Alþýðublaðið - 13.04.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.04.1940, Blaðsíða 3
LAUGAIDAGUL 13. aprH 1*4* ALÞÝÐU3LA9IO • -------- fflÞfSUBIáiIð --------------------•• Ritstjári: F. R. Yaldemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4982 eg 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhú&inu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5821: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávailagötu 50: Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝBUPHENTSMIBJAN H.,F. / ♦ ---------------------:-----------------^---♦ Eins og á tímum Nelsons. AÐ hefir nú grejðst svo úr flækju hinna mótsagna- kenndu frétta, sem borizt hafa af viðburðunum á hafinu um- hverfis Noreg síðustu þrjá sól- arhringa, að engum glöggskyggn- um manni getur .lengur dulizt úr- slit og þýöing þeirra. Það er einn af stærstu sigrunum í hinni löngu og sigursælu sögu brezka flotans, sem við höfum fengið fréttir af — svo stór, að vel má vera, að síðar meir verði á hann litið sem 'straumhvörf í þeirri styrjöld, sem nú stend- ur yfir. Hitler hefir gert það ógurlega axarskapt, að gera árás á land, sem skilið er frá Þýzkalandi af þó nokkuð langri sjóleið, án þess að hafa svo öflugan flota, að geta haldið þeirri sjóleið opinni, ef i harðbakka slægi. Manni detfur í hug annar svipaður en þó að visu ennþá ævintýralegri, leiðangur eins af frægustu her- foringjum veraldarsögunnar, Na- þóleons, þegar hann fór með ,her manns sjóleiðina frá Frakklandi til Egipta'ands til þess að leggja það land undir sig fyrir rúm- um hundrað og fjörutíu árum. Hann komst með flotann og her- inn fram hjá Miðjarðarhafsflota Breta og gat sett liðið á land. En fáuni vikum seinna var flotinn króaður inni af frægasta flotar- foringja Breta, Nelson, hjá Abu- ir og gereyðilagður eftir ægi- lega sjóorustu. Napoleon, sem eft ir það var einangraður með her- inn á Egiptalandi, tókst sjálf- «m að sleppa heim yfir Mið- jarðarhafið á lítilli snekkju, en herinn var allur tekinn til fanga af Bretum á Egiptalandi. Þó að um miklu minni vega- lengdir sé nú að ræða og Hitl- er hafi sjálfur heldur kosið að vera heima, en fara með land- gönguhernum til Noregs, má vel segja, að sjóorustan í Skagerak <og Kattegat sé orustan við Abu- kir upp á ný. Þýzka flotanum tókst að setja herinn á land í Noregi, en sjálfur hefir hann beð- íð þann ósigur fyrir brezka flot- anum, sem fyrr en varði hafði Srrotizt inn í Skagerak og Katte- gat, að hann mun áreiðanlega ekki bíða þess bætur aftur i þessari styrjöld. Og nú hafa Bretar notað sér sigurinn til þess að loka þannig með tundurdufl- um öllum siglingaleiðum til Nor- egs frá Þýzkalandi og Danmörku, sem nú er á valdi Þjóðverja, að þýzki landgönguherinn í Noregi getur, svo fremi, að öðrum þýzk- um her takizt ekki að brjóta sér braut í , gegnum Svíþjóð, engan liðstyrk og engin vopn fengið að heiman, nenia það litla, sem hægt er að flytja loft- leiðis. Og af öllurn þeim rnörgu þýzku skipúm, sem send voru til Noregs og enn eru ofan sjáv- ar eftir sjóorustuna í Skagerak og Kattegat og aðrar minni sjó- orustur úti fyrir vesturströnd Nor egs, kernur að líkindum ekki svo mikið sem eitt einasta heinr aftur. Þau eru lokuð úti af tund- urduflagirðingum Breta og verða fyrirsjáanlega fyrr eða síðar elt uppi og eyðilögð inni á fjörð- um Noregs eða úti á Norður- sjó og Atlantshafi. Þýzki flot- inn, sem til Noregs fór, er þar með raunverulega búinn að vera. Honum hefir verið fórnað strax í stríðsbyrjun, af óskiljanlegri léttúð. Nú verður öllum á að spyrja: Hvað gerir Hitler næst? Reynir hann að bjarga landgönguhern- :um í Noregi og leggja undir sig landið með því að brjótast yfir Svíþjóð? Hún er eina leiðin þang- að eftir að sjóleiðinni hefir ver- ið lokað. En til þess þarf allt annan og stærri her en þann, sem til Noregs var sendur. Sví- ar eru helmingi stærri þjóð en Norðmenn og hafa meira en helm ingi stærri her og miklu betur útbúinn. Það yrði þvi áreiðan- lega engin skrúðgangá fyrir þýzk- an her yfir Sviþjóð. Og hve lengi ætti hann yfirleitt opna leið þangað, nú, eftir að brezki flotinn er kominn inn í Katte- gat og suður að dönsku sund- unum? Myndu Bretar þá ekki fara að hugsa til þess aÖ brjót- ast í gegnum Stórabelti eða Eyr- arsund inn í Eystrasalt til þess að Ioka fyrir Þjóðverjum sjó- leiðunum til Sviþjóðar á .sama hátt og hann hefir nú þegar lokað sjóleiðunum fyrir þeim til Noregs? Aðstaðan er breytt eft- ir viðburði siðustu daga. Það eru Bretar, en ekki ÞjóÖverjar, sem nú eiga leikinn í Kattegat, á hafinu milli Noregs, Sviþjóðar og Danmerkur. Það má segja um árás Hitl- ers á Noreg, að skamma stund verður hönd höggi fegin. Hann ætlaði að leggja undir sig all- an Noreg, og tryggja sér Atl- antshafsströnd hans til þess að geta opnað leiðina frá Narvik á ný fyrir málmflutningana frá Norður-Svíþjóð og nálgast Bret- land og bækistöðvar brezka flot- ans meira en áður. En útkoman hefir orðið sú, það er brezki flotinn, sem hefir nálgast Þýzka- land, og brotizt inn í Skagerak og Kattegat og er nú á sveimi úti fyrir dönsku sundunum, Eyr- arsundi og Stórabelti, í ögnandi nálægð við Eystrasalt — eina hafið, sem þýzk skip geta enn farið um og einu leiðina, sem þeim er enn opin, og þó aðeins um sumartímann, til þess að ná i hinn norðursænska málm. Myndarlég stúlka getur feng- ið atvinnu á saumastofu hálf- an daginn. Upplýsingar á Suð- urgötu 2. ækkunin á sauma» launum i Reykjavik. ----<*»--- Svar til klæðskerameistara frá Guðjóni Teitssyni, formanni verðlagsnefndar. STJÓRN Klæðskerameistara- félags Reykjavíkur hefir í blaði yðar hinn 5. þ. m. birt at- hugasemdi við grein J. S., sem þér nýlega birtuð. En þar sem athugasemd þessi snertir það atriði í grein J. S., sem er sam- kvæmt heimild frá mér, þykir mér viðeigandi að svara þessari athugasemd klæðskeranna. Aðalefni málsins er þetta: ' 30. marz 1939 átti klæðskera- firmað Árni & Bjarni fyrir til- verknað verðlagsnefndar að lækka tilbúin föt úr töluvert mörgum fataefnum um nálega 20 kr. fötin. Var firmað raun- verulega orðið brotlegt við verðlagsákvæðin. en verðlags- nefnd ætlaði samt að láta nægja að gefa ámninningu fyrir það, ef fötin væru lækkuð refjalaust. Liðu nú nokkrir dagar, svo að verðlagsnefnd vissi ekki annað en að mál þetta væri úr sögunni. Gengisbreytingin varð eins og öllum er kunnugt hinn 4. apríl, en 5. eða 6. apríl verður verðlagsnefnd þess vör, að firm- að Árni & Bjarni er búið að hækka taxtann fyrir saumalaun og tillegg úr 95 kr. og upp í 115 kr. Þetta þótti verðlagsnefnd einke»nileg hækkun, þar sem kaup starfsfólks hjá klæðsker- unum hafði engum breytingum tekið, og var þar að auki alger- lega lögfest, samkvæmt gengis- breytingarlögunum. eins og annað verkakaup. Leit nefndin því nánast svo á I byrjun, að umrædd 20 kr. hækkun á saumalauna- og tilleggstaxtan- um hlyti að skoðast sem óleyfi- leg kauphækkun hjá klæðskera- meisturunum sjálfum. Annar aðaleigandi í firmanu Árni & Bjarni er jafnframt for- maður í Klæðskerameistarafé- lagi Reykjavíkur, og boðaði ég hann fyrir hönd verðlagsnefnd- ar á minn fund út af framan- greindu. Sagði hann þá. að hækkun taxtans hefði verið samþykkt af stjórn Klæðskera- meistarafélagsins á fundi hinn 30. marz. Þetta væri gert áður en gengisskráningarlögin öðluð- ust gildi, og gæti því ekki skoð- ast brot á þeim lögum. Verð- lagsnefnd hefði aðeins heimild til að setja verðlagsákvæði á vörur, en þar sem hér væri um vinnulaun að ræða, væri verð- lagsnefnd málið óviðkomandi. Það þótti einkennilegt, að stjórn félags gæti án almenns félagsfundar tekið ákvörðun um jafn stórfellda taxtabreyt ingu eins og hér var um að ræða. Enn fremur bættist það við, að áðeins 2 eða 3 önnur klæðskerafirmu höfðu þá þeg- ar farið eftir þessu. Hin þóttust ýmist ekkert hafa heyrt um hækkun taxtans eða höfðu ekki breytt honum. Það var því óneitanlega erf- itt annað en að setja hækkun taxtans beint í samband við það, að Árni & Bjarni, firma formanns Klæðskerameistarafé lagsins, átti þann sama dag og hækkun taxtans var ákveðin fyrir afskipti verðlagsnefndar, að lækka verð á efnum í all- marga fatnaði, og þar með til- búin föt úr þeim, um nálega al veg sömu upphæð og nam taxtahækkuninni. Og með því að nefnt firma var raunveru- lega áður orðið brotlegt við verðlagsákvæðin. ákvað verð- langsnefnd að kæra málið í heild til lögreglustjóra. Þetta lyktaði þannig, að firm- að Árni & Bjarni var í lög- reglurétti Reykjavíkur hinn 2. nóv. 1939 dæmt til að greiða 100 kr. sekt auk alls sakarkostn- aðar fyrir brot á verðlagsá- kvæðunum. En lögreglustjóri komst að þeirri niðurstöðu, að hækkun saumalaunataxtans yrði ekki ónýtt, vegna þess að það sýndist svo, að klæðsker- arnir hefðu raunverulega þurft að hækka saumalaunin nokkuð af þeim ástæðum, að sá liður út af fyrir sig hefði ekki full- komlega borið sig að undan- förnu. Byggði lögreglustjóri hér á skýrslu endurskoðenda þeirra, sem stjórn Klæðskerameistara- félagsins skýrir frá 1 áður- nefndri grein sinni. En ég tel mig geta sýnt fram á og sann- að, að skýrsla þessi er að nokkru leyti á röngum forsend- um byggð, og er þar með að þessu leyti kippt grunninum undan dómi lögreglustjóra. Hins vegar skilst mér eftir aukna at- hugun á þessu máli. að ekki hafi verið hægt samkvæmt gildandi lögum að ógilda hækk- un taxtans, hversu áberandi sem verðlagsákvæðin hefðu verið sniðgengin með hækkun hans. Og er þetta ástæðan fyrir því, að málinu hefir ekki verið áfrýjað. en ekki það, eins og Klæðskerameistarafélagið vill vera láta. að það sé endanlega hreinsað af því að hafa snið- gengið verðlagsákvæðin. Ég skal þá gera grein fyrir að hverju leyti ég álít áminnsta skýrslu endurskoðendanna á röngum forsendum byggða. Verðlagsnefnd hefir litið á klæðskera eins og venjulega vefnaðarvörusmásala, að því leyti að heimila þeim sömu há- marksálagningu á fataefni eins og gildir um vefnaðarvöru al- mennt í smásölu. Hámarksálagning á vefnaðar- vöru í smásölu hefir frá því hún var sett verið sem hér seg- ir: Frá 18. febr. til 17. apríl 1939. a. Við kaup af innlendum heildsölubirgðum 50%. b. Við kaup beint frá útlönd- um 74%. Frá 18. apríl 1939 og fram til þessa. a. Við kaup af innlendum heildsölubirgðum 47%. b. Við kaup beint frá útlönd- um 64%. Nú leiðir það af líkum, að verðlagsnefnd hefði ekki ætlað klæðskerum sömu hámarksá- lagningu og venjulegum vefn- aðarvörusmásölum ef nefndin hefði ekki gert ráð fyrir, að þeir hefðu að mestu leyti sam- bærilegan tilkostnað á móti á- lagningunni. Ég hefi samkvæmt reksturs- reikningum vefnaðarvöruverzl- ana og klæðskera í Reykjavík áður en verðlagsákvæðin komu til framkvæmda látið gera all- ítarlegan samnburð á rekstri þessara aðila. Og sýna skýrslur þær, sem gerðar hafa verið þessu sambandi, að meðalálagn- ing klæðskera og vefnaðarvöru- verzlana var á nefndum tíma svipuð, hvort sem álagningin var reiknuð af kostnaðarverði efnivara út af fyrir sig eða af kostnaðarverði efnivara að við- bættu öllu kaupi. Virðist þetta algerlega rétt- læta það, að nefndir aðilar voru látnir fylgjast að um álagning- arheimild, þegar verðlagsá- kvæðin voru sett. Óg hafi verð- lagsákvæðin eitthvað skert á- lagninguna hjá vefnaðarvöru- verzlunum, virðast klæðskerar engu síður hafa átt að þola slíka skerðingu án gagnráðstaf- ana, því útkoma sýnist að með- altali hafa verið betri hjá þeim. En ef einhver skyldi telja rekst- ursreikningana óábyggilega til heimildar, ætti þó varla að vera hægt að halda því fram, að þeir væru það fremur hjá öðrum að- ilanum en hinum. í álitsgerð endurskoðenda þeirra, sem lögreglustjóri kvaddi sér til aðstoðar í áður- nefndu máM, er gengið út frá því, að saumalaunataxtinn, út af fyrir sig, skuli vera það hár, að hann beri, auk hluta af al- mennum kostnaði, öll vinnulaun ásamt fullum meistaralaunum til klæðskeranna sjálfra, þ. e. að á móti álagningu klæðsker- anna á efnivörur skuli ekki koma neins konar kaupgreiðslu- kostnaður- Hér virðist því, eins og áður greinir, vera algerlega gleymt, að verðlagsnefnd myndi ekki hafa látið klæðskerana njóta sömu heimildar til álagningar á efnivörur eins og vefnaðarvöru- verzlanir, ef ekki hefði verið gengið út frá svipuðum kostn- aði hjá þeim á móti álagning- unni. En framangreindar skýrslur samkvæmt reksturs- reikningum fyrir þann tíma að verðlagsákvæðin væri komin til framkvæmda sýna, að nálega helmingur af álagningu vefnað- arvöruverzlana fór í kaup- greiðslukostnað. Þær sýna einn- ig, að klæðskerarnir hafa ekki annan kostnað þar á móti, sem geti réttlætt það, að þeir þurfi ekki að láta álagninguna á efni- vörur bera nein vinnulaun. Að vísu skal því ekki neitað, að eðlilegt sé að klæðskerar hafi taxta fyrir saumalaun og til- legg, sem ber sig út af fyrir sig, þegar þeir ekki leggja til efni. Sjálfir höfðu margir af þeim ákveðið 10 kr- mismun á umræddum taxta, eftir því, hvort þeir lögðu sjálfir til efni eða ekki. Er sennilegt, að þessi mismunur hafi í raun og veru verið óeðlilega lítill. En meðal- útkoman virðist hafa orðið al- veg sómasamleg, og út frá því virðist verða að ganga í sam- bandi við hvers konar breytingu á taxtanum. Það er hugsanlegt, að klæð- skerar í Reykjavík kunni að staðhæfa, að ekkert sé á fram angreindum athugunum að byggja og leggi fram einhverja nýja útreikninga, sem eigi að sýna að svo sé ekki. En þá eiga þeir eftir að gera grein fyrir því, hvers vegna einmitt þeir, sem tóku áður mest fyrir sauma laun og tillegg allra klæðskera á landinu, skyldu á sl. vori hækka þennan taxta svo stór- lega sem áður er á minnst, þeg- ar fáir klæðskerar utan Reykja- Frh. á 4. síðu. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að Arnfríður Ólafsdóttir andaðist að heimili sínu, Lokastíg 15, þ. 12. þ: m: Fyrir hönd mína og annarra vandamanna. Guðbjörg Loftsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.