Alþýðublaðið - 15.06.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.06.1940, Blaðsíða 4
LAUGAlDÁGUR 15. JONMS49. Öll prentup fljótt og vel af liendi leyst. Álþýðuprentsmiðján h'.f? LAUGARDAGUR Næturlæknir er Pétur Jakobsson, Leifsgötu 9, sími 2735. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Gamlir dansar. 20.00 Fréttir. ' 20.30 Erindi: Á heiðum uppi (Sig- urður Helgason kennari). 21.00 Hljómplötur: Norrænir kór- söngvar. 21.10 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 21.30 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. 75 ára er í dag síra Matthías Eggertsson, fyrrum prestur í Grímsey. Ber hann nafn síra Matthíasar Jochumssonar, föð- urbróður síns. en hann er uppal- inn á heimili þjóðskáldsins. Gullbrúðkaup eiga í dag hjónin Stefán Jóns- son og Guðfinna Sigurðardóttir að Öndólfsstöðum í Reykjadal. Hafa þau búið góðu búi í 32 ár á Önd- ólfsstöðum, komið upp stórum og og mannvænlegum barnahóp og byggt og ræktað jörð sína mjög myndarlega. Kaupsýslutíðindi 19. tbl. yfirstandandi árg. er ný- komið út. Hefst það á yfirliti yfir gjaldeyris og bankamál og verð- lag. Þá er skýrsla um reikninga Landsbanka íslands 1939 og dóm- ar frá Bæjarþingi Reykjavíkur. Menntaskólanum vrður sagt upp í sal neðri deild- ar Alþingis kl. 10 á mánudags- morgun. K.R. hefir gönguæfingu í dag kl. 5.30 í Kveldúlfsporti (gengið inn frá Vatnsstíg). Allir, sem taka þátt í skrúðgöngu 17. júní, eiga að mæ.at Rauði Kross íslands getur nú, með aðstoð Alþjóða- Rauða Krossins komið stuttum orð- sendingum bréflega frá fólki á ís- landi til náinna vina og vanda- manna erlendis í Danmörku, Nor- egi og Þýzkalandi. Þeir, sem óska að koma slíkum orðsendingum snúi sér til skrifstofu Rauða Kross íslands, Hafnarstræti 5, kl. 14—16 alla virka daga og verða þar veittar nauðsynlegar leiðbein- ingar í þessu efni. Stjórn Rauða Kross íslands. Eggert Stefánsson söngvari hélt íslenzka hljóm- leika í fyrrakvöld við ágætar und- irtektir. Er þess að vænta að söngvarinn láti aftur til sín heyra, áður en langt um líður. SUNNUDAGUR: Helgidagslækniir er Alfred Gíslason, Brávallagötu 22. sími: 3894. Næturlæknir er Karl S. Jónas- son, Sóleyjargötu 13, sími 3925. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-Apóteki. Verkafélk i Ráðningarstofa landbúnaðar- ins í Alþýðuhúsinu er opin kl. 6—9 síðdegls alla virka daga nema laugardaga. SÍMI 13 2 7. Margar ágætar vistlr í boði. 1 1 ’1 . . .....1 Plöntur og grænmeti selt dag- lega frá kl. 9—12 á daginn við Steinbryggjuna og á laugardög- um einnig á torginu við Njálsg. og Barónsstíg. CAIVILA Á flótta. (Prison Farm). Spennandi amerísk saka- málakvikmynd. Aðalhlutverkin leika: Lloyd Nolan, Shirley Ross og John Howard*. Aukamynd: Skipper Skræk-teiknimynd. Börn fá eltki aðgang. mm bio Neyðarópið í frumskóginum Spennandi og viðburðarík kvikmynd er sýnir sér- kennilega viðburði er ger- ast í frumskógum Afríku, Aðalhlutverkið leikur of- urhuginn HARRY PIEL, sem er eftirlætisleikari allra þeirra er vilja óvenju spennandi 'myndir. Börn fá ekki aðgang. Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlái og jarð-- arför dóttur okkar og systur, Ebbu Unnar Jónsdóttur, og öllum hinum mörgu, nær og fjær, sem fyri- og síðar sýndu: henni vinsemd og kærleika biðjum við guðs blessunar. Halldóra Jónsdóttir, Jón Sigurðsson og systkini. Gunnlaugur Einarsson, áður bóndi í Einarsnesi, andaðist þ. 13. þ. m. að heimili sínu, Eskihlíð A, Reykjavík. Jarðarförin fer fram frá dómkirkjunni laugardaginn 22. þ, m. og hefst með húskveðju að heimili hins látna kl. 1 e. h. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Friðrikka Friðgeirsdóttir. Anna Gunnlaugsdóttir. Geir G. Gunnlaugsson. Björn Gunnlaugsson. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. StRndum og stDndmn ekki Sýning annað kvöld kiukkan SVz- Aðgöngumiðar frá 1,50 stykkið Seldir frá ki. 4—7 í dag. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu annað kvöld — sunnudag- inn 16. júní. Hljómsveit undir stjórn Fritz Weisshappel. Aðgöngumiðar frá kl. 7 annað kvöld. Danzaðir verða bæði gömlu og nýju danzarnir. ÚTVARPIÐ: 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.30 Miðdegistónleikar — (plötur): Ýms tónverk. 20.00 Fréttir. 20.30 Lleikþáttur: „Njósnarinn‘, eftir Loft Guðmundsson — (Haraldur Björnsson o. fl.) 21.05 Hljómplötur: Frægir söngv- arar. 21.25 Danshljómsveit Bjarna Böð- varssonar likur og syngur. 21.55 Fréttir. 22.05 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. MESSUR: í dómkirkjunni kl. 11, síra Bjarni Jónsson. Engin síðdegis- messa. í fríkirkjunni kl. 5, síra Halldór Kolbeins. í kaþólsku kirkjunni í Landa- koti. Lágmessa kl. 6.30 árd. Há- messa kl. 9 árd. Bænahald qg pré- dikun kl. 6 síðd. Engin messa í Hafnarfjarðar- kirkju á morgun. Ný tepnd liðstððv- areldavéla. JÓHANN FR. KRISTJÁNS- SON bauð í gær tíðinda- mönnum blaða og útvarps að skoða nýja miðstöðvareldavél, sem hann hefir gert. Hefir hann þegar selt 10 stykki og hafa þær reynst ágætlega og uppfyllt þær kröfur, sem til þeirra eru gerðar, ágætlega. Þessi nýja vél, sem kölluð er Sóló, er ætluð bæði til eldunar og miðstöðvarhitunar. Aðalnýj- ungin er sú, að reykurinn er leiddur frá eldhólfinu undir suðuplötur eða hringi, yfir bak- arofninn, niður með hlið hans allri, undir allan botninn, en síðan undir vatnskassa, sem liggur undir eldhólfinu. Að því búnu fer reykurinn út í hliðar- og bakgöng vatnskassans. Alls staðar í þessum göngum eru tvö faldir veggir með vatnshólfum. Gefur reykurinn þar frá sér hit- ann til vatns þess, sem hitar miðstöðvarofnana, áður en hann fer út í reykháfinn. Með þessu móti má auk eldunar og baksturs hita sex til sjö meðal- stór herbergi. Vél þessi er mjög hentug fyrir móbrennslu. Eins og áður er getið- hefir hún reynzt ágætlega og sízt staðið erlendum eldavélum að baki. ÁVARP BRETADRQTTNINGAR Frh. af 1. síðu. Drottningin fór mikhim virð- ingar- og aðdáunarorðum um frönsku þjóðina, drengilega og frækilega baráttu franska hersins, fórnarlund þjóðarinnar og ást til síns fagra lands. Land, sem er svo hetjulega varið og elskað svo heitt af dætr- um Frakklands, Uður aldrei undir Iok, sagði drottningin. Hún ræddi einnig afstöðu brezkra kvenna, samúð þeirra i garð hinna frönsku systra sinna, og drottningin kvað þær einnig mundu leggja allt í sölurnar fyr- ir sitt land og frelsi sinnar þjóðar og styðja frönsku þjóðina einhuga, en barátta beggja þjóð- anna væri sameiginleg, og fram- tíð beggja undir því komin, að þær ynnu sigur. HLUTVERK STALINS Frh. af 3. síðu. mön-num trú um, að Stalin sé að undirbúa úrslitabaráttuna gegn nazismanum. En í sumum öðrum löndum tekur enginn þetta trúanlegt lengur, þegar það er stöðugt að koma betur og betur í ljós, hvílíkan banda- mann Hitler á þar sem Stalin er. Það verður alltaf betur og betur ljóst, hve nánir banda- menn Stalin og Hitler eru. Bar- átta Stalinista gegn Hitler í Þýzkalandi er gersamlega hætt. Það er ekki hægt að finna eina einustu grein gegn nazisma í nokkru kómmúnistisku blaði, sem gefið er út á þýzku. En þar með er ekki öll sag- an sögð. Menn hafa komizt að því, að mjög náið samband er milli ýmsra kommúnistiskra fé- laga og yfirmanna njósnara Hitlers. Það er hægt að trúa þessu vegna þess, að það er bein afleiðing af stefnubreyt- ingu Stalins. Þegar málin eru skoðuð í þessu ljósi, er afstaða Stalins til styrjaldarinnar augljós. Hit- ler og Stalin hafa gert banda- lag gegn Vestur-Evrópu-ríkjun- um. Og það er Stalin, sem á upptökin að þessu bandalagi og hefir áformað það og undirbúið fyrir löngu. En Hitler þarfnast ekki hjálpar Stalins á vesturvíg- stöðvunum. En ef að því kæmi, að þörf væri á her, sem þó er „einskis virði“, þá mun Stalin ekki láta á sér standa. Hann getur ekki neitað Hitler um neitt. Rás viðburðanna er hröð. Sá tími nálgast, að hernaðar- legar aðgerðir fari fram í Tur- kestan og Kákasus. Pólitískt séð hefir Stalin brennt skip sín. Hann dansar nú eftir sama hljóðfalli og Hit- ler. FLOTANN VANTAR IS Frh. af 1. síðu. sambandi við Isbjöminn. Var til- lögu um þetta vísað til bæjar- ráðs. Ekkert hefir orðið úr fram- kvæmdum. Er það vitanlega hið mesta sleifarlag, að flotann skuli vanta ís, þegar öll afkoma okkar veltur á ísfisksveiðunum, eins og nú er. NÝTT „FRIÐARTILBOÐ" ? Frh. af 1. síðu. allt undir því, að friður yrði saminn nú, en sá friður yrði sams konar friður og Tékkar og Pólverjar fengu. Erfiðleikar Hitlers munu fara æ vaxandi því lengra sem líður, sagði Nicolson, en aðstaða Bandamanna þatnandi, því að þefr hafa aðgöngu að auðlindum heimsins. MAÐURINN, SEM GAF STÁL- LUNGAÐ Frh. af 2. síðu. hergagnaverksmiðjur og rekur þær nú fyrir reikning brezka ríkisins. sem viðurkenningu fyrir hið rausnarlega góðgerðastarf sitt. Þegar endurvígbúnaður Breta hófst, bauð hann fram aðstoð sína, og hefir hann síðan unnið sem ólaunaður ráðunautur flug- málaráðuneytisins um flugvéla framleiðslu. Hefir hann breytt flestum verksmiðjum sínum í vopnaverksmiðjur. Daglegar loftárásir á nýleodnr itala. ítalir hafa ekkert samband- við pær lengur anuað en loftleiðina. IKILL ÁRANGUR er sagóur hafa oröið af árásum brezkra sprengjuflugvéla á flug- stöðvar Itala í Assab og Ash- mara I Erythreu og Diredawa og Gura í Abessiníu í gær, en það var þriðji dagurinn í röð, scm loftárásir vom gerðar á þessar bækistöðvar Itala. Sprengjuflugvélar frá Suður- Afriku hafa einnig gert árásir á ítalskar stöðvar syðst í ítalska hlutanum af Somalilandi, en ítalsbar flugvélar hafa gert árásir á brezkar stöðvar nyrst í Kenya, með litlum árangri. Til bækistöðva sinna í Erythreu,, Somaliiandi og Abessiníu geta ítalir nú ebki flutt benzín nema loftleiðis frá Libyu, en þaðan; eriu 1800 km og yfir brezkt lantl að fara. Horfir því illa fyrir flug- mönnum Italá i nýlendunum og Abessiniu er fram I sækir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.