Alþýðublaðið - 10.06.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.06.1940, Blaðsíða 1
AIÞÝDD RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR MÁNUDAGUR 10. JÚNI 1940. 132. TÖLUBLAÐ í Frafck t á hástig. SjóQFusta í I Norðnrhofnm. BREZKA flotamála- ráðuneytið tilkynnti í morgun, og var fregnin lesin í Lundúnaútvarpið kl. 8, áð fregnir hefðu bor- izt um, að sjóorusta hefði verið háð í Norðurhöfum á laugardag. Ekkert var nánar tilgreint hvar í Norðurhöfum orustan hefði verið, en sagt var, að þar sem ekki væru komn- ar nánar fréttir af henni, yrði að bíða frekari til- kynningar. Má verá, að skothvellir þeir, sem heyrðust í Vest- mannaeyjum fyrir helg- ina, standi í sambandi við þessa sjóorustu. 1 Hæstaréttarmðl ut af örorkuhötnm. IMORGUN var kveojnn upp í Hæstarétti dómsur í májinu Júllus Þorbergsson gegn Trygg- ingarstofniun ríkisins. Mál þetta reis út af örorkubót- um vegna sjúkleika Júlíusar, sem ér talinn afleioing af slysi, sem hann varð fyrir, en læknar voru ósammála um batalíkur. Krafðist Júlíus kr. 6000,00 og málskostnaoar fyrir báðum dóm- um. Hæstiréttur gerði Tryggingar- stofnun ríkisins að greiða kr. 3 900,00 með 6°/o ársvöxtum frá 28. nóv. 1933 til greiðsludags. Loftvarnaæfingin á langardeoinD. Greinagerð Loftvarnanefndar. LOFTVARNANEFND hefir sent Alþýðublaðinu eftir- farandi greinargerð um loft- varnaæfinguna á laugardaginn. Samkvæmt ályktun fundar loftvarnanefndar þann 6. þessa mánaðar, var efnt til fyrstu almennrar loftvarnaæfingar í Reykjavík laugardaginn 8. þ.m. Tilgangur nefndarinnar með æfingu þessari var: 1) Að fá gengið úr skugga um, hve víða og hversu heyrð- is't í ýmsum hlutum bæjarins í rafflautum þeim, sem til þessa . . Frh. á 4. síðu. Þjóðverjar sagðir búnir að missa 400 piis. fallinna og særðra og 1000 skriðdreka. TILKYNNINGU frönsku herstjórnarinnar í morgun er •*¦ sagt, að barizt sé enn á allri herlínunni vestan frá sjó og austur í Argonneskóg, austast við Aisne, og sé orustan í dag háð af ennþá meiri heipt en nokkru sinni áður. Það er áætlað, að Þjóðverjar hafi nú teflt fram 90 her- fylkjum eða um 1 milljón og 800 þúsund manns í orustunni og 3000 skriðdrekum. En manntjón þeirra og hergagnatjón er þegar orðið ógurlegt. Hernaðarsérfræðingar Bandamanna telja að tala fallinna og særðra í liði Þjóðverja muni vera komin upp í 400 þúsund á þeim fimm sólarhringum, sem orustan er búin að standa og að um 1000 skriðdrekar hafi verið eyðilagðir fyrir þeim. Þýzkar vélataersveitir komnar suour að Signu 'OÍ---------!-------------i--------------- Vestur undir sjó hefir vélahersveitum Þjóðverja tekizt að komast alla leið suður að Rouen og hafa gert tilraunir til þess að brjótast suður yfir Signufljót, um 15 km. austan við borgina, en það hefir hingað til mistekizt. Aftur á móti hafa einstakar sveitir þeirra farið þaðan upp með fljótinu, norðan við það og komizt lengst til staðar, sem er rúma 50 km. norð- vestan við París. Fyrir sunnan Amiens og á svæðinu þaðan austur að No- yon, við fljótið Oise, er ástandið talið alvarlegt fyrir Banda- menn. Vígstöðvarnar eru þar nú í 80 km. f jarlægð frá Par- ís. Var barizt þar af ógurlegri heipt allan daginn í gær, og hersveitir Þjóðverja brytjaðar niður. En nú er fullyrt að. þeir hafi fengið þar mikinn liðstyrk, 20 ný herfylki, eða um 400 þúsund manns, til þess að fylla upp í skörðin og halda sókninni áfram. Þjóðverjar á tveimur stöð- um komnir yfir Aisnefljót. ------------------?---------------------- Austar á orustusvæðinu hefir Þjóðverjum tekizt að komast yfir Aisnefljótið, á tveimur stöðum, bæði vestan og austan við Soissons. Austur í Argonneskógi hefir hinsvégar öllum áhlaupum þeirra verið hrundið og fallhlífarhermenn, sem látnir voru svífa til jarðar bak við vígstöðvar Frakka, verið einangraðir og gerðir óskaðlegir. Stórskotahríð austur við Rín. í fregn frá Basel í Sviss í morgun segir, að virki Maginot- línunnar hafi byrjað ákafa stórskotahríð yfir Rín kl. 2 í nótt, og hafi síðan styrjöldin hófst aldrei heyrst slík stórskotahríð þar áður. Weygand yfirforingi Frakka í gær út idagskipan til hér- manna sinna, þar sean hann sagöi, að óvinaherinn héldi nú luppi áköfunr .árásum á öllmm vígstöðytunum frá sjó til Mont- medy, en á morgtun myndi verða barizt allt til svissnesku landa- mæranna. f dagskipaninni þakkaðj Wey- gand hermönnunum fyrir vask- lega vörn, en bætti þvl við, að Frakkland krefðist enn meira af Frh. á 3. síðu. Bandamenn að flytja lið ið bnrt fir Norðnr-Noregi? ¦_—_—^---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------__ ¦ Hákon Noregskonungur og norska stjórnin sögð komin til London. LAUSAFREGNIR, sem hingað hafa borizt í morgun, herma, að Bandamenn hafi ákveðið að flytja allt lið sitt burt úr Norður-Noregi, og séu herflutningarnir þegar byrjaðir, og Hákon Noregskonungur og norska stjórnin þegar komin til London. Það fylgir fregninni, að nokkur hluti norska hersins sé eftir í Narvík og hafi þegar hafið samninga við yfirstjórn þýzka hersins. Enga staðfestingu hefir verið hægt að fá á þessari frétt. Boosevelt flytur mikilvæga vfirlýsinguiMtvarpiðíkvðld —*—«------------------ Ræðan verður endursðgð í ameríska útvarpinu á ellefu tungumálum. 1300SEVELT Bandaríkja ¦*¦*' forseti flytur útvarps- ræðu í kvöld og hefir ritari hans, Mr. Earle, látið svo um mælt, að forsetinn muni flytja mikilvæga yfirlýsingu varðandi styrjöldina. Ræðan verður síðan end- ursögð í útvarpinu á ellefu tungumálum. Samúð Bandaríkjamanna með Bandamönnum vex með degi hverjum. Blaðið ,,New York Times" segir, að hvergi í heim- inum haf i orðið eins mikil skoð- anabreyting á síðastliðmim tveim mánuðum á styrjöldinni, eins og í Bandaríkjunum. Mönnum verði æ ljósara, að friður komist aldrei á í heim- inum, fyrr en Hitler hefir verið hrakinn frá völdum. Verðmæti vestrænnar. siðmenningar sé í húfi, ef ekki takist að sigra Þýzkaland, og því beri að veita Bandamönnum alla þá hjálp, sem unnt er. Henry Stimson, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Banda- ríkjanna, hefir í bréfi, sem „New York Herald Tribune" birtir í dag, hvatt til þess að Bandaríkin hjálpi Bandamönn- um enn frekara en þau hafa þegar gert. Pershing, sem var yfirhers- höfðingi Bandaríkjahersins í heimsstyrjöldinni, hefir einnig látið svo um mælt opinberlega, að Bandaríkjamönnum beri að veita Bandamönnum alla þá að- stoð, sem þeir geti mögulega í té látið. Bandaríkjamenn verði að láta sér skiljast, að sigur Bandamanna sé einnig sigur Ameríku. Brezk-franska nefndin í Bandaríkjunum, sem annast hergagnainnkaup Bandamanna þár, hefir þegar ákveðið að nota það tækifæri sem nú býðst vestra, til aukinna hergagna- kaupa. Hefir hefndin þegar fest kaup á þeim 50—60 flugvélum Bandaríkjaflotans, sem Curtiss- verksmiðjurnar tóku við, og er sagt, að þegar sé búið að flytja sex þessara flugvéla til Ný- fundnalands, en þaðan fljúga þær' beint til Bretlands. Beaverbrook, lávarður, flug- vélaframleiðsluráðherrann Frh. á 4.,sí8u. r*f+4T++4HNh04 »S*N#S#V<S#^M fireinaflokkor eftir | Vilmnnd Jóasson. |! TU" ÆSTU DAGA hefst ¦*¦'' hér í blaðinu greina- flokkur eftir Vilmund Jónsson landlækni, sem hann nefnir: „Logið í stál- lunga."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.