Alþýðublaðið - 30.04.1940, Page 4

Alþýðublaðið - 30.04.1940, Page 4
ÞRIÐJUDAGUR 3Ö. APRÍL 1940. ÞRIÐ JUDAGUR Næturlæknir er Daníel Fjeld- sted, Hverfisgötu 46, sími 3272. Næturvörður . er í Reykjavík- ur og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.15 Þingfréttir. 19.45 Fréttir. 20.15 Upplestur: Úr „Vordögum,“ eftir Jónas Jónsson (Pálmi Hannesson rektor). 20.45 Tónleikar Tónlistarskólans: Sónata í F-dúr fyrir celló og píanó, eftir Johs. Brahms. Celló: dr. Edelstein; píanó: dr. Ux'bantschitsch). 21.10 Hlj ómplötur: Symfónía nr. 2, eftir Borodin, o. fl. 21.55 Fréttir. Dagskrárlok. 1. maí í Hafnarfirði. Fulítrúaráð Verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði gengst fyrir skemmt- un í Bæjarþingssalnum kl. 8V2. 1. maí merki verða seld á götunum allan daginn. Forðum í Fiosaporti, revýan 1940 verður sýnd í kvöld klukkan 8 í Iðnó. Háskólafyrirlestur á sænsku. í kvöld kl. 8 lýkur sænski sendiívennarinrij fil. mag. Anna Z. Osterman, við fyririestraflokk þann, sem hún hefir flutt að und- ahförnu, og er þetta um leið síð- asti. fyrirlestur hennar á þessu skólaári. Efnið í þessum fyrirlestri veröur um söngleikahúsið (óper- una) í Stokkhólmi og sjónleika- húsið frá tímum Gústavs III. og síðan, Hús tll sðlu. Einlyft hús í SkerjafirÖi. Rafmagnseldavél og leiðslur fyrir rafmagnsupphitun, eign- arlóð. Steinhús í Austurbæn- um, 3 íbúðir, 2 herbergi og eld- hús hver. Tvílyft timburhús í Miðbænum, væg útborgun, o. m. fl. . Fasteignasalan Aðalstræti 8. Sími 4180. HELGI SVEINSSON. Ferminpargjafir nytsamar og skemmtilegar: Leð- urbuddur 60 aura. Leðurseðla- veski frá 5,25. Púðurkvasta- hylki 1,75. Cigarettuveski frá 3.75. Greiður 0,55. Töskuspeglar 1,00. Borð- og veggspeglar frá 2.75. Ódýrir skinnvettlingar fyr- ir börn og fullorðna. Nýtízku kven- og herrahanzkar. Skjala- Nótna- og Skólatöskur frá 2,75. Visitkortamöppur. Myndaramm- ar, margar stærðir, frá 1,50. -— Barnatöskur frá 2,50, allir litir. Tóbaksbuddur frá 2,75. Merkis- spjöld 1,95. Lyklaveski, mismun- andi gerðir frá 2,25 o. fl. o. fl. til fermingargjafa. Alskemtileg- asta úrval bæjarins af nýtízku KVENVESKJUM. — Fallegar TÖSKUR fyrir ungar stúlkur frá kr. 7,50. Georgetteklútar 2,50. Komið tímanlega, því birgðir eru mjög takmarkaðar. ALLT ATSON LEÐURVÖRUR. Hljóðfærahúsið. Útbreiðið Alþýðublaðið! KOMMÚNSTAR OG DAGSBRÚN Frh. af 1. síðu. í þessum efnum, og tilkynningar, áskoranir eða annað, er þeir kynnu að birta í nafni Dags- Brúnar, því ‘í fullu heimildar- leysi gert og þeir algerir óheim- ildarmenn að. Einar Björnsson, Sigurður Halldórsson, Torfi Þorbjörnsson, Gísli Guðnason, Sveinn Jónsson, Þorlákur G. Ottesen, Guðm. Ó. Guðmundsson, Marteinn Gísla- son.“ Stalín ávarpar ís- lenzka alpýðn. OLAÐ KOMMÚNISTA birtir í dag ávarp frá Moskva, undirritað af Alþjóðasambandi kommúnista. Þétta er boðskapur Stalins til verkalýðsins. í ávarpinu segir: „ ... Heimtið prentfrelsi! ... Alþióðasamband kommúnista kallar ykkur undir merki verka- lýðsins, undir hinn glæsta fána Marx, Engels, Lenins og Stalins, — því aðeins undir þessu merki munuð þér sigra. Friður meðal þjóðanna! Lifi Sovétríkin, vígi friðar, frelsis og sósíalisma! Lifi bræðralag öreiga allra landa." — nema Finna og Pólverja, mætti bæta við. Þetta er á 2. síðu blaðsins, en á 1. síðu er boðað til einingar- kröfugöngu verkalýðsins! Hvern langar til að vera með?(!) NOREGUR Frb. af 1. síðu. J Eystridal hafa Þjóðverjar ver- ið stöðvaðir af Norðmönnum fyr- ir norðan Röros. Sprengdu Norð- menn þar járnbrautarbrú yfir Glaumelfi í loft upp, og Þjóð- verjum hefir ekki tekizt að kom- ast yfir ána með mótorhjóladeild- ir sínar, þótt þeir hafi gert ítrek- aðar tilraunir til þess með því að spenna gúmmírenninga milli brúarstöplanna og nota þá í stað brúarinnar. I Guðbrandsdal hefir sókn Þjóðverja strandað á vörn Banda- manna milli Kvam og Otta. En fyrir norðan Dombás lítur út fyr- ir að hersveitum þeim, sem Þjóð- verjar sendu úr Eystridal vestur yfir fjöllin til þess að ráðast á járnbrautina upp af Guðbrands- dal að baki Bandamanna, milli Dombás og Stören, hafi lent saman við her Bandamanna við Hjerkinn, sem járnbrautin ligg- ur fram hjá, og Kvik- ne, lítið eitt norðaustar. Engar nánari fregnir liggja fyrir af þeim átökum, en ef Þjóðverjar hefðu þar miklu liði á að skipa, gæti það orðið Bandamönnum hættulegt, því að yfirráðin yfir járnbrautinni frá Dombás til Stören eru þeim mjög þýðingar- mikil, af því að þá leið verða þeir að flytja lið sitt, sem ætlað er að sækja sunnan að Þránd- heimi. Lokað allan daginn á morgnn. Tryggingarstofnun ríkisins. 1. O. G. T. IÞÖKUFUNDUR í ikvöld kl. 9 (af sérstökum ástæðum). Bróð- ir Sigfús Sigurhjartarson flytur erindi. ST. FRÓN nr. 227. Fundur fell- ur niður fimmtudaginn 2. maí. Næsta fundardag þar á eftir, 16. maí, fer fram kosning á fulltrúum til Umdæmisstúku og Stórstúku, einnig verður þá mælt með umboðsmönnum. F.U.J. Talkórinn hefir æfingu í kvöld fel. 8,30 í fundarsal félagsins. Allir F. U. J. félagar eru beðn- ir að mæta I kvol'd kl. 9,30 í Al- þýðuhúsinu, 6. hæð. Munið eftir að kaupa ykkur F. U. J. skyrtu fyrir kvöldið! — Þær fást í afgreiðslu Alþýðu- blaðsins. B nAfölLA BÍO ] I GUNGA DIN Amerísk stórmynd frá Indlandi, byggð yfir sam- nefnt hetjukvæði enska skáldsins, Rudyard Kipl- ings. Börn innan 14 ára fá ekki aðgang. NYJA BIO Fyrirskipanir forsetans Amerísk stórmynd frá Fox-film. Aðalhlutverkin leika: Robert Taylor, Barbara Stanwyck og Vicktor McLaglen. Börn fá ekki aðgang. Síðasta sinn. Strætlsvanar tllpna: Á morgun hefjast ferðir að Vatnsþró og verður ekið frá Lækjartorgi, um Hverfisgötu að Vatnsþró og til baka um Laugaveg. 1. ferð kl. 7,50 og síðan á 30 mínútna fresti til kl. 23,50. Á helgidögum er 1. ferð kl. 9,20. Ferðir með Landsspítalavagni falla niður frá og með deginum á morg- un. Að Lögbergi verður ekið frá 1.—20. maí sem hér segir: Frá Reykjavík kl. 7,15, 13,15:!: og 19,15*. Frá Lögbergi kl. 8, 14,15* og. 20,15*. (*Um Fossvog.) STRÆTISVARGNAR REYKJAVÍKUR H.F. Til brúðargjafa: Kristall, handunninn. Keramik Schramberger, heimsfrægur kunst Keramik. K. Einarsson & Bjornsson Bankastræti 11. ÁRÁSIR VÍSIS Frh. af 3. síðu. andúðina gegn 1. maí eru skoð- anabræður G. Th. En nú er svo komið, að einnig þessi andúð er brotin á bak aftur. í- haldið fylkir nú liði 1. maí í annað sinn, og það er ekki von til þess, að því skiljist ennþá til fulls þýðing þessa dags. Von- andi glæðist skilningurinn eftir því, sem tímar líða. Langtum réttara er að segja að Sjálfstæðismenn séu nú að taka þennan dag ,,traustataki“ eins og þeir hafa áður reynt, að taka traustataki bæði ís- lenzka fánann og íslenzka þjóð- sönginn, heldur en að segja slíkt um Alþýðuflokksinn, sem frá upphafi hefir gengizt fyrir því, að vinna daginn upp. Við Alþýðuflokksmenn gleðjumst yfir þessum framför- um hjá ,,Sjálfstæðinu,“ þó nokkuð beri enn á barnasjúk- dómum í sambandi við alla þeirra meðferð á deginum, en þeir hverfa vonandi smátt og smátt. . Á einum stað segir G. Th., að Alþýðuflokkurinn hafi farið þess á leit, ,,að Sjálfstæðismenn hefðu sameiginleg hátíðahöld með þeim.“ Ég gerði gerin fyrir því í gær hér í blaðinu, hvað fram hefir farið í þessum efnum. og vísa til þess. Það er nú hinsvegar kunnugt orðið, að það voru Sjálfstæðis- menn einir í nefnd Dagsbrúnar, sem ekki vildu ganga að til- boði Fulltrúaráðsstjórnarinnar. Þeir eiga því alla sök á því, að sameiginleg hópganga verður ekki farin, og sameiginlegur útifundur ekki haldinn. Kommúnistarnir fleygðu öllu fyrir borð, öllum kröfum, öllum verkalýðssöngvum, öllum rauð- um fánum, bókstaflega öllu, sem þeir hafa talið’ einhvers vert, að undanförnu. Þeir finna, að þeir eru nú gjörsigr- aðir og eiga engrar uppreisnar von, nema nýjar blekkingar geti hjálpað, og nú á að grípa til þeirra. Sú blekking er i því fólgin, að safna öllum þeim, sem vörðu árás Rússa á Finn- land saman undir þjóðfána ís- lendinga, til þess að reyna að þvo af sér landráðastimpilinn, sem öll þjóðin sér nú á enni þeirra. En líka þessi blekking mun mistakast. Alþýða landsins veit að hin einu samtök, sem hún getur treyst, eru verkalýðssam- tökin, hennar eigin samtök, og eini flokkurinn, sem aldrei fleygir fyrir borð hagsmuna- málum hennar er Alþýðuflokk- urinn. Það er leitt og nærri óskilj- anlegt, að Sjálfstæðismenn skyldu ekki geta fallist á sam- komulagsgrundvöll Fulltrúa- ráðsins um sameiginleg hátíða- höld 1. maí, og að þeir skyldu gera sig svo smáa, að láta stranda á því, að merki Al- þýðusambands íslands skyldi haft við hátíðahöldin . Þetta sýnir ljósara en allt annað, hve grunt stendur allt samstarfstal þeirra og hve nauða lítið má treysta þeim. — Við, sem höfum af heilindum unnið að samstarfi núverandi stjórnarflokka, hljótum að hrökkva við, þegar árs samstarf hefir ekki borið meiri árang- ur. En við munum hvergi hika. Alþýðusamtökin eru hin einu samtök hér á landi, sem hvorki finnst í efni í Kuusinena né Quislinga, og þau munu hik- laust vinna að velferð lands og þjóðar, meðan hrammur ofbeld isins ekki knúsar þau. Við vitum einnig, að svo að kalla öll þjóðin vill einingu og samstarf. Við höfum rétt út hendina til þess samstarfs við Sjálfstæðismenn og aðra, sem af heilindum unna frelsi og lýð- ræði. En við höfum jafn kröft- uglega greitt högg í herbúðir þeirra, sem við vitum að búa yfir svikum og vinna með und- irferli. Hið 24 ára langa starf ís- lenzkra alþýðusamtaka hefir nú loks yfirunnið alla mótstöðu gegn 1. maí hátíðahöldunum. Komið nú og fagnið þeim sigri, alþýðumenn og konur í Reykjavík. Komið í fylkingar alþýðu- samtakanna svo Vísi gefist tækifæri til að birta myndir af öðru en fáeinum regnhlífum niðri við Varðarhús, eins og í fyrra, er hann sýnir hópgöngu alþýðusamtakanna. Komið og minnist frænd- þjóða okkar, sem nú búa við of beldi og yfirgang. Komið og sýnið Vísi að ,,flokksbrotið“, sem hann ótt- ast, er stór og sterk fylking samtaka og samhuga fólks.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.