Tíminn - 06.02.1963, Blaðsíða 9
ELIOT SKÁLD
LEYSIR FRÁ
SKJÓÐUNNI
Eftirfarandi viðtal, er brezki
blaðamaðurinn Tom GreenweU
átfti við skáldið T.S. Eliot, birt-
ist fyrst í dagblaðinu York-
shire Post, og þótti ekki ó-
merkara en svo, að síðan hefur
þa<ð verið endurprentað i safn-
ritum og bókmenntatímaritum.
Hér birtist það nokkuð stytt
og þó vonandi ekki brenglað
sctningum. Skáldskapur Eliots
hefur hverfandi lítið verið
þýddur á íslenzku og leikrit
hans ekki flutt hér á svi'ði. En
fyrir 2—3 árum komu hjngað
hjóniin E. Martin Brown pró-
fessor í leiklist og Henzie Rae-
burn leikkona, og lásu saman
af sviSi Þjóðleikhússins,
nokkra kafla úr Ieikritum eftir
Eliot. Áheyrendur voru sára
fáir, en þeir munu seint
gleyma þessum le'ikritaflutn-
ingi þeirra hjóna. En helztu
leikrit efrir Eliot eru: Murd-
er in the Cathedral (1935),
Family Reunion (1939), The
Cocktail Party (1950) og The
Confidential Clerk (1955).
Ljóðabókin The Waste Land
(1922) hefur orðið ein fræg
asta Ijóðabók á þessari öld, og
Eliot hlaut bókmenntaverð-
laun Nóbels árið 1948.
TRÚLEGA hefur enginn bók-
menntamaður á þessari öld
haft meiri áhrif á enskar bók-
menntir en T. S. Eliot (burtséð
frá því hugarróti, er Freud
olli meg sálfræðikenningum
sínum og hinum sérstæða per-
sónuleika Bernard Shaw). Svo
margt hefur verið ritað
um verk hans og komið sem
afleiðing þess — bæði heima og
erlendis — að jafnvel þótt öll
hans ljóð, leikrit og æviatriði
væru glötuð, myndi hann samt
halda áfram að setja svip á
bókmenntirnar.
— Finnst yður ekki, að gagn-
rýnendur eigi að gagnrýna út
frá sérstöku siðferðilegu sjón-
armiði?
— Ég finn mig ekki þess um-
kominn að segja öðrum gagn-
rýnendum hvaða siðferðisjónar
mið þeir eigi að hafa, en það
leiðir af sjálfu sér, að þeir,
ekki síður en allar aðrar mann-
legar verur, hafi siðferðilegan
mælikvarða. Og ég held það sé
erfitt að draga línuna milli
hreinnar bókmenntalegrar
gagnrýni og þeirrar er byggist
á siðferðilegum, trúarlegum,
félagslegum eða stjórnmálaleg
um sjónarmiðum. Gagnrýni,
svo framarlega sem hún er bók
menntaleg, á fyrst og fremst að
beinast að bókmenntalegu gildi
verksins, er um ræðir.
— Er ekki nærri ómögulegt
að einangra bókmenntaleg
verðmætj sérhvers verks?
— Jú, eiginlega er ég þeirrar
skoðunar. Sjónarmið og sann-
færing gagnrýnanda hlýtur að
hafa á'hrif á gagnrýni hans. —
Hún hlyti að vera innantóm,
ef svo væri ekki.
— Hvað álítið þér um ljóð,
sem innihalda tilvitnanir úr
óbundnu máli, t. d. hjá Mari-
anne Moore, sem innihalda
klausur úr dagblöðum og tíma-
ritum?
— Það er kunnara en frá
þurfi að segja, að ég dáist að
skáldskap Marianne Moore. —
Hún á til að taka klausur úr
blöðum, en aðeins í formi at-
hugasemda, og ég gerði mig
líka sekan um það fyrr á árum.
En á undan mér varð Shelley
til þess í kvæðinu Queen Mab.
En að innlima klausur ur ó-
bundnu máli í kvæðin, það
hefur Ezra Pound gert með
góðum árangri. Og fyrir nokkr
um árum orti ég kvæðið Tri-
umphal March, og ég felldi
inn í það efni frá stríðsárun-
um fyrri, tekið beint úr bók
eftir þýzkan hershöfðingja, —
gott ef það var ekki sjálfur
Von Ludendorff, þetta var frá
árinu 1918. Auðvitað var það
óbundið mál, en það kom að
góðu gagni fyrir mig, og ég er
enn þeirrar skoðunar, að þetta
sé allgott kvæði.
— Hvað um tilvitnanir í
kvæðum yðar, sem framan af
árum var ekki hægt fyrir alla
að átta sig á, hvort var
allt frá yður sjálfum komið
eða aðfengið og þér funduð
síðar nauðsyn á að setja at-
hugasemdir með kvæðunum?
— Ég held að ástæðan fyrir
því að ég tók upp á því að
gera athugasemdir hafi verið
ásökun frá gagnrýnanda. í einu
kvæða minna hafði ég notað án
tilvitnunarmerkja línuna „the
army of unalterable law“ úr
kvæði eftir George Meredith.
Þessi gagnrýnandi ásakaði mig
fyrir að hafa gerzt svo ósvífinn
að hnupla þessari ljóðlínu. Ég
verð að segja sem er, að ég
ætlaðist til að allir þekbtu
þessa línu og gætu þess vegna
stillt henni til samanburðar
við anda og skoðun kvæðisins
að öðru leyti. Ég hugsaði mér
ag brenna mig ekki á sama
soðinu aftur og því skyldi ég
geta þess, hvaðan ég tæki til-
vitnanir, svo að ekki væri hægt
að bregða mér um svik. í
seinni kvæðum mínum nota ég
aftur á móti lítið af tilvitnun-
um.
— Hver er, að yðar áliti,
tilgangur ljóðagerðar?
— Sá, að veita ánægju, og
ef þér spyrjig hvers konar á-
nægju, get ég svarað því einu,
að segja: Þá ánægju, sem Ijóð
veita En satt að segja álít ég,
að góð kvæði, um leið og þau
veita slíka ánægju, gefi lesand-
anum annað og meira en á-
nægjuna. Það er ekki aðeins á-
nægja, heldur upphafning lífs-
ins, það gerir þeim, sem njóta
ljóðsins, meira virði að lifa
lifinu.
— En með kvæðum yðar ætl
izt þér ekki nákvæmlega til að
vera lesinn til ánægju?
— Er það ekki? Raunar ekki
nákvæmlega.
— Ég er viss um að þér hafið
ekki fyrst og fremst skemmt-
un eða dægrastyttingu í huga.
— Nú, jæja. í ljóðum mínum
utan við leikritin set ég fram
það, sem ég vildi sagt hafa. Og
T. S. Eliot, Nóbelsskáld, og kona
hafi mér tekizt að segja það
við sjálfan mig á fullnægjandi
hátt, þá er fyrsta skilyrðið
fengið. En það segir sig sjálft,
að ljóð verða að vekja skemmt-
un, annars eru þau hreint og
beint ekki lesin. Tónlist, sem
enginn vill heyra, hefur glatað
tilgangi sínum, er það ekki?
— En hugmyndin að
skemmta fólki er ekki það, sem
örvar yður til að yrkja?
— Nei, það er sannarlega
ekki skipulagt eins og skemmti
samkoma. Ég held, að það sem
hvetur mig til ag yrkja ljóð,
sé, að það er eitthvað inni í
mér, sem ég þarf að losna við.
Ég verð að ná því út. Þetta
er eins konar búkhreinsun, ef
þig viljið heldur hafa það svo.
En ég veit ekki. hvað það er,'
sem ég vil losna við fyrr en
ég er laus við það. Með öðrum
orðum, ég held menn viti ekki
gerla hvað þeir vilja sagt hafa
fyrr en þeir eru búnir að segja
það.
— En þetta innra með yður
er ekki þörf eða löngun til að
skemmta?
— Nei-nei, þag er það efcki.
En samt, því aðeins að skáldi
hans
finnist það, sem losnar með
þessu móti, eigi að færa eitt-
hvað eða hafa einhverja þýð-
ingu fyrir aðra, þá hefur skáld
ið ekki almennilega losnað við
það. Þag verður að koma í því
formi, að fólk getí veitt því
viðtöku. Skáldið finnur sig knú-
ið til að losna við það, en með
einhverju móti verður það að
berast öðrum mönnum, þótt
ekki sé nema sárafáum.
— Reynig þér í ljóðum yðar
og leikritum að koma fyrir ein
hverjum trúarlegum boðskap?
— O-nei. Ég hef ekki veru-
legan áhuga á að koma boð-
skap á framfæri með því móti.
Ef ég hefði boðskap ag flytja,
hvort heldur trúarlegan eða
ekki, mundi ég koma honum á-
leiðis rétt eins og að senda
skeyti með þeim orðum, sem
nauðsynleg eru til þeirra hluta.
Ég mundi ekki vefja það í um-
búðir. f leikritum læt ég ann-
að fólk hafa fyrir því að finna
boðskapinn. Fólk finnur t. d.
alls konar boðskap í Shake-
speare. Leikrit hans eru óþrjót-
andi fyrir túlkendur. Shakespe-
are lagði til ríkulegt efni, sem
Framhald á 5. síðu.
Á þessari mynd eru gamlir byltingasegglr I heimi bókmenntanna. taliS frá vinstrl: Lquís MacNeice, Ted Hughes (hann er ungt skáld,
sem getið hefur sér orS), þá kemur T. S. Eliot, lærlfaðlrinn, sjálfur æðsti páfi atómskálda eða „Grand Old man of Literature", næst
ur honum kemur W. H. Auden og yzt tll hægri er Stephen Spender. Tvelr þessara félaga hafa heimsótt ísland, þelr MacNelce og
Auden, sem ferðuðust hér um landið sumarið 1936 og skrifuðu bók um ferðina í sendibréfum og Ijóðum, Letters from lceland. Sam-
býlingar Audens á Hótel Borg þekktu hann strax á lyktlnni álengdar, þvi að hann bar á sér bita af kæstum hákarli allan tímann sem
hann bjó f fínasta hótell höfuðborgarinnar. Margir þekkja kvæði Audens um ísland, þvi að það hefur komið út í íslenzkri þýðingu
Magnúsar Ásgelrssonar.
. TIMINN,
miðvikudaginn 6. febrúar 1963
9
\