Alþýðublaðið - 20.04.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.04.1940, Blaðsíða 3
AUfeíÐMBLAOm LAUGARDAGUR 20. APRÍL JK» Ritstjóri: F. R. Vaideaaarsson. í fjarveru hans: Stéfá» Pétursson. Símar 4802 og 4821 (keima). Rítstjórn: Ai^ðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritetjóri. 4901: .TnnflMdmr fréttir. S021: Stefán Pét- ursson (hefena) Seilandsstíg 16. 4903: Viihj. S. Vílhjélms- son (heima) BróvEÍlagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhásinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝ8UPEENTSMISJAN H , ,F . Furðulegt orðbragð. TWf ORGUNBLAÐIÐ OG VISIR "*• birtu í pessari vilaj sína greinina hvort, sem í orÖbragði eg tón voru svo langt fyrir ne'ðan allt velsæmi, að langt er síðan annað eins hefir sézt í blaðadeil- um hér á landi, ef skrif kommún- istablaðanna eru undanskilin. — Greinin í Morgunblaðinu, sem nefndist „Hitaveitan og Alþýðu- flokkurinn", var eftir Bjarna Benediktsson prófessor í lögum við Háskóla íslands. Vísisgreinin var aftur á móti ritstjórnargrein. Báðar greinarnar voru af höf- undum þeirra taldar vera svar við ritstjórnargrein, sem birtist í Alþýðublaðinu snemma í vikunni um hitaveituna, þar sem bent var á þann sannleika, aÖ það væri ekki bara stríöinu að kenna, að við fengjum ekki hitaveituna á komandi bausti; sökin laegi hjá okkur sjálfum, og þá fyrst og fremst hjá bæjarstjórnarmeiri- hlutanum, sem frá upphafi hefði reynt að gera bitaveitumálið að pólitísku uppsláttarmáli fyrir sig, neitað allri samvinnu urn það við bæjarstjórnarminnihlutann 0g farizt allur undirbúningur máls- ins bæði innan lands og utan þannig úr hendi, að ékkert varð úr framkvæmdum fyrr en allt var komið í eindaga og stríðið síóð fyrir dyrum. Það er ekki nema trúlegt, að Siálfstæðismenn svíði töluvert undan svo verðskuldaðri gagn- rýni á framkomu þeirra í hita- veitumálinu. ÞaÖ er líka alkunn- ugt, að sannleikanum verður hver sárreiðastur. Maður skyldi þó ætla, að menn eins og Bjarni Benediktsson prófessor og Krist- ján GuðJaugsson, ritstjóri Vísis, gætu svarað fyrir flokk sinn, án þess að missa algerlega stjórn á tungu sinni. En þá er bersýni- lega til allt of mikils mælzt af þeim. Prófessorinn dvelur í Morgunblaðsgrein sinni ekki nema að litlu leyti við hita- veiíumálið. Hún er að langmestu leyti ekkert annað en ókvæðisorð um Alþýðiuflokkinn, forystumenn hans og ritstjórn Alþýðublaðsins. Hér fara á eftir nokkur dæmi um orðbragð prófessorsins: „Smámenni", „illvilji“, „ofsóknar- æði“, „svikaloforð“, „óþokki“, „óþokkaskapur“ og „einstakur ó- þokkaskapur"! Ritstjóra Vísis nægir þetta þó augsýnilega ekki. Hann er að vísu ekki eins fundvís og pró- fessorinn á ókvæðisorðin, en sýnir þó sinn góða vilja með þvi að bæta við orðinu „viðrinis- flokkur"! Enginn flokkur þarf að kippa sér upp við þannig orðaðar á- rásir. Þær hitta engan annan en höfundana sjálfa og í hæsta lagi þann flokk, sem þeir „halda á penna fyrir“, svo að höfð séu orð Vísisritstjórans. En er það trúlegt, að tveir háskólagengnir menn missi svo gersamlega vald á skapsmunum sínum út af bógværri gagnrýni á framkomu flokks þeirra í hita- veitumálinu? Gæti hún verið þeim nokkurt raunverulegt tilefni til svo óhefiaðra árása á heilan stjómmálafiokk? Eða er hann þeim af einhverri annarri ástæðu, sem óþægiiegt Væri fyrir þá að segja, svo mikill þyrnir í aug- um á þessari stundu? Báðir greinarhöfundarnir, pró- fessorinn og ritstjórinn, enda skrif sín á því, að tala um nauð- syn þess, „að halda fullkominni einingu“ og „efna ekki til deilu- má!a“ eins og nú er ástatt. Við slíkum niðurlagsorðum á svo geðslegum árásargreinum verður að segja það, að það eru að minnsta kosti dálítið einkennileg- ar aðferðir, sem greinarhöfund- arnir sjálfir hafa til þess að styrkja eininguna. Það virðist í öllu falli ekki alveg ástæðulaust að láta sér detta það í hug, aö eitthvað annað búi á bak við slík skrif og hér að framan hefir ver- ið lýs-i, en einskær umhyggja íyr- ir einingunni. TónsmiðaMd Kaiis Rnnólfssonar Terðlagsoppbðtin fór tll efriðeildar. FrumvarpiÖ um kaupuppbót opinberra starfsmanna var til 3. umræðu í neðri deild í gær. Samþykkt var breytingartillaga þess efnis, að uppbót kæmi ekki á laun, sem væru yfir 8000 kr., og varð frumvarpið því að fara aftur til efri deildar. Holland lýst í hern- aðarástand. P* RÁ AMSTERDAM berst * fregn um það, að de Geer forsætisráðherra Hollands, hafi í útvarpsræðu í dag lýst allt landið í hernaðarástand. Meðal stjórnarvalda er láíið uppi, að það sé ekki gert vegna ytri hættu, heidur af innri ástæð- um. Forsætisráðherrann lagði á- herzlu á, aÖ Holland væri alger- lega hlutlaust í Evrópustyrjöld- inni og gat þess, að, riikinu hefði borizt tilkynning frá báðum aðil- um um það, að hlutleysi landsins yrði virt, svo lengi, sem það gætti sjálft strangasta hiutleysis. Fundahöld, sem nazistar og kommúnistar boðuðu til í Hol- landi í fyrrakvöld.voru bönnuð. Flöskur keyptar. Fischer- sundi 3. Verzlunin opnuð kl. 7 fyrir hádegi. Friðgeir Skúlason. ¥ ANDFRÆÐILEG lega ls- lands gefur þjóðum á meg- inlandi Norðurálfu ótvírætt í skyn, að hér hljóti að búa fólk, sem sé gætt æðsta inntaki norrænna eiginleika, og gömul bókmenn- ing landsbúa innsiglar þá trú, frásagnarlistín hefir borið af hlið- stæðum listgreinum annara þjóða. Aðrar listir eru tiltölulega mjög ungar, og tónlistin er hjá okkur yngst þeirra systra og er enn á gelgjuskeiÖi, óráðin og óhörðn- uð. En henni virðist þó kippa i kynið og hafa dáð til að rísa upp úr þeim dva’a niðurlaegingar, sem hún hefir lengi legið i. Það þarf að sjálfsögðu langan tima til að marka islenzku tónlistareðli fast- an búning, það útheimtir ínnsýn og glöggskygni á þjóðlegt hug- myndafar, sem í tónrænu tilliti er enn þá nokkuð á reiki. Karl Runólfsson leitast í verk- um sinum við að bregða ljósi yfir þennan þátt þjóðlegs menn- ingarlífs, það sýndu hljómleik- ar hans, er hann efndi til með eigin verkum. Fyrst lék Hljóm- sveit Reykjavíkur 5 íslenzk þjóð- lög undir stjórn dr. Urbants- chitsch, „Integer vitae", „Forð- um tíð,“, „Gamlar stökur", „Tvö rímnalög" og „ísland farsælda- frón“. Þessar útsetningar hafa verið fluttar hér áður eins og hin hljómsveitarverkin bæði. Þjóð lögin eru einskonar forstúdía að svítunni, og er lengra bil á milli þeirra en tíminn bendir til; þau eru skrifuð í frjálsum kontra- punktiskum stil, með ströngu yf- irbragði myrkrar heimskautsnaít- ur, drepin óvægnum biðtónum og tíðum taktbreytingum, sem dynja eins og axarhögg. „Gamlar stökur“ bragðu upp mynd af djúptækri stemningu vetrar- kvöldsins með eðlilegri og ó- þvingaðri rás tónsetninganna, en j rímnalögin eru of laus í formi og skortir hvílandi andstæður. Karl virðist hafa sérstakar mætur á blásurunum, en það færi vel á því, að hann g«rði strengjunum jafnhátt undir höfði; mundi það stórlega bæta heildarsvip þjóð- laganna. Það væri annars fróð- legt að kynnast þeim í heppilegri píanóútsetningu. Næst söng frú Guðrún Ágústs- dóttir þrjú sönglög með undirleik strokkvartetts (en það hefði ekki verið úr vegi að vita deili á höf- úndum textanna). Hið gamla lag Karls, „Den farende Svend", heldur alltaf velli, og hefir það fengið eftirminnilegri og sam- felldari svip í hinni nýju um- gerð; bygging la.gsins treystist öll við stuðning strengjanna, fimmundirnar njóta sín betur og hreyfingin verður örari. „Ailar vildu meyjarnar eiga hann“ er sönglegt lag, stígandin í undir- leiknum, með afgerandi mishljóm, er vel mótuð og línurnar hnökra- lausar. Þriðja Iagið, „Viltu fá minn vin að sjá?“ er helzti til- brigðasnautt og efniviður þess að •nokkru leyti þegar útnotaður. Sigurður Markan söng síðan tvö sönglög með píanóundirleik, „Gimbill eftir götu rann“ (ís- lenzkt þjóðlag) og „Nirfillinn". Það er góðs viti, að þjóðlög okkar skuli vakin frá gleymsku og kynnt almenningi, verður gildi þess aldrei nógsamlega undir- strikað. Gimbilslagið er eitt þeirra laga, sem fengur er í að Karl O. Runólfsson. endurlífga; Karl hefir að vísu annars staðar tekið vissari tök- um á efninu, undirspilið er of stökkt, en inngangurinn vísaði rétta leið. Hitt lagið gefur góða hugmynd um amstursfulla tilveru nurlarans, græðgi hans og nizku, sem vex með hverjum skilding; háðið eltir hinn auma mann, sem alltaf er eins og á nálum, hann óttast möl og ryð, og líf hans er hverfulleikinn sjálfur, fallvalt og brigðult. Að lokum voru tvö verk fyrir hljómsveit; „Nú sigla svörtu skipin" með karlakór og orkester- svitan „Á krossgötum“. Karlakór- ínn „Kátir félagar" söng körhlut- verkið. Kórverkið er sennilega eitt af vinsælustu tónsmíðum Karls, þrungið djúpri alvöru og norrænum þunga. Eftirtektarverð- ur er hinn krómatiski gangur temasins, sem skýrir textann á áhrifamikinn en einfaldan hátt; Karl klífur hápunktinn með því að láta hljóðfærin umspila kór- raddirnar með fiðlurnar í ffemstu röð. Svítan mun vera síðastaverk höfundarins í stærra formi, ber öll meÖferð þess glöggt merki. Instramentationin er gerð af mik- illi hugkvæmni og slær á kóm- íska strengi; hugmyndirnar steðja ört að og fléttast saman í tröll- auknum hamförum málmblásara og tromma. öll blásturshljóð- færin taka mikinn þátt í fram- vindu verksíns, en fiðlurnar draga sig í hlé. Músíkölsk dýpt verður aÖ víkja fyrir stórbrotinni framsetningu nýstefnumanns, sem einbeinir sér að því að kanna ókunna stigu; leiðirnar eru marg- ar og Iiggja í allar áttir; ef til vill ræður síðasta leiðin úrslit- um, en hún er líka torsóttust. Karl stjórnaði sjálfur ikarla- kórnum, blés sólótrompet í svít- íunni og spilaði 2. fiðlu í kvartett- inum og þjóðlögunum. Dr. Ur- bantschitsch annaðist píanóundir- leikinn. Áhorfendur voru alltof fáir en klöppuðu tónskáldinu því ákafar lof í lófa. H. H. Móðir mín, Kristín Ástríður Eiríksdóttir> andaðist að heimili mínu, Bárugötu 20, 19. þ. m. Brynjólfur N. Jónsson. Hjartaulega þökkum við öllum þeim, er heiðrað hafa-minn- ingu konunnar minnar og móður okkar við andlát og jarðarför hennar. Þið hafið kveikt ljós innra og ytra. Guð Iauni ykkur alla góðvild. Andrés Andrésson og börn. Vegna xnörg hundruð áskorana heldur Deosklébbur Harmonikiiieibara IflMipi ðansielk í Oddfellowhúsinu í kvöld klukkan 10. Fjörugar Harmoniltuhlj ómsveitir og Hljóm- sveit Aage Lorange spila. Eldri dansarnir uppi. — Nýju dansarnir niðri. Aðgöngumiðar seldir í húsinu frá kl. 6. V. I. F. Bapbrún Fundur n.k. mánudagskvöld kl. 8Vz í sölum Ingólfskaffi í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. FUNDAREFNI: 1. Félagsmál. 2. Ástandið og horfur í atvinnumálum. Vinnuréftindaskírteinin gilda sem aðgöngumiðar!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.