Tíminn - 27.02.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.02.1963, Blaðsíða 5
Njósnirnar Framnaid al i. siðu. ara til njósnastarfa fyrir þá hér á landi, og var þess óskað, að þessir menn yrðu látnir hverfa af landi brott hið fyrsta. Samkvæmt skýrslu dóms- málaráðuneytisins skýrði Ragn- ar yfirsakadómára frá mála- vöxtum 5. janúar s. 1. Þá höfðu Rússarnir um nokkurt skeið • reynt bæði beint og óbeint að fá Ragnar til njósnastarfa. — Tveim dögum síðar átti Ragn- ar fund með Rússunum. Höfðu lögreglumenn komið sér svo fyr ir, með samþykki Ragnars, að þeir gátu fylgzt með viðræðum Ragnars og sendiráðsmanna, og skráðu þeir þær næstum orð réttar. Vildu Rússarnir fá upplýsing ar um strætisvagnastjóra á Keflavíkurflugvelli og ná sam- bandi við þá! Þeir spurðu einn ig ag því, hvort útlendingar gætu fengið vinnu við höfnina í Reykjavík, og minnzt var á myndatökur af Loranstöðvum. Síðast í janúar. átti Ragnar cnn fund með Rússunum og í það skiptið vig Hafravatn. Þá var ákveðið að halda annan fund á sama stað klukkan hálf níu mánudaginn 25. febrúar. Ók Ragnar á mótsstað á tilsett- um tíma og leyndust tveir lög- reglumenn í aftursæti bifreiðar hans. Rússarnir komu á fund- arstað, túlkurinn settist upp í bíl hjá Ragnari. Þarna voru Rússarnir teknir höndum, en fengu að aka á brott, þegar þeir höfðu sagt til sín og Ragn- ar hafði staðfest kennsl sín á mönnunum. Fréttatilkynning ríkisstjórn- arinnar um þétta njósnamál er svohljóðandi: „Utanríkisráðherra hefur í dag kvatt ambassador Sovétrikjanna á fund sinn og afhent honum orð sendingu, þar sem mótmælt er til- raun tveggja starfsmanna sendi- ráðs Sovétríkjanna til þess að fá! íslenzkan ríkisborgara til að starfa að njósnum fyrir þá hér á landi, og var þess óskað að menn þessir yrðu látnir hverfa af landi brott hið fyrsta. Nánari málavextir koma fram af bréfi dómsmálaráðuneytisins, dags. í dag, til utanríkisráðuneyt isins, og skýrslu þeirri sem þar er nefnd en bréfið og skýrslan fara hér á eftir, einnig fylgja myndir er lögreglan tók 25. þ.m. Bréf dómsmálaráðuneytisins til utanríkisráðuneytisins: Hér með sendist utanrikisráðu- neytinu yfirlitsskýrslu, varðandi tilraunir tveggja starfsmanna sendiráðs Sovétríkjanna hér í borg til þess að fá íslenzkan ríkis j borgara til að starfa að njósnum- fyrir þá hér á landi. Svo sem sjá má af skýrslu þess ari hafa umræddir starfsmenn, Lev Kisilev, 2. sendiráðsritari og Lev Dimitriev, sendiráðsstarfs- maður, leitað til íslenzks manns, Ragnars Gunnarssonar, Reykja- völlum í Mosfellssveit og falið hon um upplýsingasöfnun sem fram hefur átt að fara með leynd, og j greitt honum peninga, að því er j ætla verður í þvf skyni að fá hann til að halda áfram slíkri starf- semi. Enn fremur kemur fram af skýrslunni að upplýsingasöfn un þessari er m.a. beint að Kefla víkurflugvelli og að starfsnfönn- um á flugvellinum, sem jafnframt er varnarstöð samkvæmt varnar samningi íslands og Bandaríkj anna og á vegum Atlantshafs- bandalagsins, sem ísland er aðili að. Atferli þetta er sannað með framburði hins íslenzka aðila og staðfest með framburði lögreglu' manna, er í eitt sinn voru áheyr- endur að viðræðum hans við hlut- aðeigandi sendiráðsstarfsmen'n, og enn fremur er stuðzt við fleiri gögn. Atferli slíkt, sem hinum erlendu sendiráðsstarfsmönnum hér er borið á brýn, mundi, ef hlutað- eigendur heyrðu undir íslenzka lögsögu, verða heimfært undir 93. grein almennra hegningarlaga. Er málefni þetta hér með falið utanríkisráðuneytinu til viðeig- an.di meðferðar. Skýrsla dómsmálaráðuneytisins dags, 26. febrúar 1963. Laugardaginn 5. janúar 1963 hringdi til yfirsakadómarans i Reykjavík Ragnar Gunnarsson, Reykjavöllum, Mosfellssveit. Hann kvaðst þurfa að skýra frá þýðingarmiklu máli. Síðar sama dag kom hann samkvæmt um- tali á fund yfirsakadómara. Skýrði Ragnar frá því, að tveir starfs- menn sovézka sendiráðsins hér í borg hefðu farið þess á leit við sig, að hann tæki að sér að stunda njósnir fyrir þá hér á landi. Af- henti Ragnar yfirsakadómara skrif lega- skýrslu um málefni þetta og jafnframt fjóra 1000 króna seðla, en þá fjárhæð tjáði hann að þess ir aðilar hefðu skilið eftir heima hjá honum gegn andmælum hans, er þeir komu til hans í desember síðastl. Samkvæmt skýrslu Ragnars fó hann til Ráðstjórnarríkjanna árið 1953, sem þátttakandi í íslenzkri Anti Fascist Committee of Soviet Youth og fyrir milligöngu M.Í.R. (Menningartengsl íslands og Ráð- sijórnarríkjanna. Mörgum árum síðar, þ.e. vorið 1959, leitaði sovézkur sendiráðsstarfsmaður, sem ekki er lengur hér á landi, til Ragnars og bar honum kveðju frá: túlki þeim og leiðsögumanni er ferðazt hafði með fyrrnefndri sendinefnd í Ráðsf jórnarríkjun- um. Sendiráðsmaður þessi sótti fast að ná sambandi við Ragnar og hittust þeir margsinnis á næstu; tveim árum. Ræddi sendiráðsmað j urinn á nokkrum fundum aðal- lega um málefni Sósialistaflokks- ins, en Ragnar hefur allan þan' tima, sem hér um ræðir verið flokksbundinn só>s-íalisti. Nokkr- um sinnum leitaði sendiráðsmað- urinn á Ragnar urn að taka að sér njósnastörf og skipulagningu þeirra og bauð honum fé fy en Ragnar hafnaði þessu. Hann tók þó einu sinni, samkvæmt beiðni, Ijósmynd af Loranstöðinni á Snæfell'Snesi og afhenti mynd- ina sendiráðsmanninum sem bauð greiðslu fyrir, en Ragnar hafnaði Várð síðan alllangt hlé á því að Híkir aðilar leituðu fundar vi' Ragnar. í byrjun desember s.l. barst j Ragnari fynr milligöngu íslenzks kunningja hans í M.Í.R. ósk um samfundi frá staifsmanni í sendi- ráð'inu Kisilev að nafni. Hittust þeir Ragnar og sendiráðsmaður- nn tvívegis í desember. í síðara skiptið á heimili Ragnars og var þá með Kisilev túlkur, er reyndist vera Lev Dimitriev, einnig starfs- maður í sendiráðinu. Á þeim fundi lýsti Kisilev því, að þeir stæðu í þakkarskuld við Ragnar vegna myndatökunnar og skildi við brott för sína eftir fyrrnefnda peninga 'pphæð án þess að sinnn andm;(’ urn Ragnars. Var ákveðinn fund ui með þeim á sama stag hinn 7 janúar 1963 kl. 19,00. Nokkru sið- ar leitaði Ragnar sambands við vfirsakadómara, eins og áður seg- ír, og kvaðst vilja binda endi á á- sókn þessa, og tjáði hann sig fús- Framhald á 15. síðu. 1 6FSTA MYNDIN þegar Rússsrni Vom- > bíl sinum tll mótsstaðarins. Hinar tvær neðri sýna þá í hópi ögreglumannanna .> rr ganga ú> sl<U3g, im kiiríki þeirra, Á efri myndinni er túikurinn í frakka, en á hinni neðri er sendiráðsritarinn i úlpu og með hatt. TÍMINN, miðvikudagur 27. febrúar 1963. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.