Alþýðublaðið - 15.06.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.06.1940, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐBÐ LAUGAIDAGUR 15, JÚNÍ 1940. MÞÝÐUBLAÐÍÐ Ritstjórl: F. R. Valdemarsson. í Ijarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (helma). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (hekna) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Simar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐU P R ENTSMIÐJAN H.p. Þeir sigra sig dauða. "E1 ALL PARÍSARBORGAR í fyrrinótt kom engum á óvárt eftir hinar látlausu orustur und- anfarna tíu daga til þess aö gera, örskammt fyrir norðan borgina. Enda var því fyrir löngu síðan yfir lýst af Frökkum, að þeir væru við því búnir, að verða að hvérfa úr höfu'ðbor-g sinni og það myndi engin úrslitaáhrif hafa á gang stríðsins. Því yrði haldið t áfram eftir sem áður, þar til fullnaðars.i'gur væri unninn. Engu að síður er hernám París- arborigar þungf áfall fyrir Frakka. Ekki •fyrir það, að hún hafi svo mikla heniaðarlega þýð- ingu, heldur fyrir hitt, hver ítök þessi glæsilega menningarborg á • í hug og hjarta frönsku þjóðar- innar. Af þeirri ástæðu kusu þeir Hká heldur að gefa hana upp orustulaust, en að eága þao á hættu, að hirn yrði lögð í rústir. Það er ekki í fyrsta sinn, sem Þjóðverjar taka París. 1 lok stríðsins 1870—1871 varð borgin að gefast upp fyrir þeiin, að^ fram komin af hungri, eftir margra mánaða umsát. Þá var að vísu ekki skotið af fallbyssum Þjóðyerja nenia á e'nn bæjarhlut- ann. Því að þó að virðingunni fyrir verðmætum menningarinnar væri ekki fyrir að fara hjá Bis- marck, þá kynokaði hann sér þó við, að fyrirskipa að leggj'a þessa fögru borg í rústir. Hitler er að því leyti ólíkur þeim fyrirrennara *sínum, að hann vill gjarnan láta líta á sig sem listamann og lista- frömuð- En í stríðinu liefir slík hégómagirni ekki aftrað honum frá því að láta flugvéiar sínar varpa eldsprengjum yfir gfæsi- legustu borgir og byggingar í löndum andstæðinga sinna. Og engum datt í hug, að hann. myndi frekár hlífa París við slíkri eyði- ieggingu en Varsjá. En þó áð París hafi nú í annað' sinn á tæpum sjötíu árurn orðið að gefast upp fyrir þýzkum inn- rásarher, þá er þó aðstaða Frakka, eftir uppgjöf borgarinnar nú, mjög ólílc þvi, sem hún var í slríðinu 1870—-1871. Þá stóö Frakkland eitt síns iiðs og Þjóð- verjar voru búnir að gersigra og taka til fanga alla þá heri, sem Frakkar höfðu á að skipa, áður en París gafst upp; og með uppgjöf hennar var því stríðinu raunverulega lokið. Nú er aftur á móti aðalher Frakka ósigraötir, þótt hann hafi .orðið að yfirgeía höfuðborgina, og voldugur banda maður að senda þeini hjálparher, sem með hverri vikunni, sem.líð- 'ur, verðúr stærri og stærri. Sigurvhna Hitiers yfir hertöku Parísar verður því áreiðanlega ekki iangvarandi. Hann mun fljiótt komast að raun um það, að hernám ParísarbTirgar er ekki úr- slitasigurinn, sem hann ætlaði að vinna og var búinn að iofa her- mönnum sínum, frekar en sigur- finn í Flandern. Að visu veit hann sjálfur minnst af þvi, þótt blóð- baðið haldi áfram. Hann verður ailtat í hæfilegri fjarlægð frá því. En hvað segja þýzku her- mennimir, úrvinda af þreytu, þegar þeir verða að leggjd úit í eina só'knina enn, ef til vill blóð- ugri en nokkra þó fyrri, til þess að vinna úrsiitasigurihn, sem þeim var fyrst sagt að þeir ynnu með sókninni i Flandern og svo við Parfs? Og hve margar slíkar sóknir halda þeir út við harðn- andi vöm og vaxandi her Bandamanna? Frakkiand er stórt, og aðeins lrtill hluti þess enn á va'di Hitle' s. Og þó að hann ynni það aljt, er England eftir og úr- slitasigurinn öunninn. Það er yf- irleitt e'ns um úrslitasigur Hitlers og hiilingar — „fata morgana“ — eyðimefkurfarans. Um leið og hann heldur sig vera kominn til hins iangþráða takmarks, er það aftur horfið sjónuni hans og ekkert fram undan nema eyði- mörkin. f síðustu heimsstyrjöld unnu Þjóðverjar hérumbil aliar orust- urnar og þöndu sig yfir hálfa Ev- rópu. En þeir töpuðu strfðinu sjáifu. Framleiðsian heima fyrir bilaði, birg'öirnar gengu til þurð- ar og þoii hinna óbreyttu her- manna var ofhoðið. En iöngu áð- ur en svo langt var komið, voru þeir farnir að sjá, hve voniaust stríðið var, þrátt fyrir alla sigr- ana. „Wir siegen uns zuTode“ — „Við sigrum okkur dauða“ — sagði óbreyttur þýzkur hermaður eftir eina af hinum mörgu sigur- sælu sóknum heimsstyrjaldar- innar. Fyrr eða síðar eiga her- menn Hitlers eftir að vakna upp við sörnu vitund. r 1 Athugasemd. Alþýðubiaðið hefir ver- ið beðið um rúm fyrir eftirfarandi athugasemd: 1” GREIN, sem birtist. í blaði yðar 10. þ. m., út af aðal- fundi Eimskipaféiags Islairds 8. þ. m.. 'er sagt að svo viröist, ,,að féiagið sé smátt og smátt að færast yfir á hendur færri og færri manna. Hlutabréfin iendi hjiá fáum úfvöldum,“ og síðast í nefndri grein er sagt um fé- iagið: „Við vonum aðeins að það missi ekki hinn upprunalega til- gang sinn, verði sameign þj'óðar- innar, rekið á lýðræðisgmndveili fyrir alla hina Islenzku þjöð, en ekki í ágóðaskyni fyrir fáa pen- ingamenn." Ot af þessu viljum vér biðja yður vinsamiegast a'ð birtá í biaði yðar það, sem iiér skal greina: TÍU MÁNUÐIR eru nú liðnir frá því sáttmáli Stalins og Hitlers var undirrit- aður og sex mánuðir frá því Finnlandsstríðið hófst, en menn eru ekki á eitt sáttir um það, hver sé stefna Stalins í núver- andi styrjöld. Menn hafa gam- an af því að gera sjálfa sig að heimskingjum -— að öðrúm kosti' væri erfitt að skilja það, hversvegna menn eru’allt- af að sannfæra sjálfa síg um það, að ekkert raúnvérulegt bandalag sé milli Stalins og Hitlers. Sú saga hefir verið borin út, að ætlun Stalins sé sú, að ýta Hitler svo langt út í styrjöld- ina, að hann geti ekki dregið aftur saman seglin. Núverandi afstaða Stalins mundi ekki verða til frambúðar og því til sönnunar er bent á það, að ekkert hernaðarbandalag hefir verið gert milli Stalins og Hitl- ers. Stalin sé að húgsa um eigin hagnað og nú sem stendur megi hann ekki rjúfa bandalagið við Hitler. Þessi skoðun er ekki einung- is blekking, heldur einnig mjög hættuleg. Sú fullyrðing, að ekkert hernaðarbandalag sé milli Stal- ins og Hitlers, er ekki rétt. Hið eina, sem hægt er að sanna í því máli, er það, að þeir hafa ekki gert hernaðarbandalag op- inberlega. Aðeins þeir, sem á- líta, að ekkert leynilegt banda- lag sé milli Stalins og Hitlers,. og að allt, sem þeim fer á milli, sé þegar í stað gert almenningi kunnugt, geta ályktað svo. En við vitum, að milli þeirra er leynilegt bandalag, og að um það er ekkert gert uppskátt, nema þeir hafi sjálfir hag af því. Hitler hefir áreiðanlega gert hernaðarlegt bandalag við Stal- in, og hann hefir tryggingu fyr- ir því, að Stalin standi við það bandalag. Og það er öllum ljóst, hverjar þessar tryggingar eru. Eftir skiptingu Póllands eign- uðust Rússar og Þjóðverjar sameiginleg landamæri: Stalin getur ekki ráðist á Þýzkaland. Það er hverjum manni augljóst eftir Finnlandsstyrjöldina. Ef Stalin dytti í hug að ráðast á Þýzkaland um þessar mundir, væru dagar hans brátt taldir. Stalin og Iiitler eru báðir bundnir við sama staúrinn. Og meðan herveldi Iiitlers er svona mikið, getur Stalin ekki og vill ekki rjúfa bandalagið við hann. En hitt er óvíst, hvort Stalin tekur beinan þátt í styrjöldinni fyrst. um sinn. Hvaða hjálp gæti Hluthafar félagsins voru flestir ; áriö 1919, og var tala þeirra þá 14 609. Ennþá eru iiiuthafar uin 14 þús., svo fækkun hluthafanna d þessum 21 árl hei'ir því elcici verið tneiri en samtals úm 4»/o. Vér sjéum því eklci að ástæöa sé til þess ótta hér að lútandi, sem kemur fram í nefndum um- mæiumrf tdðri grein í blaði yðar. Virðingarfylist. H. f. Eimskipaféiag fsiands. G. Vílhjálmsson. EFTIRFARANDI grein, sem birtist nýlega í cmeríska blaðinu The New Leader, er eftir Boris Ni :olaievskyk íem lengi var samverkamaður Karls Kautsky. Hann hefij oýlega gefið út ítarlega ævisögu Karls Marx og er talinn einn af beztu sagnfræðingum sósíalismans. Stalin veitt Hitler um þessar mundir? Hann getur að vísu iánað honum hermenn. En Hit- ler hefir nóg af hermönnum. Og Hitler þekkir hermenn Stal- ins. Hinn 11. ágúst árið 1939 sagði Hitler við fyrrverandi fulltrúa sinn í Danzig: — Ég þekki rauða herinn. Ég hefi veitt honum athygli um langt skeið. Hann er einskis virði, áreiðanlega einskis virði. Þar er engin herstjórn og eng- inn agi. Og þáð, að Hitler, allt um það, gerði hernaðarbanda- lag við Rússa, sýnir, að í nú- tímastyrjöld er fleira nauðsyn- legt en góður her. Hin nýja hernaðaraðferð Hit- lers er sú. að sigra óvininn inn- an frá, koma því svo fyrir, að þjóðin svíki sig sjálf. Hann hef- ir lýst því nákvæmlega, hvern- ig hægt sé að æsa einn flokkinn gegn öðrum með óvinaþjóð- inni. Og þegar bylting sé yfir- vofandi, þá sé kominn tími til hernaðarlegra aðgerða, og þá eigi að brjóta alla mótspyrnu á bak aftur á svipstundu. Bandalag þeirra Hitlers og Stalins er því mjög skiljanlegt. Það er enginn vafi á því, að Hitler hefir átt sendimenn með- al þeirra þjóða, sem hann er nú í styrjöld gegn. Þeir hafa eink- um verið í æðri embættum og haft tækifæri til að bejta áhrif- um sínum meðal æðri stéttanna ög valdamannanna. Aftur á móti hefir Stalin haft sína er- indreka meðal lægri stétianna, meðal verzlunarfólks, skrif- stofufólks o. s. frv. Meðal þess- ara erindreka hefir svo mynd- ast samvinna, sem borið hefir mikinn árangur. Fyrir atbeina erindrekanna meðal „æðri“ stéttanna hefir tekizt að æsa þær gegn ,,lægri“ s^éttunum og með hjálp erind- rekanna meðal ,,lægri“ stétt- anna hefir heppnast að æsa þær gegn hinum „æðri“. Hitler var það ljóst, að mesta hættan lægi í því, að óvinaþjóðir hans stæðu sámeinaðar innbyrðis. Og hann ‘vissi, áð ef sér ætti að verða sig- urs auðið, yrði hann að stofna til innbyrðis sundrungar meðal óvinaþjóðanna. Reynslan sýndi það fyrstu níu mánuði stríðsins, að Stalin tók að sér að vinna þetta verk, sem var að vísu mjög örðugt vegna þess, að kommúnistar voru aldir upp við þá kenningu, að þeim bæri að hata nazism- ann. Og nú fer að verða skilj- anleg „hreingerning“ sú, sem fram fór innan rússneska kom- múnistaflokksins. Hún var að- eins undirbúningur undir þá stefnubreytingu, sem Stalin hafði ákveðið að taka. Enda þótt verk Stalins væri bæði erfitt og vandasamt, þá heppnaðist það. Vafalaust hefir hann misst marga trúa áhang- endur um allan heim, en .hon- um heppnaðist að fá Komintern á sitt mál. Og það er undarlegt, að enginn kommúnistaflokkur í heiminum skyldi gera upp- reisn gegn þessári stefnubreyt- ingu. i Það væri mjög skemmtilegt. að gera þessu máli fyllri skil,. en það er ekki markmið þess- arar greinar. Eins má þó geta í þessu sambandi og það er það, að ef Stalin hefði gert opinbert hernaðarbandalag við Hitler,. hefði stefna hans beðið full- lcominn ósigur. En með þeirri aðferð, sem viðhöfð var, vönd- ust áhangendur hans smám saman við stefnubreytinguna. En á yfirborðinu þykist Stal- in vera að berjast gegn nazism- anum. Og sá áróður er fluttur af svo miklum hyggindum, að margir ganga í gildruna og trúa honum. , ’ * j í Frakklandi til dæmis hafa áróðursmenn kommúnista hald- ið áfram að reyna að telja Frh. á 4. síðu. I IHné i kirHlsl Aðgöngumiðar á kr. seldir frá kl. 7. DANSIÐ í KVÖLD ÞAR' SEM FJÖLDINN VERÐLTR. Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.