Alþýðublaðið - 15.06.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.06.1940, Blaðsíða 2
LAUGAIÐAGUR 15. J0N4 l»4t. ALÞYÐUBLAÐIÐ Móvinnsla við ísafjörð. Móvinnslufélagið „Þéttimór11 tók tií starfa um síðustu mánaðamót í Engidal. Stjórn þess skipa: Kristján H. Jónsson, kaupmaður, sem jafnframt er framkvæmda- stjtri þess, frú Anna Sigfúsdóttir og Óskar Borg, málafáerslumaður. Vélar fékk félagið frá Reykjavík. Við mótakið vinna nú um 20 manns dag og nótt og framleiða um 15 smálestir á sólarhring. Annað mó- vinnslufélag. h.f. ,,Eltimór“, er um það bil að hefja starfrækslu. NUFFIELD LÁVARÐUR, sem gaf Landsspítalanum hið marg-umtalaða stállunga. Hann heitir fullu nafni William R. Morris, og er fæddur 1877 í Ox- ford. Gerðíst hann hjólhesta- viðgerðamaður þar í borg, og gerði snemma nokkrar endur- bætur á hjólhestum. Tók hann þátt í hjólhestakeppni til að sanna yfirburði umbóta sinna á hjólhestum og sigraði. Jafn- framt tók hann að sýsla við að framleiða ódýra bíla, og kom von bráðar upp hinni frægu Morris-bílasmiðju, sem er ein af stærstu bílasmiðjum Evrópu. Á framleiðslu sinni græddist honum óhemju fé, en hann er sjálfur hófsamur maður og laus við eyðslusemi. Tók hann því að ráðstafa of fjár til allskon- ar líknar- og menningarstarfa. 1934 hlaut hann lávarðstign Frh. á 4. síðu. Maðurinn, sem gaf stáliungað. Hraðferðir daglega um Akranes eða Borgarnes. Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs. frð pðst- og símamðlastjórninoi. Að gefnu tilefni skal hérmeð vakin athygli á því, að samkvæmt lögum nr. 82, 14. nóv. 1917, er stranglega bannað að setja á stofn eða starfrækja hverskonar radiosenditæki, hvort heldur er til sendinga skeyta, tals, útvarps eða annarra án þess að hafa áður fengið leyfisbréf til þess frá og símamálastjórninni. Liggja strangar refsingar við broti gegn þessum fyrirmælum. Jafnframt er hérmeð skorað á alla íslendinga að gera póst- og símamálastjórninni þegar í stað aðvart, er þeir fá grun um að slík óleyfileg starfsemi eigi sér stað. Póst- og símamálastjórnin, 14. júní 1940. C' ÉLÖG þau og stofnanir, sem vér undirritaðir erum fulltrúar fyrir, hafa bundizt samtökum um að koma sem flestum börnum úr Reykjavík til dvalar í sveit á þessu sumri. Samkvæmt rannsókn barnaskólanna hefir þegar verið ráð- stafað nokkuð á 3. þúsund barna á sveitaheimili víðs vegar um land. Enn frernur óska foreldrar 596 barna, að börnum þeirra verði ráðstafað til sveitardvalar sjálfum þeim að kostnaðarlausu. Til þess að hægt verði að koma þessu til leiðar er nauðsynlegt samkvæmt bráðabirgðaáætlun að hafa til umráða a. m. k. 70 til 100 þúsund Jcrónur. Ríkisstjórn íslands og bæjarstjórn Reykja- víkur hafa heitið stuðningi sínum að einhverju leyíi. Um nauðsyn þessa máls þarf ekki að fjölyrða. Hver einasti Reykvíkingur hefir þegar gert sér ljóst, að setuliðsborg með götuvígjum, hergögnum og öðru, sem af því leiðir, er mjog óholl- ur dvalarstaður fyrir börn, jafnvel þótt ekki sé gert ráð fyrir loftárásarhættu. Ætlað er, að þeim börnum, sem ekki tekst að ráða til dvalar á sveitaheimilum, verði komið fyrir á sumarheimilum, sem rek- in verða á vegum Rauða Kross íslands og Barnaverndarráðs ís- lands. Munu fengnir til þess héraðsskólar, heimavistarbarnaskól- ar og önnur húsakynni í sveit eftir föngum. Er hér með alvarlega heitið á félög, fyrirtæki og einstak- linga til fulltingis við þetta mál. Leggið skerf yðar til þess að bjarga börnunum frá hættum götunnar og búa þau undir vetur, sem enginn veit hvílíkar hættur og erfiðleika kann að bera í skauti sínu. Væntum að fregna um undirtektir yðar við fyrsta þóknan- legt tækifæri. Dagblöðin í Reykjavík og skrifstofa Rauða kross íslands, Hafnarstræti 5, veita gjöfum viðtöku. Virðingarfyllst. RAUÐI KROSS ÍSLANDS. BARNAVERNDARRÁÐ ÍSLANDS. Þorsteinn Sch. Thorsteinsson. Arngrímur Kristjánsson. Sigurðúr Thorlacius. Gísli Jónasson. Björn Ólafsson. SJÁLFSTÆÐISK.FÉL. HVÖT. Guðrún Pétursdóttir. MÆÐRASTYRKSNEFNDIN. Laufey Valdimarsdóttir. VORBOÐINN. VERKAK.FÉL. FRAMSÓKN. Jóhanna Egilsdóttir. HÚSMÆÐRAFÉL. RVÍKUR.. María Maack. KVENFÉLAGIÐ KEÐJAN. Jóhanna Fossberg. Katrín Pálsdóttir. STÉTTARFÉLAG BARNAKENNARA, REYKJAVÍK. Árni Þórðarson. Miðnrlag greinarlisnap Logið í stállunga. Eftir Vilmunii Jénsson, fiandlæknl VI. Ég hefi þrátt fyrir allt þá trú á al- mennri óbrjálaðri dómgreind, að ég geri fastlega ráð fyrir því, að frekarí vitna þurfi nú ekki við til skýringar þessu máli, nema ef fróðlegt þætti að taka til nokkurrar athugunar, hvort hugsanlegt sé, að nokkrum manni for- frömuðum á borð við hinn umrædda að- stoðarlækni gæti í alvöru skilizt við þann gang málsins, sem nú hefir verið lýst, að honum hefði verið ætlað stál- lungað til persónulegrar eignar. Er þar skemmst af að segja, að ég get látið mér skiljast, að hugsanlegt sé, að um mis- skilning — eða í og með um misskiln- ing -— gæti verið að ræða. Það vill svo illa til, að enska persónufornafnið you þýðir bæði þú og þið, og ef ávarpaður er starfsmaður eða talsmaður stofnun- ar, getur það meira að segja þýtt stofn- unin (sbr. hér áður). Og það þarf engan veginn að vera af vankunnáttu einni í enskri tungu, að þetta getur leitt til misskilnings. Hugsum okkur þá tilraun gerða, að góðgæti einhvers konar væri rétt að ensku barni í hópi leiksýstkina þess og sagt: You may have it. Hversu mörg börn myndu þá láta sér detta í hug, að ef til vill væri öllum hópnum ætlað sælgætið? Fullorðnir menn eru til, sem í eðli sínu eru svo mikil börn í andanum, svo litlar félagsverur, að þeir eru í eiginni ímyndun nokkurn veginn miðdepill alls þess, er gerist í kringum þá. Slíkir menn eru ekki líklegir til að þýða endilega you með þið, ef þú gerir depilinn á einhvern hátt að enn meira miðdepli sögulegra atburða. Menn ættu að íhuga þetta vel, áður en þeir dæma hinn unga aðstoðarlækni of hart fyrir (það, sem honum hefir hér missézt. Eink- um vildi ég vænta þeirrar aðgæzlu af Jónasi Jónssyni, að hann hugsi sig vel um, áður en hann lætur þessar línur mínar hafa sig til þess að kasta þung- um steini að þessum skjólstæðingi sín- um. í allri vinsemd sagt er. ég nefnilega ekki alveg viss um — ekki alveg hand- vis$ um — að honum —- alveg sérstak- lega honum — farist það. VII. Þá verða að lyktum nokkur orð látin falla varðandi hin hátt lofuðu „áhrif af menningu Vestmanna“ á lækna og lækningaStarfsemi. Prófessor Rovsing í Kaupmannahöfn, sem er beint og óbeint lærifaðir mjög margra íslenzkra lækna, ferðaðist um Bandaríkin hálfum öðrum áratug eða svo eftir aldamótin síðustu til að kynna sér starfsemi lækna og sjúkrahúsa og málefni þeirra. Heim- kominn ritaði hann greinar um ferðir sínar og lét þar svo um mælt, að í Vesturheimi mætti sjá allt í þessum efnum, bókstaflega allt: frá hinni aum- ustu vesöld, vandræðalegasta káki og svívirðilegasta húmbúki og þaðan öll stig upp á við á alla vegu víxlað og deilt ljósi og skuggum til hins fullkomnasta, glæsilegasta og bezta, sem yfirleitt þekktist. Og svo mun þetta að vísu vepa enn í dag í hinu mikla „frjálsa“ landi. En þar sem svo er ástatt, má fara nærri um, að vandi er að taka ábyrgð á þeim áhrifum öllum, sem menn geta orðið þar fyrir og þaðan kunna að ber- ast. Þau mundu meðal annars fara mjög eftir andlegu viðhorfi þeirra, er við þá elda sitja, enda geta náð til eins og sama manns úr ýmsum áttum og hitt hjá honum mismunandi endurómandi strengi: súm verið harla góð, önnur miður og hin þriðju beinlínis háskalega ill. Eitt af því viðbjóðslegasta, sem ger- ist í sambandi við lækningastarfsemi Bandaríkjamanna, er auglýsingagumið um lyf og lækningaaðferðir og æðis- gengið kapphlaup um hvers konar ,,sen- sationir“ til að vekja athygli og vinna hylli almennings. Þetta er góðum mönnum þar í landi að sarna skapi ljós- ara og meira áhyggjuefni en öðrum, sem þeir þekkja það betur. Þeir vita það fyrir vestan, Roosevelt og ráðu- nautar hans um þessi mál, hversu hart þetta kreppir að heill almennings, hverju sem þeir fá nú til vegar komið gegn þeim ósóma öllum. Meðan ég er að einhverju leyti ráðu- nautur hins opinbera um heilbrigðis- mál á íslandi og held fullum. sönsum, mun ég ekki finna mig knúðán til að ýta undir, að beinlínis séu bornar fram opinberar þakkir fyrir þess háttar á- hrif, sem kunna að berast frá „menn- ingu Vestmanna“ til þeirra, er að lækningum „starfa hér í gamla landinu, mitt úti í Atlantshafi“. Ég mun miklu fremur gæta þess að vera vel á verði gegn slíkum áhrifum, enda er mér það beinlínis skylt, þar sem hin íslenzkrt læknalög leggja blátt bann við hvers konar auglýsingaskrumi íslenzkra. lækna. Þar á meðal er þeim fyrirskip- að „að vinna gegn því, að eftir þeinr séu birt úmmæli eða samtöl eða um þá. ritaðar greinar í blöð eða tímarit í aug- lýsingaskyni, en ef ekki verður komið í veg fyrir það, þá ber þeim eða stétt- arfélagi þeirra að leiðrétta það, sem þar kann að vera of mælt“. Að vísu kysl ég að geta gegnt þeirri embættisskyldu. minni að halda læknum til hlýðni við þessi fyrirmæli sem mest í kyrrþey, eins og ég hefði talið betur fara á, að ég hefði átt kost á og nægt hefði að ræða einslega og alvarlega við hinn unga mann, sem hér hefir lítillega verið- fundið að við og að vísu með sílfelldri hliðsjón af því, að „þegar einum er kenmt, þá er öðrum bent.“ En bæði er, að- hann hefir ekki gert mér þess kost. enda mun telja sig kominn undan hús- aga, og svo hefir hann sjálfur ásamt merkisberum sínum og' algerlega tilefn- islaust frá mér haslað séi* völl með mikl- um fyrirgangi á svo víðum og oþinber- um vettvangi, að annars staðar varð ekki til hans náð. Sá, sem flýgur hátt: og fer með ófriði, verður að gera ráð fyrir langdrægri lo’ftvarnarbyssu. En þó að ég líti svona einstrengings- lega á þessi mál, er enginn. skaði skeð- ur. Þeir, sem vilja þakka það, er ég; vanþakka, verða ekki í vandræðum með. að koma þakklætinu á framfæri, enda eru ekki forsvarslausir, meðan þeir hafa mann á borð við Jónas Jónsson að sjálfboðnum og raunar sjálfkjörnum talsmanni. 5/6 1940. Vilm. Jónsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.