Alþýðublaðið - 21.05.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.05.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALÐEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ARGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1940 1 115. TöLUBLAÐ Sókn Þjóðverja i vestnr verð- nr með hverjum degi erfiðarl. Gagnsókn byrjuð af háífu Bandamanna gegn báðum örmum innrásarhersins? a vig- ENGAR stórvægilegar breytingar hafa orðið stöðvunum í Norður-Frakklandi síðan í gær. Þjóðverjar halda þó áfram að reyna að hrjótast í gegn um vígstöðvar Bandamanna í vestur eða suðvesturátt á svæðinu norðan frá Cambrai suður að Laon, en sóknin virð- ist stöðugt verða erfiðari og vörn Bandamanna harðvítugri. í morgun er í tilkynningum Bandamanna sagt, að gagn- sókn sé meira að segja byrjuð af þeirra hálfu hæði norð- austur af Cambrai og suðvestur af La Fére og sé henni stefnt gegn háðum fylkingarörmum Þjóðverja á þessu svæði. Það eru sömu vígstöðvarnar, sem þarna er barizt á nú, eins og lengst af var barizt á þessum slóðum í heims- styrjöldinni, ofarlega við ána Somme og í tungunni á milli ánna Oise og Aisne, en hvergi annarsstaðar hefir Þjóðverj- um tekizt að komast eins langt inn í Frakkland og þá. Þjóðverjar halda því fram, að þeir hafi náð Laon, á svæðinu milli Oise og Aisne, um 100 km. norður af París, á sitt vald, en sú fregn hefir enga staðfestingu fengið í fréttum Bandamanna. Því er einnig neitað af Bandamönn- um, að St. Quentin, efst við-Somme, sé á valdi Þjóðverja, en því héldu Þjóðverjar fram fyrripartinn í gær. Hinsvegar er það viðurkennt af Bandamönnum, að ó- slitin herlína hafi ekki enn myndast á vígstöðvunum þarna, og sé því erfitt að segja nákvæmlega, hvaða svæði hver aðili hafi á sínu valdi. Skriðdrekar Þjóðverja séu víðs veg- ar á bak við vígstöðvar Bandamanna, en skriðdrekar Banda- manna einnig á ýmsum stöðum á bak við fylkingar Þjóð- verja. Franskt fótgöngulið. Hjá Rethel, suður af Sedan, virðist sókn Þjóðverja vera al- gerlega stöðvuð, og hjá Mont- medy, við enda Maginotlínunn- ar, hefir öllum áhlaupum þeirra enn verið hrundið. Bandamenn halda her sínum í Belgíu hægt og hægt undan suðvestur til Flandern og þykir Frh. á 4. siðu. Söguleg ferð Qla Garða: Brezkum flugbát blargað og tveimur sklpum I hættn. h EGAR TOGARINN Óli Garða var um 35 sjó- mílur út af vesturströnd Skotlands, urðu skipverjar rarir við brezkan flughát, ;em veltist þar á öldunum. Togarinn setti kaðla í flug- bátinn og dró hann upp að .tröndinni, síðasta spölinn irógu skipverjar hann á einum jjörgunarbátnum til þess að jeta komið flugbátnum nógu jrunnt. Illt var í sjóinn, er togarinn íom að flugbátnum. Annar hreyfill flugbátsins var bilaður og voru 7 menn í bátnum. Öll hefir þessi ferð Óla Garða orðið hin sögulegasta. Þegar togarinn var í þann veginn að leggja af stað til Englands, bjargaði hann færeysku skipi, sem var slitnað upp í Hafnar- firði og var í mikilli hættu. Þegar skipið var mitt á milli Vestmannaeyja og Reykjaness, varð línuveiðarinn Jarlinn á leið hans. Hafði Jarlinn misst skrúfuna. Óli Garða dró skipið hingað og kom kl. 3 í nótt. Sænska skáldið Ver- ner von Heidenstam látinn. tslendingar ð Norðnrlðndnm feom- ast ekki heim um Petsamo. ■ ' ■ .... En tilraunum mun verða haldið áfram til að hjálpa þeim til heimfarar. O íKISSTJÓRNIN mun -------------------------- ^ hafa fengið tilkynningu um það, að finnsk yfirvöld telji ekki mögulegt að sigla frá eða til Petsamo, það er hafnar í Norður-Finnlandi. Eins og mörgum mun kunn- ugt, var ríkisstjórnin að vinna að því að reyna að gera Islend- ingum, sem dvelja á Norður- löndum, í Danmörku, Noregi eða Svíþjóð mögulegt að kom- ast hingað heim. Um skeið var talið liklegt að þetta myndi takast, en að Is- lengingarnir yrðu að fara til hafn ar á Norður-Finnlandi, Petsamo, en islenzka stjómin yrði að sjá þeim fyrir skipakosti heim. Mun það hafa verið i ráði um um skeið, að senda „Esju‘‘ til Petsamo og láta hana taka þá Islendinga, sem þangað yrðu komnir. Nú hafa komið fregnir um það frá New York, að eftir að fyrir- spurnir hefðu ,verið gerðar til finnsku stjórnarinnar hefði nú komið svar frá henni og væri það þess efnis að hún teldi siglingar til og frá Petsamo eklci möguleg- ar, eins og stæði. Sem stendur er engin lausn því féngin á þessu máli, en gerá má ráð fyrír því>, að islenzk stjórnarvöld muni gera allt, sem | j1 ORSETI Sænska akadem- isins, skáldið Verner von Heidenstam, andaðist á herra- garðinum Övralid í gær. Heidenstam var einn af kunnustu rithöfundum Svía og enginn hefir betur lýst ættjarð- arást þjóðar sinnar en hann. Kærustu viðfangsefni hans voru úr sögu sænsku þjóðar- innar og hefir hún — ekki sízt á yfirstandandi tíma — hinar mestu mætur á kvæðum hans. Verner von Heidenstam er kunnur mörgum íslenzkum les- endum og hefir Magnús Ás- geirsson íslenzkað ljóð eftir hann. Hafa Svíar nú á þessu miss- iri misst tvö af öndvegisskáld- um sínum af eldri kynslóðinni, Selmu Lagerlöf og Verner von Heidenstam, og voru þau bæði Nobelsverðlaunahöfundar. i þeirra valdi stendur til að koma þeim Islendingum heim, semvilja það. Francooiu og lai- castrin sðkkt í leið i ; iaal til Islands! I — segir Berlín. í: íi TTTVARPIÐ f BERLÍN | :: tiikynnti seint í gær- ;1 :: kveldi að þýzkur kafbátur 1 1 hefði sökkt skipunum |: 1; Franconia og Lancastria 1; og hefðu þau verið á leið- ; ;> inni til íslands! ; Bæði þessi skip eru enn ; ; ofansjávar og liggja hér á ;> ? ytri höfninni! : Einkenníleg embætt- isveiting. MENN minnast þess, hve Sjálfstæðismenn réðust oft hatrammlega á fyrrverandi ríkisstjórn fyrir embættaveit- ingar. Var vandlætingin ákaf- lega mikil og ekki dregið úr því að kenna henni heilræðin. Nýlega hefir stefna Sjálf- stæðisflokksins sjálfs í embætt- isveitingum komið skýrt í ljós. Carl Finsen hefir verið starfs maður Samábyrgðar íslands í fjölda mörg ár og um langt skeið hefir hann verið settur forstjóri hennar, enda fengið orð fyrir að vera duglegur og samvizkusamur embættismað- ur. Þennan mann bar því vitan- lega að skipa í embættið. En Ólafur Thors var á ann- arri skoðun. Sigurður Krist- jánsson þurfti að fá kaup og þessi maður var skipaður for- stjóri Samábyrgðarinnar í stað Finsens. Nú fær hann að hirða laun þau, sem Finsen bar, án þess að hafa nokkuð vit á starfinu. Vitanlega er þessi embættis- veiting algert hneyksli — og væri fróðlegt að vita, hvað Sjálfstæðisflokkurinn getur fært henni til réttlætingar. Erik Frissel hefnr sokkið. S®NSKA skipið „Erik Fris- sel“ fór héðan fyrir viku síðan. Síðdegis í gær var það tilkynnt í útvarpinu í Stokk- hólmi að skipið hefði sokkið við strendur Englands, en að skip- verjum hefði öllum verið hjarg- að. Skipið var 7 þúsund tonn að stærð. Það kom frá Suður-Am- eríku og var á leið til Svíþjóð- ar þegar árásin var gerð á Nor- eg og skipið flúði hingað. Talið er að skipið hafi lent á tundurdufli.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.