Alþýðublaðið - 21.05.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.05.1940, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐID ÞRIÐJUDAGUR 21. MAI 19« ---------AIÞYÐBBLAÐIÐ ---------------------- Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H , JF . Reykjavíkurbörn upp í sveit. 4- Eftlr Jén Blöndal. AÐ VONUM hefir almenn- ingur í bænum mikinn á- huga J-yrir tilraunum þeim, nú eru gerðar, til þess að koma sem allra flestum börnum héð- an úr bænum í sveit yfir sum- artímann. Hefir þetta einna gleggst komið fram í gííurlegri aðsókn að skrifstofu Rauða kross íslands. Undanfarna daga hefir svo að segja verið óslitinn straum- ur af fólki til skrifstofu Rauða krossins til að biðja forstöðu- mann skrifstofunnar um aðstoð til að koma börnum í sveit. Því miður hefir skrifstofunni ekki enn tekizt að verða við þessum beiðnum, nema að sáralitlu leyti, vegna þess, að framboð á dvalarleyfi fyrir börn, frá bændum landsins, hafa verið mjög fá, hvað sem síðar kann að verða. Mjög margir af þeim, sem leitað hafa til skrifstofu Rauða krossins í þessum málum, hafa einmitt tekið það fram, að þeir vildu gjarnan greiða sanngjarnt gjald fyrir dvöl barna sinnaá góðum heimilum. Það er því alls ekki því til að dreifa, að heim- ili, sem taka börn, fái ekki greiðslu fyrir þau, en auðvitað eru heimilisástæður þannig á fjölda mörgum heimilúm til sveita, að þau geta ekki bætt við börnum, jafnvel þó að fullt gjald komi í móti. Þetta hlýtur einmitt mjög að vekja athygli stjórnarvaldanna. Allir viðurkenna nauðsyn þess að koma börnum héðan úr Reykjavík í sveit í sumar og það sem allra fyrst. Höfuðborg- in er orðin full af erlendum hermönnum. — Allir eru líka sammála um það, að sjálfsagt sé að ríkisstjórnin, á- samt bæjarstjórn Reykjavíkur og samtökum kennara, barna- verndarráði og barnaverndar- nefnd vinni saman að þessu máli og því aðeins að svo verði megi vænta verulegs ár- angurs. Fyrir ári síðan var Birni Blöndal löggæzlumanni falið að rannsaka alla gististaði á land- inu og g'efa ríkisstjórnihni skýrslu um þá. Sá, sem þetta ritar, spurði Björn þess vegna í gær, hvort hann teldi fært að gististaðir yrðu teknir yfir sum- artímann og gerðir að dvalar- heimilum fyrir börn héðan úr Reýkjavík eða úr öðrum kaup- stöðum landsins. Björn svaraði á þá leið, að það væri ekki að- eins hægt, heldur væri það sjálfsagt. Hann kvað marga staði tilvalda einmitt til þessa og að ekkert betra væri hægt að gera við þá yfir sumartím- ann en að taka þá fyrir dvalar- heimili fyrir börn úr kaupstöð- unum. Ef það ráð verður upp- tekið er hægt að koma meira en þúsund börnum úr Reykja- vík á þessa staði. Helztu staðir, sem til mála geta komið, eru: Varmahlíð í Skagafirði, Reykjaskóli í Hrútafirði, Reykholtsskóli í Borgarfirði, Reykholtsskóli í Biskups- tungum, Skólinn í Hveragerði og Laugaskóli í Þingeyjarsýslu. Vitanlega geta margir fleiri skólar komið til greina, þar sem heitt vatn er, en það er sjálfsagt heppilegast að hafa heitt vatn þar sem fjöldi barna yrði sam- an kominn. Sjálfsagt væri einn- ig að eitthvað af þeim kennur- um, sem fá nú frí vegna þess að vornámið er stöðvað, fylgdi börnunum á þessa staði. Gera má ráð fyrir að mikill fjöldi af foreldrum vildi gjarn- an greiða fyrir börnin á slíkum heimilum og að þannig mætti fá allmikið upp í kostnað af slíkri sumardvöl. En það verð- ur að taka fram, að um flutn- ing á börnunum yrði að koma til kasta ríkisstjórnarinnar og gæti hún haft það í huga í sam- bandi við sérleyfin á ökuleiðum í sumar . Þörfin á því að koma sem allra flestum börnum héðan úr Reykjavík burtu í sveit í sum- ar er svo brýn, að einskis má láta ófreistað til þess að svo geti orðið. Skaðabætnr vegna bifreiðasljss. TVTýLEGA var kveðinn upp i Hæstarétti dómur i málinu Elías Sigurðsson gegn Sesselju Sigurðardóttur, út af bifreiðar- slysi. Málsatvik eru þau, að þann 27. okt. 1938, kl. rúmlega 8 e. h. var Sesselja á gangi í Lækjar- götu. Þegar hún kom á móts við hús Búnaðarfélagsins, vestan göt- unnar, hafi hún ætlað að ganga þvert austur . yfir götuna. Hafi hún þá séð bifreiðina R. 715 koma suður Lækjargötu. Varð hún fyrir bifreiðinni og meiddist á vinstra fæti, mjöðm og báðum hnjám. Kærði hún bílstjórann og krafðist kr. 1575,00 í skaðabætur. Undirréttur dæmdi bílstjóran- um að greiða henni kr. 1435,00 í skaðabætur og kr. 200,00 í máls- kostnað. Hæstiréttur lækkaði skaðabæturnar ofan í kr. 1200,00 og kr. 500,00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, Jón Blöndal cand. polit hefir sent Alþýðublaðinu tvær greinar um frumvarp- ið um innheimtu tekju- og eignaskatts af vaxtafé. Fer fyrri greinin hér á eftir, en síðari greinin mun verða birt á rnorgun eða einhvern allra næstu daga. I. YRIR tveimur síðustu þing- um hefir legið frumvarp um innheimtu tekju- og eignaskatts af vaxtafé, sem samið var af milliþinganefnd í skatta- og tolla- málum. Frumvarp þetta var upp- haflega flutt af fjárhagsnefnd efri deildar, og var framsögu- maður þess við allar umræður í efri deild Magnús Jónsson pró- fessor, er sæti á í milliþinga- nefndinni. Fylgdi hann því eftir með festu og lipurð, og sætti það litilli mótstöðu í efri deild, en í neðri deild hefir málið tvívegis verið stöðvað af fulltrúum bankavaldsins innan þings og utan. í síðara skiptið var frumvarpið borið fram af tveimur Framsókn- armönnum i neðri deild. Meiri- hluti fjárhagsnefndar, þeir Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri, Jón Pálmason og Stefán Stefánsson, skilaði ekki áliti um málið fyrr \en í þinglok. Lögðu þeir á móti framgangi þess, og rökstuddu það einvörðungu með tilvísun til umsagnar stjómar Landsbankans, er fylgdi nefndarálitinu. Mgbl. birti nýlega umsögn þessa undir fyrirsögninni: „Van- hugsað og háskalegt frumvarp“. Þykir mér því rétt að gera les- endum Alþbl. nokkra grein fyrir frv. þessu og afstöðu Lands- bankans til þess, þar sem ég átti sæti í umræddri milliþinganefnd fyrir hönd Alþýðúflokksins. II. Höfuðágallinn á núgildandi tekju- og eignaskattslöggjöf okk- ar, frá sjónarmiði réttlætis í skattamálum, er sá, hve auðvelt er að svíkja undan skatti suma tekjustofna. Við það skapast til- finnanlegt misrétti á meðal skatt- þegnanna. Þeir, sem hafa fastar og ákveðnar tekjur, t. d. eins og allir þeir, sem laun og kaup taka ab heita má, verða að greiða skatt af hverri krónu, sem þeim áskotnast, en ýmsar aðrar tekjur er ekki hægt að finna jafn auð- veldlega, og eins og mannlegt eðli er nú einu sinni, em án efa talsverð vanhöld á því, að slik- ar tekjur séu taldar rétt fram. En þegar skattarnir era orðnir jafn háir og hér á landi, er það ekki nema eðlileg krafa frá hendi þeirra, sem verða að telja fram hverja krónu, og þeirra, sem eru svo samvizkusamir og heiðarleg- ir, að þeir gera það, að þess sé gætt til hins ítrasta, aö öðrum skattgreiðendum haldist það ekki uppi — ef annaö er hægt — að draga stórar fjárhæöir undan skatti. Því meira, sem dregið er undan skatti, því meir verða hinir heiðarlegu skattgreiðendur fyrir barðinu á sköttunum, og þykist þeir jafnframt vita, að slælega sé gengið fram af hálfu yfirvaldanna til að hafa hönd í hári skattsvikaranna, er hætta á þvi, að þeir falli einnig fyrir þeirri freistingu, að tíunda ekki rétt. Samkvæmt lögum urn tekju- og eignaskatt ber að greiða skatt af vaxtagefandi eignum og vaxta- tekjum, hverju nafni sem nefnast. Það hefir lengi verið almanna- rómur, að ekki muni öll kurl koma til grafar með framtöl á þessum eignum og tekjum. MiIIiþinganefndin rannskaaði þetta mál nokkuð og varð niður- staða hennar sú, að sá granur myndi fyllilega á rökum reistur. • Enda þótt ýmsir erfiðleikar, sem ekki er kostur á að rekja að þessu sinni, séu á því, að gera sér nákvæma grein fyrir því, hve miklum vaxtagefandi eignum sé skotið undan, má þó fullyrða, að þær skipti tugum milljóna og að það sé mikill minni hluti þeirra, sem taldar eru fram til skatts. Þetta ástand er algerlega óþolandi. Til þess era lög, að þau séu haldin. Annaðhvort verð- ur því að tryggja betri innheimtu á skatti af þessum eignum og tekjum með sérstakri skattheimtu- aðferð, eins og gert er ráð fyrir í fyrrnefndu frumvarpi, eða taka upp öruggara eftirlit með fram- tali þeirra. Verði hvorag þessara leiða talin fær, sé ég ekki að hægt sé annað að gera, en að sleppa vaxtaeignum og tekjum algerlega við skatt. Það er ó- sæmilegt að viðhalda sérskatti á heiðarleika nokkurs hluta skatt- greiðendanna, og gera engar ráð- stafanir til þess að lögin verði látin ná til þeirra, sem skjóta sér undan skyldunum. Spurningin er því aðeins: Er hægt að ná til þessara manna? Ef það er hægt með góðu móti, verða það að vera þung rök, sem á móti eru færð, til þess að það megi undir höfuð leggjast. III. Enda þótt skattur sá, sem gert er ráð fyrir í frv., sé nefndur vaxtaskattur, er hann það aðeins að forminu til; eins og nafn frv. segir til um, er einungis um að ræða sérstaka aðferð um inn- heimtu tekju- og eignaskatts af vaxtafé. Hún er fólgin í því, að vaxtagreiðendum er gert að skyldu að halda eftir 1/4 af vöxt- um af innstæðum, verðbréfum og veðskuldabréfum og greiða ‘ til ríkissjóðs. Hafi vaxta- tekjurnar verið taldar fram, fær hlutaðeigandi skattgreiðandi frá- drátt á tekju- og eignaskatti á jafnhárri upphæð og vaxtaskatt- inum nemur. Hann greiðir því nákvæmlega jafn háan skatt og áður, og er því hér ekki um neinn nýjan skatt að ræða. Sáf sem hefir sleppt vaxtatekjunum i framtali sinu, fær hins vegar eng- an frádrátt og verður þvi raun- verulega að greiða vaxtaskattinn. Nú eru að vísu ýmsir vaxta- eigendur, sérstaklega smáspari- fjáreigendur, sem ekki greiða tekju- og eignaskatt, eða ekki jafnháa upphæð og vaxtaskattin- um nemur. Þessum mönnum þarf því að endurgreiða. Ti'l þess að gera ekki of mörgum skattgreið- endum óþarfa fyrirhöfn, er svo ákveðið, að bankar og aðrar láns- stofnanir, skuli einungis halda Úi vaxtanna sem geymslufé, en ekki greiða þá til ríkissjóðs fyrr en skattanefndir hafa gert upp, hverjir ættu að fá endurgreiðslu og hve mikið. Eins og sjá rná af framan- sögðu, er skattur þessi því í raun réttri aðeins skattur á skattsvik, og er erfitt að sjá, að nokkur geti í sjálfu sér haft á móti slík- um skatti. Annað mál er um þá ágalla, sem kynnu að vera á frv. að öðru leyti og skal nánar rætt um þá hlið málsins i næstu grein. Þar sem Alþýðublaðið hefir áður sagt frá efni frv., skal ekki farið nánar út í það, en i fram- haldi þessarar greinar skal áÖur- nefnd urnsögn Landsbankans gerð að nokkra umræðuefni og ýms atriði frv. í sambandi við hana. Harðfisknr sérstaklega góSur. EGG, lækkað verð. s BJÚGU, daglega ný. KOMIÐ — SÍMIÐ — SENÐIÐ. BREKKA Ásvallttgötu 1. Sítni 1678 TjarnarbAðin Sími 3570. leikið annað kvöld í Iðnó kl. 8%. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 4—7. Sími 3191. Pgnnað fyrir börn,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.