Tíminn - 27.02.1963, Page 1

Tíminn - 27.02.1963, Page 1
Komið upp um tvo starfsmenn sendiráðs Sovétríkjanna í gær. Þeim hefur verið vísað úr landi JK—Reykjavík, 26. febrúar. — Tveir rússneskir sendi- ráðsmenn voru gripnir við Hafravatn í gærkvöldi af lög- reglunni. Rússarnir höfðu nú um tveggja mánaða skeið gert ítrekaðar tilraunir til þess að fá íslending til njósna- starfa fyrir þá hér á landi, og er atferli þeirra sannað með framburði íslendingsins og staðfest af framburði lögreglu- manna, sem voru áheyrendur að viðræðum Rússanna við liann. LOGREGLUMENN ræð'a víg Rússana miðri myndlnnl er túlkurinn, Rússarnir eru Lev Kisilev, annar sendiráðsritari, og Lev Dimitriev, túlkur vig sendiráð- ið. Þeir leituðu til Ragnars Gunnarssonar, Reykjavöllum í Mosfellssveit, fólu Jionum upp- lýsingasöfnun, sem átti að fara með leynd, og greiddu honum peninga fyrir. Ragnar hafði aftur á móti þegar samband við Valdimar Stefánsson yfir- sakadómara, skýrði honum frá málsatvikum, og bauð aðstoð sína við að upplýsa málið. Utanríkisráðuneytið kvaddi í dag ambassador Sovétríkjanna, Alexander M. Alexandrov, á sinn fund, þar sem honum var afhent orðsending, þar sem mótmælt er tilraun þessara starfsmanna sendiráðsins til þess ag fá íslenzkan ríkisborg- Framhald á 5. síðu. // Byrjaði í apríl 1959 // MB-Reykjavík, 26. febr. Fréttamaður Tímans hitti Ragnar Gunnarsson að máli í kvöld að heimili hans á Reykja völlum. — Hvenær byrjaði þetta allt saman? — Það byrjaði í apríl 1959 Þá kom til mín maður, sem þá vann í rússneska sendiráðinu hér í Reykjavík, Ivan Alipov að nafni. Ég hafði aldrei séð hann fyrr né heyrt hans getið. Hann gekk umsvifalaust til verks og bað mig um að benda sér á menn, sem ynnu á Kefla- víkurflugvelli, eða í sambandi við hann, sem unnt myndi að ,fá til þess að ná í þýðingar- miklar upplýsingar. Ég átti ekki að tala við þessa menn, aðeins að afla upplýsinga um þá og koma þeim til réttra að ila. Einkum átti ég að afla upp lýsinga um fjárhagslega af- komu þeirra Síðan skyldu þeir sjá um áframhaldið. Ég tók manninum fálega og kvaðst ekkert vilja með slíka hluti hafa að gera. Ég stundaði þá vöruflutninga austur á Firði, ásamt öðrum manni. Við not uðum til þess tvær vöruflutn ingabifreiðir. Þær voru af tékk neskri gerð. Þessar bifreiðir höfðu reynzt illa og ég hafði reynt að fá verksmiðjurnar til þess að bæta mér gallana. Þá talaði ég við Stockl, verzlunar- fulltrúann, sem síðar var rek- inn héðan úr landi, er hann reyndi að fá Sigurð Ólafsson, flugmann, til njósna fyrir sig. Hann tók málaleitan minni upp haflega vel og kvað vonir til að ég fengi bætur. Alipov hélt áfram að ámálga þetta við mig um sumarið og sagði, að ég ætti bara að hætta þessu flutningaveseni og gefa mig alyeg að störfum fyrir þá. Framh. á bls. 15. Ragnar Gunnarsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.