Alþýðublaðið - 28.05.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.05.1940, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI 1940. ALÞrDUBLAÐIÐ Athugasemd um leik Vals og K. R. Reykjavíkurmótið. MEISTARAFLOKKUR. Annað kvðld klukkaai 8,30 Fram—Víkingur Alltaf meira spennandi. Komlð o«j sjáið fiiwoi* sigrar. Krafa nm lokun allra áfenglsbúða. -----#--- Templarar árétta kröfur hinna 22.638 k|ésenda. HjJ* ÍÐASTLIÐIÐ sunnudags- dagskvöld var slitið þingi Umdæmisstúkunnar nr. 1. Guð- geir Jónsson var endurkosinn umdæmisæðstitemplar. Eftirfarandi samþykktir voru gerðar á þinginu: „Ársþing Umdæmisstúkunn- ar nr. 1 haldið í Reykjavík 25. og 26. maí 1940, beinir ákveðn- um tilmælum til ríkisstjórnar- innar, að hún verði við þeim áskorunum, sem undirskrifaðar voru af 22638 kjósendum í kaupstöðum landsins í des. s.l. og loki áfengisútsölunum með- an á stríðinu stendur. Jafn- framt skorar þingið á fram- kvæmdanefnd sína að fylgja þessu máli fast eftir.“ „Þing Umdæmisstúkunnar nr. 1 haldið í Reykjavík 25. og 26. maí 1940 felur fulltrúum umdæmisstúkunnar á Stór- stúkuþingi, sem væntanlega verður háð í næsta mánuði, að leggja fram tillögu, er feli í sér ef tirf arandi: Stórstúkan feli framkvæmda- nefnd sinni að vinna að því, að hafin verði almenn fjársöfnun um land allt, ekki síðar en á hausti komandi, til heilsuhælis fyrir drykkjumenn, og að hafið verði um þetta samstarf við öll bindindissinnuð félög í landinu, jafnframt verði skorað á ríkis- stjórnina að ljá þessu máli lið.“ „Umdæmisstúkan nr. 1 vott- ar stofnendum sínum, þeim sem enn starfa í St. Verðandi nr. 9, st. Morgunstjarnan nr. 11, st. Einingin nr. 14 og st. Daníelsher nr. 4, þakkir sínar fyrir vel unnið starf og óskar þeim allra heilla í framtíðinni, og í tilefni af 50 ára afmælinu felur Umdæmisstúkan fram- kvæmdanefnd sinni að sýna þessum stúkum sérstakan sóma og viðurkenningu.“ í framkvæmdanefnd voru kosnir eftirfarandi menn: U.t. Guðgeir Jónsson. U.k. Gísli Sigurgeirsson. U.v.t. Sig- ríður Halldórsdóttir. U.r. Gunn- ar Árnason. U.g. Jón Hafliða- son. U.g.u. Sverrer F. Johansen. U.g.l. Hendrik Ottósson. U.fr. Kristinn J. Magnússon. U.s. Jón Þorsteinsson U.akp. Pétur Ingjaldsson. Umboðsm. Krist- mundur Þorleifsson. TVÍ ARGT verður maður nú að heyra, áður en eyrun detta af manni. Iþróttaritstjóri Vísis tilkynnir í ■blaði sínu í gær ,að K. R. hafi tapað leiknum við Vai vegna þess, að Ólafur Þorvarðsson, sem átti að dæma, gat ekki komið kl. 81/2. svo að G. Akselsson dæmdi þangað til hann kom. Varð við það einnar mínútu töf við dóm- araskiptin, og „sú mínúta nægði Valsmönnum". Hafa menn nokkurn tíma heyrt annað eins slúður? Fyrri hálfleik- ur stóð yfir í nákvæmlega 45 mínútur, og Valur fékk enga auka minútu til að skora mar'k. Dómaraskiptin stóðu yfir í eina, minútu, og meðan þau fóru fram, var auðvitað ekki leikið. Nú skal íþróttaritstjóri Vísis fá að heyra sannleikann; en það hefði verið betra, að hann hefði útvegað sér þá vitneskju, áður en hann skrifaði grein sína. Guðjón Einarsson átti að vera dómari, en hann var veikur, en hann og knattspyrnuráðið gerðu ráð fyrir því, að ég tæki við starfi hans, en þar sem Guðjön náði ekki tali af mér fyrr en kl. 6, og ég var ekki vel frískur, var ekki um annað að gera en að fá Ólaf Þorvarðsson til að dæma. En ég lofaði Guðjóni, að ef ekki væri hægt að ná i Ólaf, skyldi ég dæma, svo að ekki þyrfti að hætta við leikinn. Þegar ég kom á fþróttavöllinn, kl. 8,20, náði ég tali af Ólafi 5 síma, og eins og góðum íþrótta- manni sæmir, hafnaði hann boði 'og fór í bíl beina leið á íþrótta- völlinn. Ég dæmdi leikinn í byrjun, og um leið og byrjað var, tilkynnti ég Val og K. R., að ég væri las- inn, en ætiaði samt að dæma, þangað til Ólafur kæmi. Er hægt að gagnrýna okkur dómarana fyrir það. Það kann að vera, aö þér, herra íþróttaritstjóri, hafið aldrei kynnzt. því fyrr, að dómaraskipti gætu orðið í leik; en að sjálf- sögðu getur það skeð, og nú haf- ið^pér þó að minnsta kosti kom- izt að raun um það. Gunnar Akselsson. Nýja flngvélin TF- S6L koHli. TUX EÐ SELFOSSI síðastlið- -®- inn laugardag kom nýja flugvélin, sem Örn Johnson keypti í Ameríku fyrir Flugfé- lag íslands. Var unnið að því í gærkveldi að taka flugvélina upp og verð- ur hún sett saman næstu daga. Fær hún einkennisbókstafina TF-SGL. Er þetta Vaco-far- þegaflugvél, sem hægt er að setja á flotholt og hjól. Er hún rauð að lit með dökkum rönd- um. Er hún með loftskeytaút- búnaði, talstöð og miðunarstöð. Þar er rúm fyrir fjóra farþega auk flugmanns. Verður flugvélin notuð til síldarleita í sumar. * íþróttafélag' Reykjavíkur. Útiæfingar eru byrjaðar. Fé- lagar tilkynni þátttöku til Baldurs Kristjónssonar. í síma 4387. Aðalfundur sýslunefndar Vestur-Skaftafells- sýslu var haldinn í Vík í Mýrdal dagana 15.—17. þ. m. Auk hinna lögboðnu útgjalda og ýmissa styrkja var á fyrra ári greitt mat úr sýslusjóði til samgöngumála og menntamála, eða um 4000 kr. Er og enn í ár áætluð eigi minni fjár- hæð til þessa. Skátablaðið, 2. tölublað er nýkomið út. Efni: Á náttúran nokkurn rétt á sér? eftir Magnús Björnsson fuglafræð- ing, Hlutverk skáta í loftárásum, Lyfjaskrína skáta o. m. fl. Kaupsýslutíðindi, 16. tölublað 10. árg. er nýkomiö út. Aðalgreinin í þessu tölublaði er eftir Ólaf Björnsson hagfræðing og heitir: Síðustu atburðir og á- standið í atvinnumálum. Tilkynni Þar eð vörur úr skipum Norsku Miðjarðárhafslínunn- ar, „Bosporus“ og „Sevilla“ (er fóru frá Genova seint í marz s.l.) verða væntanlega sendar hingað yfir Bretland í staðinn fyrir yfir Bergen, eru innflytjendur, sem vörur áttu í þessum skipum, aðvaraðir um að breyta vátryggingu samkv. þessu. P. SMITH & CO. ErfðafestnM. Þeir, sem ætla sér að sækja um hlett úr Árbæjar- landi, geta fengið upplýsingar þar að lútandi í skrif- stofu bæjarverkfræðings næstkomandi miðvikudag, fimmtudag og föstudag kl. 1.30—3 e. h. BÆJARVERKFRÆDINGUR. Sakamálasana eftir Seamark ósigrandi — Ég get svarað því strax fyrir mitt leyti. Ég vil koma. Og ég er viss um, að mamma vill Hka koma. Hún fer ekki svo oft að skemmta sér. — En faðir þinn; — heldurðu, að herra Lyall vildi koma með? —■ Ég veit það ekki. Ég veit ekki, hvað hann hefir fyrir stafni. Hann fer stundum í spilaklúbbinn. Og þá kemur það oft fyrir, að hann kemur ekki heinr fyrr en undir morgun. Mercia horfði brosandi upp í loftið um leið og hún sagði þetta. En það hefði verið sama, þó að hún hefði horft í augu hans. Hann vissi, að hún hafði engan grun um iðju föður hennar. — Ef til vill er hægt að fá hann til að konra með, sagði hann. — Ég vildi helzt, að hann ka:mi nreð okkur. — Bíddu við. Ég ætla að fara og sækja hann. Það má vel vera, að þér takist að fá hann til að hætta við að fara í spilaklúbbinn. Hún hljóp út úr herberginu og kom aftur eftir stund- arkorn með föður sinn. Lya.ll brosti góðlátlega og veifaöi til Dains. — Hérna kemur hann, sagði hún brosandi. — Jæja herm Dain. Segðu nú pabba það sama og þú hefir sagt mér, og vertu nú tungumjúkur. Lyall tók vingjarnlega, í hönd honum. — Hvað segið þér í fréttum, herra Dain? spurði hann. — Mercia lét móðan mása, en ég skildi ekki helminginn af því, sem hún sagði. Valmon Dain skýrði honum frá því, hvað í vændurn væri. Lyall varð hugsandi á svipinn. — Hm, tautaði hann. — Það verður sýning á Vustu' skipum. Og þeir ætla að nota eina af uppfinningum yðar. Hvenær segið þér að þetta eigi að fara fram? — Á mánudag. — Það byrjar um miðnætti á þriðjudagsnótt. — Já, ég kem bingað kl. 8 um kvöldið og sæki ýkkur í bílnum. — Og hvenær komum við aftur? — Ekki fyrr en á þriðjudagsmorgun. — Því miður, herra Dain. Þetta verður (mjög skemmtilegt ferðalag, en því miður er ég hræddur um, að ég geti ekki farið. En stúlkurnar geta farið með yður. — ó, þú hlýtur að geta komið með, pabbi, hrópaði Mercia. — Því miður, vina mín; mér er ' það ómögulegt. Ef ég ætti að fara, yrði ég að rjúfa loforð, sern ',ég hefi gefið. Og ég svík aldrei loforð mín. — Mér þykir fyrir þessu, herra Lyall, sagði Dain. — Þar verðið þér af skemmtilegu ferðalagi. — Það er ég sannfærður um. En loforð er loforð. — Geturðu ekki breytt ákvörðun þinni rétt í þetta sinn, pabbi? spurði Mercia. — Það er ekki hægt, sagði herra Lyall- Dain horfði á hánn hvössum augum. Lyall roðnaöi ofurlítið um leið og hann sagði þetta. Stundarkorn horfðust þeir í augu. Svo leit Dain ulndan. Lyall hafði ckki sagt rnargt, cn þó nóg til þess, að Dain hafði fengið að vita vjssu sína. — Það er orðið framorðið, sagði Dain og stóð ‘ á fætur. — Ég ætla ekki að tefja fyrir yður lengur. — Má ég ekki hringja á bíl fyrir yður? — Nei, ég hefi bíl hér uti fyrir. — Ætlarðu þá ekki að fara með okkur? spurði Mercia vonsvikin. ! — Ég er hræddur um ekki, sagði Dain. — Ég get ekki farið með ykkur, ef herra Lyall fer ekki. En ef til vill getum við farið i aðra skemmtiferð einhverja nóttina, þegar herra Lyall er ekki að — spila. Hann kvaddi mjög kurteislega, en háðslcga þó, og ók aftur til City. — Hamingjan góða, tautaði hann. — En hvað þetta er undarlegt. Lyall. Willard Lyall, meðlimur Silfur- örvafélagsins — og faðir Merciu. Og ég hefi sent hann til Pentonville. Ég hefi komið því til leiðar, aö ann verður lokaður inni í klcfa. Og það er sama sem að ég hafi sjálfur snúið lyklinum i skránni. Scotland Vard er ekki lengi að athuga sinn gang. Skollinn sjálfur hafi það. Delbusy og Shaugnessy eru þegar húnir að leggja net sín. Þeir draga netið saman og veiða Lyall. Dain vissi ekki, hvað hann átti aö gera. Loks tók hann ákvörðun. Hann leit út um bílrúðuna og beygði aftur inn á Kingsway. Hann stöðvaði bílinn við Sauthampton Row, Hinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.