Tíminn - 15.02.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.02.1963, Blaðsíða 8
M.B. GUÐBJÖRG ÍS 14. — Ásgeir Guðbiartsson, skipstjóri FARID í RÓÐUR Kristinn Arnbjörnsson, vélstjóri, goggar af. Aðfaranótt laugardagsins 9. febr. kl. 3, var ég mættur niður á höfn, með sjóveikistöflurnar í vasanum. Réttri klukkustundu síðar fleyttum við spegilsléttan pollinn, sundin og hafið, en yfir okkur í suðri skein tunglið fullt. Á útleiðinni sagði skipstjór- inn mér, að ég skyldi taka eftir ljósadýrðinni á bakborða, er við sigldum út með Óshlíðinni. Þá gæti ég séð hvernig lýsa ætti upp bæ, frá hafi séð. En í nátt- myrkrinu virðist Bolungarvík eins og borg sé hún t.d. borin saman við ísafjörð. Byrjað var að leggja lóðirnar í 12—13 mílna fjarlægð frá Deild, og þaðan var lagt í tóm- um „essum“ svo lengi sem þær entust. Eftir að allar lóðir voru komnar í sjó, var hvílzt í tæpa tvo tíma. Þá var byrjað að draga, og var þá heldur handa- gangur í öskjunni, eins og myndirnar bera með sér. Komu mér þá í hug orð hins lands- þekkta píanóleikara Árna Krist jánssonar, er hann sagði eitt sinn, að allir landsmenn hefðu gott af því að fara til sjós til þess að læra að vinna með höndunum. — Og þarna var unnið sleitulaust í tíu tíma, og hefði einhverjum landkrabban um sennilega þótt nóg um. Vinnan öll virtist mér ein- kennast af vandvirkni. Baldur stýrimaður goggaði af, Bjarni blóðgaði spriklandi fiskinn og Hákon dró af og hringaði lóð- irnar niður í balana. En eins og sjá má á balanum við fætur hans, þá væri leikur einn að stinga hendi niður í botn bal- ans án þess að snerta annað en taumana sem leggjast inn í hringinn. Slíkra lóða myndu allir landsmenn óska sér. Eg var farinn að furða mig á því, eftir að skipstjórinn sagði mér, þegar byrjað var að draga, að það tæki 8—10 tíma að inn- byrða lóðirnar, hvört mennirn- ir ættu ekki að fá mat eða kaffi allan tímann. Eftir tveggja tíma drátt, þá birtist Kristinn vélstjóri íklæddur gul um stakk, eins og hinir þrír sem á dekkinu voru, renndi sér hljóður og orðalaust að borð- stokknum með gogg í hönd og hóf að gogga af, en Baldur sem áður goggaði af, hvarf úr stakknum og rann á matarlykt- inu hjá Ellert kokk, sem búinn var að færa upp kjöt í karry og tómatsúpu, sem ég og borðaði með beztu lyst. Áður hafði ég að vísu fært Ægi konungi mín- ar fórnir, enda ekki sjóhraust- ur. Og þannig gekk það alveg hljóðlaust, matartími hvers var ca. 15 mínútur. Baldur leysti Bjarna af og blóðgaði; Bjami síðan Hákon; þá Hákon Baldur, sem leysti Kristin af og þegar Kristinn kom upp aftur, skipti hann við „Kallinn" Ás- geir Guðbjartsson, sem tók á sig ábyrgðina að taka land- krabbann með. En þegar út á haf var komið, þá leit út fyrir að þessi krabbi virtist eitthvað verka á hafið, því það var rjómalogn allan tímann. Auðvitað fór ég niður með skipstjóranum og fékk mér molasopa. Þá sá ég sjón, sem er sjald- gæf, brosandi mann við upp- þvott! Ekki erum við búnir að sitja þarna lengi þegar kokksi opnar bakarofninn og dregur út tvo tertubotna og tvær sandkokur. Þá varð mér að orði: — Hann slórar ekki þessi. — Það er ekki til siðs hér um borð, segir Ás- geir þá. Síðan Ijúkum við úr bollunum og förum upp, og sama hringrásin heldur áfram, nema hvað Hákon þykist hafa fundið nafna minn og glennir upp ginið á þorski er hann held ur á, á einni myndinni og læt ég það gott heita, því þó svo ég vildi gjarnan eiga af mér mynd úr ferðinni þá féll það illa inn í starf sjómanna að fitla Framhald á 13. síðu. Fiskurinn flýgur Inn á dokkið. Hákon dregur af og ieggur niSur i balann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.