Alþýðublaðið - 25.04.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.04.1940, Blaðsíða 2
FIMMTUDAG 25. APRÍL 194» ALÞÝIHIBLAfiHÐ »m eru 15 000 kr. i öllum til- í'ellttm (nema 46000 kr. fyrir yfirmenn), en frá 12—21 þúsund á flutningaskipum, eftir því, hverjir em eftirlátnir vandamenn. Þessar tryggingar hafa nú verið samræmdar með lögunum, en þö þannig, a'ð hlutur beggja, bæði fiskimannanna og peirra, sem vinna á flutningaskipum, hefir batnað verulega. Togarasjómenn fá nú allt að 22 000 kr. örorkubætur og 10 kr. dagpeninga í allt að 52 vikur, ef þeir slasast og verða óvinnufærir, og dánarbætur em ákveðnar frá 12—21 þúsund kr., eftir því hve margir og hverjir eftirlátnir •Vandamenn eru. í langflestum til- fellum þýðir þetta hækkun, því oftast eiga sjómenn annaðhvort konu, börn eða foreldra á lífi. Alþýðublaðið hefir áður birt töflu þá, sem dánarbæturnar eru reikn- aðar eftir. Hvað flutningaskipin snertir, em dánarbæturnar einnig víötækari en áður, þ. e. ná einn- ig til foreldra, enda þótt hámarks og lágmarksupphæðirijar séu hin- ar sömu og áður, en við er bætt dagpeningum, 10 kr. á dag í'allt að 52 vikur, og er það aðalvinn- ingur þessara sjömanna. Þess skal getið, að allar þessar stríðstryggingar eru greiddar sera ofanálag á hinar venjulegu slysa- tryggingar, sem vitanlega haldast efíir sem áður. Upptetnr i slpabætor, ellílaun og ðrorksbætar Þá samþykkti alþingi sérstök lög, sem heimila slysatrygging- unni að greiða dýrtíðaruppbót á slysabætur og Lífeyrissjóði Is- lands að greiða uppbætur á elli- laun og örorkubætur, að sama skapi, sem sveita- og bæjarfélög hækka framlög sín. Hefir trygg- ingarráð þegar ákveðið að nota heimild þessa. Verða þvr greidd- ar uppbætur á dagpeninga, ör- orku- og dánarbætur slysatrygg- ingarinnar, frá þeim tíma, sem lögin verða, staðfest, en það verð- ur mjög bráðlega. Uppbótin mið- ast við sama hundraðshluta og vísita'a kauplagsnefndar hefir hækkað. Vísila’a kauplagsnefndar er nú 121 og verður uppbótin því 21»/« fram til 1. júlí næst komandi. Um ellilaun og örorkubætur fer eftir ákvörðun laæjar- og svei arstiórna, en þeim er heim- ilt ab hækka ellilaun og örorku- 'hætMr í 2. flokki um saina hundr- aðshluta. £ 2. flokW eru þeir sera hafa 200 kr. eða meira á ári í Reykjavík eg tilsvarandi lægra annars staðar á lomdinu. Þá eru í breytingunum á al- þýðUtryggingarlögunum ný á- kvæði, sem heimila að stofnuð verði sérstök skólasamlög í svéiíarfélögum, þar sem ekki eru starfandi sjúkrasamlög. Njóta þessi samlög sams konar styrks úr ríkissjóði og önnur sjúkrasam- lög. Má ætla, að þessi samlög geti gert allmikið gagn, auk þess sem þau eru likleg til þess að auka á vinsældir sjúkratrygging- anna yfirleitt og flýta fyrir stofn- un almennra samlaga. Er nú allmikill skriður að komast á stofnrm sjúkrasamlaga í sveitum og kauptúnum, þar sem þau era

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.