Tíminn - 15.02.1963, Page 14
ÞRIÐJA RÍKID
WILLIAM L. SHIRER
hélt hann áfram að hlaða undir
þennan þokulega mann, þennan
ruglaða og innantóma „heimspek-
ing“, sem einn aðalkennimann
Nazi'Staflokksins, og einn færasta
mann flokksins f utanríkismálum.
Hermann Göring hafði, eins og
Rudolf Hess, í orði kveðnu, kom-
ið til þess að stunda hagfræði-
nám við háskólann, og hann hafði
einnig kynnzt Adolf Hitler. Hann
var ein af stríðshetjum landsins,
síðasti yfirmaður Richtenhofenorr
ustusveitarinnar frægu, og hafði
fengið æðstu viðurkenningarorðu
Þýzkalands, Pour le Mérite, og
átti nú jafnvel erfiðara með að
semja sig að háttum borgaranna
á friðartímum, en flestir aðrir
uppgjafahermenn. Fyrst vann
hann sem flulningaflugmaður í
Danmörku og síðar einnig um
tíma í Svíþjóð. Dag nokkurn flaug
hann með Eric von Rosen greifa
til óðalsseturs hans skammt frá
Stokkhólmi, og meðan hann dvald
í«t þar sem gestur, varð hann ást-
fanginn af systur Rosens, greifa-
ynju Carin von Kantzow, fæddri
Fock barónessu, en hún var ein
af fegurðardísum Svíþjóðar í
þann tíma. Ýmis vandamál skutu
upp kollinum. Carin von Kantzow
þjáðist af niðurfallssýki, hún
var gift, og átti þar að auki 8 ára
gamlan son, en henni tókst að fá
hjónabandið leyst upp og gekk að
eiga þennan unga og stimamjúka
flugmann. Carin átti dálitlar eign-
ir, og fluttist hún með eiginmanni
sínum til Munchenar, þar sem þau
lifðu í nokkrum vellystingum, og
hann var eitthvað að grauta í
náminu við háskólann.
En þetta stóð ekki lengi. Hann
hitti Hitler árið 1921, gekk í flokk
inn og lagði töluvert fé í sjóði
hans ( og reyndar fékk Hitler
töluvert af fénu persónulega), og
nú lagði hann sig allan fram við
að hjálpa Röhm til þess að skipu-
leggja stormsveitirnar, og ári síð-
ar, 1922, var hann gerður að yfir-
manni S.A.
Heill herskari minna þekktra
manna, og heldur ógefíelldari,
sveimaði einnig í kringum ein-
ræðisherra flokksins. Max Am-
ann, einn af yfirmönnum Hitlers
úr List-herdeildinni, harðsvírað-
ur, óheflaður maður, en fær
skipuleggjandi, var gerður að
framkvæmdastjóra flokksins og
Völkischer Beobachter, og kom
brátt röð og reglu á fjármál
beggja. Hitler kaus Ulrich Graf
sem sinn sérstaka lífvörð. Hann
var áhuga-glímumaður, var að
læra til slátrara og þekktur fyrir
að vera mikill hávaðamaður. Sem
,,hirðljósmyndara“ sinn valdi
hann hinn bæklaða Heinrich Hoff
mann, eina manninn, sem árum
saman fékk að mynda Hitler, en
tryggð hans minnti einna helzt á
tryggð hunds, en hún var honum
einnig arðvænleg, og hann átti
eftir að enda sem milljónamær-
ingur. Annar uppáhaldsvinur Hitl
ers var hrossasalinn Christian
Weber, mikill bjórþambari. Þá
var Hermann Esser í nánum
teng'Slum við foringjann, og keppi
nautur hans, hvað ræðumennsk-
una snerti. Ofsóknargreinar hans
í Völkisbcher Beobachter um Gyð-
ingana voru líka mikill þáttur í
flokksblaðinu. Hann hélt því held-
ur ekki leyndu, að um tíma lifði
hann góðu lífi vegna gjafmildi
sumra fylgikvenna sinna. Esser
var mikill fjárkúgari, og greip
jafnvel til þess að hóta að „koma
upp um“ suma af sínum eigin
flokksfélögum, sem fóru í taug-
arnar á honum, en af þessu varð
hann svo óvinsæll meðal hinna
eldri og heiðarlegri manna flokks
ins, að þeir kröfðust þess, að
honum yrði vikið úr flokknum.
„Ég veit, að Esser er þorpari,”
svaraði Hitler, ,,en ég mun reyna,
að halda í hann, svo lengi sem
hann getur orðið mér að nokkru
gagni.“ Þetta átti eftir að verða
afstaða hans til allflestra sinna
nánustu samstarfsmanna, sama
hversu skuggaleg fortíð þeirra
var — eða stundum nútíð. Morð-
ingjar, hórmangarar, kynvillingar,
eiturlyfjaneytendur eða bara rétt-
ir og sléttir óróaseggir, voru allir
eins í hans augum, ef þeir þjón-
uðu tilgangi hans.
Hann þoldi t.d. Julius Streicher
næstum því til síðasta dags. Þessi
siðspillti sadisti, sem byrjað hafði
feril sinn sem barnaskólakennari,
var einn þeirra manna Hitlers,
sem verst orð fór af, allt frá 1922
til 1939, þegar stjarna hans fór
að lokum að lækka á lofti. Strei-
cher var frægur hórkarl, og hrós-
aði sér reyndar af því. Hann gekk
svo langt, að kúga fé út úr eigin-
mönnum kvenna þeirra, sem
lögðu lag sitt við hann, en fræg-
astur varð hann fyrir blint of-
stæki sitt á Gyðingum, og á því
auðgaðist hann einnig. Hið al-
ræmda vikurit hans, Der Stiirm-
er, þreifst á óhugnanlegum sög-
um um kynferðisglæpi Gyðinga og
„trúarleg morð“ þeirra. Klámsög-
urnar f ritinu voru viðbjóðslegar,
og vöktu jafnvel viðbjóð margra
nazista. Streicher var einnig
þekktur ljósmyndari. Hann gekk
undir nafninu „hinn ókrýndi kon-
ungur Franconia" og aðalvalda-
miðstöð hans var í Núremberg,
þar sem orð hans voru lög,
og hver sá maður, sem hon-
um likaði ekki við, eða gerði
honum eitthvað á móti skapi, átti
á hættu að lenda í fangelsi eða
verða fyrir pyndingum. Aldrei sá
ég hann, án þess hann væri með
svipu í hendinni eða við belti
sitt, þar til ég sá hann sitja í sak-
borningastúkunni við réttarhöldin
í Núremberg, sakaðan um stríðs-
glæpi, og hann hrósaði sér hlæj-
andi af öllum þeim óteljandi högg
urn, sem hann hafði útdeilt um
ævina.
Svona voru mennirnir, sem Hitl-
er safnaði í kringum sig á fyrstu
árum valdabaráttunnar, er átti
eftir að leiða til þess, að hann
var gerður að einvaldi þjóðar,
sem hafði gefið heiminum: Luth-
er, Kant, Göthe og Schiller, Bach,
Beethoven og Brahms.
Hinn 1. apríl 1920, daginn, sem
Þýzki verkamannaflokkurinn
21
breytti um nafn og varð að þjóð-
ernislega sósíalistaflokki þýzkra
verkamanna, NSDAP, en af því
nafni var styttingin nazisti síðar
dregin, gekk Hitler úr þjónustu
hersins fyrir fullt og ailt. Þaðan
í frá helgaði hann allan sinn tíma
fiokkunum, og hvorki þá né
nokkru sinni síðar þáði hann nokk
ur laun fyrir störf sín úr fjár-
hirzlum hans.
Nú mætti spyrja, hvernig dró
Hitler fram lífið? Flokksbræður
hans furðuðu sig líka stundum á
þe-ssu. í kærunni, sem flokks-
stjórnin bar á Ilitler f júlí 1921,
var þessari spurningu varpað
fram: „Ef einhver flokksbræðr-
anna spyr hann, á hverju hann
lifi eða hvert starf hans hafi áður
verið, verður hann alltaf reiður
og æstur. Fram til þessa tíma, hef
ur ekkert svar fengizt við þessum
spurningum. Samvizka hans getur
ekki verið hrein, sérstaklega, þeg-
ar tekið er tillit til hinna miklu
samskipta hans við konur, sem
hljóta að kosta hann offjár, en
hann slær oft um sig með því, að
segja þeim, að hann sé „Konung-
ur Múnchenar.'*
Hitler svaraði þessari spurn-
ingu í sambandi við meiðyrða-
málið, sem hann höfðaði gegn
höfundum bæklingsins. Þegar
rétturinn spurði, hvernig hann
aflaði sér lífsviðurværis, svaraði
hann: „Þegar ég held ræður fyrir
Nazistaflokkinn, tek ég enga
greiðslu fyrir, en ég flyt einnig
ræður fyrir önnur samtök . . . og
þá tek ég að sjálfsögðu við
greiðslu. Eg snæði miðdegisverð
með ýmsum flokksfélögum mín-
um til skiptis, og að lokum styðja
nokkrir flokksbræðra minna mig
dálítið fjárhagsiega.“
Ef til vill var þetta mjög nærri
sannleikanum. Vel efnum búnir
vinir hans ein's og þeir Dietrich
— Eg þarf ekki á neinni hjúkr-|
unarkonu að halda lengur. Við |
getum bjargað okkur tvær, þaðí
verður líka betra þannig.
Eg hikaði.
— Þú verður að vera á fótum
nokkra daga, áður en dr. Keet
fæst til að samþykkja að senda
hana burtu. Hann segir, að þú
megir ekki vera ein, svo að þér
gefist tóm til að . : - hugsa . . .
— Ilm. Gertrude fnæsti. — Er
hann hræddur um, að ég fremji
sjálfsmorð. Slíkur hugleysingi er'
ég ekki. Gott og vel, Elisabeth.
Eg skal fara á fætur á morgun.
Hún leit á mig. — Við skiljum
hvor aðra.
Eg fann til samúðar með henni.
_ Já, það held ég líka.
Eg var í betra skapi en áður,
þegar ég fór í rúmið þetta kvöld.
Daginn eftir sat Gertrude klukku-
stund úti á veröndinni. í viku-
lokin gekk hún um landareignina.
Hálfum mánuði síðar fór systir
Keogh, og við vorum einar.
Það var ótrúleg breyting, sem
orðið hafði á þessari þreyttu, ó-
hamingjusömu konu. Gertrude
var aftur létt á fæti, brosmild og
ákveðin, vandlega snyrt og glæsi-
lega klædd. Jafnvel þótt hún
hresstist meira með hverjum
degi, leit út fyrir, að hún vildi
helzt ekki vera ein. Eg bjóst við,
að hún — eins og ég — óttaðist
að^fá of mikinn tíma til að hugsa.
í fyrstu lét hún mig áfram ann-
ast um rekstur búgarðsins og um
sjúkraskýlið, en með hverjum
degi, sem leið, tók hún við meiru
og meiru, og ég skildi, að ekki
liði á löngu, þar til hún þyrfti
alls ekki á mér að halda.
Og ég þráði þann dag innilega!
Stundum vissi ég ekki, hvernig ég
myndi lifa af að vera öllu lengur
á Amanzimaningi.
Dag nokkurn kom Gertrude til 1
ANDLIT KONUNNAR
,. vl'- •. ■
Clare Breton 'SMnith
mín með bunka af kvittunum.
Hún var öskureið.
— Hvers vegna hefurðu borgað
þetta? og hún veifaði blöðunum
fyrir framan nefið á mér. Eg hafði
borgað alla þá reikninga, sem
hlaðizt höfðu upp.
— En . . . ég hélt, að þú yrðir
glöð yfir því, að ég hefði gert
það, sagði ég óróleg.
— Ölmusa, hvæsti hún. — Eg
vil ekki sjá neina ölmusu.
— Það er ekki ölmusa, sagði ég
móðguð. — Þeir peningar, sem ég
erfði, eru handa okkur báðum. Þú
hefur alltaf veitt mér allt með
þér, hví skyldi ég ekki gera það
sama nú?
Andartak óttaðist ég, að hún
myndi fá hjartaslag af geðshrær-
ingu. Hún var eldrauð í andliti og
augun blóðhlaupin. En í stað þess
brast hún í grát. Það tók mig
langan tíma að sefa hana. Það var
í fyrsta skiptið, sem ég hafði séð
Gertrude gráta.
Og ég gat ekki gleymt þessu. Eg
fór að brjóta heilann um, hvernig
efnahagurinn væri í raun og veru,
þegar hún tók þetta svona nærri
sér. í næsta skipti, sem ég fór inn
til Mbabane, gekk ég á fund hr.
Wendels, lögfræðingsins
Hann virtlst furða sig á spurn-
ingu minni. — Viljið þér, að ég
segi yður staðreyndir? spurði
hann þurrlega.
— Mig langar til að hjálpa frú
Alden, og það get ég ekki, nema
mér sé vel kunungt um allt.
Og hann sagði mér hinn geig-
vænlega sannleika. Það var sízt
að úndra, þótt Gertrude væri
skapill. Á búgarðinum hvíldu tvö
lán og afborganir löngu fallnar í
gjalddaga. Hún skuldaði offjár í
öllum áttum. Hr. Wendel sagði
mér hreinskilnislega, að hún
myndi missa búgarðinn, áður en
langt um liði, ef ekki væri eitt-
hvað róttækt gert í málinu.
Samtal okkar tók lengri tíma
en ég hafði hugsað mér, og þegar
ég hraðaði mér að hitta Gertrude,
vonaði ég, að hún myndi ekki
spyrja mig of margra spurninga.
Eg hafði gefið út ávísanir til að
greiða það, sem mest lá á, og hr.
Wendel hafði lofað að skrifa til
Englands og láta senda það, sem
vantaði. Auk þess hafði ég gert
nýja erfðaskrá, þar sem ég arf-
leiddi Ggrtrude að öllu, sem ég
átti. Ilr. Wendel lofaði hátíðlega
að segja engum frá því.
Gertrude sat hjá frú Dyson —
sem var þekkt fyrir að vera ein
alræmdasta blaðurskjóðan í Mba-
bane.
— Þetta er reglulega dapurlegt
með hana Frances, sagði Gertrude
við mig, þegar ég settist hjá þeim.
— Er hún veik?
Frú Dyson yppti öxlum. —
Þetta er allt mjög dularfullt. Það
er sagt, að hún hafi fengið tauga-
áfall, en nú er fólk komið á þá
skoðun, að hún hafi gert sér allt
upp, vegna þess að hún óttast, að
lögreglan fari að spyrja hana of
margs . . .
— Um hvað? Það var eitthvað
í rödd frú Dyson, sem gerði mig
fjúkandi reiða.
— Svo virðist, sem lögreglan
hafi áhuga á að vita, hvers vegna
hún hringdi til Sylvesters um
kvöldið . . . kvöldið áður en hann
dó, sagði Gertrude f slíkum tón,
að ég heyrði, hversu æst hún var.
Eg flýtti mér að rísa á fætur.
— Gertrude, ég held, að við
verðum að fara núna. Mér sýnist
óveður í nánd.
Það var ókurteist af mér, en ég
gat ekki setið lengur og horft á
'Slcikjulegan svipinn á andliti frú
Dyson.
Við vorum þögular á heimleið-
inni. Óveðrið skall á um leið og
við ókum upp að húsinu. Meðan
ég ók bílnum inn í skúrinn, gekk
Gertrude inn í húsið og bað stúlk-
una að bera fram te. Þegar ég
kom inn til hennar. brosti hún
ásakandi við mér.
—-Þú varst mjög ókurteis, barn-
ið mitt.
— Eg gat ekki þolað að heyra
hana tala um . . .
— Hún gerði það ekki Við vor
um að tela um Frances.
Elding lýsti upp stofuna, og
ég sat og sneri baki í gluggann
— Er Frances veik? spurði ég.
Eg var undarlega þurr j hálsin-
um.
Enn ein elding og ég beið óró-
leg eftir þrumunni. Það liðu
nokkrar sekúndur, áður en hún
kom. Óveðrið virtist vera að taka
aðra stefnu. Eg dreypti feginsam-
lega á heitu teinu.
— Meira te, Elisabeth? Það
hringlaði í armböndum og hring-
um Gertrudes, þegar hún rétti
fram höndina eftir bollanum mín-
um. Andartak flaug sú spurning
um huga mér, hvers vegna hún
hefði ekki selt eitthvað af skart-
gripum sinum upp í skuldirnar.
Kannske var það einn þáttur í
stolti hennar, sem hún gat ekki
misst.
Óveðrið dvinaði ekki, það kom
nær, fjarlægðist aftur, eins og
það væri að erta mig. Einhvern
veginn tókst mér að sitja kyrr
og hlusta á Gertrude. Hún sagði
mér, hvað frú Dyson hafði sagt.
Það fjallaði einkum um Franc-
es. Hún sagði mér meira að segja
líka, hvers vegna Guy hefði geng-
ið að eiga Frances. Eftir því sem
fólk sagði, hafði hann verið mjög
óhamingjusamur vegna annarrar
konu. Gertrude leyfði sér meira
að segja að gefa í skyn, að Franc-
es hefði misst börnin sín, vegna
þess að hún hefði vísvitandi ver-
ið ógætin.
— Eg hélt, að þér líkaði vel
við Frances, gat ég ekki stillt
mig um að segja.
— Bæði og. Mér finnst hún
vera fölsk. Og ég held, að veslings
Guy hafi orðið að líða mikið fyrir
að kvænast henni.
Það hélt ég ekki Þegar ég loks
fór út í kofann minn, var svo
margt, sem ég skildi betur. Fram-
komu Frances við Guy, og ég
skildi kulda hans. Og á þeirri
stundu fannst mér ég liata Guy.
T í M I N N, föstudagurmn 15. febrúar 1963.
14