Tíminn - 15.02.1963, Page 1

Tíminn - 15.02.1963, Page 1
Husqvarna »ldav6lai* m LUMA ER UOSGJAFl|= 39. tbl. — Föstudagur 15. febrúar 1963 — 47. árg. FRAKKAR OG FLEIRIEBE-ÞJÓÐIR LEIOBEINDU RÁÐHERRUNUM Töldu tollasamningsleið heppilegasta fyrir ísland Dr. HALLDÓR PÁLSSON, búnaðarmálastjóri, aS flytja ræSu sína. TK-Reykjavík, 14. febrúar Alþýðublaðið slær því upp með stærsta fyrirsagnaletri á forsíðu í gær yfir frásögn af ^ ræðu Gylfa Þ. Gíslasonar, við- skiptamálaráðherra um efna-, hagsbandalagsmálið á Alþingi, að „DE GAULLE LAGÐIST GEGN AÐILD ÍSLANDS —1 þeir frönsku vildu okkur ekki í EBE". Reyndar kom þetta ekki beint fram í ræðu ráð- herrans, en ritstjóri Alþýðu- blaðsins hefur bætt svolítið við af vitneskju sinni um við- ræður ríkisstjórnarinnar við áhrifamenn í Vestur-Evrópu | Vísir staðfestir þetta svo í gær. Gylfi Þ. Gíslason stað- festi í ræðu sinni, að Frakkar og fleiri EBE-þjóðir hafi bent á tolla- og viðskiptasamnings- leiðina, sem heppilegustu leiðina fyrir ísland. MeS þessu má segja, að enda- Lnúturinn hafi verið rakinn til sönnunar á því, að ráðherrar ís- lands hafa verið sem vindrellur á þakburst í efnahagsbandalagsmál- inu og snúizt eftir því, hvernig erlendir menn hafa blásið að þeim á hverjum tíma og það hafi raun- verulega verið það, að erlendir menn hafa blásið að þeim á hverj- um tíma og það hafi raunverulega verið það, að erlendir menn töldu ckki tímabært að ísland sækti um aðild að EBE ásamt óttanum við Framh. á bls. 15. NYJA SKÍPAN ÞARF í JARDEIGNAMÁLUM GB-Reykjavlk, 14. febrúar. Á FUNDI búnaðarþings í dag flutti dr. Halldór Pálsson hina fyrstu slcýrslu búnaðarmálastjóra eftir að hann tók við embætti, og greindi þar frá starfi Búnaðarfélags íslands á siðastllðnu ári og afgreiðslu mála frá síðasta búnaðarþingi. Síðan hél't hann ræðu og drap þar á ým- Is vandamál landbúnaðarins og bentl á lelðir til úrbóta. Taldi búnaðarmálastjóri brýna þörf á leiðbeiningum í búnaðar- hagfræði og að stórauka þyrfti starfsemi búreikningaskrifstofunn ar, einni.g væri nauðsynlegt að fjölga héraðsráðunautum. Þá ræddi dr. Halldór jarðeigna- málið og lagði á það mikla áherzlu, að þörf væri nýrrar skipunar í þeim efnum. Stuðla bæri að því eftir megni, að hver bóndi ætti þá jörð, er hann byggði. Og þeim bændum, sem dregizt hefðu aftur úr sökum samgönguerfiðleika eða af öðrum ástæðum yrði að veita bætta aðstöðu til að yrkja landið í samræmi við breytta tíma. Ef hins vegar bændur neyddust til að hætta búskap og flytja af jörð- unum, vegna heilsubrests eða ann arra óviðráðanlegra örðugleika, bæri að reyna að forða þeim frá stórkostlegu tjóni, t. d. með því að sveitafólögin eða ríkið keypti KRISTMANN KOMINN HEIM þær jarðir, og að þær legðust ekki alveg í eyði, heldur með aðstoð jarðeignajsóðs væru byggðar öðr- um, sem áhuga hefðu á að hefja búskap og þeim veitt sú fyrir- Framhald á 15. síðu. • • FÉKK NÝRA ÚR LÁTNUM NTB—Leeds, 14. febrúar Brezkum skurðlækni tókst nýlega að flytja nýra úr dauðum manni yfir í sjúkl- ing, og er það trúlega fyrsta aðgerð sinnar tegundar sem framkvæmd hefur verið með árangri. Sjúklingurinn mun jnnan skamms halda heim af sjúkraliúsinu. Sjúklingurinn nefnist Pet- er Lucas, 37 ára gamall mjólkurbússtarfsmaður í Leeds, og hefur farið mikið fram við aðgerðina. Sjálfur segist hann vera orðinn við góða lieilsu, og mun bráðum hverfa af sjúkrahúsinu, 66 dögurn eftir að aðgerðin fór fram. Hann hefur nú þrjú Framhald á 15. síðu. FROSTIÐ VARD FJORU- TÍU GRÁÐUR UM JÓLIN JK-Reykjavík, 14. febrúar. KRI'STMANN Guðmundsson, rit- höfundur, kom í kvöld með Drottn- Ingunni tll Reykjavíkur eftlr hálfs HEIMTA BISKUP TIL SKÁLHOL TS TK-Reykjavík, 14. febrúar Frumvarp ríkisstjórnarinnar um að afhenda Þjóðkirkjunui Skálholt til eignar og umráða var til 1. umræðu í neðri deild i gær. Tóku fjölmargir þing- menn til máls og lögðu margir þeirra til að biskupsstóll yrði endurreistur i Skálholti. Töldu þeir það eðlilega ráðstöfun sam fara þeirri endurreisn og end- urbótum, er í Skálholti hafa ver ið gerðar. Ennfremu komu fram tilmæli um, að Hólar yrðu látnir njóta jafnréttis við Skál- Framh 3 bls 15 J fjórða mánaðar dvöl á meginland- inu. Tíminn náði tali af honum skömmu eftlr komuna, og leitaði frétta af utanförlnnl. — Jú, það er rétt, að ég hafi ver- ið að fást við leikritasmíði. Mest hefur það verið hálfgerð tóm- stundavinna, en ég er nú kominn nokkuð á veg með eitt. Ég er þeg- ar búinn að semja um, að það verði þýtt samstundis, ef það tekst vel. — Nei, ég get ekki sagt, á hvaða mál það verður þýtt, né hver er þýðandinn. Ég hef slæma reynslu af þvi ag segja slíka hluti fyrir- fram. — Ég er búinn að umskrifa það tvisvar; það var ekki nógu gott í fyrstu. Nú á ég eftir að skrifa það enn einu sinni eða tvisvar. — Ég kann bezt við að vinna heima, þótt hins vegar sé gott að koma út, sérstaklega ef maður þarf að kippa málum sínum í lag. Ég held, að mér hafi tekizt það vel, til dæmis í sambandi við út- gáfur. — Ég vinn að nokkuð mörgu í einu núna, og ekki er gott að vita, hvað af því kemst af fóst- urskeiðinu. Ritstörfin stunda ég aðallega með diktafón, ég er orð- inn svo slæmur í hendinni. — Annars var aðalerindið að leita mér lækninga. Ég fór til gamla hjartalæknis míns í Oslo, og er nú vig beztu heilsu. Annars er þarna mesti fimbulkuldi, það var 40 stiga gaddur um jólin, þeg- ar ég var á Hamri hjá dóttur minni. Að koma hingað heim, er eins og að koma til Suðurlanda. — Mest var ég í Noregi, en kom þó til Stokkhólms, Hafnar og Par- ísar. Ég hitti vin minn í Oslo, og hann bauðst til að aka mér til Par- ísar. Þar var ég í þrjá daga til þess Framh. á bls. 15. KRISTM^NN GUDM'JNDSSON, nthofundur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.