. Hann skýrir svo frá, að 12 Danir hafi beðið bana og 29 særst. Ráðherrann sagði að ein loftárás hafi verið gerð á flug- völl í Danmörku og ein flugvél eyðilagst við þetta tækifæri. Þá hafi komið til nokkurrar viður- eignar fyrir framan höll kon- ungs í Kaupmannahöfn, þar sen* lífvörður konungs hafi neyðst til að skjóta af byssum sínum. Þá hafa borizt fregnir um að mikil ólga sé í Danmörku. Er sagt að múgur manns hafi í gær ráðist á danska liðsforingja á götum í Kaupmannahöfn og misþyrmt þeim af reiði yfir því að herinn skyldi ekki verjast. Stauning forsætisráðherra gaf enn í gær þá yfirlýsingu, að rík- isstórnin bæri ábyrgð á afstöðu hersins og áminnti fólk um að sýna stillingu. — Þessi ólga er hins vegar skiljanleg. Fjand- mannaher hefir lagt landið und- ir sig og engum er undankomu auðið. Og landið er girt á alla vegu af túndurduflum. Einasta leiðin til þess að auka kartöfluneyzl- una er að selja og nota aðeins valdar og góðar kartöflur. Þáer fást hjá Grænmetis- verzlún ríkisins. Húsmæður! Keyrum þvott í þvottalaugarnar. Verðið er lágt miðað við að nokkrir balar séu teknir á sama stað, og skilað aftur á einn stað. Verzsl. Berg- staðastr. 10. Sími 5395. Danslelkur : Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu annað kvöld — sunnud. 14. apríl, hefst kl. 10. éasveit nndir stjéro F. Weisshaptels. Aðgöngumiðar í Alþýðuhúsinu frá kl. 6 s.d.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.