Tíminn - 06.02.1963, Page 3

Tíminn - 06.02.1963, Page 3
BRETAfi VERDA AO GANGA AO RÚMAR-SAlTMAlANOM NTB-París, 5. febrúar Georges Pompidou forsætis ráðherra Frakklands sagði í dag að hann væri þess fullviss, að Bretar myndu eiga eftir að verða aðilar að Efnahagsbanda lagi Evrópu, en það yrði að gerast í samræmi við Rómar- sáttmálann. Forsætisráðherrann, sem hélt ræðu við hádegisverð blað'amanna, sagði, að dyrunum hefði ekki verið lokað fyrir Bretum, en þeir verði að sætta sig við það, að viður- kenna Rómar-sáttmálann. Ekki á- leit Pompidou, að það, ag viðræð- Fimm símastrengir yffir Horöursjó NTB-London, 5. febr. Ætlunin er að leggja fimm ný;ja talsímastrengi neðansjávar í Norðursjón- um, og er þeim ætlað að sjá fyrir aukinni símanotkun á þessari leið. Tveir strengjanna verða lagðir frá Bretlandi til' Vest- ur-Þýzkalands, tveir til Hol- lands og einn til Danmerk- ur. Hver strengur á að geta annað 120 símtölum í einu, og verða þcir styrktir með 20 km millibili. 124 skip fórust á síðasfa ári NTB-London, 5. febr. Tryggingasambandig í Liv erpool segir frá því í árs- skýrslu sinni, að á árinu 1962 hafi farizt fleiri skip, talið í brúttólestum en nokkru sinni áður frá því ár ið 1929, þó að undanskild- um stríðsárunum. Samtals fórust 124 skip 507530 brúttólestir í fyrra, og sigldi helmingur þessara skipa undir grísku, líb- önsku, líberísku eða Pan- ama-flaggi. Samvinna um út- varp, sjónvarp og kvikmyndir NTB-París, 5. febr. Frakkland og Vestur- Þýzkaland hafa tilkynnt, að þau hafi komið á fót sam- eiginlegri nefnd, sem á að samræma samvinnuna milli landanna, hvað snertir út- varp, sjónvarp og kvikmynd ir. Nefndin er sett á fót í sambandi við sáttmálann, sem stjórnir Frakklands og Vestur-Þýzkalands hafa gert sín á milli um alhliða samvinnu. Karjalainen heidur til Sovétríkjanna NTB-Helsingfors, 5. febr. Ahti Karjalainen forsæt- isráðherra Finnlands og kona hans fara í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna 21. febrúar n.k., að því er skýrt var frá í Helsingfors í dag. Heimsóknin mun standa yfir í tíu daga, og er hún farin í boði sovézku stjórn- arinnar. um hefði yerið hætt í Brussel myndi á einn eða annan hátt skaða einingu Vesturlanda. Pompidou kvað Nassau-samning þeirra Kennedys forseta og Mac- millans forsætisráðherra sýna ljós- lega, að Bretar óskuðu enn eftir því, að vera í nánu sambandi við Bandaríkin. í þessu sambandi bætti hann við, að það hefði verið von manna, að brezku herirnir myndu tengjast sterkari Evrópu- böndum og þá sérstaklega Frakk- iandi, vegna landfræðilegrar ná- iægðar landanna. Ráðherrann sagði, að það væri til hagsbóta, að viðræðum við Breta yrði ekki haldið áfram nú, par eð ríkin fimm, sem aðilar eru að EBE auk Frakklands, nálguðust nú óðum Breta í samningunum, en af því leiddi, að þau fjarlægðust Rómar-sáttmálann. — Það er hægt að harma þennan frest, sem orðið hefur á viðræðunum, en ekki er hægt að segja, að hann stefni ein- ingu Vesturlanda í hættu, sagði forsætisráðherrann. Þá sagði ráðherrann, að bezta leiðin til þess að bæta úr þeim vanda, sem nú hefði risið upp, væri að styrkja Evrópu og efna- hagsbandalagið. Þetta verður að vera takmark okkar næstu mánuð- ma. Hann lét í það skína, að afstaða Bandaríkjanna til EBE hefði nokk uð breytzt síðustu vikurnar, en Bandaríkin hefðu upphafi tekið mjög jákvæða afstöðu til banda- iagsins, þótt nú líti svo út, sem þau álíti, að Efnahagsbandalag Evrópu,, nái það tilsettu marki, muni skapa ýmiss konar erfiðleika fyrir útflutning landsins. Framh. á bls. 15. Á föstudaginn í síðustu viku varð ægilegt flugslys yfir Ank- ara, iþar sem tvær flugvélar rákust á og féllu síðan til jarð- ar á eitt aðaltorg borgarinn- ar. Um 80 manns létu lífið í þessu slysi, og að minnsta kosti 100 særðust hættulega. Vélarn- ar voru íarþegaflugvél af Visc ount-igerð frá egypzka flugfélag inu Middle East Airlines með fjögurra manrm áihafnar, og herflugvél af gerðinni C-47 með tvo menn innanborðs. — Þegar flugvélarnar rákust á splundruðust þær, og féll brak ið úr þeim logandi til jarðar. Benzíngeymar vélanna sprungu einnig í loft upp og kviknaði vig iþað eldur í 37 byggingum. Fjöldi bíla eyðilagðist, og á myndinni má sjá brak úr flug- 11 farfþega innanborðs, auk vélum og brennandi bíla. Bretar ætla sér ekki að snúa baki við Evrópu NTB—Strassbourg, 5. febr. Formaður nefndar Efnahags bandalags Evrópu, Walter Hallstein, réðist í dag harka- lega á Frakkland á þingi Evrópuráðsins í Strassborg. Sakaði hann Frakkland um að hafa eyðilagt viðræðurnar í Brussel, um aðild Breta að EBE. Urnmæli Hallsteins að þessu sinni voru miklu harðorðari en þau orð, sem hann lét falla um málið á blaðamannafundi í síð- ustu viku, og er álit manna, að breyting sú, sem orðið hefur á Hallstein eigi rætur að rekja til viðræðna þeirra, sem fram hafa farið innan EBEwiefndarinnar mánudag og þriðjudag. Ástæða er til þess að trúa því, að varafor- maður nefndarinar, Sicco Mans- holt, hafi haft mikil áhrif á við- ræðurnar. Hallstein er sá nefnd- armanna, sem tekið hefur hvað ákveðnasta afstöðu gegn Frakk- landi. Sa.gði Hallstein að viðræðurnar '5 Breta hefðu verið velheppn- aðar, en hann sakaði Frakka um að hafa vanrækt skyldur EBE. Benti hann einnig á það, að notk- un neitunarvaldsins f EBE hefði brotið í bága við vissar reglur bandalagsins. Þá lýsti Hallstein ánægju sinni yfir ummælum Heath vara- utanríkisráðherra Breta þess efn- is, að Bretar myndu ekki snúa baki við Evrópu þrátt fyrir þetta. — Það verður ekki einungis að halda dyrunum opnum fyrir Breta heldur verður að vinna að því að finna lausn á vandamálinu, þar til Bretar hafa fengið aðild að bandalaginu. Viðræðurnar að undanförnu hafa ekki verið til einskis, heldur hefur aðild Breta aðeins verið frestað um sinn. Síðan skýrði Hallstein mjög ná kvæmlega frá gangi viðræðnanna, og frá þeim árangri, sem náðst hefur, og að lokum frá þeim vandamálum, sem enn eru óleyst. Var ræða hans í rauninni sú Framh. á bls. 15. Mikill rekís á Eyrarsundi Eyrarsund var þakiS rek- ís í dag og f jöldi danskra og sænskra ísbrjóta unnu að því að aðstoða um 10 skip, sem sátu föst í ísnum. Um líkt leyti beindi ísskrifstof- an í Málmey þeim tilmælum til skipa, sem ekki eru sér- staklega til þess gerð að sigla í ís, að þau héldu sig í höfn og reyndu ekki að komast í gegn um rekísinn á Eyrarsundi af eigin ramm- leik. Ástandið fór versnandi bæði á Eyrarsundi og Helsingja- botni í dag hvað ísrek snerti, og áttu ísbrjótarnir í erfiðleikum með að halda aðalsiglingaleið- unum opnum. Sums staðar í sunnanverðri Svíþjóð mældist allt að 25 stiga frost í dag. Vetraiveðráttan gerði einnig allar samgöngur mjög erfiðar á flestum stöðum í Evrópu, bæði á landi, sjó og í lofti, en í Moskvu gátu íbúarn ir tekið ofan skinnhúfurnar, því þar mældist tveggja stiga hiti í dag, og er það í fyrsta sinn á þessu ári, sem ekki er þar frost. Um það bil 100 manns hafa látið lífið í Japan af völdum kuldanna. Ikeda forsætisráðh. skýrði japanska þinginu frá því að 12 þúsund heimavarnarliðs- menn hefðu verið kallaðir til þess að fjarlægja snjóinn af þeim svæðum, sem verst hafa orðið úti. Fimmtán manns létu lífið í snjóflóði í Vestur- Japan í dag. I dag var kaldasti dagur vetr arins á mörgum stöðum í Sviss og mældist þar 21 stigs frost, og í Salzburg i Austurríki komst frostið niður í 28 stig. TÍMINN, miðviklidaginn 6. febrúar 1963 3

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.