Tíminn - 15.02.1963, Page 13

Tíminn - 15.02.1963, Page 13
Jónína V. Jóhannesdóttir frá Espihóli Jónína Valgerður Jóhannesdóttir Espihóli. Minningarorð. „Deyi góð kona, er sem daggeisli hverfi úr húsum, verður húm eftir“. Þessar ljóðlínur Steingríms Thor steinssonar komu í huga minn, er ég heyrði lát Jónínu á Espihóli. Hún andaðist á Fjórðungssjúkra húsinu á Akureyri hinn 28. janú- ar s.l. eftir stutta sjúkranegu. — Jónína var fædd að Syðri-Tjörn um á Staðarbyggð 24. júní 1902. Voru foreldrar hennar Jóhannes Þórðarson frá Björk og Anna Jóns dóttir frá Gilsbakka. Þau voru komin af kunnum og vel þekktum eyfirzkum bændaættum. Vorið 1908 fluttist Jónína ásamt foreldrum sínum að Miðhúsum í Hrafnagilshreppi, og þar átti hún heimili í 30 ár. Árið 1938 giftist hún eftirlifandi manni sínum Kristjáni Jakobssyni frá Espihóli, orðlögðu prúðmenni og einstökum gæðadreng. Bjuggu þau fyrstu tvö árin á nýbýlinu Espigrund, sem byggt var úr Espihólslandi, en ár- ið 1940 fluttust þau að Espihóli og bjuggu þar ágætis búi yfir 20 ár. Fyrir tveimur árum brugðu þau búi og fengu jörð og bú í hendur dóttur og tengdasyni. Þeim Kristni og Jónínu varð tveggja barna auðið. Þau voru: Guðný, húsfreyja á Espihóli, gift Jóni Jóhannessyni frá Hóli í Höfðahverfi, og Þorbjörn, sem lézt í desember 1956, 10 ára að aldri. Var hann foreldrum sínum og ættmennum öllum mjög harm- dauði. Árið 1957, hinn 19. júní, að línur rita, dyra á Espihóli. Þang- að 'hafði ég ekki komið áður, en ég var ráðinn þar kaupamaður sumarlangt. Eg gleymi aldrei við- tökunum og viðmótshlýjunni, fann undir eins, að þar myndi gott að vera og heimilið breiddi opinn og hlýjan faðminn móti öllum, sem að garði bar, hvort heldur það var gestur stutta stund eða fólk til lengri dvalar. Jónína á Espihóli var gerðar- kona í sjón og raun, glöð og hlý í viðmóti og gott með henni að vera, vel greind og skemmtileg, kastaði oft fram stöku og hafði yndi af ljóðum. Hún bar ríka um- hyggju fyrir öllum, er hún átti að sjá um, jafnt mönnum sem mál leysingjum. Hún gleymdi aldrei neinum. Jónína var dugleg og áhugasöm húsfreyja, sem um aldarfjórðungs skeið átti yfir að ráða mörgu fólki, því að jafnan var mann- margt á heimdinu, fólk á öllum aldri til lengri eða skemmri dval- ar. Eigi veit ég neitt um það, hvort einhverjúm úr hópi þessa fólks hefur nokkru sinni komið til hug- ar að óhlýðnast boði húsfreyjunn ar á Espihóli, en hafi svo verið, þá hefur sú fyrirætlan að engu orðið og aldrei framkvæmd, því að sá hinn sami hefur fljótt fund- ið, að það var ekki hægt. Við fráfall Jónínu á Espiihóli er „daggeisli horfinn úr húsi og húm eftir.“ Hennar verður sárt sakn- að af ástvinum hennar öllum og öðrum þeim, sem áttu samleið með henni á ævibrautinni. En maður kemur í manns stað. Eg veit, að þeim hjónum, Kristni kveldi dags, kvaddi ég, sem þessar Laus staða Staða gjaldkera hjá Akraneskaupstað er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 1963 Nánari upplýsingar gefur bæiarstjóri, Björgvin Sæmundsson. Útboð Tilboð óskast í að ganga frá Félagsheimilinu á Blönduósí að utan, múrhúðuu og málningu eða annarrí jafn góðri lithúð. Útboðsgögn verða afhent á teiknistofunni, Tómas- arhaga 31, Reykjavík og á sýsluskrifstofunni á Blönduósi. Tilboðin verða opnuð 22. marz kl. 11 f.h. á teikni- stofunni, Tómasarhaga 31. Reykjavík. SKRIFSTOFUSTÚLKA óskast, aðallega til símavörzlu og vélritunar. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf. sendist skrifstofu Veðurstofunnar fyrir 1. marz n.k. Veðurstofa íslands og Jónínu, var það mikið ánægju- efni, að dóttir þeirra, Guðný, og maður hennar, Jón, tóku við búi á óðalinu. Það var vel ráðið. Eg veit einnig, að mikils má vænta af hinum ungu og á'hugasömu at- orkuhjónum. Við minningarathöfn í Grundar kirkju, laugardaginn 2. febr., var Jónína kvödd að viðstöddu fjöl- menni og síðan lögð til hinztu hvíldar í heimagrafreit á hólnum hennar kæra sunnan við túnið á Espiihóli. — Þegar árdegissólin ljómar um hinn fagra Eyjafjörð og lognhljótt húm kvöldsins breiðir mjúka blæju sína yfir hauður og höf, vef- ur móðir jörð hina prúðu og góðu konu og aðra þá, sem hvíla í vígð um reit Espihólsins, faðmi friðar, þess friðar, sem eilífðin á, og er ölium friði æðri. Eg votta öllum ástvinum hinnar látnu mínar dýpstu samúð. Vertu sæl, Jónína. Eg flýt þér alúðanþakkir fyrir ógleymanlega kynningu og alla þína hiýju. Blessuð sé minning þín. Páll Ólafsson frá Sörlastöðum. Ræ3a Þorst. Sigurðss. 'Framhaid A 9 siðn pað hafj gert í nafni alls þorra islenzkra bænda. Enn skal á það minnzt, að ég tel, að Búnaðarþing eigi að árétta sam- þykktir sínar frá fyrri þingum, að Seðlabankinn hækki afurðalán- in til landbúnaðarins, sem nemur hækkuðu afurðaverði og fram- h.iðsluaukningu, og að föst afurða- lán verð'i veitt út á garðávexti. Garðyrkjan er góðu heilli, orðin svo snar þáttur í framleiðslu bænda viða um land, og þó sér- staklega í vissum sveitum og hér- uðum, að mikil nauðsyn er að þeir bændur, sem hana stunda fái sinn hlut. íhaldssemi peningavaldsins um veitingu afurðalána er lítt skilj anieg, þar sem framleiðslan til lands og sjávar er hin eiginlega gulltrygging þjóðarbúsins. Að lokum skal svo getið gamals kunningja Búnaðarþings, en það er holdanautamálið. Það mun enn verða til umræðu og afgreiðslu á þcssu þingi sem að undanförnu. En baráttukjarkur áhugamanna þess óbilaður, þrátt fyrir þá hörðu andstöðu, sem það mál hefur feng- ið. Vandamái og framfaramál land búnaðarins eru mörg og margþætt. Búnaðarþing hefur mikilvægu hlut verki að gegna að hafa leiðsögn um lausn þeiira. í von og vissu þess, að Bún- aðarþing muni að þessu sinni, sem jafnan fyrr. vinna að þessum mál- um af alvöru og kostgæfni, og að Aiþingi og ríkisstjórn taki álykt- unum Búnaðarþings með velvilja og góðum skilningi til jákvæðrar afgreiðslu, segi ég þetta 45. Bún- aðarþing sett.. Fari$ I réSur Frainhaid af 8. síðu við myndaapparat, Milli klukk- an 7 og 8 var lokið að draga lóð irnar og gengið frá lóðabölum og öðru lauslegu, að svo búnu var stefnan tekin á land og vél- in sett á fulla ferð. Að bryggju var lagzt um kl. 10.30 og það fyrsta, sem spurt var um, var: Fældi hann ekki allan fiskinn burt? Aflinn vó um 8 tonn og þótti bara gott, en þeir sem höfðu farið allt að 40 mílur í haf út voru með 9 —10 tonn eftir 22 og 24 tíma útivist. En við vorum þó ekki nema 18% tíma í róðrinum Um leið og báturinn var orðinn fastur hófust balarnir á loft og höfnuðu uppi á bílpalli,ogsömu ieið fór einnig fiskurinn. Um leipf og ég kvaddi skipshöfninp og þakkaði fyrir ferðina. var mér afhent myndarleg ýsu =nvrðR cv '’n>- mér t.iáð að bettn væri minn hlutur úr ferðinni. (ísel). Útvarpsgjöld og þjófaleit Nokkuð hefur að undanförnu verið minnzt á innheimtu útvarps- gjalda. Dag eftir dag eru lesnar í Ríkisútvarpinu langar tilkynn- ingar um skyldur hlustenda að greiða sín gjöld, sem ekki ætti að vera tiltökumál, og kærir sig eng- inn ærlegur maður um að refjast um réttmætar skuldir, enda mun meiri hluti útvarpseigenda hafa gert skil. En það er ekkert laun- mál, að langt er síðan margir eru orðnir óánægðir með innheimtu- formið. Hlustendum hefur lengi þótt það óhóflega umfangsmikið og kostnaðarsamt, og nú blossar þessi sama óánægja upp úr sjálfu Ríkisútvarpinu í formi þessara langorðu tilkynninga, með ógn- andj lagabálkum og öðru tilheyr- andi. Það er ekkert nýtt, að þess sé óskað, að breytt sé þessu inn- heimtuformi, sem orðið er úrelt fyrir mörgum árum, sem eðlilegt er, því að það var hið rétta á fyrstu árum útvaipsins, en ekki óumbreyt anlegt. Fer það varla fram hjá mörgum. að þessi ósk er orðin all- almenn. Þó virðist Ríkisútvarpið eitthvað þykkheyrt vig henni. Eðlilegt er, að það gangi eftir því gjaldi, sem í gildi er, en ef það reiddi hygg- ingi og hófsemi í þverpokum, hefði þá líklega fremur farið að líta á þessa frómu ósk, áður en hún verður ag háværr; kröfu, en að fara að ógna viðskiptavinum sín- um með þjófaleit, þegar því þykir heimtast illa það, sem því ber. Þótt innheimtuliðið hafi áður ver- tbróttir syn einstaklingsins til þess að við- halda líkama sínum og líffærum með skynsamlegri áreynslu. Auk þess var nemendum sýnt hvernig þolhjólið er notað við þrekmæling ar og hvernig nota má ýmsar æf- ingar til mælingar á þreki og þoli. Þá kallað'i skólameistari Mennta skólans nemendur sína á sal og hélt Benedikt Jakobsson þar erindi um „íþróttaiegt uppeldi í mennta- skólum frá lífeðlisfræðilegu sjónar miði“. Tveir fræðslufundir voru og haldnir með íþróttamönnum, þar sýndi og skýrði Benedikt Jakobs- son filmræmur, er sýndu m.a. stjörnur eins og Wilmu Rudolph og sovézka tneistarann Brummel. Þá voru 40 íþróttamenn þrek- mældir og læknisskoðaðir. Ákveðið er að halda fleirj slíka fundi. Og mun sá næsti verða hald tnn á Akranesi í sambandi við Sveinameistaramót íslands. Mótið sjálft hefst ki. 4 á sunnu- dag (ekki mánudag eins og áður hefur verið suglýst). Keppt verður í hástökki an atrennu, langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu og hástökki með atrennu. Auk þess 'erður keppt í hástökki með atrennn sem aukagrein, og heíur öllum beztu hástökkvurum ikkar verið boðið ag taka þátt í mctinu m.a. Jóni Ólafssyni. Um kvöidið heldur Benedikt Jakobsson erindi fyir íþróttamenn staðarins. Og á mánudagsmorgun- ;nn mun hann einnig flytja erindi i Gagnfræðaskólanum. Allar nán ari upplýsingar er að fá hjá Herðj Palssyni í sima 4. Akranesi. Um aðra helgi verður Unglinga- nfistaramót íslands (innanhúss) haldið að Selfossi. Er þá í ráði að Höskuldur Goði Karlsson flytji þar ermdi um riálsar íþróttir, en frá því verðúr nánar skýrt seinna. ig allfjölmennt, er líklegt, að þá þyrfti að bjóða út ærnu varaliði, ef leita skal ekki aðeins um híbýli manna, heldur og heimaland, sam- kvæmt orðanna hljóðan, að óskráð- um viðtækjum! En málið hefur fleiri hliðar. Útvarpsnot eru víða hér með litlu menningarsniði, sem lýsir sér í því, að útvarpið er látið glymja í tíma og ótima, oft án þess að nokkur hlusti á það. Þótt sumir geri sér þetta ljóst, hafa flestar endurbætur strandað á hinu góða 'ýðræði, ■ þ. e. á meðan einhver vill hafa opið, geta hlutaðeigend- ur ekki fengið sig eða aðra til að loka, jafnvel þótt aðeins sé einn af fimm, sem vill hafa glauminn, qg gleymi honum þar til lokað er. Á þetta við víða á heimilum, til litilla mannbóta eða sæmdar. Sumum finnst eflaust gaman að hafa útvarp á vinnustað, en skyldi það ekki vera tvísýnn menningar- auki stundum? Sumir vinnustaðir hafa nógan hávaða fyrir, en svo þegar bætt er við glymjandi út- varpi, verður þetta hávaðí, sem í byrjun mætti vekja sjö svefn- purkur, en þegar fram í sækir er þó enn líklegri til að deyfa og dá- leiða enn fleiri dauðyfli. Leitun mun vera á öðru, sem heimskar fólk meira en ástæðulaus hávaði. Þá er alveg ósannað mál, að meiri hluti fólks óski eftir þessum aukna hávaða. Sú eina atkvæða- greiðsla, sem ég veit um það, fór fram á allfjölmennum vinnustað hér í Reykjavík og fór þannig, að af um þrjátíu voru fimm menn, sem vildu hafa Keflavíkurútvarpið (sem þar á verkstæðinu þykir hin argasta plága). Jafnframt tók verk stjórinn fram, að þessir fimm hefðu tvímælalaust verið lélegastir sinna starfsmanna. Aftur vildi um helmingur þessa starfsliðs lilusta a íslenzka útvarpið. En vafalítið tci ég, ag þaö séu fleiri en ég, sem gjarna vildu kaupa sig undan ó- nauðsynlegum hávaða, væri þess kostur. Sumum finnst líklega, að þetta hafi verið utúrdúr, en þá kem ég aftur að etninu: Það vandamál, sem ég drap hér á, verður ekki leyst fyrr en sem flestir eiga sitt útvarpstæki, sem þeir geta hlustað á fyrir sig án þess ag æra aðra eða valda peim óþægindum, en einmitt litlu transistortækin veita þmnan möguleika. Horft hef ég á ungling í langferðabíl, sem tók úi brjóstvasa sínum lítinn leiðslu stúf og stakk honum í hlustina, hlustaði á sitt tæki án þess að trufla nokkurn annan eða valda oþægindum og slökktj svo á því, þegar hann vildi ekki hlusta leng- ur; í stuttu máli, hagaði sér bæði kurteislega og skynsamlega. Auð- 'dtað sá ég ekkert á þessum leiðslu spotta. hvort hinn endj hans var fastur í einhverju lögskráðu ,,út- varpsheimili“, enda var ég alveg áhugalaus um það. En því minn- íst ég lengi þessa atviks, að í lang fcrðabílum heyri ég sjaldan ann- að úr útvarpi en hávaðann einan. mér til óblandinnar gremju. Nú^ vildi ég gjarnan óska, að Ríkisútvarpig þekkti sinn vitjun- artíma og legði niður löngu úrelt innheimtuform, en breytti því í persónugjald, svo að menn óþving- að gætu eignazt svo mörg útvarps- ’.æki, sem þeir telja sig þurfa, og legði það þá sinn skerf til þess að takast mættu skaplegri og skyn samlegri útvarpsnot. Skyldi ekki, a. m. k. á meðan sjórinn er svo Framh. á bls. 15. T f M I N N, föstudagurinn 15. febrúar 1963. L3

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.