Alþýðublaðið - 19.04.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.04.1940, Blaðsíða 4
9 FÖSTUDAGUR. Næturlæknir er Kjartan Ólafs- *on, Lækjargötu 6 B, sími 2614. Næturvörður er í Reykjavíkur- •g Iðunnar-Apóteki. Hafís. Fréttir hafa borizt frá Horni um, að sundurlausar hafís- spangir hafi sést norður og norð- austur af Horni. Veðrið: Útlit fyrir hægviðri. Úr- komuláust. ÚTVARPIÐ: 19.15 Þingfréttir. 19.45 Fréttir. 80.20 Spurningar og svör. 80.35 Kvöldvaka: a) Knútur Arn- grímsson kennari: Brjánsbar- dagi. Erindi. b) Samsöngur feð gítarundirleik (frá EÍ- ísabet Einarsdóttir og frú Nína Sveinsdóttir). c) Jónas Sveinsson læknir: At- burðirnir í Mayerling. — . Erindi. 22.00 Fréttir. Dagskrárlok. Menntaskólanemendur sýndu leik sinn í gærkveldi fyrir fullu hiúsi. Vakti hann mikla kát- ínu áhorfenda. Munu þeir sýna hann a. m. k. einu sinni enn. Ágætur saltfiskafli. Bæjarútgerðartogarinn „Maí“ er nú á saltfisksveiðum. Þær fréttir komu af veiðum togarans í gær- kveldi, 'að hann hefði fiskað ágæt- lega. íbúðarhús brennur. í gaér 'brann íil kaldra kola í- búðarhús rétt hjá Undralandi. Var slökkviljðið kallað, en það fékk við ekkert ráðið, því að húsið var aleldá að innan, þegar slökkvi- liðið kom á vettvang. Reki í Ólafsfirði. Nýlega rák á fjöru við Ólafs- fjarðarkauptún 7 dunka. Vegur hver þeirra um 20 kg. Er í þeim feiti, sem álitin er svínafeiti. Virð- ast dunkarnir komnir frá Brazilíu og er letrað á þá ártalið 1940. Þá hefir rekið á sama stað tvö járnföt, og er í þeim feiti dekkrí á lit en dunkafeitin. Eldsvoði á Langanesi Aðfaranótt 17. þ. m. brann bær- inn að Brimnési á Langanesi til kaldra kola. Kviknaði út frá pípu í torfþekju. Sumu af innanstokks- munum og matvælum var bjargað, en allt hey bóndans, sem var á- fast við bæinn, brann. Skinfaxi er nýkominn út. Efni: Richard Beck: Einar Benediktsson. Aðaí- steinn Sigmundsson: íþróttalögin, Halldór Kristjánsson: Fyrsta des- emberkvæði, Ríkarður Jónsson: Myndir. Guðmundur Davíðsson: Trjáplöntun á víðavangi. S. E. og Sk. Þ.: Fallnir stofnar. Bjartmar Guðmundsson: „Að norðan,“ Vig- fús Guðmundsson fimmtugur. Guð- mundur Illugason: Afmæliskveðja o. m. fí. Leikfélagið' sýnir skopleikinn „Stundum og stundum ekki“ í kvöld kl. 8. Póstferðir 20. apríl 1940: Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Réykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Laugarvatn; Hafnar- fjörður. Grímsness- og Biskups- tungnapóstar. Álftanesspóstur. — Akranes. Til Reykjavíkur: Mos- fellssveitar-, Kjalarness-, Reykja- ness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafn- arfjörður. Álftanesspóstur. Rangár- vallasýslúpóstur. Vestur- og Aust- ur-Skaftafellssýslupóstar. Akra- nes. Skemmtikvöld halda knattspyrnufélögin Fram og Valur n.k. laugardagskvöld að Hótel Borg. Til skemmtunar verð- ur: Gamanvísur, eftirhermur, ein- söngur, harmonikuleikur, trio — og dans. Nemendur kvöldskóla K.F.U.M. halda sýn- ingu á handavinnu í skólanum á laugardag og sunnudag frá kl. 1—6 síðdegis. Sáttasemjari hefir boðað fulltrúa sjómanna og útgerðarmanna á sinn fund í dag kl. 2. Gagnfræðaskóla Akureyrar var slitið 16. þ. m. Skólastjóri Þórsteinn M. Jónsson flutti fæðu við það tækifæri og gat þess, að skólinn hefði starfað 10 ár. Nem- endur voru í vetur 99 íalsins og luku 21 gagnfræðaprófi. Hæstar einkanir hlutu: Loftur Guðbjörns- son á Akureyri. Sighvatur Jónas- son frá Hélgastöðum í Suður-Þing- eyjarsýslu og Heiðdís Eysteins- dóttir frá Ytra-Hóli í Fnjóskadal. (FÚ). Ungmennafélagið á Blönduósi hafði sýningu á sjónleiknum Þorláki þreytta síðastliðinn laugar- dag og sunnudag við húsfylli og ágætar viðtökur áhorfenda. (FÚ). RÉTTARSTAÐA OG HLUT- VERK GAGNFRÆÐASKÓL ANNA. Frh. af 3. síðu. um hnútana búið í því efni. Skólakerfi landsins er mjög dýrt, og það gegnir furðu, að ekki skuli vera hafizt handa um að samræma það betur en raun er á, ekki betri raun en það gefur. Hqr er þó síður en svo átt við að neinn dragi af sér við sitt hlutverk, en allar þær breytingar, sem gerðar hafa verið á seinni árum, hafa þó ekki enzt til annars en að setja nýjar bætur á gömul föt, svo illa sem það þó skartar. Lögin um gagnfræðaskólana er eitt dæmi um slíkt, en með því að fella þá á þann hátt, sem ég ‘hefi lagt til, eða annan svipað- an, inn í fræðslukerfið, væri stigið spor í áttina og ég hygg að fleiri myndu á eftir fara. Sú einokunaraðstaða, sem mennta- skólarnir hafa og nota sér á að hverfa- og aðstöðumunur þeirra, sem búa 1 kaupstöðum og byggðarlögum fjarri mennta skólunum, á líka að hverfa eða minnka á við þá, sem nær þeim eru, fyrir tilverknað gagnfræða skólanna. Hvað sem andstaðan gegn þessu máli kann að verða megn, hlýtur hún og á líka að brotna. Á því á allur landslýður réttar- kröfur. Allt það, sem getur orðið til meþningarauka úti um land, þarf að styrkja og vernda. Gagnfræðaskólarnir 1 kaupstöð- unum eiga að vera og geta ver- ið skref á þeirri braut að veita því viðnám, að allar menning- arstofnariir landsins dragigt saman á einn stað, og með sinni tví- eða margþættu starfsemi geta þeir, hver á sínum stað, orðið almenningi nokkurt leið- arljós, en það takmark næst ekki svo vel sé fyrr en þeir fá þau sjálfsögðu réttindi, sem þeim bera. Nesk., 24. marz 1940. Oddur A. Sigurjónsson. esa GAIHLA BK>ES I 1 HS NYJA BhÖ Ð B Dr. Jekyll og ‘ , Katia - AstaMf Mr. Hyde. keisarans. Amerísk kvikmynd, — gerð eftir hinni frægu skáldsögu Robert L. Stevensons. - Aðalhlut- verkin leika: Tilkomumikii frönsk stir- mynd um ástir Alexanders II. Rússakeisara og hinraar M fögru furstadóttur, Katha- rina Dolgorouki. Aðalhlut- verkín leika: John Loder og fegursta leikkona Ev- rópu ; Ðanielle Darrieux. Fredric March og Miriam Hopkins. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. SKEMMTIFÉLAGIÐ GÖMLU DANSARNIR. í Alþýðuhúsinu við Hverfisg. laugardaginn 20. apríl klukk- an 10 e. h. Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2, stmi 4900. Pantaðir aðgöngum. verða að sækjast fyrir kl. %Vz. Harmonikuhljómsveit félagsins. Eingöngu gömlu dansarnir. ÖLVUÐUM BANNAÐUR AÐGANGUR. LEIKKVÖLD MENNTASKÓLANS: ,Frænka Gharley’s4 BARNASÝNING á morgun (laugardag) kl. 3Vz. Aðgöngumiðar á 1 krónu og kr. 1.50 eftir kl. 1 á morgun. AÐEINS ÞETTA EINA SINN. Varkaíólk! Ráðningarstofa landbúnaðnr- ins í Alþýðuhúsinu er opin kl. 6—9 síðdegis alla virka daga nema laugardaga. SÍMI 1 3 2 7. Margar ágætar vistir í boði. Hangik|öt. Saltkjöt Símar 3828 og 4764. LeyndardómnrWo61 vindry! 3». gomlu hallarinnar. komst ekki ofan stigann svo lengi sem Babtiste var niðri. Ég heyrði rödd hans. Bafði morðinginn farið til hægri eða vinstri eftir ganginum? Ég fór til hægri, en snéri fljótlega við. Ég heyrði annað skot inni í lestrarsalnum! Um leið heyrði ég Babtiste kalla í símann: Annað skot! Komið strax, annars erum við glötuð öll. Ég hijóp aftur inn í bókasafnið. Báðar dyrnar út að ganginum voru opnar. Inn um hvorar dyrnar átti 'ég að fara?Ég gat átt það á hættu, að morðinginn færi um Jeið út um hinar dyrnar. Ég ákvaö að fara gegn um hliðarherbergið, en þar mætti ég engum. Þegar ég kom inn í hliðarherbergið sá ég Sonju liggja þar á gólfinu með skotsár á enninu. Hún héit á skammbyssunni í hendinni. Rétt áður hafði ég veitt því athygii, að Saint-Luce hafði sína skammbyssu í hendinni. Hvorugt þeirra bafði fengið tíma tii þess' að verja sig. En Sonja haf'ði horfst í augu við hættuna, því að hún hafði fengiö tíma til þess að beygja sig niður og taka skammbyssuna uþp. En hver veit nema hún hafi tekið hana upp aftur, áður en henni var ljóst, að hún var sjálf í hættu StÖdd. — Eg verö að játa það, að ég var 'fyrir alvöru hræddur um sjálfan mig. Þér munið eftir hótunar' bréfunuiu, sem ég hafði fengið. Meira að segja Sonju varð mikið um, enda þótt hún hefði engin fengið. Ég þóttist viss um, að nú væri komið að mér. Ég gat ekki staðið þarna eins og hver annar skot- spónn, ég hljóp yfir í hinn endann á bókasafninu og faldi mig bak við hægindastól, sem reyndar var heldur léleg híif. Þó var hann betri en ekkert og ég var ekki ber að baki. Ég litaðist nú um á vettvanginum — gægðist fyrst út unr dyrnar fram á gang og síðan í áttina til her- bergis Saint-Luce. Ég tók þegar eftir skammbyssukjafti, sem beint var á mig frá dyratjöldunum. \ Mér vannst ekki tírni til að hafast neitt að. Skotið reið þegar af, og ég fann kúluna strjúkast við ennið. Það er sárið, sem þér sjáið hérna. Það var engin leið að veriast. Hinn maðurinn gat hleypt af tíu skotum áður en ég næði að miða. Ég tók því upp aðferð særðs villidýrs: lézt vera dauður, til þess að geta þotið í hesið á manninum, sem á mig réðst, þegar hann stæði yfir mér og ætti sér einskis ills von. Auðvitað hélt ég á skammbyssunni í hendinni. Ég lagðist út af, svo að blóðið gæti ekki runnið inn í augað á mér og svo að ég gæti horft út undan mér. En ég sá ekkert. Það fyrsta, sem fyrir mig bar, var kall utan af gangi. Það var Babtiste: — Herri! hvar eruð þér? Hvað átti ég að gera? Ef ég svaraði, þá kæmi ég þvi upp, að ég væri lífs og átti á hættu að fá, kúlu í hausinn. En eitthvað þurfti ég að gera vegna Babtiste. Ég reis upp, miðaði á dyratjaldið og var til taks að hleypa af og kallaði: — Babtiste! Komið þér inn í bókasafnið um dyrnar frá ganginum! 1 I : í Hann kom. ’ h : ■ — Lokið á eftir yður! Skjótið slagbrandinum fyrir! Standið kyrr! Síðan gekk ég með skammbyssuna á lofti inn í herbergiÖ við hliðina. Dyratjaldið bærðist ekki. Ég komst yfir að hurðinni, læsti henni og hleypti lokunni fyrir. — Við skuiurn setjast í arinhornið, svo að enginn geti skotið okkur inn um dyrnar, sagði ég. Þegar við vorum komnir úr skotfæri, fór mér að líða betur. — Hafið þér símað? Það var heimskuleg spurning, því að ég hafði heyrt hann síma. En ég þurfti að ganga úr skugga um það, svo að ég þættist öruggur, þar sem ég sat. Já; lögreglan kemur að minnsta kosti eftir stundar- fjórðung. Og þá er okkur borgið! Ég sagði honum af öðru skotinu, og að ég hefði lieyrt þriðja skotið, þegar ég hljóp fram aftur. — Þér voruð sannariega heppinn! Urðuð þér ekki varir við manninn, sem skaut? — Ekki vitund. [■ ; ;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.