Alþýðublaðið - 10.06.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.06.1940, Blaðsíða 3
Ki-'f ALtlYÐUBLAfHÐ MÁNUDAGtJS 10. JÍDNI 1940. AIMDUBLáÐIÐ Ritstjóri: F. R. Valdemarssön. 1 fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hvérfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (hefana) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar 1 lausasölu. AIiÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H..F. Eimskipafélag íslands. Miklar umbætur þarf að gera a gisti og gi •• •• Mörgum er svo ábóiavanf að pjéðarskðmm er að /fc ÐALFÚNDUR Eimskipafé- *^-;lags íslands er allt af merk- isatbUrður. Þetta félag er eitt þýoingarmesta og stærsta fyrir- tækij sem við Islendingar eigum, og eitt af sterkustu vopnum okk- ar -til- sóknar og varnar í sjálf- stæðisbaráttu okkar afskektu þjóðar. Eimskipafélagið var stofnað, rétt áður en heimsstyrjöldin skall á ög byrjaði starf sitt á óvenju- lega erfiSum tímum. Á þeim tímum, sem nú eru, höfum við fengið að reyna það, hve þýðing- armikið þetta félag er fyrir okk- uröír. Við höfum fengið að sjá, hvar'við værum stödd, ef við ekki ættum Fossana okkar. AðalfUndur Eimskipafélagsins fyrir þetta ár var haldinn á laugardaginn, og var þar lögð fram. skýrsla um starf félagsins á síðasta ári. Skýrslan sýnir vax- and£.,.mátt þess og mörg afrek. Það er aðeins eitt, sem mun koma dálitið illa við ýmsa, að syo. virðist bæði af þes6ari skýr'slu að dæma og skýrslum síðustu ára, að félagið sé smátt og smátt að færast yfir á hendur færri og færri manna. Hlutabréf- in lenda hjá fáum úrvöldum mönnum. — Ef þessu heldur á- fram, fer ekki hjá þvi, að félagið taþi sínum upphaflega svip, þeitfrsvip, sem mest hefir skapað vmsældir þess, að það væri sam- eign allrar þjöðarinnar. Sam- kvæmt skýrslunni er hagur fé- lagsins allgóður. Heildarhagn- aður síðast liðins árs varð kr. 1129495,01. Er það um helm- ingi betri útkoma en árið áður. Þetta stafar meðal annars af þeirri heppni félagsins, að þvi tókst að framlengja í ágústmán- uði . stríðstryggingu skipanna til 19. nóvember fyrir tiltölulega lít- ið iðgjald. Eins og kunnugt er, braUzt ófriðurinn út.-l. sept. og þá fóru vátryggingamar tafar- laust upp úr öllu valdi. Telur stjórn félagsins, að þessi heppni hafi spárað félaginu um 600 þúsundir króna. Hreinn ágóði af rekstri félagsins siðast liðið ár varð rúmlega 676 þúsundir króna. Á aðalfundinum var ákveðið að borga hluthöfum 4»/o í arð, og má seg}a, að "það sé ekki tiltak- anlega hátt, þegar á allt er litið. Hins vegar er vitanlega nauðsyn- legt á svona tímum, að hugsa fyrst ög fremst um að tryggja fé- lagið sem allra bezt gegn áföll- um, og þau eru því miður fyrir- sjáanleg. Það er til dæmis ekki lítiðvtap fyrir félagið, að Gull- foss skuli allt af liggja aðgerða- laus í .KaUpmannahöfn, og é- mögulegt er að segja, hvenær hann losnar þaðan. Þá er það viíanlega. mikið tap fyrir félag- ið, að, siglingar við Norðurlönd ®r« aíveg.stöðváðar auk áhnará landa, sem skip félagsins hafa siglt til. Yfirleitt er óinögulegt á þéssu stigi að segja neitt um það, hvaða leiðir verði færar fyr- ir eimskipin okkar á næstu mánuðum. Það getur jafnvel far- ið svo, að siglingarnar til Ame- ríku verði þær einu hugsanlegu. Samkvæmt efnahagsreikningi fé- lagsins, námu eignir þess um áramótin kr. 4,2 milljónum eða rúmlega það. Höfðu eignirnar aukízt á árinu um 58 þúsund kr. Skuldir félagsins að hlutafé með- töldu, námu hins vegar um 2,8 milljónum, og er því hrein eign um kr. 1,4 milljónir. Eins og kunnugt er, var á- kveðið, að félagið léti byggja hjá Burmeister & Wain í Kaup- mannahöfn nýtízku vandað far- þegaskip, stærsta skip sitt. Styrjöldin hefir nú orðið þar þrándur í götu eins og annars staðar — og þetta skip er því énn að eihs framtiðardraumur, sem þó vonandi á eftir að ræt- ast. Á aðalfundinum voru mættir Vestur-íslendingar þeir, sem hér eru staddir, þar á meðal gestir félagsins, Ásmundur P. Jóhann- esson og Árni Eggertsson. Var þeim sérstaklega fagnað á fund- inum. Má almenningur við þetta tækifæri minnast þess, að líklegt er, að án hjálpar frá bræðrum ókkar vestan hafs hefði ekkert getað orðið úr stofn- un félagsins. Þeir réttu fram styrka hjálpandi hönd, lögðu fram svo mikið fé, að það nægði ttl þess að hægt væri að gera það, sem upphaflega var talið nauðsynlegt. Er og áreiðanlegt, að þessa verður lengi minnzt, ekki aðeins í sögu Eimskipafé- lagsins, heldur og í sögu lands- ins. Fyrirtæki eins og Eimskipafé- lagið og Fossarnir þess eru þýð- ingarmikil á svona timum. Við vonum aðeins að þáð missi ekki hinn upprunálega tilgang sinn, verði sameign þjóðarinnar, rekið á lýðræðisgrundvelli, fyrir alla hina íslenzku þjóð, en ekki í ágóðaskyni fyrir fáa peniriga- menn. ** DRENGJAFÖT, matrósaföt, jakkaföt, frakkar. Sparta, — Laugavegi 10, sími 3094. ÚTSVARS- OG SKATTA- KÆRUR skrifar Pétur Jakobs- son, Kárastíg 12. Plöntur og grænméti selt dag- lega frá kl. 9—12 á daginn við Steinbryggjuna og á laugardög- um einriig á torginu við Njálsg. og Barónsstíg. Útbrciðið Alþýðublaðið. HÖRÐUR BJARNASON ar- kitékt hefir af ríkisstjórn- inni verið skipaður til að hafa eftirlit með greiðasölustöðum og gistihúsum í landinu.' Hann er íáðunautur skipulagsnefnd- ar og á að hafa þetta starf vneð- frkm. í fyrrasumar var Björn Blöndal Jónsscn loggæzlumað- ur settur til að rannsaka ásig- komulag gistThúsa og greiða- sölustaða. Vami hann það verk af mikilli kostgeeini, rannsak- aði um 50 shka staði uni land allt og gaf ríkisstjórninni skýrslu um ástami þeirra og að- búnað og bar fram ýniíar i)l- lögur til úrbóta. — Ekki er kunnugt um að neitt hafi verið gert til að fara að tillögum Bjarnar eða koma á umbóturn á gististöðunum samkvæmt um- sögn hans, enda mun ný laga- fyrirmæli hafa þurft tii. Ef til vill á hinn ungi og efnilegi frömuður bætts skipulags og fegurðar nú að hafa fram- kvæmdina á hendi — og væri það vel ef svo væri. Verður og að vona að hann taki málið föst- um tökum, þó að það kunni að vera óvinsælt, þar sem svo márgir menn eiga í hlut. En líklegt er, að honum reynist erf- itt að koma á umbótum, meðan lög eru ekki fyrir hendi. I fyrra sumar skrifaði ég um nokkra gréiðasölustaði, aðal- lega hér í nágrenninu, og þá fyrst og fremst Valhöll á Þihg- völlum, Hveragerði í Ölfusi og Haukadal í Biskupstungum. Ég reyndi að vera mjög sanngjarn í þessum skrifum mínum, svo að ekki væri hægt að segja, að verið væri að ráðast gegn for- ráðamönnum þessara gististaða, enda held ég ekki, að neitt hafi verið ofsagt og að miklu fremur hafi of mörgu verið sleppt. Hygg ég að það myndi sann- ast, éf skýrsla Björns Blöridals Jónssonar til ríkisstjórnarinnar yrði birt, en því miður hefir það ekki verið gert, og hefir mér verið tjáð, að ekki sé fyrir- hugað að birta hana, þar sem hún sé talin trúnaðarmál. En þess er þá að minnsta kosti að vænta, að ríkisstjórnin sjálf hagnýti sér þá skýrslu svo, að gerðár verði lóksins þær um- bætur á gistihúsum og greiða- sölustöðum, sem nauðsynlegar éru, ef sóma okkar og heilsu gestanna á ekki að standa hætta af í framtíðinni. Það er fyrir löngu vitað mál, að gistihúsahald bg greiðasalá hér á landi hefir verið okkur til skammar og borið það örð af okkur, að til lítlis sóma hefir verið fyrir landið og þjóðina. Þetta lága stig mennihgar okk- ar hefir einna berlegast komið fram í því, að á fæstum slíkum samkömustöðum hefir vérið hæfur staður fyrir mannlegar nauðþurftir. Hefir svo ramt kveðið áð þesu, að engu tali tek- ur, og það jafnvel á hinum allra stærstu og fjölsóttustu gisti- stöðum. Verður hér mikið verk að vinna fyrir hinn nýja eftir- litsmann. Þá er dæmáfár sóða- skapur ríkjandi á mörgum gisti- stöðum, hin vítaverðasta van- hirða um drykkjarvatn, rúm víðast hvar of lítil, meðferð á mat hin sóðalegasta og þvottur á matarílátum og öðrum tækj- um á borði mjög af skornum skammti. Ég fullyrði það, að ef géstir hefðu almennt vitað, hvernig farið er með mat á sumum gististöðum landsins, þá hefði enginn maður héimsótt þá til að kaupa þar mat undanfarin sumur. Vitanléga eiga ekki allir gististaðir lahdsins hér óskilið mál. Mörg gistihús eru ákaflega hreinleg og fara vel með allt, en þau eru ótrúlega mörg, sem framánritað á við. Ég skrifaði nokkuð um Val- höll á Þingvöllum í fyrra sumar og ég hafði ástæðu til að halda, að núverandi gestgjafi þar myndi ekki reka gististaðinn í sumar. Engín breyting virðist ætla að verða á þesu, og mun gestgjafinn þó fús til að hætta. Ég taldi líklegt að Þingvalla- nefnd myndi sjá sóma sinn í því að koma þarna upp sómasam- legum gististað þégar í sumar, en annaðhvort virðist hana skorta vald til þess eða vilja. Væri énn verra, ef hið síðara væri rétt, því að það bendir til þess að jafnvel þeir, sem völdin hafa, hafi ekki skilning á því, um hve þýðingarmikið menn- ingármál er hér að ræða, — ög þá er engin von á unibótum. Liggur ef til vill í þessu skýr- ingin á því, að enn hefir ékkert verið gert, og má þá búast við litlum árangri af starfi Harðar Bjarnasonar, þó að hann reynist allur af vilja gerður til að bæta um það, sem aflaga fér, en það er áreiðanlega miklu fleira en ménn hafa almennt hugmynd um. Það er hins yegar ekki rétt að vera með neinar hrakspár. Ungur framadjarfur umbóta- maður hefir nú verið settur í þetta vandasama starf og þess er að vænta að hann táki það föstúm tökum og fái-því tii leið- ar komið, að gististaðir og greiðasölu verði ekki framveg- is smánarblettur á þjóðinni eins og þeir hafa vérið margir hverj- ir undanfarið, ef það kemur þá ekki upp úr kafinu að héimild skorti til að gera nokkurn skap- aðan hlut. VSV. - Verkafölk! Ráðningarstofa landbúnaðar- ins í AlþýSuhúsinu er oþin kl. 6—9 sílídegis álla virka daga hema laugardaga. SfMI Í 3 2 7. Tf* Margar ágætar vlstlr í böði. Til brúðargjafa. Fyrsta flokks handslípaður kristall og ekta kúnst-kérátftik. K. Einarsson & Björnsson A ¦ ¦.-."¦'¦. Syjignr nœst f Gemla Bió ml®*> vikudaffinn 12. jnnf klubkan 7,15 nteð ádstod Carls Elllieii Agöngumiðar seldir á morgun í bókaverzlun Sigfúsar Eýmunndss. ög Hljoðfæráverzlúh Sigríðar Helgadóttur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.