Alþýðublaðið - 19.04.1940, Blaðsíða 3
AU*m«lBLA©!I»
FÖSTUDAGUR 19. APRIL 1940.
•--------- míwmm
Ritetíóri: F. R. Valdeaaarsso*.
1 fjarveru haas: Stófá* Péturssou. Símar 4902 og 5021 (heima).
Ritsiaótw: Altiýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét-
ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Viihj. S. Vilhjálms-
son (heima) Brávallagötu 50.
Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu.
Símar: 4900 og 4906.
Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu.
ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H . F1 •
1--------------------:----------------------♦
„Lítil eru geð guma“.
-------♦------
tf’JUNNAR GUNNARSSON
skáld er nýkominn heim úr
löngu feröalagi um Pýzkaland.
Áöur en hann kom var það
kiunnugt, að hann hafði á þessu
ferðalagi gengið á fund Hitlers
®g átt tal við hann. Én nú hefir
hann sjálfur skýrt frá þviíviðtali
við Morgunblaðið og fært okkur
fávísum löndum sínum þær yfir-
lýsingar hins þýzka nazista-
höfðingja, að hann hafi ekki vilj-
að það stríð, sem nú stendur
ýfir, eins og bezt mætti sjá á
jþvi, að víðs vegar um Þýzkaland
væru nú mörg verk, sem liggja
hálfgerð, til mikils tjóns fyrir
þýzku þjóðina. Hann hefði ekki
byrjað á þeim, ef hann hefði
ætlað í ófrið. Og stríðstakmark
hans væri, þrátt fyrir allt, friður.
Þannig fórust Hitler orð eftir
frásögn Gunnars Gunnarssonar.
Og hver efast nú um friðarvilja
hins þýzka „foringja“? Ekki för-
4am við, lítilsigldir menn hér
norður á íslandi, að láta okkur
detta það í hug, að einnig á
Englandi og Frakklandi séu mörg
verk, sem liggja nú hálfgerð og
©kki hefði verið byrjað á, ef þ a u
lönd hefðu ætlað i ófrið, þannig
að hin hátíðlegu orð Hitlers
segi í rauninni harla lítið. Hit-
ler hefir talað og Gunnar Gunn-
■arsson hefir talað v i ð h a n n .
Það eigum við að vita, og það á
okkur að nægja.
En við getum ekki varizt því,
að setja þetta viðtal Gunnars
Gunnarssonar við Hitler og frá-
sögn hans af því á þessari stundu
. I samband við aðra ofurlítið
eldri frétt, sem okkur barzt
nokkru áÖur en Gunnar Gunn-
arsson lagði af stað í Þýzka-
landsför sina. Hún var á þá leið,
að eitt Kaupmannahafnarblaðið
íhefði flutt dönsku þjóðinni þann
boðskap frá skáldinu héðan
heiman af Islandi, að það óskaði
þess að fá að ganga í danska
herinn til þess aö verja Dan-
mörku með vopni í hönd, ef á
hana yrði ráðizt.
Okkur þótti þetta vera falleg
frétt. og boðskapur skáldsins
göfugur vottur þess þakklætis,
sem víð vitum, að hann skuldar
dönsku þjóðinni, jafnvel framar
okkar eigin þjóð, sem aldrei gat
hlúð eins vel að gáfu hans og
hin miklu stærri og þroskaðri
sambandsþjóð hennar, og þótt
skömm sé frá að segja, ekki
heldur hefir lært að meta eins
vel að verðleikum svo sjaldgæf
listaverk og „Sögu Borgarættar-
innar“, „Kirkjuna á fjallinu“,
„Svartfugl“, „Aðventu" og mörg
fleiri, sem frá honum hafa komið.
En því verður ekki 'neitað, að
við hefðuni á öllu fremur átt von,
en að heyra það næst frá Gunn-
ari Gunnarssyni, að hann heföi
gengið á fund Hitlers til þess að
geta á eftir sólað sig í þeirri
fríegð, að hafa átt tal við hann.
Því að úr engri annari átt var
okkur sjáanlegt, að hinu síðara
og sjálfsvalda fósturlandi hans,
Danmörku, væri hætta búin.
Enda hefir það nú sýnt sig: Að-
eins þremur eða fjórum vikum
eftir að Gunnar Gunnarsson stóð
frammi fyrir Hitler og hlýddi
með lotningu á orð hans, var hin
litla og varnarlausa Danmörk
orðin lævisri árás þýzka nazism-
ans að naéturþeli að. bráð og
liggur nú sundurkramin undir
járnhæl hans.
Gunnar Gunnarsson var nægi-
lega snemma sloppinn frá Kaup-
mannahöfn, á leið sinni heim til
íslands, til þess að vera kominn
á haf út, þegar Hitler lét her sinn
ryðjast inn í Danmörku. Hann
var því löglega afsalcaður, þótt
lítið yrði úr þeim fallega ásetn-
ingi, að verja hana með vopni í
hönd. En þegar hann, þrátt fyrir
það, sem gerzt hefir, hefir skap
til þess, að láta það vera sitt
fyrsta verk, að færa okkur, eins
og ekkert hefði í skorizt. þann
boðskap Hitlers, mannsins, sem
fyrirskipaði árásina á Danmörku
án nokkurs tilefnis og er nú að
txoða frelsi hennar og velmegun
niður í svaðið, að hann hafi ekki
viljað þetta strið, og að, striðs-
takmark hans sé friður, þá getum
við, þrátt fyrir allt það, sem
Gunnar Gunnarsson hefir unnið
sér til ágætis í heimi listarinnar,
ekki varizt þvi að taka okkur í
munn þessi niðurlagsorð einnar
þekktrar vísu í Hávamálum:
„Lítil eru geð guma.“
UppbótiD til opiD-
berra starfsDiaaoa.
|4' RUMVARPIÐ um uppbót á
* laun opinberra starfsmanna
var tekið til 3. umræðu í gær-
kveldi.
Nokkrar breytingartillögur
komu fram við þessa umræðu
við frumvarpið. Umræðunni vai
lokið, en atkvæðagreiðslu var
frestað.
Gera má ráð fyrir, að frum-
varpið verði endanlega samþykkt
í dag.
Ætlast er til, að uppbótin
verði reiknuð frá 1. janúar síð-
ast liðnum.
K RAFTÆKJA
My^.b.GERÐlRl
VANDADAR-þbÝRAR
SÆKJUM & SENDUM
I 'JVUG'ÁVE G--2
il Mi 2303’
^pymKJiiK^iójSERQAiTQTÁ:
Métínrsf aða oghlutverk
gagnfræðaskélanna.
.■»---
MEÐ lögum nr. 48 frá 1930
er svo ákveðið, að stofna
skuli gagnfræðaskóla í fimm
helztu kaupstöðum landsins, og
auk þess heimild til að stofna
og starfrækja slíka skóla í tveim
Öðrum, ef hlutaðeigendur óska
æss og uppfylla önnur skilyrði
laganna. Hve fegins hendi þess-
um lögum var tekið má sjá af
því, að nú hafa um langt skeið
verið starfandi slíkir skólar á
öllum þeim stöðum, sem lögin
ákveða og leyfa.
Samkvæmt ofannefndum lög-
um, sem enn gilda lítið breytt,
er markmið skólanna að afla
nemendum sínum frekari hag-
nýtrar fræðslu en barnaskólarn-
ir veita og gera þá hæfa til að
stunda nám í sérskólum.
Þar sem hér var um ný-
breytni í skólamálum að ræða,
mætti ætla, að full þörf væri á
að taka til athugunar að hve
miklu leyti skólarnir ná þeim
tilgangi sínum, sem heilbrigt og
eðlilegt er að búast við, og enn
fremur hver skipun á þeim
myndi heillavænlegust vegna
framtíðarinnar. Ætla mætti að
tíu ára reynslutími væri og
nægur til að skera úr um hvaða
raun hefir gefizt og við hverju
má búast.
Við yfirlestur laganna kemur
það í Ijós, að höfundar þeirra
hafa ekki hugleitt nógsamlega
að hvaða endanlegu takmarki
skyldi stefna, sem kemur skýr-
ast fram í því, að nokkur hluti
námsgreina er ákveðinn af
skólanefnd á hverjum stað, með
samþykki kennslumálastjórnar,
auk þeirra, sem lögboðnar eru.
Með þessu atriði er beinlínis
skapað það ósamræmi, sem nú
ríkir um skólana, og torveldar
mjög um að skera úr hvert sé
hið heillavænlegasta framtíðar-
skipulag. Árangurinn hefir því
að vonum orðið misjafn, og
skólunum oft til erfiðleika að
óverðskulduðu.
Nærtækast er að benda á, að
nemendur frá þeim eiga ekki
kost á að fá inngöngu án inn-
tökuprófs, í æðri skóla eða sér-
skóla, nema með einstaka und-
antekningu, og alls ekki kost á
að fá að setjast í neinn bekk
menntaskólarma, jafnvel þótt
stjórnskipaðir trúnaðarmenn
séu prófdómendur og náms-
greinar séu þær sömu og sama
yfirferð og í gagnfræðadeild-
um þeirra. Hér er gripið á at-
riði, sem varðar allan landslýð
stórlega og auðvitað fyrst og
fremst hina efnasnauðari á-
hugamenn lærdómsiðkana úti
um land. Það er eðlileg nauð-
syn, að hver heilbrigt hugsandi
maður vilji og þurfi að sjá ein-
hvern ávöxt erfiðis síns, og ekki
sízt í þessum sökum. En hvert
verður þá viðhorf þeirra, sem
hyggjast stunda og stunda nám
í skólum, sem lítil eða engin
réttindi veita?
Óhjákvæmilega verður það
oft svofellt, að stórum minni al-
vöru og áhuga er beint að nám-
inu og starfseminni yfirleitt og
árangurinn oftast á sömu eða
svipaða lund og í hinni þjóð-
kunnu sláttuvísu .... Þeir eru
að slá og þeir eru að slá, þó þeir
slái ekki! ....
Nemendur, sem hafa efni á og
kyggja á nám í menntaskólun-
um, hverfa beint í þá og gagn-
fræðaskólarnir missa þar oft þá
námskrafta, sem drýgstir mega
teljast til að auka veg þeirra
og gengi, en veita hinum, sem
ekki hafa tök á að stunda nám
í fjarlægum stöðum, ekki þau
réttindi eða hjálparhönd, sem
verðugt og nauðsynlegt væri.
Starf kennaranna verður
meira og minna Sysifosariðja
meðan ekki er unnt að benda
á annan tilgang en réttindalaus
og lítilsvirt prófskírteini að
loknu námi. Samkvæmt 6. gr.
laganna skal leggja stimd á bók-
legt og verklegt nám í skólun-
um og glæða áhuga nemenda á
að starfa á eigin hönd og beina
námi þeirra inn á þær brautir,
sem hæfileikar og þroski benda
til. Þetta fer ágætlega á papp-
írnum, en með fyrirkomulagi
því, sem að ofan getur, og hlið-
sjón af þessari grein er tekið
aftur með vinstri hendinni það,
sem hin hægri gaf. Mér virðist
full þörf á að gefa nemendum
kost á meiru en að finna sjálfa
sig, þ. e. hugðarmál sín, með
því að flýta fyrir framgangi
þeirra með auknum réttindum.
Þeir skólar, sem hliðstæðast-
ir eru gagnfræðaskólunum í
kaupstöðunum, eru héraðsskól-
arnir í sveitunum. Við nánari
samanburð kemur þó fljótt í ljós
að aðstaðan er gagnfræðaskól-
unum stórum í óhag. Héraðs-
skólarnir eru reistir við hin
hentugustu skilyrði, svo sem
jarðhita o. m. fl. Þeir eru miklu
ríkulegar styrktir af almanna-
fé (byggingarstyrkur þeirra
50% kostnaðarverðs og 400—
200 kr. styrkur á nemanda, en
gagnfr.sk. byggingarstyrkur
40% og styrkur á nemanda kr.
96—120) og aðstandendur
þeirra eru heil héruð, eitt eða
fleiri, eða jafnvel heilir lands-
fjórðungar, sem setja metnað
sinn í að láta þessi óskabörn
blómgast og dafna. Þar á ofan
eru þeir oftlega mjög ríkulega
studdir af frábærri rausn ein-
stakra manna, sem eru hug-
myndinni hlynntir. Gagnfræða-
skólarnir eru flestir stofnaðir
og starfræktir í lélegum eða ó-
nógum húsakynnum, hafa lítil
eða léleg kennslutæki og tæki
til íþróttaiðkana, sem þó er svo
mjög nauðsynlegt á þessari í-
þróttaöld. Hér við bætist að
þeir eru fjárhagsleg byrði á
hrörnandi gjaldgetu fámennra
og fátækra bæjarfélaga. Yrði
þeim skorinn stakkur á svipaða
lund og sá, sem héraðsskólara-
ir bera, myndi árangurinn
verða, að þeir vesluðust upp og
dæju drottni sínum vegna nem-
endafæðar og þar með yrði úr
sögunni allt það gagn, sem ung-
lingar í bæjunum gætu haft af
starfsemi þeirra. Þetta vita all-
ir kunnugir og þess vegna hef-
ir verið horfið inn á þá braut
að draga víða úr verklegu námi.
en auka hið bóklega, unz það
nálgast bóknámið í gagnfræða-
deildum menntaskólanna. Þetta
er, að minni hyggju, rétt leið
og raunar sú eina, sem fær er.
Þó að hér sé lauslega á mál-
um haldið og einungis drepið á
niðurstöður í þessum hugleið-
ingum þori ég að fullyrða, að
gagnfræðaskólamir ná ekki
hinu æskilega takmarki, ef ætti
að miða þá við héraðsskólana.
Ekki er heldur unnt að ná æski-
legum árangri með núverandi
fyrirkomulagi, og gagnvart
menntaskólunum em þeir rétt-
indalausir. Hér þarf því umbóta
við, og nú vil ég með örfáum
orðum benda á það skipulag,
sem mér virðist hið heppileg-
asta svo að fullkominn árangur
fáist af fræðslustarfinu.
1. Samræma þarf reglugerð,-
ir allra skólanna, svo að gagn-
fræðapróf sé hið sama, raun-
verulega, í þeim öllum.
2. Skólamir starfi í þrem
deildum. ,,
3. Námsefni sé miðað við að
ftemendur geti viðbótalaust
gengið inn í lærdómsdeild
menntaskólans eftir próf úr 3ja
bekk, enda gildi það próf, hafi
nemandi tilskilda lágmarkseink-
unn í einhverjum eða öllum
greinum.
4. Þriðji bekkur sé tvískipt-
ur, þannig, að í annarri deild-
inni sé einkum lögð stund á
bóklegt nám, en í hinni deiíd-
inni sé einkum lögð stund á
verklegt nám og má þá miða
það á hverjum stað einkum við
atvinnuhætti, enda er sú deild
þá einkum ætluð þeim, sem
ekki hyggja á framhaldsbók-
nám. ^
5. Þá má hafa sérstök nám-
skeið í bóklegu eða verklegu í
sambandi við skólana, ef á-
stæða þykir til, í lengri eða
skemmri tíma.
Til þess að fyrirbyggja að
menntaskólunum bærust aðrir
nemendur frá gagnfæðaskólun-
um en þeir, sem nægilega und-
irstöðu hafa fengið, mætti
leggja hin sömu verkefni fyrir
alla skólana, svo sem nú tíðk-
ast við landspróf í barnaskól- ■
unum, eða tryggja á einhvern
annan hátt að nægilega vel sé
Frh. á 4. síðu.
Jarðarför
Arnfríðar Ólafsdóttur
fer fram frá dómkirkjunni laugardaginn 20. þ. m. og hefst með
bæn á heimili hennar, Lokastíg 15, kl. 1 e.h.
Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda.
Guðbjörg Loftsdótiir.