Tíminn - 15.02.1963, Síða 7

Tíminn - 15.02.1963, Síða 7
Utgetandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framlcvæmdastjóri Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábi. Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og tndriði G. Þorsteinsson Fulitrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur I Eddu húsinu Afgreiðsla. auglýsmgar og aðrar skrifstofur i Banka stræti 7 Símar 18300—18305 - Auglýsingasími 19523 Ai greiðslusimi 12323 - Askriftargjald kr 65 00 á mánuði ínnan lands .t lausasölu kr 4 00 eint - Prentsmiðjan Edda h.f — Komast ekki af baki í umræðum þeim um Efnahagsbandalagið, sem fóru fram á Alþingi í fyrradag, kepptust þeir Gylfi Þ. Gísla- son og Bjarni Benediktsson við að lýsa yfir því, að ,,hugmyndin um tengsl íslands og EBk væri ekki lengur á dagskrá“ (Gylfi) og að „búið væri að víkja þeim voða frá okkur að taka afstöðu til þess“ (Bjarni). í tilefni af hliðstæðum yfirlýsingum, sem birzt hafa i sijórnarblöðunum undanfarið, bendir Dagur á það nýlega, að þessi afstaða stmrnarforingjanna minni mjög á strák- inn, sem þjóðsagan segir að hafi í fljótfærni og óleyfi farið á bak reiðskjóta Eiríks á Vogsósum. Strákurinn fest- ist við bak hestsins og mátti dúsa þar. þangað til Eiríkur sjálfur tók hann af baki. Foringjar þessir fóru snarlega á bak og vildu þeysa. 1 ágústmánuði 1961 birti Mbl. hverja forustugreinina eítir aðra, þar sem hvatt var til að ísland sækti um aukaaðild að EBE. Á þingi sambands ungra Sjálfstæðis- rnanna, sem haldið var í september 1961, var samþykkt, að íslandi bæri að sækja um fulla aðild að EBE. Á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins, sem var haídinn mánuði síðar, var samþykkt að tryggja bæri aðiid íslands að EBE. Á flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins, sem haldinn var í febrúar 1962, var samþykkt að sækja bæri um auka- aðild, en þá var orðið upplýst, að fuil aðild myndi ekki fást að sinni. Síðla sumars 1961, þegar mikið fór að bera á ákafa ríkisstjórnarinnar í máli þessu, óskaði miðstjórn Fram- sóknarflokksins að fá að láta menn frá sér ræða við rikisstjórnina um málið og sjá gögn þau, er ríkisstjórnin hafði á að byggja um EBE. Var því ' el tekið. Beittu nú Framsóknarmenn áhrifum sinum, eftir því sem þeir gátu. til þess að ekki væri rasað um ráð fram eða farin gönu- skeið í málinu. Kröfðust þess, að málið væri lagt fyrir AJþingi áður en nokkurt spor væri stigið, er bundið gæti. Á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í febrúar 1962 var gerð ályktun, þar sem lýst var yfir. að miðstjórnin teldi ekki koma til greina að ísland gengi í EBE. Hins vegar var áherzla á það lögð, að leysa vandann með sér- samningum um tolla- og viðskiptamál Þessi ályktun vakti mikla athygli Það fór að byrja svip- breyting á andlitum forystumanna sliórnmálaflokkanna. Kosningar t.il Aiþingis fóru að nálgast. , í nóvembei' 1962 tagði ríkisstjórnin skýrslu um Efna- hagsbandalagið fyrir Alþingi. t þeirri skýrslu taldi stjórn- in aðeins um tvær leiðir að velja fyrir ísland: Aukaaðild eóa tolla- og viðskiptasamning. Framsóknarmenn töldu tvímælalaust, að íslendingar gætu ekki gengið í EBE með aukaaðild. Tolla- og við- skiptasamningur væri sú leiðin, sem þeir yrðu að fara. Þa urðu stjórnarliðar æfir, og mátt: af því ráða hvert þeir stefna. Þeir viija auðheyrilega innlima tsland í EBE. líitt leyndi sér ekki. að þeir vildu ekk? segja þetta berum orðum strax af því að kosningar eru fvrir dyrum og þeir vita, að almenningur er á móti því. að okkar litla þjóð xýni sjálfri sér með því að ganga í stórveldasamsteypuna FBE. Þeir ætluðu sér að fara af baki fra.m yfir kosningarnat — á klár, sem þeir höfðu ætlað að peysa á í óleyfi. Svo gerðist það. að de Gaulle forseti Frakklands beitr neitunarvaldi sínu til þess að hindra. að Bretar fái inn göngu i EBE Þá halda forsprakkar þessir, að þeir hafi fengið tæki færi til að komast af baki. Þeir segja- , Málið úr söp unni. Framsókn hefur misst glæpinri og n' >etur húr ekki haft það fyrir kosningamál, að deila a okkur fyrir aö við ætlum að innlima ísland með aukaaðild 1 EBE“. HELGI BERGS: Iðnaður og kjörveiði Undanfarin ár haía verið hin mestu góðæri. Útflulningsverð- rnæli íslenzku þjóðarinnar hafa verið mjög mikil bæði vegna hagstæðs verðlags á útflutnings- mörkuðunum, en þó einkum vegna óvenjulega mikilla afla- bragða. Það er mörgum mikið á- hyggjuefni, að á þessum ein- stöku góðærum hefur ekkert verið gert af þjóðfélagsins hálfu til að búa í haginn fyrir atvinnu- líf okkar í framtíðinni. Á þess- um árum hafa engar verksmiðj- ur .á borð við t.d. áburðarverk- verksmiðjuna eða sementsverk- smiðjuna verið byggðar, ekki unnið að neinum meiri háttar virkjunarframkvæmdum og ræktunarframkvæmdir hafa far- ið minnkandi. Eitthvað hefur verið keypt af fiskibátum, en þó alls ekki svo, að það svari eðli- legri endurnýjun flotans. Á sviði fiskiðnaðar hefur ekki ver- ið ráðizt j neinar markverðar framkvæmdir, sem til nýjunga geta talizt. Þegar á þetta er minnzt svara stjórnarsinnar því gjarnan til, að svo mikil atvinna sé í land- inu, að ekkert vinnuafl sé að hafa til að starfa að áframhald- andi atvinnuuppbyggingu. Fátt sýnir betur en þessi hugsunar- háttur, hverja sjálfheldu við er- um komnir i, ef við megum ekki vera að því að byggja upp at- vinnulíf framtíðarinnar fyrir brauðstriti. Nýlenduveldin hafa lengi reynt að halda frumstæð- um þjóðum j slíkri sjálfheldu, en ekki tekizt það. Við ættum ekki að setja okkur í hana sjálfir. Meiri afli — minna verðmæti. Fiskiðnaður okkar hefur beztu hráefni heims. Engin önn- ur þjóð hefur eins góða aðstöðu til að ná fjölbreyttum og glæ- nýjum afla á land, enda var meðalafli okkar íslendinga um langt skeið um 100 tonn á ári á hvern starfandi sjómann, og er nú sjálfsagt meiri en þetta, en það er margfalt meira en afli annarra fiskveiðiþjóða. En við förum ekki vel með aflann, enda verða okkur úr honum lítil verð- mæti og hlutfallið milli verð- mætis og aflamagns hefur sí- fellt orðið óhagstæðara á unda-n- förnum árum. Fiskiðnaður okkar hefur verið í stöðnun um nokkurt skeið. Við söltum fiskinn, herðum hann og frystum. Aðrar þjóðir gera meira. Þær sjóða niður, reykja og pakka f margvíslegar neyt- endaumbúðir og auka þannig verðmæti stórlega. En slíkar að- ferðir eru vanræktar hjá okkur. Þetta kemur m.a. fram í því, að brezkur fiskiðnaður getur borg- að allt að 10 kr. fyrir kg. af HELGI BERGS íslenzkum ísfiski, en okkar íisk- iðnaður getur ekki borgað nema rúmar 3 kr. fyrir næturgamlan línufisk. Þýzkur fiskiðnaður borgar 5 kr. fyrir kg. af 10 daga gamalli ísaðri síld, en íslenzkur fiskiðnaður borgar í hæsta lagi eitthvað á aðra krónu íyrir glæ- nýtt síldarkíló, og mest fer í gúanó fyrir 70 aura. Á þessu sviði eigum við mikið ólært. Við aukum tekjur okkar með því að draga sifellt meiri afla úr sjó án þess að hirða um að auka það verðmæti, sem úr hon- um fæst. Við þyrftum að hafa það betur hugfast, að vandamál okkar er ekki lengur fólgið f því að ná aflanum, heldur hinu að gera úr honum sem mest verð- mæti. Það er auk þess meira en vafa- samt, hvað lengi er hægt að ganga á það lagið að auka bara aflamagnið. Ofveiði — kjörveiði. Fiskifræðingar okkar telja, að nú séu þorskfiskstofnarnir við strendur landsins nær fullnýttir. Jón Jónsson, fiskifræðingur, flutti í s.l. viku erindi í útvarpið um ofveiði, þar sem hann, eins og raunar oft áður, sýndi fram á þetta. Það voru orð í tíma töluð. Þeir, er gengu hér um bryggj- urnar í Eyjum fyrir helgina og skoðuðu þá síld, er bátarnir komu með austan af Síðugrunni, hlutu að velta því fyrir sér, hvort ekki væri betri búskapur að láta a. m. k. sumt af þeirri síld vera kyrra í sjónum og veiða hana síðar. Ekki slátra bændur lömbum sínum nýfædd- um á vorin, heldur hafa þau í högum yfir sumarið og slátra þeim ekki fyrr en í fyllingu tím- ans. Við eigum að vísu margl ólært um hagi og háttu síldar- innar, en það þekkingarleysi cná ekki vera okkar skálkaskjól til að tefla á tæpasta vað í þessum efnum. Það á ekki að vera okkar keppikefli að vciða meiri fisk, en iðnaður okkar gctur komið í gott verð. Iðnaðurinn verður því að miðast við að geta unnið sem verðmætasta og fjölbreytt- asta vöru úr því magni, sem Jón Jónsson kallar kjörveiði, þ.e.a.s. það magn, sem tryggir bezta framtíðarnýtingu fiskslofnanna. Stöðnun eða fnamfarir. Við verðum að brjólast út úr þeirri sjálfheldu. sem óhófleg vinnuþrælkun við framleiðslu ódýrra vara er að koma okkur i. Við verðum að byggja upp nýjan iðnað, sem tryggi sem fjöl- breyttasta og fullkomnasta nýt- inu aflans. Til þess að svo megi verða, þarf að skapa almennan skilning á þeim vandamálum, sem við er að etja. En það er einnig nauðsynlegt að gera sér Ijóst, að í þessum efnum getur ekki miðað áfram, án þess að breytt sé algerlega um stefnu í efnahagsmálum. Það verður að nýta það fjár- magn, sem þjóðin ræður yfir, i atvinnulífi og uppbyggingu. Fjárfrystingarpólitíkinni verður að linna. Þjóðfélagið verður á nýjan leik að taka upp öflugan stuðnings við framkvæmdavilja þeirra fjölmörgu þegna, sem af hugmyndaauðgi, þrótti og dugn- aði reyna að ryðja nýjar brautir. (Framsóknarblaðið). N0RSTAD FORSFTAEFNI? Lauris Norstad fyrrverandi yfir maður NATO í París, sem lét af störfum í s. 1. mánuði sem hers- höfðingi í flugher Bandaríkjanna eftir 37 ára þjónustu, kom hingað til fæðingarborgar sinnar í gær. Norstad kom hingað aðeins í stutta heimsókn. Ilér hafa verið uppi raddir um að Norstad muni gefa kost á sér fyrir republikanaflokkinn j öld- ungadeildarkosningunum 1964 á móti demokratanum MacArthy, sem nú situr I öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Minnesota Eins hefur verið um það rætt, að Norstad geti komið til greina sem forsetaefni 1964 eða 1968. Á blaðamannafundi hér í dag sagði hann, að það hefði ekki hvarflað að sér að gefa kost á sér í pólitískum kosningum Hann játaði, að ýmsir „vinir ög félagar" hafi samt farið fram á það við hann. Hann sagði, er hann var spurð- ur um Efnahagsbandalagið. að Bandaríkjamenn verði að gera sér það ljóst, að „framtíð Evrópu getur aðeins verið sköpuð af Evrópumönnum og þannig á það að vera‘* Evrópa sem þriðja heimsveldið. sagði hann. hefur ekki fengið nógu góðar viðtökur og hann sagðist efast um klofn ing í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu. En þetta bjargar þeim ekki. Málið er ekki úr sögunni. Það hefur, eins og Bretar segja — aðeins orðið töf. Sama segja forsætisráðherra Frakklands og framkvæmda- stjóri EBE, og jafnvel de Gaulle. Allir, nema íslenzka ríkisstjórnin. íslendingar mega ekki undir höfuð leggja, að ræða til úlítar afstöðu sína til EBE. Undan þvi komast stjórnar- Uokkarnir ekki fyrir kosningar. Þetta er eitt allra mik- Ivægasta kosninn-málið. Forsprakkar stjornarflokkanna sitja fastir á baki, fram ■ið kosningum. hvernig sem þeir sprikla Allir vita hvert þeir ætluðu að hleypa. En í kosningunum tekur þjóðin þá af baki. r í MÍN N, föstudagurinn 15. febrúar 1963. r

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.