Tíminn - 06.02.1963, Page 7
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSí
G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
mgastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur I Eddu.
núsinu. Afgreiðsla, auglýsingar óg aðrar skrifstofur i Banka
stræti 7. Símar: 18300—18305. - Auglýsingasími: 19523 Af.
greiðslusími 12323. - Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan-
lands. í lausasölu kr. 4,00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f, —
Flúið á bak við
de Gaulle
Stjórnarblöðin þykjast vera mjög kampakát þessa dag-
ana. Framsókn er búin að missa kosningamálið, segja
þau (sbr. forustugrein Vísis í fyrradag) Sá sem tók kosn-
ingamálið af Framsókn, var enginn annar en de Gaulle
Frakklandsforseti. Útilokun hans á aðild Breta að EBE
veldur því, að ísland mun ekki þarfa að taka neina
afstöðu til EBE. Þar með pr það úr sögunni, að Fram-
sóknarmenn geti nokkuð deilt á stjórnarflokkana fyrir
það að vilja aukaaðild að EBE.
Það er auðséð á þessu, að stjórnarflokkarnir hafa ótt-
azt, að sú afstaða, sem þeir voru búnir að taka til EBE,
myndi ekki mælast vel fyrir og telja sig því eiga de Gaulle
mikið að þakka. Hann hafi með afstöðu sinni tekið kosn-
ingamálið af Framsókn.
Stjórnarflokkarnir ba^ta vissulega nýrri blekkingu við
fyrri blekkingar sínar, þegar þeir reyna að túlka afstöðu
de Gaulle þannig, að hún þýði það, að ísland muni ekki
í framtíðinni þurfa að taka neina afstöðu til EBE. Síðan
frakkland tók þá afstöðu að útiloka Bretland, hafa öll
hin ríkin í EBE lýst því yfir ákveðnara en nokkru sinni
fyrr, að þau séu fylgjandi aðild Breta. Því er harla ólíklegt,
að Frökkum takist að útiloka þá, til langframa, enda taka
Frakkar sjálfir fram, að það sé ekki ætlunin. Flest bendir
þvi til þess, að Bretar verði aðilar EBE fyrr en síðar, en
jafnvel þótt það dragist eitthvað, komast íslendingar
ekki hjá að taka afstöðu til EBE. EBE hefur ekki hætt
að vera til, þótt de Gaulle hafi hindvað inngöngu Breta
um skeið. Evrópulöndin, sem eru utan EBE, verða því
að taka afstöðu til þess eftir sem áður hvort þau viija
heldur hafa viðskipti sín við EBE á grundvelli einhvers
konar aðildar eða á grundvelli venjulegs tolla- og við-
skiptasamnings. Að þessu leyti hefur afstaða de Gaulle
til Breta engu breytt.
Það er því hrein blekking. þegar — stjórnarflokkarn-
ir eru að fela sig bak við de Gaulle og reyna að láta eins
og það sér úr sögunni, að ísland þurfi að taka afstöðu
tii EBE. Það vandamál er óleyst eftir sem áður, en af-
stöðu tii þess mun verða að taka á næsta kjörtímabili,
þótt menn reyni að draga það á langinn í lengstu lög.
Þess vegna þurfa kjósendur að taka afstöðu til þess í
næstu kosningum, hvort heldur skuii horfið að aukaað-
ild eða tolla- og viðskiptasamningi. Síðar mun ekki gefast
tækifæri til þess.
„Afrek“ Emils
Alþýðublaðið keppist nú við að skrifa mikið lof um
Emil Jónsson fyrir afrek hans á sviði húsnæðismálanna.
,,Afrek“ Emils eru í stuttu máli þessi:
Dregið hefur stórlega úr íbúðabyggingum, svo að
húsnæðisskortur fer nú mjög vaxandi.
Byggingarkostnaður hefur aukizt svo stórlega, að
þau lán, sem byggingarsjóður veitir íbúðarbyggjend-
um, hrökkva ekki fyrir aukningu byggingarkostnaðar-
ins frá 1958.
Þessum staðreyndum reynir Alþyðublaðið að leyna
með því að benda á, að heildarútlán tú íbúða hafi hækk
ao seinustu árin. En sú hækkun segn lítið, þegar hún
nægir hvergi nærri fyrir auknum byggingarkostnaði.
Annars er það kannske táknrænasta dæmið um hinn
„sanna áhuga“ Alþýðuflokksins í húsnæðismálum, að
semustu sex árin urðu heildarlán til ibúðabygginga lang-
!ægst á árinu 1959, þegar Alþýðuflokkurinn fór einn með
stjórnina.
Forustugrein úr „The Guardian“, Manchesfer:
-
Hver verður næsti formaður
brezka Verkamannaflokksins?
Callaghan og Wilson eru bæðir vænlegir sem forsætisráðherraefni
Þingflokkur brezka Verka-
ínannaflokksins er um þessar
mundir að kjósa forma.nn í stað
Hugh Gaiitskells, sem lézt ný-
lega. Fylgzt er af athygli með
þessari kosninigu bæði í Bret-
landi oig víðar, þar sem svo get
ur fiarið, að hinn nýkjörni for-
maður flokksins verðli næsti
forsætisráðherra í Bretlandi,
ef Verkamannaflokkurinn sigr-
ar í næstu kosningum.
Grein sú, sem hér fer á eft-
ir, birtist í hinu kunna brezka
bla'ði The Guardian s. 1. föstu-
dag. Er þar fjallað um þá þrjá
forustumenn Verkamianna-
flokksins, sem til greina koma
við formannskjörið, en úrsliit
þess munu kunmgerð á morgun,
fimmtudag:
ÁRDEGIS í DAG verða þing-
mönnum Verkamannaflokksins
afhent gögn til að kjósa nýjan
Leiðtoga. Enginn getur efazt
um mikilvægi þessa kjörs. Þing
mennirmr eru ekki aðeins að
kjósa nýjan leiðtoga Verka-
mannaflokksins, heldur eru
þeir sennilega um leið að kjósa
næsta forsætisráðherra Bret-
lands. Verkamannaflokkurinn
hefur góðar sigurhorfur í næstu
almennu þingkosningum, en
eiginleikar flokksforingjans
munu hafa veruleg áhrif á úr-
slit þeirra kosninga. Kjósend-
urnir munu spyrja, hvort hann
verði dugandi forsætisráðherra.
Hitt er þó meira um vert.
að ef Verkamannaflokkurinn
sigrar í kosningunum, verður
leiðtogi hans að vísa landinu
veginn og stjórna því. Þörf
mun verða á sönnum leiðtoga.
Hann kemur til með að taka í
arf erfiðar aðstæður, — at-
vinnuleysi, kyrrstætt efnahags-
líf og stirðleika í sambúð okk-
ar við Evrópu, — og þó eru
aðstæðurnar þannig, að í þeim
er mikið tækifæri fólgið. Mað-
ur, sem er traustur í starti og
hefur góða dómgreind, getur
komið fótunum aftur undir
Bretland. Sá maður. sem ekki
væri starfinu vaxinn, gæti leitt
þjóðina út í enn meiri ógöng-
ur. Þingflokkur Verkamanna
flokksins er því ekki einungis
að kjósa fyrir flokkinn, heldur
einnig fyrir þjóðina, — og
meira að segja að verulegu
leyti fyrir hin vestrænu sam-
tök.
MENNIRNIR ÞRlR, sem til
greina koma, eru allir færir
um að gegna mikilvægum ráð-
herraembættum. En ef til vilL
er verið að kjósa mann í æðsta
starf á Bretlandi. Georg Brown
hefur hugrekki, seiglu og kraft
Hann var dyggur stuðnings
maður Hugh Gaitskells, jafn
vel þegar svartast var i álinn
Hann hafði skynsamlega af-
stöðu til þess, hvernig leila
ætti aðildar að Efnahagsbanda
Laginu, og hann hefur aLdrei
hvikað frá TyLgi sínu við sam
féLag Atlantshafsins Hann
hefur notið virðingar sem vara-
formaður þingflokksins.
En þrátt fyrir þetta, og þrátt
fyrir að reiknað sé með bví-
hvernig maður getur vaxið við
að þurfa aiit í einu að gegna
hinum æðstu embættum, þá er
erfitt að gera sér Brown í hug
■ ■
i'; '■
■
ÞREMENNINGARNIR, sem keppa
um formennskuna í Verkamanna
flokknum (faliS aS ofan: Brown,
Callaghan og Wilson.
arlund sem heppilegan forsæt-
isráðherra. Hann er stundum
of fljótráður í dómum, þekk-
ing hans er of takmörkuð, orð
hans of hvatvís og aðferðir
hans eru gailaðar. Hann kynni
að reynast Verkamannaflokkn-
um hinn óþarfasti í kosningum
og landinu til tjóns sem for-
sætisráðherra.
ÞA ERU aðeins tveir eftir
um að velja, þeir Callaghan
og Wilson. Hvor þeirra sem er
getur orðið dugandi forsætis-
ráðherra, þó að menn geti
greint á um þá. Wilson hefur
ef til vill betri eiginleika til
að leiða þjóðina út úr fjárhags-
legu öngþveiti en nokkur for
sætisráðherra hefur haft síðan
Bonar Law leið. f þessu efni
stendur hann langtum framar
en Callaghan, þó að hann hafi
sem fjármálaráðherraefni
reynt að kynna sér undirstöðu
atriðin af hinu mesta kappi
síðast liðið ár. Wilson hefur
það einnig fram yfir, að hafa
gegnt ráðherraembætti áður
Og hann er sá eini keppinaut-
anna, sem það hefur gert
Hann hefur öðlazt mikla
reynslu í viðskiptum við Rússa
einkum j viðskiptasamningun-
um árið 1947 við hinn harða
og slæga Mikoyan, sem hann
var að heita mátti einn um.
Wilson hafði á sér vafasamt
orð eftir átökin í Verkamanna
flokknum á árinu 1960. Hann
getur þó afsakað sig með því.
að hann hafi látið einingu
flokksins sitja í fyrirrúmi og
þó ávallt haldið tryggð við
kjarna stefnu sinnar. Hann er
álitlegur sem stjórnandi, þjóð-
arleiðtogi og samningamaður
gagnvart öðrum þjóðum.
SAMT SEM áður mun fjöldi
fólks, bæði innan Verkamanna-
flokksins og utan taka Callag-
han fram yfir Wilson. Callag-
han er ekki aðeins aðsópsmik-
ill maður, heldur hefur hann
orð fyrir að vera hreinn og
beinn og heiðarlegur viðskiptis
Hann hefur mikla hæfileika,
þó að hann hafí haft færri
tækifæri en keppinautar hans
til þess að sýna þá. Þeir, sem
hafa fylgzt með honum í nefnd
um og á ráðstefnum, þegar
hann er að afla stuðnings við
umdeild atriði, eru líklegir til
að viðurkenna hæfni hans.
Hann var ekki ráðherra í síð-
ustu stjórn Verkamannaflokks-
ins, en hann er fullfær um að
fást við gáfaða og erfiða sam-
starfsmenn.
Callaghan tók engan þátt í
deilunum innan Verkamanna-
flokksins árið 1960. Vegna
þessa, auk annars, geta ákveðn
ir hópar innan Verkamanna-
flokksins sætt sig við hann, þó
að þeir geti ekki með nokkru
móti sætzt á Wilson sem leið-
toga. Það er satt, að Callaghan
stendur Wllson að baki í
reynslu, og það er einnig rétt,
að hann er minna kunnur er-
lendis. Samt sem áður er það
mjög sennilegt, að orð
hans verði mikilsmetin, bæði
í Washington og öðrum höfuð-
borgum. Hann er þánnig gerð-
ur, að hann er líklegur til að
fást við óvænta erfiðleika af
rósemi og skynsemi. Hann er
að sumu leyti óreyndur, en
áreiðanleiki hans og góð dóm-
greind eru meðmæli með hon-
EF FRAMUNDAN eru löng
og erfið átök um efnahagsmál
in, er mikilvægt að lúta leið
sögn þess manns. sem þekkir
undirstöðuatriði fjármálanna
Bretland ræður yfir kjarnorku
vopnum og þv; er nauðsynlegt
að leiðtogi þess sé ekki of fljót
ráður. Þeir Wilson og Callag
han uppfylla þessi skilyrð)
báðir. • Hvorum sem er vrði
fagnað sem leiðtoga Verka
mannaflokksins og líklegum
forsætisráðherra. Vér kysum
heldur að Callaghan yrði fyrir
valinu.
!
T f MIN N, miðvikudaginn 6. febrúar 196S
z